3.2.2008 | 18:24
Góð helgi:)
Við fjölskyldan erum búin að eiga frábæra helgi. Föstudeginum var nú bara eitt að mestu í tiltekt, lestur (þegar færi gafst, sem var lítið) og Kristófer. Hann var í fríi frá leikskólanum, hann fékk að ráða því sjálfur hvort hann færi á leikskólann eða ekki. Þegar hann fattaði það svo að hann væri of seinn til að fara á leikskólann, var hann ekki ánægður með mömmu sína "MAMMA ég ætlaði að fara á leikskólann". Maður sér allavega þarna að honum líður ekki illa þarna og það er nú gott
.
Laugardagurinn fór í að dunda sér hér heima fram yfir hádegi og svo var farið að versla. Við ætluðum að skipta um símafyrirtæki með GSM símana okkar, en það er ekki hægt þar sem við eigum ekki danskt persónuskilríki með mynd. Okkur fannst nú furðulegt að það væri ekki hægt að taka ökuskírteini sem er alþjóðlegt og svo sjúkrasamlagsskírteini með danskri kennitölu, en við verðum bara áfram hjá TDC sem er ekki með svona vesen
.
Við Jón ákváðum að hafa öðruvísi kvöldmat hjá okkur í gær, þannig að við tókum fram RAKLETTIÐ í annað sinn síðan að við fengum það í brúðkaupsgjöf. Þetta var alveg rosalega gott og gaman að þessu, Kristófer leist aftur á móti ekki of vel á þetta og vildi ekki grilla sjálfur "þetta er alltof heitt, pabbi þú verður að gera fyrir mig". Í eftirrétt gerðum við súkkulaðifondue (marssúkkulaði höfðum við), höfðum allskonar ber, banana og marsípan, þarna gerði Kristófer smá sjálfur en leist samt ekkert og vel á það, þetta var nefnilega líka pínu heitt
. Jæja eftir matinn horfðum við á TVÆR myndir, eina ævintýramynd sem heitir Terabithia og svo Night at the museum. Þannig að þið sjáið að þetta var alveg frábært kvöld
.
Í dag vorum við með bollukaffi, Óli, Ásta og co komu til okkar og svo er Kormákur með vin sinn hjá sér í heimsókn. Ég bakaði nú ekki mikið af bollum, enda átti þetta líka bara að endast í dag, en það var nú smá afgangur. Ég ætlaði svo að skutla þeim niður á lestarstöð, en við vorum svo dugleg að kjafta, að við rétt mistum af lestinni, þannig að ég endaði á því að taka langan rúnt með þau, hehe
.
Það kom snjór í gær, það var ekkert smá flottur snjór, svona ekta jólasnjór. Strákarnir fóru út að leika sér í smástund og svaka gaman. Ég planaði það að ég ætlaði með þeim út í dag á sleðann, en viti menn snjórinn var farinn þegar við vöknuðum. Ég fór meira að segja á bensínstöðina í gær og miðað við það hvernig göturnar voru, þá átti ég ekki von á því að snjórinn yrði farin í dag. Þetta er að ég held furðulegasti "vetur" sem ég hef upplifað, mér finnst bara að það sé búið að vera haust síðan í Október.
Ragnheiður innilega til hamingju með enskuna, glæsilegt hjá þér. Ég er líka alveg viss um að Gunnlaugur er algjör töffari með þessi gleraugu, ég fæ nú að sjá það þegar við komum til Íslands
.
Kossar og knús
Bergþóra og co
31.1.2008 | 15:17
Frí á morgun:)
Já það er frí í skólanum hjá mér á morgun. En maður verður nú samt ekki í fríi, nóg að lesa fyrir mánudag, tiltekt ofl. Ég ætla nefnilega að eiga frí frá öllu svoleiðis um helgina og gera eitthvað sniðugt með strákunum mínum
.
Kormákur telur niður dagana i festelavns party sem við erum að fara í, í skólanum hans 5. feb. Þetta er eins og öskudagurinn og bolludagurinn heima. Á þessum degi er kötturinn slegin úr tunnunni og borðaðar festelavnsboller, sem eru bara rjómabollur(en ekki eins og við erum vön á Íslandi). Við ætlum að baka einhverjar vatnsdeigsbollur handa okkur um helgina, þannig að við fáum íslenskar bollur líka, allveg ómissandi. Það sem mér finnst verst það er það að ég fæ engar baunir og ekkert saltkjöt á sprengidaginn
. Mamma mín þú verður bara að hafa annan sprengidag handa mér þegar við komum til Íslands
.
Kormákur telur líka niður dagana þar til við komum heim því að hann saknar GÖMLU GÓÐU DAGANA Á ÍSLANDI. Ég vissi ekki hvert við ætluðum þegar hann sagði þetta, hann var svo alvarlegur, algjör dúlla, það var svo erfitt að halda andlitinu
.
Jæja við heyrumst seinna elskurnar.
Kossar og knús
Bergþóra og co
27.1.2008 | 19:22
Drullumall:)
Þessi helgi er nú búin að vera svakalega róleg. Jón Óskar er búin að vera að vinna aðfaranótt laugardags og sunnudags, þannig að við strákarnir erum bara ekkert búin að gera. Í gær vorum við bara heima, bökuðum skúffuköku og sunnudagsbollur Sollu stirðu á meðan Jón Óskar svaf. Þetta var rosa gott að fá nýbakaðar bollur og skúffuköku í kaffinu.
Í dag var heldur betur drullumall á strákunum okkar tveim. Þeir fóru út að leika og pabbi þeirra segir þeim að vinnusvæðið hinum megin við bílastæðið sé bannað, þar sem það er svo mikil drulla. Ég segi þeim að sandurinn sé í lagi sem er þar, þeir megi bara ekki fara í drulluna við vinnusvæðið. Þeir rosalega glaðir og fara út
. Eftir langan tíma úti kemur Kormákur inn og kallar á pabba sinn. Jón Óskar fer út og sér þar Kristófer sitja fastan í DRULLU
. Jón Óskar var ekki mjög ánægður með syni sína þarna, sverðið hans Kristófers fljótandi í miðjum drullupolli og þeir svo hryllilega skítugir að annað eins hefur ekki sést á þessu heimili
. Jæja við ákveðum að láta sverðið eiga sig í smá tíma og fórum í heimsókn upp í Give og tókum bakkelsi með okkur
. Þegar við komum heim ákveð ég sjálf að ná í sverðið, Jón var búin að segja að það væri mikil drulla þarna í kring, en að sjálfsögðu læt ég það ekki stoppa mig
. Ég fer rosalega varlega og REYNI að passa mig að stíga ekki í drullu. Í skrefi númer tvö, hvað geri ég þá? SEKK Á KAF Í DRULLU
. Ég rétt stíg niður fætinum og sogast niður upp á miðjan kálfa
. Skórinn minn og buxurnar litu ekki mjög vel út eftir þetta ævintýri
. Kormákur spurði mig líka hvort að mér fyndist drullan ekki vera köld, honum hafi allavega fundist það þegar hann sökk og Kristófer var að draga hann upp
. Þetta ævintýri endaði svo á því að húsbóndinn bjargaði sverðinu úr drullupollinum og Kristófer rosa ánægður með það. Ég vona samt að þeir láti sér segjast og fari ekki þarna aftur, allavega fylgist ég vel því. Þetta getur verið svolítið hættulegt svæði að leika sér á þegar maður sekkur niður
.
Vonandi hafa allir átt góða helgi okkur leiddist allavega ekki.
Knús og kossar
Bergþóra og co
p.s Jóhanna ég skoðaði fréttina og skrifaði athugasemd við eitt bloggið þarna. Mér finnst fólk stundum svo neikvætt þegar það kemur eitthvað nýtt. Þú mátt óska öllum til hamingju með þetta frá mér, mér finnst þetta sniðugt og flott. Hlakka til að sjá þetta um páskana þegar við komum heim. Ég sagði mömmu í dag að við færum í sumarbústað bráðum eina helgi og ég frétti að Ingimundur og þið væruð að fara í "vetrarbústað", að það væri vetur og þá færi maður í vetrarbústað en ekki sumarbústað
. Þetta var gott hjá þér Ingimundur, þú ert algjör gullmoli
.
23.1.2008 | 18:51
Kormákur að hressast:)
Núna er Kormákur búin að vera heima það sem af er af þessari viku. Hann er að hressast og fer sennilega í skólan á morgun. En er einhver sem veit um barn eins og hann - hann var með yfir 39 stiga hita og getur spilað í tölvu og vildi helst ekki sofa. Hann á bara svo leiðinlega mömmu sem vildi endilega að hann leggði sig, það gekk nú ágætlega á endanum.
Ég tók Kormák með mér í skólann í dag. Ég tók nú tölvu með handa honum líka, spiderman 3 og einn leik, þannig að honum myndi ekki leiðast. Eins og alltaf er tölvan mjög góð barnapía og varð ég varla vör við hann. Ég bjóst við að vera þarna í svona 1 - 1.1/2 tíma en við vorum 2.1/2 tíma. Það er alveg ótrúlegt hvað allt þarf að taka langan tíma, en að sjálfsögðu brosir maður bara og reynir að reka aðeins á eftir.
Ágústa mín ég þarf semsagt að hafa fyrir því að finna út hvað litla Dís heitir, jæja ég kemst að því vonandi þegar ég er búin að skrifa þetta.
Jæja elskurnar bið að heilsa ykkur.
Kossar og knús
Bergþóra og co
20.1.2008 | 18:43
AFMÆLISKVEÐJA:)
Elsku amma innilega til hamingju með 98 ára afmælið.
Innilegar saknaðarkveðjur
Jón Óskar, Bergþóra, Kormákur Helgi og Kristófer Ingi
20.1.2008 | 11:38
Helgarskýrslan:)
Helgin fór nú öðruvísi en áætlað var, við ætluðum nú að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt með strákunum. Á föstudagskvöldið kemur Kormákur til mín og segir "mamma, mér finnst eins og ég sé heitur, ég er kannski að verða veikur", " já, já Kormákur minn" segjum við bara, þú ert búin að horfa of mikið á sjónvarp, komdu ég mæli þig samt" greyið barnið komið með 38.4 í hita. Hann er semsagt búin að eyða helginni í veikindi og er ennþá með 39,4 í hita
. Kristófer er ekkert of ánægður með það, hann vill endilega fara eitthvað en í staðin erum við búin að horfa á Spiderman3, spila Buzz, Monopoly, hvem er hvem ofl. Þannig að við erum búin að hafa nóg að gera.
Í gær vorum við með nautasteik að borða, en strákarnir ekkert smá ánægðir með það að pabbi þeirra fór og keypti barnabox á McDonalds handa þeim, hann keypti sjeik handa þeim með og Kristófer sagði "hei hvað er þetta" "smakkaðu bara", "mamma, ég vildi ekki fá ís til að drekka með hamborgaranum, halló", hehehehe, það fór góðmennskan hjá okkur í þetta skiptið, hann var svo hneykslaður að ég vissi ekki hvert hann ætlaði.
Planið það sem eftir er af þessum degi er að spila Buzz, skibo, horfa á góða mynd ofl. Heyrumst síðar og hafið það sem allra best.
Knús og kossar
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
132 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar