Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
28.9.2008 | 11:55
Tilkynningarskyldan er komin í gang:)
Maður veit varla orðið hvað maður á að bulla hérna inni orðið. Við erum allavega búin að eiga alveg óskaplega rólega viku og helgi. Við kíktum niður í Kolding í gær og fórum í Toysrus og keyptum fleiri jólagjafir, strákunum finnst nú ekkert voðalega gaman að það er alltaf verið að kaupa eitthvað dót og þeir fá ekki neitt
. "Sorry elskurnar jólin eru að koma og þá fáið þið fullt af dóti", "já mamma og þá förum við til Íslands" heyrðist í litla dýrinu
, greinilegt að honum hlakkar til, hihi
. Við kíktum í Punkt1(Heimilistæki), þar sem við fundum ísskáp, þvottavél og frystikistu, allt á saman stað, við dugleg
. Við sáum Gorenje þvottavél og ísskáp og Vestfrost frystikistu, frystikistan var svo ódýr (þar sem hún var á afmælistilboði) að hún gat ekki gefið okkur meiri afslátt af henni, en við fengum 3000dkr í afslátt af ísskápnum og þvottavélinni
. Eftir að við komum heim var ákveðið að hafa Raclett í matinn og svo að spila Monopoly, ÉG VANN ligga, ligga lá
.
Í morgun kíktum við í Bauhaus og náðum okkur í litaspjöld, þannig að við gætum farið að ákveða liti á nýja húsið, guð hvað við erum spennt
. Við gengum þarna um og vorum að skoða allt, sláttuvél, skóflur, exi fyrir brennið ofl
, bara gaman hjá okkur. Núna er svo bara verið að liggja í leti, læra, horfa á formúluna og strákarnir að leika sér
.
Jæja
knús og koss
Bergþóra
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 15:42
En ein helgin að.....
verða búin. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, ég er alltaf jafn hissa á þessu
.
Það var skemmtun í bænum um helgina (spotlight), ég fór í bæinn með leikskólanum á föstudagsmorguninn og sáum við söngatriði sem við áttum að dansa með í (svaka stuð), fengum risakökukall og töfradrykk. Mig langaði svo að fara með strákanna mína niður í bæ eftir vinnu og fund í bankanum, en Kormákur hringir og spyr hvort Anders vinur hans megi sofa, svo áætlanir okkar breyttust aðeins
. Við fórum þá heim í staðin, elduðum pizzu, fengum nammi og snakk og horfðum á Talent 2008
.
Í gær röltum við niður í bæ og sáum þá sjóræningjaleikrit og söngatriði, röltum síðan alla göngugötuna og kíktum smá í búðir, fengum okkur ís og bjór, keyptum nýja skó á frúnna og fórum svo heim. Hjónin fengu síðan letikast eftir skemmtilegan dag í bænum og skelltum við okkur á Jensens að borða
. Leigðum okkur DVD og svo var aftur nammikvöld (haldið þið að það sé nú, tvö nammikvöld í röð), strákunum fannst þetta nú ekki leiðinlegt
.
Í dag fórum við á Opið hús í sveitinni, en þetta er einu sinni á ári og finnur maður á netinu bóndabæ sem manni finnst spennandi og kíkir þangað. Við skelltum okkur á svínabú sem er á Fjóni. Þar fengum við að labba inn í svínastíurnar gölluð upp og í láns stígvélum. Kristófer leist nú ekkert of vel á stóru svínin, en fannst þessi litlu aðeins betri, hann vildi þó ekki halda á pínu litlu grísunum, ekki einu sinni þeim sem fæddust bara í morgun. Mamma hans var aftur á móti forvitin og sagði "mig langar", mér finnst svínin nefnilega voða sæt þegar þau eru svona lítil en svo er það búið. Þegar við komum heim aftur skelltum ég sjónvarpsköku í ofninn, því að við engum Ástu og börn í kaffi- takk fyrir komuna
.
Svona fór nú þessi helgi hjá okkur, hafið það gott öll. Jóhanna okkur hlakkar líka til að þið komið
.
Haha, ég dugleg og setti inn nokkrar myndir:)
Knús og koss
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 18:01
Alltaf í afmælunum:)
Innilega til hamingju með daginn Ragnheiður. Góða skemmtun á morgun í afmælinu
.
Kveðja frá okkur í danaveldi.
16.9.2008 | 19:29
Jei, jei jei
Við fengum litla frænku í gærkvöldi. En og aftur, til hamingju Valgerður og Halldór með prinsessuna, hún er bara algjör dúlla
.
Ég fékk gjöf í gær frá leikskólastjóranum og aðstoðarleiksskólastjóranum, þær voru að koma úr ferð frá Íslandi og á leiðinni heim í fríhöfninni sáu þær Opal og vissu að mér findist þetta gott, þannig að þær keyptu handa mér opal. Mér fannst það bara sætt af þeim.
Annars eru dagarnir bara rólegir hérna núna, Jón farin að heiman (fyrsta kvöldið núna) og mér finnst það frekar furðulegt. Kormákur sagði líka "mamma núna verður þú að gefa mér tvo kossa og tvö knús af því að pabbi er ekki heima" hihi algjör dúlla.
Jæja
Knús og koss
frá stoltu frænkunni í Vejle og co
14.9.2008 | 19:15
Jæja þá er komið að......
helgarfærslunni. Reyndar er erfitt að skrifa þar sem lítið er um að vera. Kormákur fékk að sofa hjá vini sínum á föstudaginn, hann tók PSP, Nintendo, savekubbinn og extra fjarstýringu við PS2
, já það er óhætt að segja að þeir vinir séu svolítið í tölvu, en þeir hoppuðu mikið á trampólíni líka, þannig að það var ágæts hreyfing á þeim líka
. Ég, Jón og Kristófer fórum og keyptum okkur nammi, fórum heim og gerðum okkur pizzu(set inn myndir af flottu pizzunni hans Kristófers fljótlega, hann upprennandi pizzasnillingur
). Eftir pizzuát horfðum við á disneystundina, talent 2008 og svo Lion King og borðuðum nammi og poppcorn. Við vorum að vísu svo þreytt að þegar við vorum búin með ca 30 mín af Lion King sofnuðum við öll í sófanum
hehe.
Laugardagur: Náðum í Kormák og kíktum svo í plantorama að ath hvort það væri útsala á eplatré og kirsuberjatré í nýja garðinn okkar, það var að vísu ekki, þannig að við skoðuðum bara dýrin í staðinn. Við sáum stóran páfagauk (rosa flottur) sem talaði, hann sagði hej og farvel, svo öskraði hann og þá vildi Kristófer bara fara út, honum leist ekkert á þessi læti. Jæja það var farið heim og ekki gert neitt það sem eftir var dags
. Við spiluðum reyndar Monopoly eftir kvöldmat og horfðum á Bee Movie
(sofnuðum aftur í sófanum, haha
).
Sunnudagur: Fórum á rúntinn og kíktum á afmælisbarnið upp í Give, þar fengum við ljúffengar kökur og kaffi,mmmm, takk fyrir okkur. Við horfðum á Mamma Mía áður en við fórum heim, ég verð nú að segja ég varð fyrir smá vonbrigðum með hana, ennnnn nokkuð góð samt
. Ásta fékk lítinn sætan kettling í afmælisgjöf, aldrei þessu vant féll ég fyrir kisu og langar í eina núna. Það er bara eitt vandamál (frekar stórt), við megum ekki hafa gæludýr í blokkinni og það er jú einn og hálfur mánuður þar til við flytjum. Mig langar að taka kisu núna og hafa hana inni þar til við erum flutt, en samviskan okkar segir okkur að bíða, þar til við fáum húsið
, þá er kisa bara orðin svo stór, mér langar að fá hana litla og eiga hana áfram
. Núna er bara verið að chilla yfir sjónvarpinu, blogga einhverja vitleysu og kíkja á facebook
.
Knús og koss
Bergþóra og co
14.9.2008 | 08:08
Til hamingju með......
afmælið Ásta. Eigðu góðan dag
.
Knús og koss
frá okkur í Vejle.
13.9.2008 | 10:47
Til hamingju með afmælið:)
Elsku mamma, amma.
Láttu stjana í kringum þig í dag, hafðu það gott.
Knús og kossar
Jón Óskar og co
9.9.2008 | 19:27
Loksins:)
Jæja, það er allt við það sama hér skóli, vinna, leikskóli og allt þetta. Þannig að við komum okkur bara beint að helginni
.
Laugardagur: Ég fór á sumarhátíð hjá leikskólanum og vann mér inn 4 tíma í frí á móti, þannig að nú á ég 10 tíma frí inni sem ég tek þegar Jóhanna og Ingimundur koma til okkar. Það er nefnilega þannig að þegar það eru starfsmannafundir eða eitthvað aukalega er það tekið út í fríi (mér finnst það nú bara fínt). Hátíðin var mjög skemmtileg og kynntist maður annarri hlið á foreldrum sem var mjög gaman
. Á laugardagskvöldið höfðum við video og nammikvöld með Kristófer, og við horfðum á Min skøre Robinsons familie, mjög skemmtileg
.
Kormákur Helgi var nefnilega mjög upptekinn alla helgina. Hann fór á funny Lördag í skólanum, þetta er fyrir 3-6 bekk. Þarna fór hann með vini sínum Lucas og byrjaði þetta klukkan 18 og var til 22, en þeir höfðu ákveðið að Lucas svæfi hér og voru spenntir yfir því, svo að klukkan 20:30 hringir Kormákur og segir að þeir vilji koma heim. Þeir fengu að spila í tölvu og skoða pokemonspil áður en þeir fóru að sofa, gaman hjá þeim.
Sunnudagur: Allir strákarnir vöknuðu eldsnemma þrátt fyrir að fara seint að sofa (nema stærsti, hann var mjög þreyttur). Foreldrar Lucas komu svo um 10 leitið, því þau voru að fara í Legoland. Lucas og Kormákur ákváðu að það væri mjög sniðugt að Kormákur fengi að fara með og það tókst. Kormákur fór því með þeim í Legoland og skildi okkur eftir heima
. Við fórum því bara í Elgiganten að kíkja á þvottavélar ofl fyrir nýja húsið. Fyrir Kristófer var svo kíkt í Toys-r-us og þar var síðan bara þessi fína útsala, þannig að við nýttum tækifærið og keyptum nokkrar jólagjafir
.
Við fengum síðan að vita áðan að ég hef verið samþykkt sem húseigandi í Danmörku og er afsalið á leið til okkar til undirskriftar.
Jæja nóg komið af bulli í þetta skiptið.
Knús og koss
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar