Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Nýr fjölskyldumeðlimur:)

Við erum loksins búin að láta verða af því að fá okkur gæludýrSmile. Það var gömul kona sem átti 9 mánaða gamlan Himalyan colorpoint kisu, vildi losna við hann vegna þess að hún gat ekki séð umm hann lengur. Hann heitir Nemó, sem mér fannst svolítið fyndið þar sem fyrsta dýrið (trúðfiskur) sem Valgerður og Halldór áttu hét Nemó, en það var barnabarn konunnar sem skýrði kisuGrin. Strákarnir eru að vonum mjög spenntir yfir kisu og eru því frekar fúlir að hann felur sig mest undir sófa. Við erum nú ekki að hafa áhyggjur af því strax þar sem við náðum bara í hann í dagGrin.

Kristófer er búinn að vera veikur alla vikuna, með hitavellu og kvef, Þetta byrjaði nú síðasta laugardag með uppkasti og svo hélt þetta áframSick, þannig að það er búið að vera fjör hér á bæ alla vikuna. Það sem mér fannst nú samt frekar furðulegt að hann var með upp í 39,2 í hita en það sást varla á barninu, þannig að fyrir hann hefur þetta ekki heldur verið gaman. Ég fór í skólann einn dag af fjórumFrown. Við leyfðum Kristófer nú samt að koma með á skemmtun í skólanum hjá Kormáki í gær (fimmtudag), vegna þess að okkur langaði báðum að faraGrin. Skemmtunin byrjaði á að krakkarnir sýndu dans og snú snú í leikfimissalnum. Kormákur hoppaði líka í snúsnú þar sem tveimur böndum er snúið (þetta langaði mig alltaf að læra þegar ég var yngri, en enginn gat kennt mér). Við fengum svo Gadbjerg peninga þegar við komum yfir í skólann sem mátti eyða í spilavíti, kökur, kaffi, búð ofl skemmtilegt. Kormákur hafði líka gert teiknimyndasögu ásamt öðrum strák, þar sem þeir "fengu" peninga og áttu að segja hvað persónurnar voru að gera, hvað það kostaði, hversu miklu var eytt í heildina og hvað var eftirSmile. Mér fannst þetta peningaþema sniðug leið til að kenna þeim bæði um peninga og að reiknaGrin.

Jón Óskar kom heim í gær og var í fríi í dag, þar sem átti að smyrja gröfuna. Hann heppinn að fá langa helgi. Mér fannst þetta frekar skrítið, þar sem ég var í fríi í skólanum líka. Sem sagt laugardagur 1 þessa helgina, heheLoL. Hann fór að sjálfsögðu út að kljúfa brenni í morgun og ég að raða, það á bara að taka á því þessa helgina og reyna að klára þetta. Ekki hægt að vera með þetta hangandi á eftir sér lengurGrin.

Jæja þangað til næst. Setti inn nokkrar myndir af NemóGrin.

koss og knús

Bergþóra og co


Enn ein pestin....

búin að berja að dyrumFrown. Kristófer vaknaði í morgun með hausverk og er svo farinn að kasta upp líkaSick, þannig að það er fjör hér á bæ. Charlotta ætlaði að koma og leika við Kristófer í dag því að hún nennti ekki á ferðasýningu með Óla og Ástu, en nú er spurning hvort hún komi.

Vikan er annars búin að vera róleg. Ég var að vinna verkefni með hópnum mínum og fannst sumum samvinnan erfið. Við erum 6 í hópnum og allar mjög ólíkar. Þannig að það verður að ræða þetta aðeins þannig að það sé nú ekki ein sem stjórnar öllu, og við hinar getum fengið okkar skoðun framSmile.

Kormákur fór til Lucas í gær og svaf þar í nótt (what's new, hehe), núna er hann svo kominn í afmæli til einnar stelpu í skólanum og verður þar til klukkan þrjúGrin. Við ákváðum að dekra aðeins við Kristófer á meðan og fengum okkur kjúkling í gær og svo var horft á Tarzan 2 og borðað snakk og nammiTounge. Að öðru leiti verður þessi helgi með rólegra mótinu hjá okkur. Reyndar ef Kristófer verður hress á morgun förum við á grímuball og sláum köttinn úr tunnunni í íþróttahúsinu hér í bænumGrin. Læt ykkur nú vita af því seinna.

Takk Vilborg fyrir að prjóna vestið fyrir mig, það er rosalega flottGrin, og upptakarinn frábær, Kristófer ýtti oft á hann í gær til að hlusta á Hómer heheLoL.

Síðast en ekki síst er það afmæliskveðja til Stínu. Innilega til hamingju með afmælið á morgun Stína og vonandi færðu alveg frábæran dagGrin. Bestu afmæliskveðjur frá okkur öllum.

Koss og knús

Bergþóra og co


Begga dugleg....

Ég er búin að skrifa færslu í dag og bæta svo við myndum í Jan-feb 2009 albúmGrin.

Í dag fórum við út að kljúfa brennið, slappa svo af og gera ekki neitt:)

Munið að kvitta.

Knús og koss

Bergþóra og co


Góðan og blessaðan daginn:)

Þá er vetrarfríið senn á endaCrying. Ég og strákarnir erum búin að hafa það rosalega gott. Við erum búin að vera mikið heima og gera lítið sem ekkert, spila, horfa á myndir, leika úti í snjónum og inni. Á miðvikudaginn fór Kormákur í hlutverkaleik, þar sem hann barðist við 20 aðra með sverðum og öxi ofl. Þetta var hann að fíla í botn, þeir fengu vopn frá stjórnendum, var það gert til að allir væru með vopn sem ekki meiða. Kristófer fékk svo að vera með síðasta hálftímann eða svoGrin.

Við fórum á fimmtudaginn í Plantorama (Blómaval), þar vorum við að kaupa skrautsteina og kíktum á dýrin í leiðinni. Okkur langar að fá okkur kanínur og kisu, mýsnar finnst mér EKKI spennandi að fá heim, en strákunum líst vel á þaðErrm. En þetta kostar alveg slatta með búri og öllu tilheyrandi, mér finnst það samt alveg þess virði að leyfa strákunum að fá gæludýrGrin

Á föstudaginn fengum við svo Jón Óskar heim til okkar eftir dvöl hans í Gámaræksni upp í StövringGrin. Þá vorum við hin búin að gera allt voða fínt, þannig að við gátum bara slappað af og notið þess að vera samanSmile.

Laugardagurinn fór í að fara á flóamarkað (vorum inni í 10 mín), reyndum að kaupa brenni í 3 búðum en allt var uppselt. Þegar heim var komið fengum við okkur kaffi og spiluðum svo Risk Transformers. Elduðum okkur góðan mat í tilefni dagsins, forrétt, aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, með þessu drukkum við svo rauðvínið sem ég fékk frá leikskólanum (frábært rauðvín), klæddum okkur í fín föt og að sjálfsögðu var fína matarstellið notað, mmm þetta var æðiGrin. Eftir matinn horfðum við svo á Lord og the rings og borðuðum nammi, að vísu voru allir svo saddir eftir matinn að lítið kláraðist úr nammiskálinniGrin. Ég saumaði smá í fæðingastreng sem ég er að gera fyrir Aðalheiði, strákarnir blöðruðu út í eitt, þannig að við náðum lítið að fylgjast með myndinni, hehe algjörar dúllurSmile.

Í dag er planið að fara út og reyna kljúfa smá brenni og raða upp til þurrks. Að vísu snjóar úti, en það er um að gera að láta á það reyna, við förum þá kannski bara í snjókast ef ekkert gengur, hver veit, heheTounge. Ætlum bara að gera eitthvað notó í dag, því að svo hefst ný vika á morgun með skóla og vinnuPolice.

Hafið sem allra best, þangað til næstGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


Maður gleymir sér....

alveg, þegar maður er með þetta facebook, en ég reyniSmile.

Byrjum á síðustu helgi. Kormákur fékk Lucas vin sinn til sín á föstudaginn og gisti hann hérna hjá okkur. Það er nú alltaf fjör hjá þeim og verður maður varla var við þáGrin.  Jón Óskar fór enn einu sinni út að saga brenni, hann kláraði svo á laugardaginn, þannig að búið er að saga allt, 14 m3, og núna á "bara" eftir að kljúfa það og raða á brettiErrm.

Á laugardagsmorguninn vakna ég svo eitthvað skrítinn, með mikinn svima og hausverkSick. Pabba Lucas leist ekkert á mig þegar hann kom að ná í drenginn og sagði mér bara að fara upp í rúm aftur og hvíla migGrin. Mér fannst verst að við vorum búin að bjóða Rögnu, Kristni og börnum að borða hjá okkur. Ég var náttúrulega miður mín og þrjóskaðist við að hringja og afboða. Það vildi svo vel til að ég var dugleg að drekka og náði að jafna mig að mestu leiti um 13:30. Ég og Jón komumst að því að, að ég var bara veik til að ég þyrfti ekki að fara út að hjálpa honum að saga brenni, hann var nefnilega búinn um þetta leiti, heheLoL. Ragna og co komu svo til okkar í kaffi og borðuðum við svo svínapottrétt í kvöldmat. Ragna fór að segja mér frá þessu fína Naan brauði sem þau eru farin að baka sjálf og ég fékk svo Kristinn til að baka handa okkur með kvöldmatnum, hehe ekki alltaf sem maður fær gestina til að baka hjá sérTounge. Takk fyrir frábæra stund, alltaf gaman að fá ykkurGrin.

Á sunnudaginn höfðum við það bara notalegt, strákarnir léku sér úti í snjónum á meðan við vorum í leti hérna inni. Við drulluðum okkur þó út, fórum á smá göngu (ætlunin var að fara út í skóg, en strákarnir okkar fengu frekjukast og var snúið við), fórum heim aftur og hengdum ný bönd á útisnúrurnar okkar, síðan þá er búið að snjóa og snjóa, þannig að ég hef ekkert geta hengt útSmile.

Ég er núna í vetrarfríi með strákunum út þessa viku og ætlum við að njóta þess vel að vera í fríi. Í gær mánudag fórum við upp í Give til Ástu og drógum Ástu, Charlottu og Ragnar með okkur í brekkuna í Give til að renna okkur á sleða og ruslapokum. Þetta var bara gaman, meira að segja fórum við "gömlu" konurnar nokkrar bunur líka, hehe, ég var alveg að fíla migGrin.

Í dag fórum við heim til Jette (í sveitina), þar sem leikskólinn (sem ég var í starfsnámi á) var að hugsa um hestinn þeirraGrin. Við löbbuðum nú bara, þar sem þetta er 5-10 mín gangur. Þegar heim var komið gerðum við snjókarl, bökuðum sjónvarpsköku og kryddköku. Núna sit ég með Kormáki og Kristófer og horfi á Madagascar. Jón er í sínu gámaræksni aleinn langt í burtu frá okkur. Við mundum nú miklu frekar vilja hafa hann hjá okkur, en svona er nú þettaCrying.

Jæja skrifa meira seinna og reyni að drulla inn einhverjum myndum.

Kossar og knús.

Bergþóra og co

 


Þá er þessi helgi á enda...

Núna er helgin á enda og nóg að gera eins og alltaf. Við vorum með matarboð í gær, Óli, Ásta, Einar Vald, Eydís, Ragnar og Charlotta komu til okkar. Við nutum þess að borða purusteik, rauðvín og svo heimatilbúna ostaköku, kaffi Grand, koníak ofl, algjört lostæti. Takk fyrir frábært kvöldLoL.

Í dag fór ég til Vejle að kaupa mér smá brenni og snúruband. Kormákur vildi fá sér blóm í herbergið þannig að hann kom með mér. Við fundum rosalega fallegt blóm handa honum og fórum svo í Bryggen. Þar langaði mig að kaupa Bóndadagsgjöf handa manninum mínum, þar sem ég var ekki búin að komast í það fyrr. Ég fann bara helling sem langaði í sjálfri og ekkert handa honumGrin, hmm þannig að ég ákvað að bíða bara aðeins með þetta.

Svo er bara afslöppun það sem eftir er dagsins og svo byrjar skólinn á morgun fyrir alvöruCrying.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband