Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
29.7.2007 | 18:48
Helgin búinn
Góðan daginn allir!
Núna er helgin senn á enda. Við fórum upp í Give í afmæli í gær hjá vinafólki okkar. Lestinn var tekinn uppeftir og ég get sagt ykkur það að það var rosaleg spenna hjá strákunum að taka lestina, þetta var nú líka fyrsta skipti síðan við komum. Við ætluðum í bíó líka en þá var Fantastic four bara sýnd kl: 13:30 bara fáránlegt. Í dag fórum við svo niður í bæ, keyptum okkur ís, löbbuðum göngugötuna og þar var bara allt lokað nema þá ísbúðin. Það er aðeins verið að drepa tímann þar til mamma og pabbi koma, strákarnir eru svo spenntir að fá þau, mér finnst það nú alveg stórfurðulegt. En ykkur?
Ég var að skoða heimasíður í dag með strákunum hjá Sommerland Syd og Bon Bon Land til að leifa þeim að velja hvert við ættum að fara og það var ákveðið einróma að fara með alla í Bon Bon Land strax og það verður veður til í næstu viku.
Á morgun er Jón Óskar að fara með lestinni að ná í m+p og við hin verðum heima að gera fínt áður en þau koma.
Kveðja Bergþóra og co
26.7.2007 | 19:33
Netið loksins komið
Eftir langa mæðu og mikið tuð erum við kominn með netið. Þetta er búið að vera þvílíkt mál hjá TDC, fyrir það fyrsta þá var þetta pantað 23. mai og það ætti nú að vera nægur fyrirvari. Það átti að koma í gagnið 17. júlí og við komum þann níunda. Jæja nóg af svekkelsi.
Við erum búin að koma okkur fyrir. Þetta er rosalega rólegt og notalegt hérna, íbúðin er alveg stórfín og flott umhverfi. Við erum búin að sjá meðal annars ref og nokkur dádýr hérna í skóginum í kring. Okkur finst það nú bara kósý. Það er nú samt 15-20 mín gangur í strætó en það er bara fínt við þjálfum okkur ágætlega í leiðinni.Ég var reyndar stunginn illilega um daginn þegar við sátum úti, drukkum bjór og strákarnir voru að spila frisbee og fóturinn varð tvöfaldur. Þetta var ekki þægilegt. Þetta byrjaði svo að lagast þegar Jóhanna sagði mér að fara í apótek og kaupa mér ofnæmistöflur og sterakrem og ég var búin að taka það í 3 daga. Ég gat allavega labbað eðlilega í stað þess að vera 5 mín bara að stíga í löppina til að geta byrjað að labba.
Strákarnir eru ánægðir hérna. Kristófer hlakkar mikið til að byrja á leikskólanum, það er nú bara rétt rúmlega vika þar til hann byrjar þar. Ég veitt ekki með Kormák fyrr en á þriðjudag, en þá förum við á fund með kommúnunni og þá kemur í ljós hvenar hann byrjar í öllu.
Jón er líklega kominn með vinnu og byrjar þegar mamma og pabbi eru farinn. En þau eru að koma á mánudaginn. Við hlökkum öll rosalega til að fá þau. Þau fara svo heim á föstudag en það verður nú full dagskrá á meðan þau verða hjá okkur. Strákarnir eru búnir að ákveða að fara í bon bon land og dýragarð. Svo verður nú örugglega verslað eitthvað líka .
Kveðja frá danav.Bergþóra og co
munið nú að kvitta fyrir innlitið.
9.7.2007 | 20:12
Brúðkaup yfirstaðið og flutningar hafnir
Eins og margir vita giftu Valgerður og Halldór sig þann 07.07.07 og var það alveg yndislegt. Þau giftu sig í Kópavogskirkju og var veislan haldin í sal ferðafélagsins í Mörkinni. Veislan og athöfnin voru alveg frábær í alla staði
. Ég verð nú bara að segja að þau voru stórglæsilegt par. Hún systir mín var í svo fallegum kjól og geislaði öll allan daginn, hann Halldór var nú stórglæsilegur líka. Þau eiga alveg rosaleg vel saman og er ég mjög ánægð að þau hafi fundið hvort annað. Þið eruð alveg æði og ég elska ykkur bæði og gangi ykkur allt í haginn dúllurnar mínar
.
Við vöknuðum í nótt klukkan þrjú til þess að búa okkur undir flug sem átti að fara klukkan sjö í morgun, en að sjálfsögðu frestaðist flugið um klst og leiddist okkur þá pínu út á velli en þetta hafðist. Við erum búin að skoða íbúðina okkar og kemur hún bara mjög vel út . Að vísu þarf að þrífa alla íbúðina þar sem það er hellings ryk á veggjunum og í skápum
. Við fórum því bara í Bilka og keyptum helling af dóti til að þrífa, borða og drekka
. Ég reyni nú að setja einhverjar myndir fljótlega bæði af íbúðinni og brúðkaupinu
.
Ég er alveg svakalega þreytt og er því hætt að skrifa núna.
Kveðja frá danaveldi
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar