Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 20:33
Þá er það .......
ferðasaga. Við fórum til Stokkhólms um síðustu helgi og slógum margar flugur í einu höggi. Við lögðum af stað héðan að heiman á föstudagsmorguninn kl 8 og vorum komin til Norsborg (rétt hjá Stokkhólmi) kl 17:30, en þar gistum við hjá Gulla og Rannveigu. Það var alveg frábært að vera hjá þeim og dekruðu þau mikið við okkur og strákana (þeir voru alveg sáttir við það), takk æðislega fyrir okkur
. En við hjónin vorum mjög þakklát fyrir ferðaDVD spilarann á þessari löngu ferð. Við stoppuðum bara í einn og hálfan tíma á leiðinni, við tókum með okkur steiktan kjúkling og hrísgrjónasalat og settumst út í sólina og fengum okkur hádegismat, mmm svo notó
.
Á laugardaginn tókum við lestina inn í Stokkhólm, Rannveig var leiðsögumaðurinn okkar. Við fórum á Clarion Hotel Stokkholm þar sem við hittum Valgerði, ég get ekki líst því hvað okkur fannst gaman að hitta hana og geta eitt deginum með henni mér fannst bara ekki nóg að hafa bara einn dag og var mjög erfitt að kveðja
. Við fórum á Junebanken sem er safn byggt á barnasögum, margar af þeim eru eftir Astrid Lindgren. Við sáum þarna leikrit með Kalla á þakinu, þar var leiksvæðið byggt eins og krakkarnir væru Kalli, þannig að þau gátu séð og leikið sér frá hans sjónarhorni, við sáum Sjónarhól þar sem Lína langsokkur á heima, þarna gátu þeir líka leikið og farið um Sjónarhól og skoðað. Við fórum líka með lest, þar sem var sagt frá öllum útstillingunum sem við sáum td Ronja Ræningjadóttir, Bróðir minn ljónshjarta, Emil í Kattholti ofl.
Á laugardagskvöldið var sameiginlegur kvöldmatur hjá Valgerði með Geislabaugi. Þóra Jóna var svo yndisleg og bauð mér að borða með þeim þegar hún vissi að ég ætlaði að koma. Þannig að ég átti alveg frábært kvöld með gömlu vinnufélögunum og ég get sagt ykkur það að ég var næstum hás af því að ég talaði svo mikið, híhí. Mér fannst nú ekki leiðinlegt að hún Anna sem var með mér á Sólinni var með í för þrátt fyrir að vera hætt, það kom mér mjög skemmtilega á óvart
. Það var bara alveg æðislegt að hitta þær allar, þetta var bara of fljótt að líða þetta kvöld
. Takk æðislega fyrir alveg frábært kvöld
.
Sunnudagur: Smá þunn til þess að byrja með, en við fórum út á göngu og redduðum því máli fljótlega. Við komum svo Kormáki og Kristófer á óvart og fórum á Naturhistoriske riksmuseet, það var þvílík hamingja og margt skemmtilegt að skoða td Tyrannosaurus Rex (Grameðla) risaeðla í fullri stærð, beinin af henni höfðu fundist fyrir mörgum árum síðan og sett saman. Við sáum nú margt mjög spennandi og skemmtilegt, við sáum líka að það var greinilegt að við komum af öpum, risakönguló, ísbjörn og ýmislegt fleira skemmtilegt,því miður máttum við ekki taka myndir þarna inni og ég gæti ekki sagt frá öllu hér. Þegar við vorum búin á safninu var nú bara kominn tími til að fara heim og undirbúa kvöldmat. Þetta var mjög skemmtilegur og fróðlegur dagur. Kormákur okkar var svo heillaður af þessu öllu og spjallaði mikið um það sem hann sá og vildi vita meira og meira, bara dúlla
. Hann virðist soga allt inn og hefur mjög sterkan áhuga á öllu, sérstaklega á risaeðlum finnst mér, hann tekur allavega þessar tvær risaeðlubækur með sér hvert sem við förum
.
Við keyrðum svo heim á mánudaginn, komum við hjá Brimari (frændi Jóns) og fjölskyldu á leiðinni. Við vorum svo kominn heim rétt fyrir 20, allir þreyttir og fóru snemma í háttinn. Ferðin heim gekk mjög vel, fyrir utan það að Kristófer greyið varð smá bílveikur, það lagaðist þó eftir að við stoppuðum hjá Brimari og hann fékk meiri bílveikistöflu
.
Við fórum svo í skólann í gær og í dag og erum svo komin í helgarfrí aftur, híhíhí.
Einn góður í lokinn. Ég vek Kristófer í morgun og segi við hann "þú verður að vakna núna, veistu mamma á afmæli í dag", "já, já ég veit", "ætlar þú þá ekki að óska mér til hamingju", "jú, jú til hamingju með afmælið, hvaða köku ætlar þú að baka handa mér", "á ég að baka köku", "já þú átt afmæli og þá verðum við að hafa köku", þannig að ég tók mig til og bakaði köku þegar ég kom heim úr skólanum og vöfflur. Við buðum svo Óla, Ástu og co í kaffi. Maðurinn minn grillaði svo nautasteikur handa okkur í kvöldmatinn, þannig að ég er búin að eiga alveg frábæran dag og ekki skemma allar kveðjurnar frá ykkur fyrir
.
Set inn myndir fljótlega frá ferðinni okkar og skrifa meira síðar, eða svona eftir helgina.
Knús og koss
Bergþóra og co
30.4.2008 | 06:09
JIIIIIIIBBBBBBBBBBIIIIIIIIIIIII:)
Til hamingju með afmælið, ég. Núna er ég orðin 33 ára gömul
.
Skrifa meira í kvöld.
Knús og koss
Bergþóra
23.4.2008 | 20:10
Aftur helgarfrí, nana,nana,nana:)
Það eru örugglega margir farnir að hugsa hvort ég sé yfirhöfuð í skóla hér. Fyrirlesarinn er veikur og því var fyrirlestrinum aflýst á morgun, en þessi vika er að vísu búin að vera mjög róleg. Við erum búin að vera með gestafyrirlesara til að kynna okkur fyrir hópunum sem við getum valið að vinna með, þ.e.a.s börn og unglingar, fatlaðir, aldraðir osv, þetta er eitthvað sem ég verð að velja eftir næsta starfsnám. Jæja nóg um þetta
.
Húsbóndinn fékk afmælisgjöfina sína í dag. Þannig að núna er öll fjölskyldan komin með hjól og hjálma,jei. Við fengum hjól fyrir hann á tilboði (alltaf vikutilboð hjá Bilka), við vorum svo heppinn að það var settur 1000 dkr afsl á þetta hjól
. Mér finnst ekkert smá notalegt að fara út að hjóla, sérstaklega núna í 15 stiga hita og sól
. Það er farið að taka á heilsunni á þessu heimili, hjóla, borða hollari mat (meira grænmeti, minna kjöt), þetta hefur nú gengið mjög vel.
Kristófer finnst nú ekki leiðinlegt að hjóla núna þegar ég hjóla með honum, þannig að við höfum hjólað á leikskólann einu sinni og svo er planið að hjóla aftur á morgun og svo held ég áfram niður í bæ. Ég verð mjög upptekinn á morgun, ætla að bóna bílinn (hans Jóns), ryksuga hann, gera hreint hérna heima, fara í gegnum fataskápana hjá strákunum, taka til fyrir helgina, og svo veit ég ekki meir
.
Æi, ég veit ekkert hvað ég á að bulla meira. Skrifa meira á þriðjudaginn.
knús og koss
Bergþóra og co
21.4.2008 | 10:30
Hann á afmæli í dag:)
Já húsbóndinn á heimilinu á afmæli í dag, hann fyllir 41 ár núna.
Til hamingju með afmælið elsku kallinn okkar.
Bergþóra, Kormákur og Kristófer.
20.4.2008 | 20:05
Hææææææ!
Allir, nú er komið að færslu helgarinnar.
Ég var nú búin að segja ykkur frá föstudeginum, þar gerðum við lítið annað en að taka til og elda mat, við fórum reyndar í hjóla-labbi túr og gekk það vel.
Í gær fórum við í bæinn og keyptum afmælisgjöfina mína, jei, ég fékk hjól frá strákunum mínum. Við keyptum rosalega flott ljósblátt hjól með körfu framan á, híhíhí. Við vorum mjög ánægð með kaupin því að þetta hjól átti að kosta 2900dkr en við fengum það á 1300dkr, þeir voru nefnilega búnir með eldri módelinn sem voru á tilboði og settu þetta í staðinn
, þannig að ég er algjör pæja(töffari)
núna(set myndir af frúarhjólinu bráðum). Við vorum nú samt að tala um það í morgun að afmælisgjafirnar fara öfugan hring. Kormákur á afmæli síðast og hann fékk sína fyrst, svo Kristófer, svo ég og svo er það Jón sem er síðastur og hann á afmæli á morgun
. Það á nefnilega að gefa hjól á línuna þetta árið. Við fórum að sjálfsögðu út að hjóla, urðum að prófa nýja hjólið. Við Kormákur hjóluðum 2km og er hann farinn að hjóla eins og hershöfðingi, hann er svo flinkur
. Jón Óskar fór svo eina ferð og tók virkilega á því, hann fór líka 2km (innkeyrslan er 1 km), ég fór svo aftur ein og hjólaði þá um 5km og var bara þreytt
, en þetta er góð æfing. Við leigðum okkur líka mynd í gær "Guldhornene" horfðum á hana og vorum með snakk og nammi handa strákunum, en ég fékk mér ávexti með Grískri jógúrt dressingu,mmmm
.
Í dag fórum við strákarnir út að "hjóla" tókum með okkur nesti og hjóluðum eitthvað, fengum okkur nesti og fórum svo heim, Kormákur var alltaf langt á undan mér og Kristófer, við vorum svo lengi. Þegar heim var komið drógum við Jón út á smá göngu, en hún var ekki löng þar sem Kormákur var að fá vin sinn í heimsókn. Þeir léku sér hérna fram eftir degi, en vá hvað getur verið erfitt fyrir svona gaura að mega ekki spila í tölvu (hún er í pásu í tvær vikur, ein vika eftir), þeir skemmtu sér nú samt vel
.
Jæja elskurnar svona var nú helgin okkar, ekkert merkilegt en samt höfum við alltaf nóg að gera.
KVITTA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kossar og knús
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2008 | 07:51
Hún á afmæli......
í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún mamma, hún á afmæli í dag. ELSKU MAMMA INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN, HAFÐU ÞAÐ GOTT
.
Mamma, pabbi, Jóhanna og Steini innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið ykkar á morgun, njótið dagsins.
Við vorum með matarboð í gær, buðum Óla Ástu og börnum í íslenskt lamalæri, mmmmm, svo gott. Jón Óskar prófaði þennan fína tein á grillinu og heppnaðist þetta rosalega vel
. Okkur er farið að hlakka til í sumar og vonandi fáum við fullt af gestum. Við vitum að Krístín, Kalli og familie verða í Danmörku og ætla að kíkja á okkur og vonandi að gista allavega eina nótt, þarna í byrjun júli
. Árni Þór "litli stóri bróðir" ætlar að koma og vera hjá okkur, mest allan júli mánuð held ég (vona ég), svo fer hann heim með Kormáki okkar, en Kormákur ætlar að fara án foreldra og bróðirs til Íslands í tvær vikur í sumar, ekkert smá spennandi
.
Segji ykkur meira eftir helgi, erum að fara í bæinn(vonandi að kaupa hjól handa frúnni á bænum).
Kossar og knús
Bergþóra og co
17.4.2008 | 19:33
KOMINN Í HELGARFRÍ:)
Öll fjölskyldan er kominn í helgarfrí, það er nefnilega Stóri bænadagurinn á morgun, en hann er hátíðisdagur hér í Danmörku.
Vikan okkar er búin að vera frekar róleg, ég var að klára kynninguna á valfögunum núna, en þessi vika heppnaðist ekkert of vel. Við fengum fulla kennslu á mánudag, en á þriðjudag var kennarinn okkar með fárveikt barn og kenndi okkur því í klukkutíma, því það var enginn annar sem gat tekið við. Í gær var enginn kennsla og svo í dag áttu hóparnir að setja í gang þekktan leik sem við vorum búin að breyta og setja musik við. Það heppnaðist alveg rosalega vel og allir fóru glaðir heim.
Vikan hjá strákunum er búin að vera svipuð og alltaf. Jón Óskar gat loksins klárað að laga hjólið hans Kristófers í gærkvöldi, en það er búið að vera sprungið á því síðan á sunnudag. Ég keypti slöngu í það á laugardaginn og þá gátum við ekki pumpað í það því gamla pumpan mín virkaði ekki. Í gær keypti ég svo pumpu og þá var nú hægt að klára þetta. Kristófer rosa ánægður þegar við komum út í morgun og ég sagði " sjáðu Kristófer, pabbi er búin að gera við hjólið þitt", "váá, það eru bara hjálpardekk og allt" svo settist hann inn í bílinn á spáði ekki meira í það
.
Bergsteinn innilega til hamingju með afmælið.
Verið dugleg að kvitta í ath.semdir eða gestabók
Ég er gjörsamlega tóm núna og veit ekkert hvað ég á að skrifa, vonandi verða einhverjar fréttir eftir helgina.
Kossar og knús
Bergþóra og co
13.4.2008 | 16:28
Helgin:)
Við erum búin að gefast upp í bili að kenna Kristófer að hjóla og skelltum hjálpardekkjunum undir. Mér finnst það vera merki að barnið sé ekki tilbúið að hjóla þegar við erum búin að hlaupa með hann í 2 vikur og það sést nánast engin munur á barninu
. Þannig að við reynum aftur eftir einhvern smátíma
.
En jæja við erum að sjálfsögðu búin að hafa eitthvað fyrir stafni þessa helgina. Á föstudaginn fórum við með hjólið hans Kristófers og Kormák á hjóli að ná í Kristófer á leikskólann (það var verið að vona að þeir mundu ná þessu á þessari löngu leið). Kormákur var skíthræddur að fara niður smá halla og ætlaði ekki að vilja fara alla leið, þannig að við pössuðum okkur á því að vera alltaf við hliðina á honum og passa hann. Þetta gekk rosalega vel, en svo fékk hann eina góða byltu og lenti ofan á hjólinu og þá var ekki stigið á það aftur fyrr en við vorum að leggja af stað heim aftur
. Kristófer hjólaði og það var varla hægt að sleppa honum þá missti hann jafnvægið
, svo horfði hann allstaðar í kringum sig en ekki fram
. Enda tók þessi ferð 2 tíma (við erum ca. klukkutíma að labba fram og tilbaka). Það var svo bara slappað af um kvöldið og talað við Valgerði á skypinu
, eða var það á fimmtudaginn,hmmmmm.
Við fórum í gær í hjálma leiðangur. Kristófer vantaði nýjan hjálm og fengum við einn í Toysrus. Við skruppum síðan í kaffi til Óla og Ástu, skoðuðum hvað þau eru búin að vera að gera í garðinum og enduðum út á palli í sólinni og fengum okkur smá bjór, takk fyrir okkur. Við elduðum svo fínan kvöldmat og ég sagði við strákana að þegar við værum að borða af fína stellinu okkar, þá ætti maður alltaf að láta sem maður væri á veitingahúsi, þetta var rosa gaman. Svo var horft á mynd og kláruðu strákarnir páskaeggin sín, við hjónin fengum okkur Irish Coffie og malibu i appelsínusafa, þetta var bara kósý kvöld
.
Í dag var ný verslunarmiðstöð opnuð í bænum og allar búðir á göngugötunni opnar. Við ákváðum að skella okkur í bæinn og kíkja á herlegheitin þar. Við gengum alla göngugötuna og yfir í Bryggen, það var æðislegt veður og að sjálfsögðu var stoppað og fengið sér ís. Við vorum búin að plana að versla aðeins á tilboðunum sem voru þarna í Bryggen, en við gengum bara hring þarna um og hrökkluðumst út aftur. Það var svo mikið af fólki þarna, að ég átti ekki til orð og líka á göngugötunni, það var bara haldið fast í strákana þannig að við yrðum ekki viðskila (það voru nógu margir foreldrar kallaðir upp). Eina búðin sem ég ætlaði virkilega að fara inn í var svo troðin að ég hætti við
. Kormákur fór til vinar síns að leika og skemmtu sér að konunglega, voru mest úti að hoppa á trampólíni
. Ég og Jón ætluðum að fara í hjóla- göngutúr með Kristófer og tókum til nesti og allar græjur
. Jón fór út og skellti hjálpardekkjunum undir og tók eftir því að afturdekkið var loftlaust, pumpaði í það og svo var loftið farið úr aftur eftir smá stund
. Við komumst að því að það var gat á slöngunni, og allar búðir með hjóladóti lokaðar, þannig að lítið varð úr þeirri ferð
. Við tókum þá smá rúnt og reyndum að finna einhvern stað til að setjast niður og borða nestið okkar, en ekkert gekk. Við enduðum þá heima hjá okkur, breiddum úr teppi á stofugólfið og höfðum piknik þar
.
Núna hlakka ég bara til þess að fara til Stokkhólms, hitta Valgerði, en hún er að fara með Geislabaugi í menningarferð að skoða leikskóla þar, því miður getum við samt bara eitt með henni einum degi, en það er betra en ekkert segi ég. Við fáum gistingu hjá Gulla(föðurbróðir Jóns) og Rannveigu, en þau búa rétt utan við Stokkhólm, það verður nú ekki slæmt.
Jæja er búin að bulla nóg
Kossar og knús
Bergþóra og co
9.4.2008 | 10:11
Til hamingju.....
Með afmælið elsku pabbi, njóttu dagsins í botn.
Annars gekk dagurinn í gær út á það að læra hjóla (er ekkert nýtt hjá þessari fjölskyldu) og það gerum við í dag líka þegar ég er búin að ná í strákana. Kristófer finnst hann rosalega duglegur þegar hann getur hjólað með pedalana tvo hringi án þess að ég haldi í og ljómar allur í framan og segir "mamma sjáðu bara hvað ég er duglegur, ég get þetta næstum", "já elskan, þetta er alveg að koma"
. Ég bara er ekki að trúa hvað þetta tekur langan tíma, en það jákvæða við þetta er að ég fæ nóga hreyfingu líka, svo er nefnilega yfirleitt farið í einhverja leiki þegar þetta er búið
. Kormákur er orðin svaka flinkur, nema ennþá vantar upp á bremsurnar hjá honum. Ef hann fer of hratt setur hann lappirnar niður og bremsar þannig
. Það gerði ég aldrei þegar ég var lítil,hehe
, var bara mesti skóböðull sem til var, átti stundum skó í 2 vikur, vegna bremsu eða klifra upp á kaupfélagsþakið osfrv
.
Ég held að ég sé búin að ákveða mig, hvað ég tek sem valfag í skólanum. Það er Sundhed, krop og bevægelse- heilbrigði (matur), Líkami og hreyfing. Mér finnst miklu meira spennandi í þessu fagi heldur en í náttúru, tækni og verkstæði. Enda hef ég líka alltaf verið á spá í hvað maður á að gera með börnunum í leikfimi og hvaða æfingar séu betri en aðrar, þannig að ég held að þetta passi vel.
Jæja kossar og knús
Bergþóra og co
7.4.2008 | 16:44
Mánudagur:)
VÁ hvað er erfitt að kenna börnum að hjóla, sérstaklega þeim sem varla nenna þessu. Kormákur minn er nú reyndar alveg að ná þessu, ég píndi þá að sjálfsögðu út í dag. Maður verður að halda áfram þegar maður er byrjaður, þýðir ekki að gefast upp. Jæja ég byrja á því að hlaupa með Kristófer, hann hjólar smá, bremsar og hættir og ég segi "Kristófer minn, þú verður að hjóla á meðan þú ert að ná þessu", "en mamma, þessi strákur þarna hjólar ekki alltaf", "Nei, en þú verður að gera það meðan þú ert að læra elskan", "ok, ég nenni þessu bara ekki"
. Kormákur reyndi að æfa sig sjálfur á meðan og gekk ekkert of vel
. Jæja ég byrja svo að hlaupa með honum og læt hann taka af stað og bremsa til skiptis (honum fannst þetta ekkert voðalega gaman, skil það ekki
), stýrið er nefnilega á fleygiferð stundum, en það er samt farið að hægjast á því
. Ég fer með honum nokkrar ferðir og honum fór að ganga rosalega vel, tók af stað eins og ekkert væri, bremsaði þegar ég sagði og stýrið þokkalega beint
, svo kom ein væn bylta í lokin og þá fékk ég "jæja, getum við núna farið inn"
. Það er sem sagt stuð á liðinu hér á bæ, allir að hjóla og hlaupa.
Ég fór með Kormák til augnlæknis aftur í dag. Augað lítur betur út, en hann þarf að fá dropana í viku í viðbót.
Jæja ekki meira eftir þennan dag.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar