Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
30.1.2010 | 20:39
LOKSINS LOKSINS :)
Jæja þá er loksins komið að færslu. SORRY hvað ég er búin að vera löt blogga.
Ætli það sé ekki best að byrja á jólunum og áramótunum. Jólin voru alveg yndisleg en afskaplega róleg, og fannst okkur voðalega skrítið að sjá ekkert fjölskylduna okkar, en skype bjargaði okkur og náðum við að segja gleðileg jól og aðeins að sjá framan í þau
. En eins og alltaf um jól var mikið borðað og mikið legið í leti. Strákarnir fengu að vísu Wii tölvu frá okkur og var því mikið spilað gólf, tennis, hafnabolti ofl
.
Það passar nú kannski ekki með letina, því að þrátt fyrir að fjölskyldan var ekki hjá okkur, þá var nóg að gera. Við fengum Óla, Ástu og co til okkar í kaffi á jóladag og á annan komu Ragna, Kristinn og co frá Silkeborg. Við fórum svo í jólaboð 27 til Möggu og familie og 28 fórum við til tengdaforeldra Elísabetar i Fredricia. Semsagt nóg að gera og alveg yndisleg jól í alla staði.
Um áramótin áttum við heimboð á 2 staði en ákváðum að vera heima hjá okkur. Held að við höfum aldrei upplifað svona róleg áramót, en samt alveg frábær, horfðum á skaupið, sprengdum fullt af flugeldum osfrv. Enginn fór í rúmið fyrr en kl: 3, en líka allir búnir á því þá.
Janúar mánuður er búin að vera mjög afslappandi fyrir utan þessa síðustu viku. Brjálað að gera hjá mér í skólanum í undirbúningi fyrir starfsnámið, en ég byrja á mánudaginn í 6 mánaða starfsnámi að kenna í 0-bekk og í gæslu fyrir börnin eftir skóla. Hlakka mikið til að prófa að vinna með smá eldri börnum. Einnig átti árgangurinn minn að undirbúa og halda útskriftarveislu fyrir útskriftarnemana. Útskriftin var í gær og vorum við nokkrar sem vorum þarna frá kl 9 eða 11 og til 2:30 í nótt, ég stakk af heim í 3 tíma til að fara í sturtu og taka mig til fyrir kvöldið, en það er óhætt að segja að við vorum pínu þreyttar í dag. En þetta var rosalega gaman og voru útskriftarnemendurnir svaka ánægðir með þetta
.
Jón er loksins farinn að vinna aftur eftir langt hlé vegna rigningu og svo snjós, þannig að það er frábært. Var orðinn alveg svakalega þreytt á að hafa hann alltaf heima, HAHAHAHAHAHA.
Strákunum gengur alltaf vel í skólunum, en bíða núna spenntir eftir sumrinu svo þeir geti farið til Íslands. En það er búið að kaupa miða fyrir þá og verða þeir einir í 2 vikur og svo kem ég og verð í 3 vikur með þeim áður en við förum heim til Jóns sem er bara látinn vinna.........
Jæja, kannski nenni ég að drulla inn myndum fljótlega, en ekki núna, er að horfa á Wall'e með strákunum mínum.
Knús og koss
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar