Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

hmmm

var ég ekki búin að lofa færslu hér á þriðjudaginn, en jæja hér kemur húnSmile.

Elsku vinir og fjölskylda, héðan frá okkur er allt gott að frétta, hehe er þetta ekki formlegt og flott.... ennn nenni þessu nú ekki, hér kemur alvöru færslan " ég lofa"Tounge.

Núna er munnlega prófið í Dansk, kultur og kommunikation yfirstaðið og náði ég með 4 í einkunn (langaði í hærra, ennnnn þetta virðist bara vera mín einkunn hérna í DK), 4 er ca 6-7 á íslenska skalanum, en ég er samt ánægð með þetta, þar sem ég náði og þarf því ekki að hugsa meira um þetta fagGrin. Nema kannski rétt aðeins í lokaritgerðinni, en það er nú ekki fyrr en eftir eitt ár.

Eftir prófið er ég bara búin að nýta tímann hérna heima þar sem allt nema það allra nauðsynlegasta hefur fengið að bíða. Núna er búið að taka frystikistuna í gegn þar sem ég er að fá lambaskrokk um mánaðarmótin, það verður nú spennandi að smakka danskt lambakjöt þar sem allir segja að það sé ullarbragð af þvíSmile. Núna vantar mig bara að taka alla skápa og skúffur í gegn og þá er nú aldeilis fínt hér á bæSmile.

Jón Óskar er að vinna alla helgina frá 06-18 þannig að við strákarnir ætlum að kaupa okkur pappírskarton og halda áfram með jólakortin og svo ætlum við að gera smá hrekkjavökuföndurGrin.

Jæja ég ætla að rjúka í bæinn og versla smá, er að hafa foreldraráðsfund hérna heima í kvöld og ætla að baka eplaköku og gera almennilegt túnfisksalat.

Knús og koss héðan elskurnar mínar og munið að kvittaGrin.

Bergþóra og co

 

 


LOKSINS.........

Það hlaut að koma að því að andinn kæmi yfir mig aftur, er bara EKKI búin að vera í stuði að skrifa núna síðasta mánuðinn. Er ekki einu sinni búin að standa mig í afmæliskveðjum, en þið verðið nú bara að sætta ykkur við það núna, hehe.

Við erum öll búinn að hafa það alveg þokkalegt hér á bæ og vonandi fer það bara batnandiTounge. Ég er búin að troða mér í stjórn íslendingafélagsins og ætlum við að reyna að rífa þetta félag upp og gera eitthvað að viti. Fyrsti atburður þessarar stjórnar verður í Legelandet.dk, sem er svaka stór leiksalur fyrir börn og fullorðnaGrin og ég er alveg viss um að við eigum eftir að skemmta okkur konunglegaLoL.

Ég er síðustu tvær vikur búin að vinna að prófverkefni í faginu Dansk, kultur og kommunikation. Ég skilaði svo skriflega hlutanum á föstudaginn og fer svo í munnlegt á þriðjudaginn í næstu viku. Í munnlega hlutanum á ég að verja verkefnið mitt og ætla ég að búa til fingramálningu og sýna þeim spennandi myndir af strákunum í fingramálningargerðSmile, svo er bara vonandi að þetta takistWink. Það verður allavega framhaldssaga af þessu, sama hvort ég næ eða fell.....

Ég, Kormákur og Kristófer erum komin í vetrarfrí núna í viku og ætlum sko að njóta þess. Búið að planleggja ýmislegt, en þið fáið ekki að lesa um það núna, hihihi, eruð þið ekki spenntGrin.

Í gær fórum við í afmæli til Charlottu (dóttir Óla og Ástu) og enduðum svo í mat hjá þeim líka, þannig að þetta var langt en skemmtilegt afmæli. Takk kærlega fyrir góðan dagGrin.

Strákarnir eru búnir að skera út í grasker fyrir hrekkjavökuna og eru bara mjög ánægðir með niðurstöðuna, enda líka svaka flott hjá þeimSmile. Við setjum svo inn myndir um mánaðarmótin þegar hrekkjavakan sjálf er búin en þá verður gert eitthvað spennandi og öðruvísi.

Skrifa meira á þriðjudaginn eftir vikuSmile, og vonandi með góðar fréttir þáUndecided.

Knús og koss

Bergþóra og co


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband