Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
27.5.2008 | 14:21
9 ára töffari......
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kormákur, hann á afmæli í dag........
Já núna er það hann Kormákur okkar sem á afmæli og er hann 9 ára í dag.
Innilega til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar.
Knús og koss
Mamma, pabbi og Kristófer Ingi
26.5.2008 | 12:44
Helgin:)
Til hamingju með afmælið Ágústa, njóttu dagsins og góða skemmtun á Tenerife.
Eins og ég var búin að segja skyldi ég kallana mína eftir eina heima um helgina og stakk af til Kaupmannahafnar.
Þeir notuðu að sjálfsögðu tíman vel, fóru á McDonalds á föstudagskvöldið og svo var video- og nammikvöld eftir það. Jón hringdi í mig til að ath hvort ég væri komin yfir og mátti ég ekki vera að því að tala við hann þarna og sagði að ég mundi hringja seinna "Nei það getur þú ekki við erum að fara að horfa á Alvin og íkornana og borða íslenskt nammi", nú, nú við tölumst þá bara síðar.
Á laugardaginn fóru þeir í Skærup mini zoo, með nesti og nýja skó, svaka fjör þar. Á eftir var stefnan tekin í Bilka þar sem pabbi þeirra dekraði við þá og leyfði þeim að velja í matinn, Kristófer vildi nautakjöt og Kormákur svínakjöt, þannig að Jón keypti bæði og eldaði það handa þeim
. Þar keypti hann líka afmælisgjöfina frá tengdó handa Kristófer, en það var minniskubbur fyrir playstation tölvuna
.
Í gær fóru þeir svo á rúntinn niður í Svendborg og skoðuðu bíl, sem við erum að hugsa um og leist þeim bara vel á hann, þannig að ef allt gengur upp tökum við hann. Svo biðu þeir bara spenntir eftir að mamma kæmi heim úr ferðalaginu sínu.
Jæja þá er það mín helgi. Á föstudaginn fer ég og sæki Rúnu og við keyrum til Köben og náum í Svölu á flugvöllinn, tékkum okkur inn á hótelið og förum út að borða. Við fórum á Ítalskan stað sem heitir Mamarosa og mælum við ekki með honum. Við fórum nú svo snemma á hótelið lögðumst upp í rúm, þær borðuðu fullt af íslensku nammi og svo var bara kjaftað fram eftir kvöldi.
Laugardagsmorguninn var tekinn snemma , fengið sér morgunmat og kíkt á Strikið og nokkrar hliðargötur, ég var rosalega dugleg að hjálpa þeim að eyða peningum, en eyddi nánast engu sjálf. Mér fannst það mjög gaman, hehe
. Við fórum svo frekar fínt út að borða á laugardagskvöldið á indverskan stað, maturinn var mjög góður, en við gátu ekki klárað hann þar sem hann var svo sterkur, en góður var hann
. Við fengum okkur svo göngu niður Istegade og svo heim í rúmið, þar kjöftuðum og horft aðeins á stigagjöfina í Eurovision.
Á sunnudaginn tókum við öllu mjög rólega, fengum okkur morgunmat, stelpurnar fóru í smá spa á meðan ég hafði það gott inn á herbergi. Fórum á Strikið og sátum á einhverjum kaffihúsum og töluðum aðeins meira. Svo skyndilega var komin tími til að keyra Svölu á flugvöllinn
og halda heim á leið
. Takk fyrir helgini elsku dúllurnar mínar, hún var alveg æðisleg. Ég held að við höfum ekki eytt svona löngum tíma 3 saman í mörg, mörg ár, þetta var æði
.
Þegar ég kom heim tóku á móti mér kertaljós og notaleg heit. Strákarnir hlupu á móti mér og biðu spenntir eftir pakkanum sem ég keypti handa þeim. Við borðuðum kvöldmat sem ég hafði tekið með mér heim, svo var farið í rúmið og dótið geymt þar til í dag. Þrátt fyrir frábæra helgi með stelpunum, var yndislegt að koma heim
.
Kristófer var ekki alveg að skilja þetta með helgina og spurði mig hvort ég væri komin í heimsókn aftur, ég sagði að ég ætlaði nú að búa hérna aftur, hvort það væri í lagi, "já já það er bara gaman "sagði hann. Hann ætlaði nú ekki að sofna, því hann hélt að ég yrði ekki heima þegar hann vaknaði aftur, það þurfti miklar sannfæringar
.
Jæja, ég er hætt þessu rugli
Kossar og knús
Bergþóra og co
23.5.2008 | 13:24
Hæ allir!
Við Kristófer vöknuðum kl 07:20 á miðvikudaginn og ákvað hann að við ætluðum að baka kökuna strax sem hann fór með í leikskólann á fimmtudaginn. Mamma hans greyp að sjálfsögðu tækifærið og hjálpaði honum með þetta, og svo settum við kremið á og skreyttum þegar hann kom heim
. Hann pantaði svo hamborgara í afmælismatinn og voru þeir grillaðir og drukkið maltöl og rauðvín með, smá rest af skúffukökunni borðuð í desert og sungin afmælissöngur
. Hann fékk slatta af pökkum, frá ömmu Ingunni og afa Gumma keyptum við Battle Wheels, frá Valgerði og Halldóri keyptum við Spiderman á mótorhjóli, frá okkur fékk hann svo geislasverð með hljóði og ljósi, Kormákur keypti svo handa honum Ben10 leik í playstation tölvuna, hann var alveg rosalega ánægður með allt
. Ég er nú ekki búin að kaupa handa honum fyrir peninginn frá ömmu Vilborgu og afa Steinari, það kemur síðar (ég veit nefnilega ekki alveg hvað ég ætla að kaupa)
. Amma Ingunn og afi Gummi sendu svo líka pakka, en í honum var Dinos Buzz leikur og Alvin og íkornarnir dvd mynd, fullt af nammi, slátur, cheerios, og pítusósa, takk æðislega fyrir okkur
.
Svo er ég bara að láta ykkur vita að ég er að fara í húsmæðraorlof með Svölu og Rúnu til Köben. Jón Óskar verður heima með strákana og finna þeir sér örugglega eitthvað skemmtilegt að gera
.
Góða helgi allir og munið að kvitta, annars er þetta leiðinlegt að gera þetta.
Knús og koss
Bergþóra og co
22.5.2008 | 06:41
Hann á afmæli í dag.....
Hann á afmæli hann KRISTÓFER, hann á afmæli í dag. Hann er 5 ára í dag, hann er 5 ára í dag, hann er 5 ára hann Kristófer, hann er 5 ára í dag
.
Til hamingju með afmælið elsku strákurinn okkar, loksins orðin 5 ára töffari
.
Knús og koss
Mamma, pabbi og Kormákur Helgi
19.5.2008 | 15:21
Róleg helgi:)
Aldrei þessu vant áttum við rólega helgi. Á föstudaginn röltum við niður í bæ að kaupa afmælisgjöf. Við komum að sjálfsögðu við á pub og fengum okkur drykk, Jón fékk sér bjór, ég og Kormákur appelsínudjús og Kristófer kók. Ég get sagt ykkur það að það var ekki góð hugmynd þennan dag að gefa honum það, barnið varð hreint út sagt stjörnu vitlaus, nánast eins og hann hafi fengið spítt eða eitthvað, hef nú bara aldrei lent í þessu áður. Hann slappaði nú samt af þegar við komum heim og horfði á mynd, þannig að þetta stóð ekki lengi yfir, en það sést kannski á þessu að hann fær nú ekki oft gos og þá helst ekki svart gos
.
Á laugardaginn fórum við í 3 ára afmæli til Emmu Silju (dóttir Rúnu og Mads). Reyndar var einhver misskilningur með tíman, þannig að við komum þegar allir voru að fara, samt komum við í hádeginu. Segir maður ekki bara þá að þetta hafi verið viljandi, þannig að við gætum haft þau út af fyrir okkur
. Þarna áttum við allavega huggulegan dag og borðuðum kvöldmat með þeim líka, takk fyrir okkur elskurnar
.
Sunnudagurinn fór í ekki neitt, okkur hálfleiddist aldrei þessu vant. Kormákur fékk vin sinn í heimsókn og léku þeir sér allan daginn (aðallega í tölvum), við Jón horfðum á sjónvarpið, ég reyndi að læra aðeins og Kristófer heimtaði súpu, þannig að ég þurfti að gera súpu í hádegismat(voða erfitt, eða þannig)
. Jóni leiddist svo svakalega, að ég sendi hann með bílinn minn á bílaþvottastöð, þannig að við gætum bónað hann, ryksugað og gert hann fínan áður en frúin á heimilinu fer í helgarferð til Koben með Rúnu og Svölu, hihi, hlakka bara til
. Svo var nú reyndar tekinn einn Buzz leikur fyrir svefninn, Kormákur vann að sjálfsögðu, en minn tími mun koma, hehe
.
Við erum svo að plana fyrstu útileguna okkar, en hún verður með íslendingafélaginu í blablabla (man ekki hvað það heitir) um miðjan júní, jei, það verður gaman.
knús og kossar
Bergþóra og co
15.5.2008 | 10:11
SIRKUS:)
Þessi vika er búin að vera jafnfljót að líða og allar aðrar. Ég fór með Kormák til augnlæknis aftur á þriðjudaginn, og fékk hann krem til að setja í augun. Núna er það 2 á dag í 4 daga og svo 1 sinni á dag í 2 vikur. Ég var frekar fúl, því að ef hún hefði tekið hann inn strax í þessar 3 mín sem þetta tók, þá væri þetta vesen búið núna, arg
. Hún vill svo sjá hann aftur eftir 3 vikur til að sjá hvort augað sé ekki örugglega komið í lag.
Í gær fórum við í Sirkus Benneweis sem er danskur sirkus og ferðast í um 100 bæi alltaf á sumrin. Þau eru með listamenn frá Þýskalandi, Portugal ofl stöðum. Þarna voru að sjálfsögðu dýr td fílar, hundar, hestar, geitur og svín. Kristófer sat fyrst með galopin augun (við erum að tala um meira en venjulega) og átti ekki til orð yfir þessu og því sem dýrin gátu gert. Kormákur "vá mamma sástu þetta" og klappaði með á fullu
. Eftir pásuna var Kristófer svo kominn með í klappið og skemmti sér konunglega eins og restin af fjölskyldunni
. Þeir vildu nú samt ekki láta taka mynd af sér á fílsbaki í pásunni, held að þeim hafi fundist þeir eitthvað stórir, kannski tekst það á næsta ári
.
Annars er ekkert markvert búið að gerast þessa vikuna. Kormákur fer í en eitt afmælið í dag og þegar ég næ í hann verður tékkað á lausum degi fyrir hans afmæli í Legelandet.
Aðeins í lokin frá Strákunum.
Það var bekkjarfélagi sem kom til mín í gær með ljósrit sem hún hafði fengið lánuð hjá mér. Ég bauð henni í kaffi og Kristófer plataði hana í frisbee. Þegar ég fór með Kristófer á leikskólann, keyrðum við hana heim. Kristófer biður hana um að koma í leikin "ég sé". Svo segir þessi kona alltaf "jæja vinur, það er komið að þér núna", Eftir svona 3 eða 4 skipti segir Kristófer "Ég er ekki vinur þinn, það er mamma sem er vinur þinn".
Kormákur segir við mig í gærkvöldi, "mamma stundum hata ég sjálfan mig", það kemur mikið á mig en ég segi rólega "af hverju hatarðu sjálfan þig stundum", " æi, mamma ég geri það kannski ekki en ég þoli ekki þegar ég geri ekki það sem heilinn minn segir mér að gera", "nú hvað meinar þú með því", "sko td, þegar ég er að spila í tölvunni, þá segir heilinn minn að ég eigi að fara þangað og gera þetta, en ég fer bara eitthvað allt annað og TAPA,...... eða stundum vinn ég samt líka", "ok elskan mín" sagði ég bara. En pælingarnar í þessu barni stundum. Hvað segir maður við svona?
Jæja góða helgi, ég er allavega komin í helgarfrí, hehe.
Knús og kossar
Bergþóra og co
14.5.2008 | 08:45
Afmæli, alltaf gaman að eiga afmæli:)
Hann tengdapabbi minn á afmæli í dag. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi innilega til hamingju með árin 73
. Hafðu það gott í dag og láttu konurnar nú dekra aðeins við þig, hehe
.
Knús og kossar frá okkur öllum í danaveldi
Jón Óskar, Bergþóra, Kormákur Helgi og Kristófer Ingi.
12.5.2008 | 17:49
Hvítasunnuhelgin yfirstaðin:)
Vikan er búin að ganga sinn vanagang, skóli, vinna, bla,bla,bla.
Það er búið að vera yfir 20 stiga hiti alla vikuna og spáin lítur eins út fyrir allavega 3 daga í viðbót, við getum nú alveg vanist þessu
.
Á föstudaginn kom Jón frekar snemma úr vinnunni og ákváðum við hjónin að fara bara tvö í bæinn. Við fórum til að kaupa bækur fyrir skólann minn, en ég gleymdi að sjálfsögðu miðanum, þannig að við settumst bara niður í hitanum og fengum okkur bjór. Þegar við tvö vorum búin að slappa vel af saman náðum við í Kristófer, fórum að versla og náðum í Kormák Helga sem var í afmæli. Þegar við komum þangað vill hann fá að gista hjá vini sínum. Það var nú ekki vandamálið, þannig að við náðum í sængina hans og tannbursta (þannig að við sáum Kormák í svona 20 mín á föstudag)
. Við hin fórum heim og grilluðum hamborgara og naut Kristófer sín að vera einn heima með mömmu og pabba. Hann fékk að sofa í Kormáks rúmi og alles, ekkert smá sport
.
Á laugardaginn þurfti ég að fara niður í bæ og kaupa þessa bók (sem þurfti svo að panta, það er ekki hægt að kaupa skólabækur hérna nema panta þær og mér finnst mjög erfitt að venjast því), þannig að við náðum í Kormák í leiðinni. Þegar við komum þangað voru þeir ekki heima, heldur voru þeir að úti að sigla með pabba Anders. Við fengum kaffi þar sem þeir voru á leiðinni, nýkomnir í bílinn. Þeir höfðu farið á föstudagskvöldið og sett net út og voru svo að ná í það aftur. Það var nú ekki mikill fiskur en þetta gerði mikla lukku fyrir Kormák, þar sem hann hefur aldrei farið að sigla áður (nema ferju). Hann var svo ánægður með daginn að hann var að springa. Við fórum svo að kaupa bókina og fengum okkur ís
. Við skelltum okkur upp í Give til Óla og Ástu og lágum þar í leti úti allan daginn. Krakkarnir sulluðu í sundlauginni og við drukkum vatn og bjór til að kæla okkur niður. Það var svo grillað nautakjöt og SS pylsur, drukkið rauðvín og hvítvín og borðað úti, algjör snilld, þetta var frábær dagur, takk fyrir okkur
.
Sunnudagur: Við fengum okkur amerískar pönnukökur í morgunmat og fórum svo að taka til í geymslunni. Allir útilegustólarnir okkar voru myglaðir og pokinn utan af tjaldinu, en sem betur fer var í lagi með tjaldið og svefnpokana. En það þarf að fjárfesta í nýjum stólum, borði og dýnum fyrir útilegurnar sem við förum í sumar
. Eftir tiltektina var svo stefnan tekin til Fredricia að kíkja á Harley Davidson mótið sem var þar, en flestir voru nú bara farnir af því (frekar fúlt), en við sáum samt helling af flottum mótorhjólum
. Það vildi nú svo vel til fyrir strákana að þetta var við hliðina á Madsbyparken sem er stór leikja og (smá)dýragarður. Þarna léku þeir sér og plötuðu okkur með í Tarzan þraut, skoðuðum dýrin og fengum okkur ís
. Við grilluðum svo lambalæri frá New Zealand, það var alveg rosalega gott og fannst okkur þetta bara ekki síðra en íslenska lambið
. Við tímdum ekki að grilla síðasta íslenska lærið okkar strax, það var líka búið að ákveða að bjóða Rögnu, Kristni og co í það
.
Mánudagur: Við tókum okkur hjólatúr í hitanum og fórum í Dyrehaven, þar sáum við 3 mismunandi tegundir af dádýrum, gáfum þeim gulrætur og vildu þau helst bara meira og meira. Eftir þetta var kíkt á ströndina og kíktu strákarnir og ég aðeins í sjóinn, ekki langt samt það var kalt vatnið
. Svo var að sjálfsögðu fengið sér ÍS í hitanum áður en við hjóluðum heim. Ferðin heim tók um 2 tíma, þar sem Kristófer greyið var orðin mjög þreyttur. Ég er farin að hugsa hvort við þurfum að kaupa hjól aftan í Jóns (þá hjólar Kristófer með en Jón teymir hann samt) fyrir svona lengri ferðir, en það kemur í ljós seinna, hann venst þessu nú örugglega fljótlega
. Stefnan í kvöld er svo sú að slappa af og hafa það notalegt, Kristófer greyið var svo uppgefinn eftir daginn að hann er sofnaður og klukkan er bara 19:30
.
Jæja hafið það gott elskurnar mínar og gangið hægt um gleðinnar dyr, hehe.
Kossar og knús
Bergþóra og co
9.5.2008 | 08:04
Hann á afmæli í dag, hann á
afmæli í dag, hann á afmæli hann Ingimundur, hann á afmæli í dag.
Innilega til hamingju með 7 ára afmælið elsku Ingimundur okkar. Eigðu góðan dag í skólanum og heima
.
Risa knús og 1000 kossar frá okkur í Danmörku.
Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur og Kristófer.
4.5.2008 | 19:39
Löng helgi:)
Þetta er búið að vera ansi löng helgi hjá okkur, eða síðan á fimmtudag.
Jón fékk sér fjögurra tíma rúnt til þess að vinna í klukkutíma, hann fór að heiman um 4 og svo hringdi bjallan um 10 og þá var hann kominn heim aftur
. Við gerðum að sjálfsögðu gott úr þessu og fórum upp í Give með morgun-hádegiskaffi, ég og Ásta sendum svo Jón Óskar og Óla niður í Þýskaland að kaupa rauðvín og gos
. Mér fannst Jón Óskar búinn að keyra svo lítið, þannig að hann hafði gott af þessu
. Hann svaf að vísu mest alla leiðina niður eftir, en kom hress heim aftur
. Á meðan var ég í kaffi hjá Ástu og krakkarnir að leika sér og spila í tölvu, svaka notó hjá okkur. Við gátum reyndar hlegið að okkur hjónunum, við Ásta kíktum á eina mynd og mér fannst hún ekki skemmtilegri en það að ég sofnaði yfir henni. Við vorum semsagt góður félagsskapur,hihihi
.
Á föstudaginn löbbuðum við Kristófer niður í bæ og Jón og Kormákur komu á bílnum. Við fórum að kaupa afmælisgjöf handa Margréti (Silkeborg) og svo keypti ég mér ótrúlega fallega ljótan sóp í Tiger, hann er með blómum á
. Það var svo lítið annað gert en að fara heim og taka til og fara á haugana. Við grilluðum svo í góða veðrinu og höfðum nammikvöld. Við fengum okkur íslenskt nammi og horfðum á Bee Movie, þetta góðgæti og þessa mynd fengum við sent frá mömmu og pabba, takk æðislega fyrir þetta
.
Í gær fórum við upp í Silkeborg til Rögnu og Kristins, þar vorum við í góðu yfirlæti allan daginn. Við komum þangað kl 14 og fórum ekki fyrr en um 22. Þá voru allir búnir á því eftir skemmtilegan dag. Við höfum ekki séð þau síðan að við fórum í bústað í febrúar og vá hvað hann Bjarni Harald er orðinn mannalegur á þessum tíma, hann er nú líka að verða 6 mánaða
. Afmælisgjöfin hentaði Margréti mjög vel og var voða fín, alveg í stíl við nýja hárbandið hennar
.
Dagurinn í dag er svo búin að vera rólegur og notalegur. Við fórum niður í bæ þar sem ég gleymdi að kaupa nýja eyrnalokka handa Valgerði (týndi hennar í Stokkhólmi), en það var næstum ekkert opið í dag (er venjulega opið fyrst sunnudag í mánuði). Við hittum reyndar á eina verslun sem var opin og var með góðan afsl af galla stuttbuxum á Jón, þannig að við keyptum á hann einar buxur
. Mamma ég á straubretti núna, ertu ekki ánægð með mig, ég keypti það í dag,hihi
. Eftir að við komum heim úr bænum tókum við til nesti og fórum í hjólatúr. Fyrsti hjólatúrinn sem öll fjölskyldan fer í saman. Það var svaka gaman og Kristófer skálaði fyrir því í kvöldmatnum,hehehe
.
En jæja svona var nú helgin okkar, svo er skóli og vinna á morgun.
Það eru komnar nýjar myndir
Knús og kossar
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar