Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

útilega ofl

Það er alltaf sama rútínan hér á bæ. En þó er frá einhverju að segja núnaSmile. Við fórum á íslendingahátíð síðustu helgi og var bara gaman. Hún var haldin í Almstok sem er rétt hjá Billund, þangað fórum við á föstudaginn og komum heim á sunnudaginn, þannig að við byrjum á föstudeginum: Ég kom strákunum í skólann, kom heim og tók okkur aðeins til fyrir útileguna, horfði svo út um gluggann á þessa líka svaka rigningu sem byrjaði skyndilega með eldingum, þrumum og tilheyrandi látum. Lætin voru svo svakaleg að Jón Óskar hrökk upp af annars værum blundi. Svo var nú komið að því að ég þurfti að fara í skólann og framleggja eins og eitt verkefni. Það gekk nú alveg furðuvel og komumst við Ásta heilu á höldnu í gegnum þaðGrin. Þegar þrír hópar voru eftir að framleggja fékk ég að stinga af heim og þeir sem efir voru fengu ís með ávöxtum, þar sem kennaranum fannst allir eiga það skilið þar sem við vorum að þessu eftir hádegi á föstudag, en hún var með lokaritgerðarpróf fyrir hádegi, bara yndislegur kennariGrin. Jæja við kláruðum að taka okkur til og setja allt í bílinn og svo var brunað af stað. Við náðum að tjalda en svo byrjaði að rigna aftur og rigndi af og til þar til eftir hádegi á laugardagWink, við heppinnCool.

Laugardagur: Við sáum varla Kristófer alla helgina en hann Kormákur hékk meira minna hjá okkur í stað þess að leika við krakkana (þeir voru nefnilega ekkert skemmtilegir). Við fórum í SMÁ skrúðgöngu og sungum hæ hó jibbijei..... og svo var farið í nokkra leiki og mitt lið VANNGrin. Um kvöldið var svo sameiginlegt grill og varðeldur, algjört æðiLoL.

Sunnudagur: pakkað saman og farið heim, Kormáki til mikillar gleði og Kristófer til mæðu. Svo yndislegir þessar elskur hvað þeir eru ólíkirSmile.

Mánudagurinn 22 júní vorum við hjónakornin búin að vera gift í 7 ár og óskum við okkur innilega til hamingju með það. Óli átti líka afmæli á mánudaginn og óskum við honum líka til hamingjuWizard.

Kormákur fór í útilegu með bekknum sínum heim til kennarans síns og skemmti sér konunglega og var alveg hæst ánægður þegar ég kom að ná í hann. En eftir að heim var komið byrjaði honum að klæja og sá ég þá að hann var sólbrenndur og setti á hann After sun. Hann byrjaði með upp og niður og svo varð hann vel rauður alveg niður í nára, undir hendur og fékk rauða flekki frá nára og niður á hné. Læknirinn vildi bara að ég gæfi honum ofnæmistöflu, fylgdist með honum í dag og kæmi með hann ef eitthvað meira kæmi í ljós. Hann er búin að vera súper góður í dag og ég virðist ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af þessari elskuGrin.

Svo er sumarfrí eftir 2 daga, HÚRRACool. Er að vinna í því að sitja inn nokkrar myndir. MUNIÐ SVO AÐ KVITTA.........................

Knús og koss

Bergþóra og co


oohhhhh

ennþá tvær vikur eftir í sumarfríCrying.

Það er nú alltaf sama sagan hérna þessa dagana. Síðustu helgi vorum við að klára það mesta í garðinum. Byrjuðum að reita meters hátt gras undan hekkinu svo hægt væri að bæta mold í sem við fengum í Sorpu, þurftum að handmoka upp á kerruna, ekkert voðalega gaman og bættum henni undir trénGrin. Á föstudaginn skyldi ég Jón eftir heima að reita og gera fínt í garðinum á meðan ég fór til Þýskalands með Ástu og náði að byrgja okkur upp af gosi, bjór og rauðvíni fyrir sumariðGrin. Laugadagurinn fór svo í að klára garðinn, forða sér inn undan rigningu og hagléli, og svo er núna bara að halda arfanum í skefjumTounge.

Vikan fór svo bara í þetta venjulega, skóla, vinnu osfrv.

Síðasta fimmtudag fengum við Jón Þór og fjölskyldu í mat til okkar. Jón Þór og Díana konan hans voru í heimsókn hjá Lindu dóttur sinni sem býr í Esbjerg. Takk fyrir komuna, þetta var rosa gamanGrin.

Ég var í fríi úr skólanum á föstudaginn og Jón fór í vinnu, en viti menn ég ákvað að leggja mig og þá kom maðurinn minn heim og lögðum við okkur bara bæði, svona áður en við fórum að versla örlítið og á fund í nýjum banka. Það er svona verið að sjá hvað þeir geta boðið okkur og hvort við skiptum um banka........

Í gær fórum við í smá hjólatúr með honum Kristófer á meðan Kormákur sem á ekki hjól var heima í tölvunni. Síðan var bara afslöppun þar sem ég var ekki hin hressasta í gær, var svona hálfveik....

Jæja bullið hérna, ég blogga meira eftir næstu helgi og drullast vonandi til að setja inn fleiri myndir, langt síðan síðastSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


Afmæli:)

Innilega til hamingju með afmælið í gær elsku Árni ÞórWizard. Sorry að ég skrifaði ekki kveðjuna til þín í gær, en vonandi áttir þú góðan dagGrin.

Knús og kossar

Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur og KristóferInLove


Alltaf sama sagan:)

Hellingur að gera, en ekkert til að blogga umWink. Kristófer er bara að verða algjör snillingur á hjólinu og er þetta eitthvað annað en hann Kormákur okkar sem er ennþá bara dauðfeginn að hjólinu hans hafi verið stolið og langar ekkert í nýtt, þannig að við erum búin að gefast upp á að reynaGrin. Kannski vill hann þetta sjálfur einhvern tímanErrm

Þá reyni ég að segja ykkur aðeins frá HvítasunnuhelginniGrin. Jón Óskar var heppinn og fékk 4 daga helgi á meðan við hin fengum 3 daga. Ég var að vísu bara 2 tíma í skólanum og var Jón búin að gera allt fínt þegar ég kom heim, þannig að við náðum að versla áður en strákarnir voru búnir í skólanum. Við gátum svo bara öll slappað af og gert það sem hverjum og einum langaði til, þar til við höfðum video kvöldGrin.

Laugardagurinn: Jón svaf frá sér allt vit og ég hélt að hann ætlaði bara ekkert að drulla sér á fætur, hehe. Við fórum á rúntinn niður í Randböldal með 1 ½ neikvæða drengi (Kristófer aðeins jákvæðari) og nesti. Við vorum búin að heyra að það ætti að vera mjög fallegt í Randböldal en við fundum nú ekki neinn göngustíg eða neitt sem okkur leist á, en við fundum safn. sem við kíktum á. Við vorum svo heppinn að þar var frítt inn þessa helgi og Þetta fannst nú strákunum okkar spennandi, enda alltaf gaman að fara með þá á söfnSmile. Um kvöldið var svo borðað úti á verönd og svo spiluðum við Disney Trivial. Kristófer vann, Kormákur í öðru sæti. Jón í þriðja og ég tapaði, alveg merkilegt hvað ég get verið óheppinn þegar ég lendi á kökum. En við skemmtum okkur stórvel og hlógum mikiðLoL. Ég verð bara að horfa á allar Disney myndirnar okkar afturGrin.

Sunnudagur: Fórum í heimsókn til Ástu og Óla, lágum aðeins í sólbaði, spiluðum krikket, kjöftuðum, sníktum kaffi (Jón öl) og fórum svo heim þegar Óli var orðinn þreyttur á okkur og sofnaðiTounge. Takk fyrir okkurGrin. Þegar heim var komið gerðum við ekkert nema að grilla okkur kvöldmat og horfa á sjónvarpiðSmile.

Mánudagur: Garðvinna, krikket, busl í pínu sundlaug ofl notaleg heit.

Núna er ég að skrifa verkefni með hópnum mínum, þannig að það er nóg að gera í skólanum hjá okkur fram að sumarfríi. Í verkefninu erum við að skrifa um matinn í leikskólum heima, vegna þess að foreldrar og kennarar eru mjög neikvæðir yfir þessu. Það verður því gaman að framleggja þetta fyrir fólkið í skólanum til að sýna að þegar lengra er litið er þetta ekki slæmtGrin.

Þangað til næst

Kossar og knús

Bergþóra og co

Munið að það má alveg kvitta hérna þó að við séum með facebookGrin.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband