17.2.2008 | 19:53
Komin heim úr sumarbústað...
OG vetrarfríið á enda. Já það er fljótt að líða þetta frí, mér finnst alveg að það mætti vera aðeins lengra
. Ennnn... þetta er búið að vera gott frí, á miðvikudaginn fór ég með strákana í bíó í Kolding storcenter, við sáum Bee movie, við gátum sko alveg hlegið yfir henni, eiginlega bara helling
.
Á fimmtudag byrjuðum við að baka kanilsnúða og vínarbrauð, þar sem það er fastur liður þegar við förum í sumarbústað eða útilegu. Við fengum svo Ástu og Charlottu í heimsókn til okkar, að sjálfsögðu skemmtum við okkur vel og töluðum mikið
. Þegar Jón kom svo heim var kláruðum við að gera okkur klár, setja í bílinn og bruna af stað, það var orðinn mjög mikill spenningur hjá strákunum og voru þeir MJÖG duglegir að hjálpa okkur að setja út í bíl
. Þeim hlakkaði svo til, því að við fórum með Rögnu, Kristni, Margréti og Bjarna litla, þetta var bústaður sem þau fengu lánaðan og voru svo góð að bjóða okkur með. Jæja, þegar við komum í bústaðinn var bara kalt og okkur tókst ekki einu sinni að hita upp í honum, nema í stofunni því að þar var kapissa
, það var nú reyndar bara notó
.
Á föstudaginn fórum við í göngu niður á strönd að tína skeljar og steina, það var ekkert smá gaman hjá krökkunum og hundinum þar, þau hlupu út um allt, sulluðu aðeins í sjónum og tíndu slatta af steinum og skeljum. Eftir fjöruferðina fórum við í brjóstsykursgerð, þar máttu börnin búa til sinn eigin sleikjó ef þau vildu (okkar gerðu það ekki), við keyptum samt smá smakk af steinabrjóstsykri (líta út eins og steinar, ég fattaði ekki einu sinni að þetta var nammi) og ís, þá voru allir sáttir og við fórum í bústaðinn aftur.
Á laugardaginn fóru Jón og Kristinn með strákana og Margréti í sund, þar voru þau í einhverja 3 eða 4 tíma, svaka fjör, fullt af rennibrautum og fjöri. Kristófer var líka búin á því þegar þau komu til baka og svaka svangur
. Á meðan þau voru í sundi, sátum við Ragna og kjöftuðum út í eitt og Bjarni litli svaf, ekkert smá kósý hjá okkur
. Annars gekk ferðin út á það að spila, borða góðan mat og hafa gaman. Við skemmtum okkur allavega mjög vel. Takk æðislega fyrir okkur
.
Jæja á morgun tekur svo alvaran við aftur í skóla, leikskóla og vinnu. Ég er svo að spá í að læsa síðunni, sendi þá einhverjum e-mail með lykilorðinu, ef ég gleymi einhverjum þá sendið þið mér bara línu og ég reyni að bæta úr því.
Kossar og knús
Bergþóra og co.
13.2.2008 | 08:31
Hún á afmæli í dag....
Elsku Helena innilega til hamingju með daginn í dag. Njóttu dagsins vel.
Saknaðarkveðja
frá okkur öllum í danaveldi.
11.2.2008 | 14:53
Helgin búin..
en ekki vetrarfríið, hehehe. Hann Jón minn var nú frekar hissa á konunni sinni í gær að leyfa strákunum að vaka lengur. Ég sagði að mér finnist nú allt í lagi að þeir fengu að vaka aðeins lengur þar sem við værum í fríi, "ÆI, af hverju fá alltaf allir frí nema ég", "svona er þetta elskan, eins og þú segir það þarf einhver að vinna fyrir peningunum sem ég eyði"
. Hann fær nú að taka sér einn frídag í vikunni vegna þess að ég er svo góð og mér finnst það alveg nóg fyrir hann
(bara smá grín).
Annars viljið þið kannski fá að vita hvað við gerðum um helgina, hmm ég get nú sagt ykkur eitthvað smá. Á föstudaginn lét Jón það eftir konunni sinni að kíkja í húsgagnaverslun, þar sem ég er alltaf að láta mig dreyma um nýjan sófa. Við fórum síðan á Makkan og fengum okkur að borða, Kormákur sagði við mig "mamma ég er að hugsa um að fá mér Big Tasty", "nú" sagði ég voða hissa, "já ég er orðin svo stór að barnabox er ekkert nóg fyrir mig", viti menn hann kláraði næstum allan hamborgarann og megnið af frönskunum, ég var ekkert smá hissa, hann borðaði sko meira en ég.
Laugardagurinn tók óvænta stefnu, við ætluðum að labba aðeins niður í bæ og kíkja á göngugötuna, en ekki að eiða neinu. Kormákur kemur svo til mín rétt áður en við förum "mamma, Sjáðu buxurnar mínar", "aaarrrrggggg", það var risa gat á rassinum á buxunum, nýjar buxur (keyptar í C&A 27. des), þetta var ekki einu sinni saumspretta, og svo sá ég að buxurnar sem hann var í voru að koma upp fyrir ökkla (keyptar síðasta sumar), þannig að við þurftum að kaupa buxur á barnið. Við fórum þá að sjálfsögðu í H&M og keyptum þar föt á Kormák, Kristófer og Jón, en frúin náði bara að kaupa sér sokka. Við horfðum svo saman á Harry Potter og Fönixreglan um kvöldið, hún var mjög skemmtileg
.
Á sunnudaginn lentum við upp í Give til Óla og Ástu, þar var að sjálfsögðu kjaftað helling. Ásta var líka búin að vera svo myndarleg að baka 4 tertur, þannig að það var bara veisla. Takk fyrir kaffið og kökurnar, þetta var frábært. Við rúntuðum svo framhjá einu húsi, sem við vorum að spá í hvort við gætum fengið að leigja í staðin fyrir að kaupa (á nefnilega ekki pening til að kaupa), þetta er ágætt hús, þarf að vísu að taka garðinn í gegn, en ég hef nú bara áhyggjur af því ef ég fæ það. Leyfi ykkur að fylgjast með
.
Jæja svona var nú helgin okkar núna í þetta sinn.
Kossar og knús
Bergþóra og co
9.2.2008 | 08:54
AFMÆLISKVEÐJA:)
ELSKU MÁRI INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Í DAG. EIGÐU GÓÐAN DAG MEÐ FJÖLSKYLDUNNI
.
BRJÁLUÐ AFMÆLIS- OG SAKNAÐARKVEÐJA
BERGÞÓRA, JÓN, KORMÁKUR OG KRISTÓFER.
8.2.2008 | 12:51
Festelavn er mit navn
boller vil jeg have. Hvis jeg ingen boller får, så laver jeg ballede.
Boller op, boller ned, boller i min mave, hvis jeg ingen boller får, så laver jeg ballede.
Þetta var sungið á meðan kötturinn var sleginn úr tunnunni í skólanum hjá Kormáki. Ég gleymdi að segja ykkur frá þessu í gær þegar ég var að blogga.
Á mánudaginn fór Kristófer upp á klæddur í leikskólann sinn þar sem var svona öskudagsball þar. Hann var superman, svaka flottur. Hann sagði svo við mig þegar hann kom heim "mamma, ég sló þig í festelavn" "Hvað meinar þú elskan mín" sagði ég alveg hissa, "já, mannst þú að ég málaði þig á tunnuna þegar við vorum að skreyta hana" "já, alveg rétt, ég var búin að gleyma því", "já, þess vegna sló ég þig". Ég hló bara og sagði að þetta væri nú í lagi, þetta var nú bara tunna og svo hlógum við bæði
.
Á þriðjudaginn fórum við svo með Kormáki í hans Festelavn, það var milli 18 - 20. Þegar við komum þar er kallað á alla krakkana að koma niður og gera sig klára til að marsera um salinn og slá svo köttinn úr tunnunni. Þegar kötturinn hafði verið slegin fengu öll börnin flodeboller (svona kossa, eins og við köllum það). Síðan var farið í allskonar leiki og dansað. Þetta var svaka gaman og var Kormákur himinlifandi þegar þetta var búið. Þeir bræður voru mest svekktir yfir því að þurfa að fara að sofa fljótlega eftir að þeir komu heim. Kormákur velti nú mikið fyrir sér að það var ekkert nammi inn í tunnunni, heldur voru bara dagblöð og svo var namminu dreift eftir á. Ég sagði "já, það er nú kannski ekki skrýtið, getur þú ímyndað þér hvernig kossarnir hefðu verið ef þeir væru inn í", hann hló og sagði "það hefði nú kannski ekki verið svo gott" .
Kossar og knús
Bergþóra og co
7.2.2008 | 17:36
Vetrarfrí:)
Ég er komin í vetrarfrí,jeiiiiiiii. Já ég er bara komin í frí, ég var í skólanum til 11 í morgun og var þá komin í frí. Ég fór nú bara heim og tók til og gerði mest allt voða fínt (klára restina á morgun). Strákarnir fara í skóla og leikskóla á morgun og svo eru þeir komnir í frí. Kormákur fer í sund með gæslunni á morgun, en þau eru farin að bjóða upp á það á hverjum föstudegi
. Kormáki finnst það nú ekki leiðinlegt, en það þýðir líka það að ég næ ekki í hann fyrr en að verða 16, í stað 13-14, en þetta er gaman fyrir hann og það er fyrir mestu
.
Vikan hjá okkur hefur annars bara verið róleg, ég er búin að vera mjög lítið í skólanum, en Jón er alltaf að vinna frameftir núna. Þeir eru meira að segja að spá í að mæta í vinnu á þriðjudagsmorgun kl 06 og vinna til 06 á miðvikudagsmorgun. Er þetta hollt eða hvað (mér finnst nú samt ágætt að fá peninginn
). Maðurinn minn er nú svo duglegur að hann fer létt með þetta, allavega ef ég verð rosa góð og leyfi honum að sofa lengi á miðvikudag
. Kannski ég fari þá bara með strákana í Legeland, þar sem við getum þá bara verið og leikið okkur á meðan Jón sefur, ekki slæmt það
.
Jæja elskur, alltaf smá fréttir fyrir helgina og svo fáið þið að heyra hvernig helgin fór hjá okkur síðar. Ég er viss um að allir bíði spenntir fyrir framan tölvuna á sunnudaginn, hehehehehe. Takk fyrir að vera svona dugleg að kvitta núna, ég er ekkert smá ánægð með ykkur
´.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
133 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar