Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 07:29
MYNDIR
SORRY myndirnar eru ekki komnar inn. Vonandi næ ég að bjarga því í kvöld, læt ykkur vita.
Kossar og knús
Bergþóra
30.3.2008 | 18:56
Helgin:)
BYRJUM Á ÞVÍ AÐ ÓSKA HONUM JÓNI ÓSKARI AFA TIL HAMINGJU MEÐ 96 ÁRA AFMÆLIÐ SEM ER Í DAG
SKÚLI INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ FERMINGARDAGINN. VONANDI ER HANN BÚIN AÐ VERA GÓÐUR.
Það er ekki vika síðan við komum heim aftur, samt finnst mér ég búin að vera hérna mjög lengi.
Við fórum á föstudaginn með Kormák á rúnt að skoða hjól handa honum. Við töluðum við einhvern kall í hjólabúð og ráðlagði hann okkur að kaupa 20" hjól handa honum, með gírum og fótbremsu. Okkur fannst þetta mjög dýrt hjá honum þannig að við héldum áfram að skoða. Við enduðum í Bilka og keyptum hjól þar fyrir helmingi minni pening en í hjólabúðinni, ekki slæmt það. Á morgun er svo stefnan að kaupa hjól fyrir Kristófer líka, svo eru bara foreldrarnir eftir
. Það er nefnilega búið að ákveða hér á bæ, að allir ætli að fá hjól þannig að hægt sé að fara í hjólatúra
. Aðal vandamálið er það að Kormáki okkar finnst þetta ekki mjög spennandi og hefur aldrei viljað að læra að hjóla
. Hann er mjög pirraður núna þegar hann er að þessu og fær margar byltur greyið. Hann á bara svo leiðinlega mömmu sem vill endilega að hann læri þetta
. Ég held að þetta komi honum til góða seinna, og okkur öllum að vísu
. Ef það er einhver með góð ráð til að hann læri þetta sem fyrst, þá er allt vel þegið, við erum búin að hlaupa með honum fram og til baka, en hann á eitthvað erfitt með jafnvægið
.
Annars er helgin okkar búin að ganga mest út á það að kenna Kormáki að hjóla. Fórum að vísu með Toyotuna í skoðun í gær og sagði kallinn þar að þetta væri frábær bíll í alla staði, lítið keyrður og vel með farinn, við voða montinn.
Er að setja inn fleiri myndir líka, kíkið endilega.
Kossar og knús
Bergþóra og co
28.3.2008 | 16:31
Hún á afmæli í dag:)
Til hamingju með daginn elsku Jóhanna. Skemmtið ykkur vel í afmælismatnum. Vildum alveg vera þarna
.
Kossar og knús
Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur Helgi og Kristófer Ingi.
26.3.2008 | 19:29
Komin aftur:)
Jæja góðan daginn, við erum komin aftur heim. Ég ætla að byrja á því að koma með afmæliskveðju til Margrétar en hún átti afmæli 24.mars. Svo er það líka Vilborg Helga, hún átti afmæli 23.mars, þar fengum við ljúffengar kökur og gátu frændsystkinin leikið sér svolítið saman áður en við yfirgáfum Ísland og héldum heim á leið
, takk fyrir okkur mjög gaman að spjalla um allt og ekkert
.
Ferðin okkar til Íslands var alveg frábær í alla staði, að vísu náðum við bara ekki að fara og hitta alla sem okkur langaði
. Elsku Svala mín meðal þeirra varst það þú sem ég hitti ekki og þykir mér það mjög leiðinlegt
. Við eyddum mestum okkar tíma með fjölskyldunni okkar, spjölluðum, borðuðum og skemmtum okkur
. Verst hvað þetta var fljótt að líða, okkur fannst við stoppa örstutt og þurfa aðeins lengri tíma
.
Árni Þór fermdist á skírdag og var mikið að gera í kringum það. TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA ELSKA. Fermingin gekk rosalega vel og allir skemmtu sér mjög vel. Við fórum öll í myndartöku, þar voru myndirnar teknar í hollum svo á að setja þær saman í tölvunni og búa til fjölskyldumynd, það voru teknar myndir af krökkunum sér líka og gekk það ekki nógu vel fyrr en Halldór fór að fíflast og náðust þá góðar myndir af þeim öllum hlægjandi, já það getur verið erfitt að fá fimm börn á aldrinum 4-8 ára að brosa á sama tíma og horfa í myndavélina
, en það tókst.
Við viljum þakka öllum fyrir okkur, mat, skemmtun, gistingu osfrv..
Það var nú svolítið erfitt að koma sér af stað í morgun í skóla og vinnu, en það tókst og voru allir mjög ánægðir að koma í skóla og leikskóla aftur. Kristófer er víst búin að vera í skrítnu, en mjög skemmtilegu skapi í dag. Kormákur er búin að haf öðruvísi dag í skólanum, það var vinnufundur hjá kennurum og foreldrar sáu því um kennslu í staðin. Mér finnst þetta svolítið sniðugt, þetta er líka gert á leikskólum hérna. Það er að vísu lokað marga aðra daga í leikskólum hér. Mjög margir leikskólar eru lokaðir á milli jóla og nýárs, hjá Kristófer er lokað vikuna fyrir páska, 1og2 maí en svo er að vísu bara lokað eina viku í sumar, þannig að mér finnst þetta í lagi
. Í mínum skóla var haldin sýning fyrir 150 krakka (þeim var skipt niður í tvo hópa), okkar markmið var að fá þau til að sitja alveg kyrr, hlusta, taka þátt (ef það var) osfrv, þetta tókst rosalega vel og voru allir mjög ánægðir með okkur. Þannig að þetta var mjög skemmtilegur dagur í skólanum hjá mér
. Jón Óskar fékk sér 2 tíma rúnt í morgun (hann lagði af stað um 5 í nótt), þegar hann var hálfnaður á leið í vinnuna var hringt í hann og hann sendur heim aftur, vegna þess að það var of mikill snjór til að vinna
, Jón var alveg sáttur við þetta og fannst mjög notalegt að vera heima í dag
.
Jæja segjum þetta gott í bili, er svolítið tóm núna.
Kossar og knús
Bergþóra og co.
P.S það koma myndir fljótlega, nenni því ekki núna.
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.5.2008 kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 20:31
Allt tilbúið:)
Vikan er búin að vera lengi að líða hjá honum Kormáki mínum. Hann hefur varla geta einbeitt sér í skólanum og bæði kennarinn hans og pædagogen eru búnar að segja mér frá þessu, en þær eru mjög skilningsríkar og hlæja bara að þessu
. Hann er nú samt rólegri núna í dag, eftir að hann var búin í skólanum, en mjög spenntur.
Kristófer Er ekki alveg að gera sér grein fyrir þessu og finnst þetta óþarfa læti í bróður sínum. Núna á hann reyndar að vera sofandi en er ekki að geta sofnað, "mamma, hvenær má ég koma upp úr rúminu, ég er búin að sofa osfrv". Þannig að spenningurinn er að koma núna hjá honum.
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í skólanum og er verið að kynna okkur fyrir valfögunum. Við eigum að setja upp sýningu sem verður þann 26. mars, þannig að það er mikil vinna, framundan (hjá flestum allavega:)). Það er búið að vera mikið hopp og skopp þessa vikuna, en alveg ótrúlega gaman, ég meira að segja búin að læra smá jumping style (dansað við tekno musik), það tók hópinn minn bara 1 1/2 tíma að læra fáein spor okkur fannst þetta mjög ruglingslegt og erfitt en þetta tókst
. Kennarinn okkar var svo ánægð með þetta að hún vildi að þetta yrði lokaatriðið á skemmtuninni
Annars er allt tilbúið og ætlar hann Jón að keyra okkur á lestarstöðina og sjá til þess að við komumst um borð (er hann feginn að losna við okkur eða hvað). Við sjáum ykkur(eða flest) svo fljótlega.
Kossar og knús
Bergþóra og co
9.3.2008 | 19:14
Skýrsla vikunnar;)
Aldrei þessu vant er ég ekkert búin að skrifa alla vikuna, enda líka haft svosem ágætt að gera.
Í skólanum hjá Kormáki er búin að vera öðruvísi vika. Þau eru þar á meðal búin að vera að gera myndir af Fantasiu húsum, þau byrjuðu að teikna með blýanti, svo olíutúss ofan í og svo málað með bleki. Niðurstöðurnar voru mjög skemmtilegar og sást hvað krakkarnir eru með fjörugt ímyndunarafl og gátu unnið vel saman. Það voru alltaf tveir um hverja mynd og yfirleitt einhver sem þau þekktu lítið, Kormákur sagði "við verðum að læra að vinna líka með þeim sem við þekkjum ekki", nokkuð til í því hjá stráksa. Þau héldu svo sýningu og sögðu öllum sem skoðuðu myndirnar frá þeim. Mikið gaman að þessu hjá þeim
.
Það var líka öðruvísi vika í mínum skóla. Við erum búin að vera, að vinna að okkar óskastofnun ef svo má að orði komast. Ég er nú með aðrar skoðanir að flestu leiti en hópurinn minn, þannig að ég þurfti að bakka með mjög mikið. Ég er alveg föst í því að vilja hafa mat handa krökkunum í leikskólanum, en það er nú meiri vitleysan(að flestra mati hér í Danmörku), þau geta bara haft nesti með sér. Mér finnst þetta svo vitlaust þar sem að margir foreldrar spá ekkert í þetta og gefa börnunum endalaust hvítt brauð með súkkulaði. Á flestum leikskólum geta þau svo ekki komið með afganga að heiman því að það er of mikil vinna að skella þessu í örbylgju í 30 sek til að hita upp
. En allavega við áttum svo að búa til bása þar sem við kynntum okkar leikskóla. Við skiluðum síðan 4 bls ritgerð um þetta hjá okkur. Kennarinn var mjög ánægð með þetta og sagði að hún gæti nú alveg fundið upp á því að gefa okkur 10 (á skalanum 1-10), þannig að við vorum mjög sátt
.
Kristófer er á fullu að gera páskaföndur á leikskólanum og er þetta rosalega flott hjá stráknum. Þau æfa börnin mjög mikið í að klippa og er hann að verða snillingur í því.
Jón er alltaf að vinna og gerist því ekki mikið hjá honum svona í miðri viku.
Helgin hjá okkur er búin að vera frekar róleg hjá okkur. Föstudagurinn fór í tiltekt, sýninguna hjá Kormáki og að versla (rosa gaman).
Í gær (laugardag) fórum við í Ikea og keyptum okkur Cd haldara, en okkur vantar samt annan (sáum það fyrst þegar við komum heim og búin að raða í þennan). Við gerðum svo svolítið páskalegt og elduðum okkur hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi
. Við horfðum svo á Skógarlíf 2 og fengum okkur slik með í tilefni dagsins
.
Sunnudagurinn er búin að vera letidagur, fórum að vísu smá rúnt, en annars bara búin að vera heima og ekki að gera neitt.
Jæja ég er hætt þessu bulli núna. Það eru komnar nýjar myndir, Ég gerði þá eitthvað í dag. Svo er bara verið að þvo þvott og passa að allt verði hreint sem á að koma með til Íslands. Ég vona mamma mín að þú eigir þvottavél, þar sem ég tek ekki mikið af fötum með, hehe
. Það fer allt plássið í kuldagalla og jakkaföt, hihi
.
Kossar og knús
Bergþóra og co
3.3.2008 | 11:19
Skautar:)
Ég gleymdi að segja þér Jóhanna að ég lofaði Kormáki að fara með honum á skauta í skautahöllinni laugardaginn eftir að við komum (þar sem við komumst ekki á skauta á laugardaginn vegna rigningar) og að við ætlum að plata þig og Ingimund með.
Það var ekkert annað í þetta skipti.
Kossar og knús
Bergþóra sæta
2.3.2008 | 17:19
Heppin í spilum, óheppin í ástum.....
Segir máltækið, ég er nú ekki alveg sammála þessu, mér finnst vera hægt að vera heppin í báðu. Við Jón erum mjög svo upptekin í SKIP-BO þessa dagana, hann þolir ekki þegar ég vinn hann, staðan er 5-2 fyrir mér
.
Í gær fórum við í grenjandi rigningu niður á göngugötu, fórum á kaffihús og keyptum DVD ferðaspilara fyrir strákana, en þeir voru búnir að vera að safna fyrir honum. Keyptum einn með tveimur skjáum, svaka spennandi. Við ætluðum að fara á skauta með bekknum hans Kormáks en við hættum við þar sem svellið var bara einn stór pollur og það hætti bara ekkert að rigna. Þegar við komum svo loksins heim eftir blauta bæjarferð höfðum við það bara kósý. Við Jón spiluðum SKIP-BO ,drukkum hvítvín og bjór, og strákarnir horfðu á mynd og fengu nammi. Við tókum okkur reyndar pásu frá SKIP-BO og spiluðum UNO við Kormák, þar sem honum fannst við ansi lengi að spila þetta SKIP-BO, enda vorum við ekki búin með það fyrr en 1 í nótt
, ég var bara orðin þreytt
, en gaman var þetta
.
Í dag fórum við í EYE TOY, þetta er meiri líkamsræktin, þannig að við ættum kannski að spila þetta oftar, ekkert smá gaman, við Jón skemmtum okkur ekkert minna en strákarnir. Við skelltum okkur síðan niður í Þýskaland að fylla á bjórinn og rauðvínið, að vísu keyptum við líka Grand Marnier og nammi. Keyptum spægipylsur líka til að koma með á klakann
. Strákarnir prófuðu þennan fína spilara, hann virkaði rosalega vel, nema það að Kristófer greyið var bílveikur á leiðinni niður eftir, en í lagi á leiðinni heim
. Núna er bara verið að hafa það gott og byggja sig upp fyrir vinnuvikuna.
Hafið það gott elskurnar og verið dugleg að kvitta
Kossar og knús
Bergþóra og co
P.S er einhver sem man eftir spilinu Kleppara og getur útskýrt það hér í fáum en góðum orðum. Við vorum að reyna að rifja það upp, en mundum það bara ekki. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma þessum spilum sem maður var alltaf í, ég man heldur ekki spilið IDIOT, hhhhhhjjjjjjjjjááááááááállllllllllllllpppppppppppppp
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar