Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

AFMÆLI:)

Elsku Hlynur og Aðalheiður, innilega til hamingju með 6 ára afmælisdaginn. Vonandi hefur hann verið súper góður, með skemmtilegri veislu og fullt af pökkumWizard.

Afmælis og saknaðarkveðjur frá okkur öllum í Gadbjerg.

Knús og koss

Bergþóra og co


HALLO

Þá er Kristófer orðinn veikur, sennilega með einhverja leiðinda flensu. Ekki mjög gaman að því þar sem foreldrar Jóns koma á morgunn. En það er ekkert við því að gera, við vonum bara að hann hressist fljótlegaSmile.

Ég er alltaf í skólanum, en síðustu tvær vikur það hafa verið sóun á tíma að mínu mati. Núna fer þó að byrja skemmtilegt tímabil með greinaskrifum, jóla fyrirlestri ofl skemmtileguSmile.

Jón Óskar er búin að vera heima núna í 2 vikur og er 3 vikan að byrja þar sem hann fer sennilega ekki í vinnuna vegna veðursFrown. Hann er þó búinn að dunda sér hér heima og setja upp jólaskraut og seríur í glugga. En núna þegar það er búið veit hann ekkert hvað hann á að gera. Hann heppinn að geta þá stjanað í kringum mömmu sína og pabbaWink.

Kristófer fór á tónleika í Vandel skóla á fimmtudaginn og skemmti sér konunglega. Núna í síðustu viku eru strákarnir búnir að vera með þemaviku í skólanum sem fjallaði um skólann í gamla daga, því að Gadbjerg skóli er að fagna 300 ára afmæli um þessar mundirSmile. Þeir hafa fengið mat eins og var í gamla daga og var Kristófer með 2 sinnum að búa hann til en Kormákur 1 sinni. Kormákur fór líka til Ribe á tónleika og að skoða umhverfið þar. Þeir fengu ýmsar sögur(jólin, kennslustundir) frá gamla daga frá fólki sem kom í heimsókn og kennslu eins og hún var þá líka (fyrir utan það að prikinu var slept).

Eins og ég sagði áðan er Jón búinn að setja upp allt jólaskrautið og er ég og strákarnir byrjuð á smákökubakstri og hlustum að sjálfsögðu á tilheyrandi jólamúsík með. Frúin er svo búin að gera lagtertur, rúllutertur og konfekttertur fyrir jólin, þannig að það ætti að vera nóg til með kaffinu ef gesti ber að garðiGrin.

Jæja ég er farin að elda.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Blablabla

Ég veit að færslurnar hér eru ekki margar enda alltaf það sama í gangi hér á bæ.

Byrjum þá samt á þessum leiðinlegu. Bíllinn hans Jóns hrundi þegar hann var á leiðinni í vinnuna á mánudaginn. Fengum að vita að þetta væri eitthvað í mótornum og þar sem það er búið að keyra bílinn svo mikið og bílinn gamall, vill bílvélavirkinn meina að það borgi sig ekki að gera við hann. Kostar mikið að rífa mótorinn í sundur og kannski ekki hægt að gera við hannCrying. Næsta skref er því grafa upp peninga og kaupa annan bíl.

Við erum búin að kaupa allar jólagjafir og vorum við að klára að pakka þeim inn í gær svo hægt sé að senda til ÍslandsGrin. Ég ákvað svo líka að byrja jólabaksturinn snemma og erum við búin að gera jólakókóskúlurnar, lagtertur og rúllutertur. Þetta geymist svo allt í frysti þar til líður að aðventunniGrin. Það verður þó enginn bakstur næstu helgi þar sem okkur er boðið í 2 ára afmæli til Bjarna Haralds í Silkeborg á laugardaginn og þar verðum við í kvöldmat líkaSmile.

Kormákur bíður þó spenntur á því að byrja að baka sörur og smákökur því að þá fær hann núggathjúpaðar og súkkulaðihjúpaðar möndlur, honum finnst þær bara æðiTounge. En það verður mögulega helgina 21-23 nóv. Svo ætlum við bara að slappa af í aðventunni og dúlla okkur á jólamörkuðum og jólapunteríi heima fyrir, perla, föndra og eitthvað skemmtilegt sem okkur dettur í hugSmile. Ég er búin að ákveða að í ár þegar kveikt verður á dagatalakertinu setjumst við saman niður og lesum jóladagatalið Á baðkari til Betlehem. Sem sagt eintóm rólegheit í aðventunniGrin.

Mánudaginn 2 des, er SFO (gæslan) dagur og á að fara með 4- 5 bekk til Vejle þar sem þau verða allan daginn að dúlla sér á göngugötunni. Mælt var með að þau fengju vasapening þó max 50 dkr og Kormáki finnst það nú bara vera frekar lítið "mamma, maður getur nú ekki keypt neitt fyrir 50 kr", hehe, hann er algjör perla, fannst þetta pínu furðulegt, en ég sagði að þetta væri eyðslupeningur ef hann vill eitthvað að drekka eða nammi osfrv. Kristófer fer svo eitthvað annað, en ég veit ekki ennþá hvað það verður, en skemmtilegur dagur verður þetta hjá þeimGrin.

Jæja nóg komið að bulli núna, er á fyrirlestri sem ég á að vera að hlusta áGrin. En langar frekar að drífa mig heim til Jóns og fara niður í Kolding að ná í jólagjöfina hans.

Knús og koss

Bergþóra og co


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband