Heppin í spilum, óheppin í ástum.....

Segir máltækið, ég er nú ekki alveg sammála þessu, mér finnst vera hægt að vera heppin í báðuSmile. Við Jón erum mjög svo upptekin í SKIP-BO þessa dagana, hann þolir ekki þegar ég vinn hann, staðan er 5-2 fyrir mérTounge.

Í gær fórum við í grenjandi rigningu niður á göngugötu, fórum á kaffihús og keyptum DVD ferðaspilara fyrir strákana, en þeir voru búnir að vera að safna fyrir honum. Keyptum einn með tveimur skjáum, svaka spennandiSmile. Við ætluðum að fara á skauta með bekknum hans Kormáks en við hættum við þar sem svellið var bara einn stór pollur og það hætti bara ekkert að rigna. Þegar við komum svo loksins heim eftir blauta bæjarferð höfðum við það bara kósý. Við Jón spiluðum SKIP-BO ,drukkum hvítvín og bjór, og strákarnir horfðu á mynd og fengu nammi. Við tókum okkur reyndar pásu frá SKIP-BO og spiluðum UNO við Kormák, þar sem honum fannst við ansi lengi að spila þetta SKIP-BO, enda vorum við ekki búin með það fyrr en 1 í nóttTounge, ég var bara orðin þreyttSleeping, en gaman var þettaGrin.

Í dag fórum við í EYE TOY, þetta er meiri líkamsræktin, þannig að við ættum kannski að spila þetta oftar, ekkert smá gaman, við Jón skemmtum okkur ekkert minna en strákarnirGrin. Við skelltum okkur síðan niður í Þýskaland að fylla á bjórinn og rauðvínið, að vísu keyptum við líka Grand Marnier og nammi. Keyptum spægipylsur líka til að koma með á klakannGrin. Strákarnir prófuðu þennan fína spilara, hann virkaði rosalega vel, nema það að Kristófer greyið var bílveikur á leiðinni niður eftir, en í lagi á leiðinni heimSickSmile. Núna er bara verið að hafa það gott og byggja sig upp fyrir vinnuvikuna.

Hafið það gott elskurnar og verið dugleg að kvittaSmile

Kossar og knús

Bergþóra og co

P.S er einhver sem man eftir spilinu Kleppara og getur útskýrt það hér í fáum en góðum orðum. Við vorum að reyna að rifja það upp, en mundum það bara ekki. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma þessum spilum sem maður var alltaf í, ég man heldur ekki spilið IDIOT, hhhhhhjjjjjjjjjááááááááállllllllllllllppppppppppppppGrin


Allir frískir núna:)

Kormákur fór hress í skólann í morgun, hann var voða feginn að geta farið, því að hann veit að hann á meiri möguleika á að fara á skauta á morgun þáGrin. Pabbi vinar hans hringdi svo og Kormákur vildi fara með honum heim, þannig að þeir hafa verið þokkalega ánægðir að hittast aftur.

Ég fór með Fordinn á verkstæði í morgun og labbaði niður á lestarstöð til þess að taka lestina í skólann. Það fór nú ekki alveg svona vel, þegar ég kem út frá verkstæðinu rigndi ekkert smá, eins og hellt væri úr fötu. Ég var tíu mín að labba niður á lestarstöð og það var ekki þurr þráður á mér, þá meina ég að nærbuxurnar mínar voru ekki einu sinni þurrarSmile, þannig að ég tók strætó og fór heim til mín í staðinnFrown

Í síðustu viku var ég rosalega ánægð því að Toyota ætlaði að ná í bílinn minn upp í skóla og keyra hann þangað aftur, þegar búið væri að gera við hann. Það þarf að gera við læsinguna á bílnum og hann er í ábyrgð, þannig að ég nota að sjálfsögðu tækifærið. Það átti semsagt að ná í bílinn í gær kl 9, þannig að ég fer út þá og bíð þar í 10-15 mín, en enginn kemur, ég hringi og hann segir að það verði hringt í mig þegar hann verði sóttur. Klukkan 11 gafst ég upp og ég var sjálf búin í skólanum, þannig að ég hringi aftur, nú ertu að fara núna, við héldum að hann yrði þarna allan daginn, aaaaarrrrrrrgggggggggg, þannig að ég fékk nýjan tíma. Vonandi gengur það beturErrm. Mér finnst þetta bara ótrúlegt að ef maður á tíma á að koma þá en ekki 2-4-6 tímum síðarAngry.

Jæja er að fara að ná í KristóferGrin

Kossar og knús

Bergþóra og co


Kormákur veikur:(

Hann Kormákur er aftur veikurSick, önnur flensan á rúmum mánuðiFrown. Núna er hann með háan hita og kastaði upp í gærmorgun og í morgun. Kristófer sá sér gott til glóðarinnar þarna og vildi vera heima, ég ætlaði nú ekki að láta hann komast upp með það, en minn maður var vakandi frá því klukkan 5 í morgun og ákvað ég því þá að hafa hann heima, þá gæti hann allavega lagt sigSleeping, ekki það að hann hafi svo sofið mikið, ó nei, kannski 10 mínErrm, enda líka sofnaður rétt rúmlega sjö í gærkvöldiSmile.

Kormákur er hressari í dag, en verður samt heima á morgun líka. Jón var með honum heima í dag og á morgun þar sem ég má ekki við því að missa úr skólanum núna. Held nú samt að honum finnist nú bara ágætt að geta verið með syninum og spilað, verið í tölvu og horft á sjónvarp, það sem þeir eru allavega búnir að hafa það gott í dagGrin.

Kristófer ætlaði nú ekki að fara á leikskólann í morgun heldur. "Mamma, ég er svo þreyttur, ég verð að sofa meira", "Nei, elskan þú ferð í leikskólann í dag". Hann hætti ekki þarna, en ég náði honum samt fram úr, í föt og fá morgunmat. Þegar hann var að borða prófaði hann meira, "Mamma, ég get verið heima hjá pabba og Kormáki", "já, en þú ferð á leikskólann, ok",hmmmm, en sagði ekki orð. Svo var prófað aðeins meira, "mamma settu höndina svona (var með aðra höndina á hnakkanum og hina á enninu) og þá finnur þú að ég er veikur", ég geri það, " nei, ég finn það ekki , þú ert ekki veikur". Hann borðar ca, þrjár skeiðar af morgunkorni, "mamma finndu núna, ég er örugglega veikur núna"InLoveGrin.

Jæja þetta var bara svona smá um það hvernig þessi vika er búin að vera. Hafið það sem allra best, hlakka til að sjá allaGrin.

Kossar og knús

Bergþóra


Helgin:)

Er búin að vera frábær hjá okkurSmile. Fyrir utan það að Fordin er bilaður og við fáum ekki tíma fyrr en á föstudagFrown, ég get að vísu keyrt hann í skólann og með strákana, en við þorum ekki mikið meirFrown.

Við skelltum okkur út að borða á föstudaginn, fórum á Jensens Bofhus, klikkar aldreiTounge. Reyndar fannst mér svolítið fyndið að það var eins og þjónninn okkar væri að flýta sér. Við vorum varla sest niður þegar hún spurði hvað við vildum drekka (ég var ekki komin úr úlpunni), þegar við fáum drykkina stuttu seinna vill hún vita hvort við værum búin að ákveða okkur, NEI, NEI ekki strax,pöntuðum samt forrétt þá. Við biðum svo ekki lengi eftir matnum og strákarnir hámuðu matinn í sig til að geta fengið ís í eftirréttGrin. Þegar þeir voru ný búnir að kyngja ísnum, spurði hún okkur hvort við vildum reikninginn. Ég skellihló, og sagði svo við Jón"heldur þú að hún vilji losna við okkur". Ég tek það samt fram að strákarnir voru æði og við urðum varla vör við þá þarnaLoL. Við vorum í rétt rúman klukkutíma, hef aldrei verið svona fljót úti að borða(fyrir utan Mc Donalds eða eitthvað þannig)Smile. Eftir þetta fórum við bara heim og höfðum það kósýSmile.

Í gær fórum við á sýningu sem heitir "Frí fyrir alla", þetta var ekkert smá sýning. Það voru bara 4 stórir salir bara með hjólhýsum og húsbílum, Fyrir utan salina með ferðaskrifstofum fyrir gólfferðir, sólarferðir og svo útilegur. Á sýningunni sáum við hjólhýsi á tveimur hæðum. Við fórum að vísu ekki inn í það, þar sem það var lágmark 40 mín biðröðSmile, en þetta var voða flott það sem við sáum, það var með svölum og alltGrin. Á sýningunni var líka stórt og flott leiksvæði fyrir krakkana, sandkassi, hoppukastalar og dýnur, hjólabílar ofl, það var líka já sundlaug (við vorum að vísu ekki með sundföt)Grin. Þessi sýning var mjög flott og við fengum "nokkra bæklinga" til að finna út hvað við ætlum að gera í sumarLoL.  Þegar við komum heim fengum við okkur SS pylsur og Myllu pylsubrauð og horfðum svo saman í Incredibles (kann ekki að skrifa þetta)Tounge.

Í dag var svo farið á Antikmarkað þar sem frúin á heimilinu er alltaf að leita sér að fimm arma kertastjaka (fann hann samt ekki núna), hann var voða lítill og var því fljótt yfirfarinn. Við ákváðum síðan að fara í Madsbyparken þar sem við slepptum dýrunum lausum og fengum okkur nestiGrin. Þarna hlupu þeir um, renndu sér í rennibrautum, klifruðu í trjám, skoðuðum nokkur dýr ofl. Þetta var voða gaman og skemmtu sér allir svaka vel (Jóni fannst að vísu eitthvað kaltGrin, skil það ekkiSmile).

Við Jón kölluðum á Kormák í morgun til að spila UNO, hann mátti nú varla vera að því og var ekki lengi að vinna og fara aftur inn að leika sérGrin. Við hjónin ákváðum því að spila eitt SKIP-BO, fórum alveg eftir reglunum og höfðum 30 spil í bunkanum okkar.(það þekkja örugglega ekki allir þetta spil, en þeir sem það gera vita hvað ég er að meina). Þetta litla spil okkar tók okkur ca 4 tíma í spili, fyrir utan pásur. Þegar við vorum búin var ákveðið að hafa aldrei svona mörg spil afturGrin. EN ÉG VANNTounge.

Jæja kossar og knús

Bergþóra og co

 


Afmæli:)

Það verða bara afmæliskveðjur í dag, þar sem ég er afskaplega upptekinn manneskjaGrin.

Elsku afi innilega til hamingju með daginn í gærKissing.

Elsku amma innilega til hamingju með daginn þann 25 febKissing.

Vonandi eigið þið góða afmælisdaga.

Svo er það hún Stína systir Jóns en hún á afmæli í dag, innilega til hamingju með daginnKissing. Eigðu góðan dag. Við kíkjum svo bara í kaffi seinnaWhistling.

Það var nú það í bili, ég ætla að halda áfram að gera fínt hjá mér, heyrumst seinna.

Ég bíð nú líka spennt eftir Steina, hann sagðist nefnilega ætla að fljúga til okkar í dag, þannig að hann gæti komið með okkur á sýningu Ferie for alle, sem við erum að fara á, á morgun, hmmm trúlegt finnst ykkur ekkiTounge.

Knús og kossar

Bergþóra og co


Danir furðulegir:)(

Ég var svo yfir mig hissa í gær á Dönum, en það er kannski ekkert nýtt, ég allavega verð að segja ykkur frá þessu.

Ég fór í gær að kaupa rúðuþurrkur á bílinn minn, allt í lagi, hefur aldrei verið vandamál fyrir mig þar sem ég hef gengið inn á bensínstöð þarna heima á Íslandi og þessar elskur þar bara farið út náð í gömlu þurrkuna og skiptSmile. Hérna fór ég inn í svona búð sem er eins og Bílanaust eða N1 eða hvað þetta heitir. Þar sátu þrír menn og horfðu á mig og tölvuna til skiptis, ég ákvað að segja ekki neitt þar sem mér var ekki einu sinni boðið góðan daginn þegar ég kem inn. Eftir langar 3-5 mín, kemur einn og spyr hvort hann geti hjálpað mér, ég týpísk stelpa (í þetta skipti),"ég næ ekki rúðuþurrkunni af bílnum, getur þú hjálpað mér" segi ég og brosi voða blítt til hans, hann lítur á mig eins og ég sé að koma af fjöllum og segir svo við annan strák sem var greinilega bílstjóri hjá þeim " getur þú farið út og hjálpað dömunni", letin var semsagt of mikil hjá honum til að koma út og hjálpa mér. Allt í lagi þessi strákur nær rúðuþurrkunni af og ég fer inn að ath hvort þeir eigi rétta þurrku. Þar stend ég eins og hálfviti og er að reyna að mæla þetta, þar til ég bið annan um aðstoð, hann slær þessu upp í tölvunni og er ekki lengi að finna þetta. Síðan þegar ég spyr hvernig þetta eigi að vera þegar ég sit þetta á, fæ ég að vita að hann kunni þetta ekki, hann er ekki bilvélavirki, ég eigi bara að fara með bílinn á verkstæði, aarrrgggggGasp,  út af einu þurrkublaði. Ég reyni að setja þetta sjálf á, en þar sem ég hef aldrei gert þetta áður þorði ég ekki að taka á þessu, þannig að ég ákveð að maðurinn minn fái að gera þetta þegar hann kemur heim. Þessi elska fer út, kemur inn aftur eftir kannski 2 mín og þá er hann búinnLoL. Þetta var semsagt ekki mikið mál.

Jæja annað dæmi. Ég fór að ná í hann Kormák í skólann í gær og var búin að biðja hann um að spyrja eftir peysu sem hann hafði gleymt þar. Hann fékk þessa peysu í jólagjöf frá mömmu og pabba og vildi ég finna hana. Venjulega sé ég strax ef eitthvað vantar en í þessu tilfelli fór það framhjá mér og ég veit ekkert hvenær hann fór í henni. Hann var að sjálfsögðu of upptekinn að leika sér í skólanum til að spyrja um peysuna. Ég tala því við eina konu í gæslunni og hún segir að það sé bara þessi kassi sem er þarna, þar finn ég húfu af barninu sem ég var búin að kíkja mörgum sinnum eftir í þessum kassa. Ég fæ síðan lykil hjá henni til að labba inn á ganginn þar sem stofan hans er og ath hvort hún sé þar. Í lokinn (3skiptið) þegar ég kem til hennar segi ég"það hlýtur að vara annar staður fyrir óskilaföt, ekki bara þessi litli kassi", jú þá kemur í ljós að það sé kjallari líka (arg, ég var bara búin að spyrja nokkrum sinnum, um leið og ég fékk lykilinn og var að leita í þessum kassa), þannig að við máttum labba aftur til baka upp í gang nr2 og þar niður og eitthvað... NEI, NEI hvað sé ég peysan liggur þar á þessu borðiSmile. Við leituðum í 30 mín af þessari peysu, því að hún var svo upptekinn að hún gat ekki sagt okkur frá þessu straxAngry.

Mér finnst alveg furðulegt hvað allt virðist vera erfitt hérna hjá dönum, þetta er ekki í mínum verkahring, farðu eitthvað annað, eða þá að það þarf að draga allt upp úr þeim til að fá upplýsingar. Furðulegt lið, en hér ætla ég að búa í einhver ár í viðbót, þannig að ég verð að læra á þáWink.

Guðrún mín, ég verð því miður ekki heima um mánaðarmótin, kem aðeins seinna, bið samt að heilsa öllumGrin.

Kossar og knús

Bergþóra


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband