Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Þá er komið að grínsögu dagsins:)

Ég Kormákur og Kristófer liggjum öll í leti í hjónarúminu núna í morgun. Þeir eru jú veikir þannig að maður er ekkert að stressa sig. Við vorum að skoða pakkana sem þeir fengu frá Pottaskefil og tala um hvað Pottaskefill er nú góðurLoL. Ég sé út undan mér eitthvað dökkt upp við koddann, en hélt þetta væri bara skuggi. Eftir smá stund segir Kristófer "MAMMA, það er rotta á náttborðinu", ég hlæ að sjálfsögðu bara "Kristófer minn það er ekki rotta hérna inni", "jú mamma sjáðu" Ég lít upp og sé pínulítinn ráðvilltan moldvörpuunga sem veit ekkert hvert hann á að fara greyið. En ég að sjálfsögðu brá stökk á lappir og sagði "Kormákur getur þú ekki tekið hann", "nei mamma ég þori því ekkert". Ok nú varð jú að planleggja hvernig ætti að ná unganum og henda honum út. "Ég hleyp fram í eldhús og næ í skál til að setja yfir hann og þið fylgist með hvar hann er". TÓKST EKKI. Við tíndum honum í rúminu MÍNU. "Kormákur farðu fram og náðu í aðra skál, ég þori ekki að lyfta upp koddanum, en hún má ekki fara út"sagði ég. Unginn kemur út og fer inn í Kormáks herbergi sem er við hliðina, Kormákur kemur með tertuhjálm og nær að skella honum yfir ungan, úfff. Það var mjög hraður hjartsláttur hjá okkur og við hoppuðum, öskruðum og hlógum eins og í gamanmyndunumLoL.

Kormáki fannst að vísu hræðilegt að hann hitti fyrst á hálsinn á unganum og hann dó. "Mamma hringdu í einhvern og láttu takaungann og segðu að ég hafi drepið hann". Við náðum svo í skófluna sem við notum til að moka út ösku úr brenniofninum, settum hann í poka og út í rusl. Við tókum að sjálfsögðu myndir af honum fyrst, til að setja hérna inn og þá getið þið hjálpað okkur að finna út hvort þetta sé ekki örugglega moldvörpuungi en ekki músarungiWink.

Knús og koss

Bergþóra, Kormákur og Kristófer moldvörufangararGrin.


Jæja, nú er ég...

sko búin að vera duglegGrin, ný færsla og NÝJAR MYNDIR, heheTounge.

Frá því að ég skrifaði síðast er búið að gera ýmislegt, en samt ekki neitt. Við fórum á helgileik hjá Kormáki í Kirkjunni og var hann einn af þeim sem lék JósefSmile, hann stóð sig að sjálfsögðu rosa vel og var bara ánægðu með þetta. Eftir helgileikinn fórum við í safnaðarheimilið í jólaglögg og eplaskífur og krakkarnir fengu djús, nammi, eplaskífur og piparkökurSmile.

Kormákur og Lucas eru búnir að gista saman núna 3 helgar í röð og skemmta þeir sér alltaf vel saman og þarf ekki mikið að spá í þá, þeir eru alveg ótrúlega stilltir. Kormákur vildi frekar fara snemma þangað í gær heldur en að koma með okkur upp í Aarhus. Það varð til þess að ég, Jón og Kristófer fórum án hans og kíktum á göngugötuna, fengum okkur Mc. Donalds, keyptum jólagjöf handa Kormáki ofl. Ætluðum svo að fara í Den gamle by, en ekkert varð úr því þar sem byrjaði að rigna og tíminn var að naumur. Kristófer þreyttur og veikur. En við komumst að því þegar við vorum kominn heim. Þá settumst við niður í stofunni með nammi, snakk og Surf's up og ætluðum að hafa það kósý. Kristófer vildi ekkert og kúrði bara hjá pabba. Þetta fannst okkur skrítið og mældum við hann með 39 stiga hitaSick. Greyið svaf lítið í nótt, þrátt fyrir verkjatöflu. Í morgun var hann svo með 40 stiga hita og er hann búin að liggja eins og skata í sófanum í dag og segir bara já eða nei. Ansi hljótt í húsinu í dag, heheGrin.

Stefnt var á jólamarkað í Horsens í dag til að kaupa restina af jólagjöfunum, en þær voru settar á frest þar til við komum heim til Íslands, þannig að það verður nóg að geraGrin, sem betur fer ekki mikið eftir. Í staðin erum við búin að hafa það kósý hérna heima.

Jæja nenni ekki meiru, hlökkum til að sjá allaGrin.

 


Er allt að verða vitlaust?

Ég spyr bara. Ég er búin að vera að láta mig dreyma um eina úlpu frá 66 og langaði mér að kaupa hana um jólin. Síðast þegar ég skoðaði hana kostaði hún 34þús krónur og fannst mér það bara askoti nóg fyrir eina úlpu, núna var ég að kíkja aftur og kostar hún rúmlega 62 þús krónur Við erum að tala um 100% hækkunCrying. Ég meina það, er ekki allt í lagi með þetta lið þarna, hver fer að borga yfir 60 þús krónur fyrir eina úlpuW00t. Ég held að ég fjárfesti frekar í einni hérna áður en ég kem heim.

Jón er á leiðinni heim frá vinnu núna eftir 25 tíma, hann verður þreyttur, ég verð heppin ef hann sofnar ekki ofan í matinn sem ég er að eldaSleeping.

Á fimmtudaginn fórum við á föndurdag hjá Kristófer í leikskólanum og á jólaskemmtun hjá Kormáki um kvöldið. Hjá Kristófer fengum við eplaskífur og kaffi, gerðum kókoskúlur, perluðum, gerðum jólaföndur oflGrin. Hjá Kormáki var aðkeyptur matur og möndlugrautur í eftirréttTounge. 2 bekkir sýndu leikrit og var Kormákur dreki (gleymdi því myndavélinniCrying), Þetta var rosaflott hjá þeim. Vinur hans fékk víst smá sviðsskrekk og gleymdi hvar hann var, og þá heyrðist bara í honum "ææ, bíðið þið aðeins"Smile, allur salurinn sprakk úr hlátri, alveg æðislegurLoL.

Jæja skrifa meira síðar og vonandi fer ég að drulla einhverjum myndum hérna inn, kemur í ljós.

Knús

Bergþóra og co


Spennan að aukast

hér á bæGrin, enda ekki langt í jólafrí, oh það verður bara æðiTounge.

Það er að sjálfsögðu búið að vera nóg að gera hér á bæ. Búin að baka allr smákökurnar, sörur, brúna og hvíta lagtertu, hvíta og brúna rúllutertu. Við eigum örugglega eftir að eiga þetta fram að næstu jólum, en hvað um það, við skemmtum okku stórvel við baksturinn hlustandi á jólatónlistTounge. Síðustu helgi notuðum við í að kaupa nokkrar jólagjafir og völdu strákarnir sjálfir gjafir handa ömmu Ingunni og afa Gumma, rosalega ánægðir með það (enda líka vel valið hjá drengjunumTounge), við erum þó ekki búin að kaupa allt og vonandi næ ég að klára núna um helgina. Jón Óskar var að vinna langt fram eftir kvöldi á föstudaginn, og á laugardaginn og átti svo að eiga frí á sunnudaginn og ætluðum við að nota hann vel til að setja upp jólaskraut og bjóða aðventuna velkomna í nýja húsið okkarGrin. Við byrjuðum vel, settum upp jólaseríur, ég gerði aðventukrans og kertaskreytingu fyrir dagatalakertiðGrin. Jón var svo kallaður út í vinnu og kom seint heim, enn eitthvað náði ég að gera. Enn er hann að vinna fram eftir og á að vera að vinna næstu helgi líka, þannig að það er kannski bara fínt að það sé að koma jólafríWink.

Það er jólaföndur á leikskólanum á morgun bæði hjá mér og Kristófer og annað kvöld í skólanum hjá Kormáki. Ég ákvað að fara frekar með Kristófer og Kormáki og fékk að breyta minni vinnu á morgunGrin, þannig að ég kemst með þeim báðum og Jón fékk meira að segja frí eftir hádegi til að koma með okkur, hehe bara gamanLoL.

Jæja, mig langaði bara að bulla eitthvað smá.

Knús héðan

Bergþóra og co


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband