Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Jæja....

Þá er loksins komið að færslu. HMMMM, já byrjum á því skemmtilegasta. Jóhanna, Steini og börn komu til okkar um síðustu helgi. Mikið ofboðslega var gaman að fá þau. En henni Aðalheiði fannst nú samt svolítið svindl að núna var Ingimundur búinn að koma tvisvar en þau bara einu sinni, og svo næst þegar þau kæmu þá er Ingimundur búinn að koma 3, en þau BARA 2, heheGrin. Þau voru smá dugleg að versla, þar sem var rosa fín útsala í H&M, ég fékk skíðabuxur á Kristófer á 20dkr í stað 129dkr, ekki slæmtSmile. Fórum í sund á sunnudeginum í Kolding og var okkur bara KALT og greyið Hlynur vaknaði með kvef á mánudagsmorgunCrying. Jóhanna og Steini buðu okkur svo öllum út að borða á hótelinu hér í Gadbjerg, TAKK FYRIR ÞAÐ. En það var nú bara upplifun út af fyrir sig að þegar við komum þangað, þá fengum við að vita að eldhúsið væri lokað (Kl:18:30), nú ok. Heyrðu sagði maðurinn ég ætla að ath hvort kokkurinn minn sé til í að taka þetta áður en hann fer heim. Kokkurinn er til í það og vegna mikillar forvitni hjá okkur fáum við að vita að hún var hrædd um að komast ekki heim vegna veðurs, hehe. Það var smá snjókoma og kannski tveir cm snjór, hehe og við fórum gangandi(alla þessa leið, niður götuna)Grin. Svona er Danmörk, hihi. En allavega þá var þetta alveg frábær helgi þrátt fyrir smá frekjuköst í litla syni okkar, hehe. Takk fyrir frábæra helgi elskurnar. Knús á LínunaTounge.

Ég er búin með starfsnámið mitt og fannst mér bara ekkert gaman í dag að hættaFrown. Í gær afhenti ég verkefnið mitt hjá leiðbeinandanum mínum og fékk mitt síðasta spjall við hana. Þetta er alveg frábær kona í alla staði og náðum við vel saman. Við skiptumst á gjöfum (hafði ekki hugmynd um að hún væri með gjöf handa mér), fékk frá henni bókina Chokolate, hún sagði að maður þyrfti að lesa eitthvað annað heldur en bara námsbækurGrin. Fékk svo rauðvín og núggathúðaðar möndlur frá leikskólanumSmile( Karin vissi að mér þætti rauðvín smá gott, skil ekki af hverju).Í dag kvaddi ég svo krakkana, fór með skúffuköku handa þeim og fór heim með kaffikrús sem tvær stelpur máluðu á og var skrifað á hana "1000 tak for denne gang, vi vil savne dig BEGGA", bara yndislegtInLove. Frá einni stelpu fékk ég svo toblerone, það hafði hún valið sjálf. Mér fannst jafnleiðinlegt að kveðja þarna eins og á GeislabaugiFrown.

Jón Óskar hefur nóg að gera í sinni vinnu og svo þegar hann kemur snemma heim fer hann út að saga brenni. Haugurinn fer smá minnkandi, en mikil vinna eftir samt, enda var þetta MIKIÐ TIMBURWink.

Jæja, hef ekki meira í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co


Tilkynningarskyldan kallar:)

Ég varð rosalega ánægð á fimmtudaginn, þá fékk ég sms frá Jóhönnu, þar lét hún mig vita af því að þau væru að koma í heimsókn eftir  viku, þau eru sem sagt að koma á fimmtudaginn og verða fram á mánudagsmorgun, hehe bara gamanGrin.

Annars gengur allt sinn vanagang hérna. Ég er að vinna að verkefni sem ég þarf að skila af mér í næstu viku og gengur það mjög hægt, en vonandi næ ég þessu. Á föstudaginn eftir viku er svo síðasti dagurinn minn í starfsnáminu og hlakkar mér ekkert til að hætta. Gott að starfsnámið er búið, en ég væri tilbúin að vinna þarna áfram sem leiðbeinandi/pædagog.

Helgin hjá okkur var mjög róleg. Kormákur svaf hjá Lucas vini sínum bæði föstudag og laugardag. Hann fór með Risk spilið sem við gáfum honum í jólagjöf og aftur vann Lucas (Kormáki til mikillar mæðu)Grin. Ég, Jón og Kristófer slöppuðum af yfir sjónvarpinu og kíktum á Toy story 1 og Kung fu panda, borðuðum íslenskt nammi og popp. Poppið fengum við að vísu bara á laugardeginum, þar sem ég reyndi að kveikja í húsinu á föstudeginum, vegna þess að ég gleymdi poppinu í örbylgjuofninumCrying, og var lyktin ekki góð.

Á laugardaginn vorum við nú samt úti að saga timbur í brenni. Enn á föstudaginn fengum við 18 rúmmetra í innkeyrsluna. Að sjálfsögðu voru teknar myndir af haugnum og setjum við þær inn seinna. Jón er nú búinn að vera duglegur að reyna að saga, enn er ekki búin með helminginn, púff þvílík vinnaSmile.

Jæja nenni ekki meiru.

Knús og koss

Bergþóra og co


Komin tími á smá færslu.

Stundum veit ég ekki alveg af hverju ég er að þessu, þar sem mér finnst ég ekkert hafa að segja, en jæja reyni nú að krota eitthvað niður.

Núna erum við búin að vera heima í 1 1/2 viku og lífið farið að ganga sinn vanagang aftur. Strákarnir eru báðir hæst ánægðir með leikskólann og skólann og standa sig að sjálfsögðu ennþá súper velWink.

Síðustu helgi fékk Kormákur Lucas vin sinn í heimsókn og gisti hann hérna hjá honum. Þetta er vinur frá gamla bekknum hans, þeir spjölluðu í síma á hverjum degi alla vikuna, því þeir voru svo spenntir að hittast aftur eftir svona langan tímaGrin. Lucas hringdi meira að segja úr afmæli í hann, bara svona þannig að hinir gætu líka talað við hann ef þeir vildu, Kormákur ekkert smá montinnSmile. Lucas kom líka með "bók" sem innihélt sér bréf frá hverjum og einum í gamla bekknum, voða flott og gaman að lesa þettaGrin.

Jón Óskar fékk alveg að sjá um drengina þarna, þar sem ég fór út að borða með vinnunni, á Grease söngleik og svo á pöbbinn. Grease var algjör snilld, þarna var ekkert svona frægt fagfólk heldur bara áhugafólk, en mikið rosalega var þetta flott, allur salurinn klappaði í takt við lögin og það var eins og allir vildu bara vera með á sviðinuGrin. Þegar ég kom á pöbbinn fann ég fyrir því að ég væri að verða "gömul", mér fannst bara pirrandi þegar fólk rakst í mig og allt þetta tilheyrandi. Arrrggg, hefði nú bara frekar vilja fara heim og fá mér í glas með manninum mínum og nokkrum vinum þar, nenni ekki þessu bæjarstandiSmile.

Á sunnudaginn fórum við til Þýskalands til að fylla á lagerinn hjá okkur og kipptum að sjálfsögðu með smá á lagerinn hjá Óla og Ástu (um að gera að nýta ferðina þegar loksins er farið).

Setti inn nokkrar myndir frá Íslandsferðinni.

Knús og koss

Bergþóra og co


Til hamingju með.....

litla prinsinn elsku Elisabet, Nicolai og Alexander. Hafið það sem allra bestGrin.

Næst viljum við óska honum Skúla innilega til hamingju með 15 ára afmæliðWizard. Eigðu alveg frábæran dag og hafðu það gott.

Risaknús frá okkur öllumSmile.


Ég er svo ánægð með......

litlu (stóru) strákana mína. Byrjum á Kormáki, honum kveið mikið fyrir því að byrja í nýja skólanum og lét ég hann vita af því að hann væri nú svo opinn og skemmtilegur strákur að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann byrjaði svo í skólanum í gær og féll strax vel inn í hópinn. Honum finnst kennarinn sinn frábær og hann fann sér einn vin í gær sem hann var að leika við þegar ég náði í hannSmile. Í morgunn mátti hann varla vera að því að segja bless við mig hann var svo tilbúinnLoL. Hann fékk svo boðskort í afmæli sem hann fór í, í dag og fannst mömmu stráksins hann rosalega duglegur og eins og hann hafi verið í bekknum lengiGrin.

Svo er það hann Kristófer, hann vildi nú frekar fara á sinn gamla leikskóla en þann nýja. Jæja við fórum svo í gær og ég var hjá hinum í smátíma og fór síðan með Kormáki yfir í skólann og sagði Kristófer að ég kæmi aftur að segja almennilega bless. Ok ég kem svo aftur og lætur hann mig bara vita af því að ég megi bara fara í vinnuna og vinkar mér bless. Þegar ég kem aftur var hann úti að leika við strák sem heitir Oliver, alveg hæstánægðurGrin. Í morgun var þetta ekkert öðruvísi, bara bless mamma sjáumst í dagSmile. Ég afhenti þá að vísu báða í dag á leikskólanum (morgungæsla skólans er þar líka, ég þurfti að opna í mínum þannig að þeir voru komnir 6:30), en þeir spáðu ekkert í það og fóru bara í hvor sína áttinaSmile.

Svo er bara að vona að það komi ekki bakslag hjá þeim, en ég er ekkert smá stolt af strákunum mínum yfir því hversu duglegir þeir hafa verið að aðlagast öllu hérna síðan við fluttum.

Jæja ég sit vonandi inn myndir fljótlegaWink

Kossar og knús

Bergþóra og co


Þá er Íslandsferðinn búin:(

Eins og flestir vita fórum við til Íslands yfir jól og áramót. Við byrjuðum á að gera laufabrauð sama kvöld og við komum. Svaka fjör þar og fengum hangikjöt í matinn, mmmm gottGrin.

Við höfðum ekki tíma í að klára jólaundirbúninginn hérna heima í Danmörku þar sem strákarnir urðu veikir vikuna áður en við komum, þannig að stressast var í bæinn strax á laugardeginum að kaupa jólagjafir ofl. Á sunnudeginum var skírn hjá litlu dúllu henni Ingunni Rebekku, var það svaka fín veisla með súpu, brauði og skírnartertu, til hamingju elsku litla frænka með nafnið þittGrin.

Á mánudeginum fór ég á Geislabaug í heimsókn, fengum þar höfðingjalegar móttökur með jólatréssúpu með skrauti, salat og heimabakað brauð, takk æðislega fyrir okkurSmile. Farið var svo í bæinn aftur og haldið áfram að kaupa.  Þorláksmessa var meira afslappandi, ég náði í Aðalheiði og Hlyn á leikskólann þar sem hún Aðalheiður bað svo fallega og sagði að ég yrði að sjá leikskóladeildina, heheTounge. Við fórum svo niður á Laugaveg þegar farið var að dimma, fórum á kaffihús og fengum okkur heitt kakóGrin. Leiðin lá svo í Elko að kaupa jólagjöf handa Kristófer frá Kormáki og svo í Hagkaup að kaupa jólafötin á strákana, því lukum við klukkan 21:30 og fórum þá heim að hvíla okkurGrin. Höfum aldrei verið svo sein að kaupa jólaföt ofl, en þetta reddaðist.

Við áttum svo yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar og nutum þess bara að vera með þeim. Strákarnir sváfu alltaf fram að hádegi helst, við vöktum þá stundum þannig að þeir færu aðeins fyrr í rúmið, gekk illa, en gaman var hjá þeimGrin.

Gamlárskvöldið var rólegt en gott, horfðum á flugeldasýningu í Björtuhlíðinni hjá nágrönnum Jóhönnu og Steina og sprengdum nánast ekki neitt af okkar flugeldum. Gerðum það bara á nýjársdag í staðinn.

Voðalega gaman að hitta alla, en verst var að ná ekki að hitta alla almennilega, það voru nokkrir sem við hefðum gjarnan vilja eyða meiri tíma með, en svona er nú það þegar ekki er lengri tími.

Elsku vinir við óskum ykkur öllum gleðilegs árs, hafið það sem allra bestWizard.

kossar og knús

Bergþóra og co


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband