Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Afmæliskveðja...

Innilega til hamingju með daginn (19.ágúst) Gunnlaugur, vonandi fékkstu frábæran dagWizard.

Bestu kveðjur og knús

Bergþóra og co í DK


Hversdagsleikinn...

tekinn við eftir yndislegt sumarfríSmile.

Árni Þór fór heim aftur síðasta laugardag, en þá var hann búinn að vera hjá okkur í 3 vikur. Það var ýmislegt brallað, við fórum í Kattegatcenter (neðansjávarsafn), Ljónagarðinn og eyddum einum degi í Djurs Sommerland þar sem við hjónin nutum þess í botn að hafa Árna til að fara í öll tækin með strákunum, en aldrei þessu vant fórum við hjónin ekki í nein tæki, eða jú annars ég fór í vatnsrússíbana, meira að segja tvo. En þrátt fyrir allt vorum við nú samt dugleg líka að vera bara heima í rólegheitunum og nýta sundlaugina okkarSmile. Takk æðislega fyrir komuna elsku Árni, eins og venjulega var rosalega gaman að hafa þigGrin.

Kristófer er svo búinn að upplifa sinn fyrsta skóladag í 0-bekk og stóð hann sig eins og hetjaCool. Hann gerði þau verkefni sem lögð voru fyrir hann og beið alltaf með upprétta hönd eftir að fá leyfi frá kennaranum til að talaSmile. Ég fékk að vera með honum allan daginn og mér fannst þetta mjög spennandi og allt öðruvísi en á Íslandi (á góðan máta þó)Smile. Foreldrar fengu morgunmat og kaffi á meðan 0-bekkur fékk leiðsögn um skólann frá stóru vinunum í 4-bekk. Honum Kormáki (og flestum strákunum) fannst þetta nú vera meiri vitleysan að þurfa að draga einhvern smákrakka með sér út um allan skólann til að sýna hann, heheGrin. Svo voru stelpurnar sem nutu sín í botn og tóku í hendurnar á sínum vinum og sýndu allt vandvirknislegaLoL.

Kormákur er nú alveg sáttur að vera kominn í skólann aftur, en finnst heimalærdómurinn bara vera tímasóun og hvað þá leikfimi, það er nú meiri vitleysan, hihiWink. Vona bara að þetta lagist með aldrinum og jákvæðum stuðningi frá foreldrumBlush.

Svona er nú það í þetta skipti. Ég ætla að sitja inn nokkrar myndir núna líka. Munið svo bara að kvitta, það er ekki bannaðGrin.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Hann á afmæli í dag....

Innilega til hamingju með afmælið elsku Steini okkarWizard. Vonandi færðu alveg frábæran dag og fjölskyldan verði dugleg að stjana við þigGrin.

Risaknús og kossar frá okkur öllumKissing.

 

Nenni ekki að skrifa meira í dag, geri það sennilega bara þegar Árni Þór er farinn heim. Þangað til næst hafið það sem allra bestSmile.


......

Elsku Elísabet Jenný, innilega til hamingju með afmæliðWizard. Vonandi ertu búin að láta mömmu og pabba stjana við þig í dagSmile.

Núna er Árni Þór búin að vera hjá okkur í viku og er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við erum búin að fara niður í Kolding að kaupa jólagjöf og afmælisgjöf og kíkja í Kolding Storcenter.

Í gær fórum við í Kattegatcenter sem er sjávarsafn með hinum ýmsu fiskitegundum frá öllum heiminum td. eins og hákarlar (frekar stórir), pirana fiskar ofl. Þarna löbbuðum við um og skoðuðum, sáum selunum og hákörlunum fóðrað og lékum okkurGrin. Á leiðinni heim komum við við í Ikea og keyptum perur og Jón Óskar var svo yndislegur að hann keypti rauða rós handa konunni sinni til að hafa í stofuglugganumGrin. Þegar heim var komið var svo bara matseld og afslöppun hjá eldra fólkinu yfir International (DVD mynd) og strákarnir horfðu á Bedtimes Stories.

Í dag var svo gerð tilraun til að leifa strákunum að fara á Transformers 2 í bíói á meðan við hjónin myndum slappa af bara 2 á meðan. ENNNN ég leit á smá vitlausa dagsetningu og var því myndin ekki sýnd á þessum tíma, þannig að við prófum aftur næstu heldi, heheGrin. Við fórum nú samt hring í Bryggen og keyptum tvennar gallabuxur á húsbóndann og bauð Árni Þór frændum sínum upp á ísGrin.

Ekki meira í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband