Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
7.2.2008 | 17:36
Vetrarfrí:)
Ég er komin í vetrarfrí,jeiiiiiiii. Já ég er bara komin í frí, ég var í skólanum til 11 í morgun og var þá komin í frí. Ég fór nú bara heim og tók til og gerði mest allt voða fínt (klára restina á morgun). Strákarnir fara í skóla og leikskóla á morgun og svo eru þeir komnir í frí. Kormákur fer í sund með gæslunni á morgun, en þau eru farin að bjóða upp á það á hverjum föstudegi
. Kormáki finnst það nú ekki leiðinlegt, en það þýðir líka það að ég næ ekki í hann fyrr en að verða 16, í stað 13-14, en þetta er gaman fyrir hann og það er fyrir mestu
.
Vikan hjá okkur hefur annars bara verið róleg, ég er búin að vera mjög lítið í skólanum, en Jón er alltaf að vinna frameftir núna. Þeir eru meira að segja að spá í að mæta í vinnu á þriðjudagsmorgun kl 06 og vinna til 06 á miðvikudagsmorgun. Er þetta hollt eða hvað (mér finnst nú samt ágætt að fá peninginn
). Maðurinn minn er nú svo duglegur að hann fer létt með þetta, allavega ef ég verð rosa góð og leyfi honum að sofa lengi á miðvikudag
. Kannski ég fari þá bara með strákana í Legeland, þar sem við getum þá bara verið og leikið okkur á meðan Jón sefur, ekki slæmt það
.
Jæja elskur, alltaf smá fréttir fyrir helgina og svo fáið þið að heyra hvernig helgin fór hjá okkur síðar. Ég er viss um að allir bíði spenntir fyrir framan tölvuna á sunnudaginn, hehehehehe. Takk fyrir að vera svona dugleg að kvitta núna, ég er ekkert smá ánægð með ykkur
´.
Kossar og knús
Bergþóra og co
3.2.2008 | 18:24
Góð helgi:)
Við fjölskyldan erum búin að eiga frábæra helgi. Föstudeginum var nú bara eitt að mestu í tiltekt, lestur (þegar færi gafst, sem var lítið) og Kristófer. Hann var í fríi frá leikskólanum, hann fékk að ráða því sjálfur hvort hann færi á leikskólann eða ekki. Þegar hann fattaði það svo að hann væri of seinn til að fara á leikskólann, var hann ekki ánægður með mömmu sína "MAMMA ég ætlaði að fara á leikskólann". Maður sér allavega þarna að honum líður ekki illa þarna og það er nú gott
.
Laugardagurinn fór í að dunda sér hér heima fram yfir hádegi og svo var farið að versla. Við ætluðum að skipta um símafyrirtæki með GSM símana okkar, en það er ekki hægt þar sem við eigum ekki danskt persónuskilríki með mynd. Okkur fannst nú furðulegt að það væri ekki hægt að taka ökuskírteini sem er alþjóðlegt og svo sjúkrasamlagsskírteini með danskri kennitölu, en við verðum bara áfram hjá TDC sem er ekki með svona vesen
.
Við Jón ákváðum að hafa öðruvísi kvöldmat hjá okkur í gær, þannig að við tókum fram RAKLETTIÐ í annað sinn síðan að við fengum það í brúðkaupsgjöf. Þetta var alveg rosalega gott og gaman að þessu, Kristófer leist aftur á móti ekki of vel á þetta og vildi ekki grilla sjálfur "þetta er alltof heitt, pabbi þú verður að gera fyrir mig". Í eftirrétt gerðum við súkkulaðifondue (marssúkkulaði höfðum við), höfðum allskonar ber, banana og marsípan, þarna gerði Kristófer smá sjálfur en leist samt ekkert og vel á það, þetta var nefnilega líka pínu heitt
. Jæja eftir matinn horfðum við á TVÆR myndir, eina ævintýramynd sem heitir Terabithia og svo Night at the museum. Þannig að þið sjáið að þetta var alveg frábært kvöld
.
Í dag vorum við með bollukaffi, Óli, Ásta og co komu til okkar og svo er Kormákur með vin sinn hjá sér í heimsókn. Ég bakaði nú ekki mikið af bollum, enda átti þetta líka bara að endast í dag, en það var nú smá afgangur. Ég ætlaði svo að skutla þeim niður á lestarstöð, en við vorum svo dugleg að kjafta, að við rétt mistum af lestinni, þannig að ég endaði á því að taka langan rúnt með þau, hehe
.
Það kom snjór í gær, það var ekkert smá flottur snjór, svona ekta jólasnjór. Strákarnir fóru út að leika sér í smástund og svaka gaman. Ég planaði það að ég ætlaði með þeim út í dag á sleðann, en viti menn snjórinn var farinn þegar við vöknuðum. Ég fór meira að segja á bensínstöðina í gær og miðað við það hvernig göturnar voru, þá átti ég ekki von á því að snjórinn yrði farin í dag. Þetta er að ég held furðulegasti "vetur" sem ég hef upplifað, mér finnst bara að það sé búið að vera haust síðan í Október.
Ragnheiður innilega til hamingju með enskuna, glæsilegt hjá þér. Ég er líka alveg viss um að Gunnlaugur er algjör töffari með þessi gleraugu, ég fæ nú að sjá það þegar við komum til Íslands
.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar