Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

10 ára afmæli:)

Þá er stóri prinsinn hann Kormákur Helgi orðinn 10 ára. Innilega til hamingju með daginn elsku Kormákur HelgiWizard. Vonandi ertu búinn að eiga góðan dag í skólanum og við gerum okkar besta þegar þú kemur heimGrin.

Risaknús og koss elsku Kormákur

Verð nú að segja frá því að hann gat varla sofið í nótt því hann var svo spenntur (hann vaknaði meira að segja við vekjaraklukkuna hans pabba síns kl 4:30 og hélt að hann þyrfti að vakna (frekar leiðinlegt að fara í rúmið aftur) og í dag megum við bara kalla hann 10 ára strákinnGrin.

Smá hérna til Jóhönnu þar sem hún er ekki með facebook, heheWink. Kristófer er farin að hjóla án hjálpardekkjaGrin. Hann sagði við pabba sinn að hann kynni þetta núna alveg og hann mætti taka hjálpardekkin af. "ok, ef þú ert alveg viss", "já, ég er búin að æfa mig í skólanum", svo dekkin eru tekin af, en það gekk nú ekki alveg að hjóla, en ég segi við Kristófer "þú þarft að taka hjólið með þér í skólann á morgun þar sem það er æfingadagur", "já, en þá verður pabbi að setja hjálpardekkin á aftur", "nei nei, þú æfir þig bara í dag án þeirra". Þetta var með naumindum samþykkt og svo þegar ég næ í hann þá tala ég við eina sem er að vinna og hún sagðist hafa horft á hann og fylgst með honum en ekki hjálpað honum. Þetta tókst á endanum eftir 1 ónýtar buxur og drullugur upp fyrir haus (hann hlýtur að hafa tekið smá pásu, en hvað veit ég svo sem). Hún sagði við hann "jæja Kristófer, nú ertu búin að ná þessu og þá getur þú hætt í dag", hann horfði á hana vonsvikinn á svipinn og sagði " verð ég, má ég ekki hjóla meira" og hann var semsagt ennþá hjólandi þegar ég kom að ná í hannGrin.

Knús og koss

reyni kannski að setja inn myndir um helgina.


Veit ekki....

Þá er helgin búin og ég er búin að hafa lllaaaannnggggtttt frí.

Kristófer átti afmæli á föstudaginn og fékk hann hlaupahjól frá honum Kormáki og er þetta aðal leikfangið núnaGrin. Við buðum síðan vinum okkar hér í Danmörku í afmæli í tilefni afmæli beggja strákanna. Að sjálfsögðu var ég með allt of mikið af kökum og komu Óli og Ásta til okkar aftur í gær og er samt nóg eftir, hmmmm þarf kannski að læra að kúpla mig niðurWink. En strákarnir voru ánægðir með daginn, þannig að þetta er nú í lagiTounge.

Í gær var bara unnið í garðinum og svo slappað afSmile.

Vá þetta er alveg svakaleg færsla, hehe, bara svona eitt gullkorn í restina frá Kristófer IngaSmile. Hann stóð upp á bekk sem er utan við húsið og bekkurinn valt og á hælin á honum. Hann grét að sjálfsögðu eins og hann væri stórslasaður (enda örugglega hrikalega vont). Í morgun segir hann svo að hann sé betri, svo ég spyr hann "ok, ertu sem sagt ekki stór slasaður", "Jú, ég er stór slasaður, en ekki stór stór slasaður", "ha, þarf ég þá ekki að hringja á sjúkrabíl", " nei, ég er ekki svo mikið stór slasaður, ég er ekki svona sjúkrabíl eða lækna slasaður, bara svona heima slasaður", hehe. Ég átti mjög erfitt með að halda andlitinuGrin.

Knús og kossar

Bergþóra og co


Minnsti prinsinn á afmæli í dag

Innilega til hamingju með afmælið elsku Kristófer okkarWizard. Mamma og pabbi dekra svo við þig eins og við getum í dagGrin.

Knús og kossar frá okkur öllum, við elskum þigInLove.

Mamma, pabbi og Kormákur


Jæja mikið búið að gerast...

síðan síðast, en ekki mikið að skrifaSmile.

Eins og flestir vita fór ég með strákana til Íslands í ferð sem var líka námsferð. Ég hefði nú gjarnan vilja hafa fleiri daga, þar sem ég náði ekki að hitta alla þá sem mig langaði mikið að hitta. Ég vona þó að mér verði fyrirgefið og ég hafi meiri tíma næst, fannst þetta virkilega leiðinlegtFrown. Enn nóg um það, hér kemur smá ferðalýsing. Ferðin byrjaði á því að ég notaði að sjálfsögðu tækifærið (þar sem ég er ekki búin að finna neina hér sem mér finnst góð) og fór í klippingu, litun og plokkun. Fórum í afmæli til Ingimundar og svo hélt ég upp á afmæli strákanna fyrir fjölskylduna heima.

Svo var friðurinn úti og Danirnir komu, heheSmile. Með þeim fórum við í Rimaskóla að skoða hann og fengum að taka þátt í leikfimistíma, þar sem við lékum okkur í Sparkó, ekkert smá gamanSmile. Síðan skelltum við okkur í bæinn, kíktum í 66* og tókst kennaranum að versla sér 3 peysur, svo var haldið á Laugaveginn þar sem var farið í hverja minjagripabúðina á eftir annarri (frekar þreytandiSmile). Það sem mér fannst skemmtilegast í þessari bæjarferð var að sjá Ísbarinn á Kaffi Reykjavík (ótrúlegt en satt, en já ég hafði aldrei séð hann). Miðvikudagurinn fór í dagsferð til Gullfoss, Geysi, bananagróðurhús ofl. Enduðum svo í frábærum kvöldmat á Draumakaffi, þar sem hún móðir mín góð hafði eldað alveg svakalega góða 3 rétta máltíð fyrir okkur, Takk fyrir þaðGrin. Fimmtudaginn fórum við á Geislabaug þar sem vel var tekið á móti okkur. Skoðuðum leikskólann, horfðum á hreyfistund, fórum í göngutúr með Lautinni og enduðum svo á ljúffengum hádegisverði. Takk æðislega fyrir okkur, allir voru svakalega ánægðirGrin.

Jæja ég og strákarnir mínir skelltum okkur svo í sveitina til Steinunnar, ömmu Vilborgar og afa Steinars, en hann átti afmæli. Innilega til hamingju með það elsku SteinarGrin. Í sveitinni fengum við að fara með í fjárhúsin og gefa heimalningunum og kálfinum pela, fara aðeins á hestbak ofl, aldrei leiðinlegt að koma í sveitina, takk fyrir þettaSmile.

Svo var síðasti dagurinn runninn upp. Eftir sveitaferðina náði ég að fara að versla, fara í sund með strákana og heim að borða með foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra, pakka niður og reyna svo að sofa smá áður en við þurftum að fara út á flugvöll.

Það var nú alveg yndislegt að koma heim til Jóns og eyða Eurovision kvöldinu með honum, ég svaf nú reyndar meira og minna yfir því en samtGrin.

Við héldum upp á afmælið hans Kristófers í gær fyrir krakkana í skólanum, þetta er nú lítill hópur (10 krakkar) og gekk allt vel. Þau náðu að sporðrenna, stórri pizzu, pylsuhornum, ostapinnum og stórri afmælisköku... ég var ekkert smá hissa hvað þau gátu borðað. En gaman af því.

Ohhh veit ekkert hvað ég á að segja meira, bara eitt gullkorn frá Kristófer. Ég var að horfa á Vini og Kristófer er við hliðina á mér og segir "mamma, veistu hver mér finnst flottust þarna", "nei hver", "hún (og bendir á Rahcel)", "ok, finnst þér hún sætust", "nei hún er flottust þarna, en þú ert sætust", hehe, hversu yndislegur getur maður veriðGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


Hann á afmæli í dag.....

hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Ingimundur hann á afmæli í dag, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRAWizard. Innilega til hamingju með daginn sæti, sjáumst á eftirGrin.

Annars erum við búin að hafa það rosalega gott hérna á Íslandi. Ég eyddi fyrripartinum í gær í klippingu, litun og plokkun og heimsókn til Svölunnar minnarGrin. Á meðan voru strákarnir með ömmu og afa í bænum að kaupa inn fyrir kaffihúsið og var það nú bara miklu skemmtilegra en að hanga með mömmuTounge. Hmmm ætli börnin mín séu eitthvað þreytt á mér, heheSmile. Kristófer gat svo dregið ömmu sína með sér í heita pottinn seinni partinn og var það þvílík hamingja með tilheyrandi sulli og látumGrin. Kvöldið fór í afslöppun með afgang af grilluðum lambalærisneiðum og kartöflusalati, íslensku sælgæti og síðast en alls ekki síst (eiginlega bara besta) kaffi og Grand Marnier, mmmmmGrin.

Vona að þú hafir það gott elskan mín aleinn í DKInLove. Knús og koss til þín sérstaklegaHeart.

Knúsí knús

Bergþóra og co á klakanum góða


Jæja aftur smá færsla:)

Föstudagur- Ég vaknaði með strákunum, kom þeim í skólann. Ég var svo góð og leifði Jóni að sofa á meðan, en ekki lengi samt. Ég vakti hann eftir að ég var búin í sturtu og gera mig tilbúna fyrir bæjarferðina okkar. Já aldrei þessu vant vorum við bæði í fríi og fórum EIN í bæinn að reyna að versla afmælisgjafir ofl. Eftir Hennitz og Mauritz vorum við nánast búin að fá nóg (við erum svo mikið verslunarfólkWink) löbbuðum við aðeins meira, kíktum aðeins í fleiri búðir, enduðum svo á kaffihúsi þar sem við fengum okkur bjór (pantaði stóran handa Jóni og var hann bara pínu stór, eða 750 mlLoL) og ofnbakaðar nachosSmile. Eftir að heim var komið náðum við í Kristófer og settumst út á pall og höfðum það bara rólegt og notalegt á meðan við biðum eftir að ná í Kormák, en hann var í afmæli sem hann skemmti sér alveg stórvelSmile. Um kvöldið var borðað úti á palli og hitti það alveg í mark hjá strákunumGrin. Sem sagt alveg yndislegur dagur í sólinniCool.

Laugardagur- Fórum til Kolding að kaupa afmælisgjöf handa Ingimundi og skelltum okkur á göngugötuna líka, þar hlustuðum við á skólahljómsveit og fengum okkur ísGrin. Eftir að við komum heim fórum við út í garð að reita arfa, svaka fjörSmile. Horfðum svo á Gummi Tarzan, langt síðan ég hafði séð þá mynd, en jafn skemmtileg og mig minnti, og ekki fannst strákunum hún leiðinlegSmile.

Sunnudagur- Fórum upp í Silkeborg til Rögnu, Kristinns og co í afmæli til Margrétar og að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn hann Símon Mikael. Hann er bara algjör rúsína og pínulítill, heheTounge. Alltaf gaman að koma þarna, takk æðislega fyrir grill, kökur og gott spjallGrin.

Vikan sem er að byrja verður róleg, er í skólanum á morgun og svo er bara að þvo þvott og fara í gegnum skúffur til að ath hvort ég geti ekki tekið einhver föt með á Hlyn. Jæja það verður örugglega ekkert skrifað meira fyrr en eftir Íslandsferðina okkar strákanna.

Þangað til næst og alltaf hafið það sem allra best dúllurnar mínarSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband