31.12.2007 | 12:30
GLEÐILEGT ÁR
GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR GAMLA ÁRIÐ
KÆR KVEÐJA FRÁ BERGÞÓRU, JÓNI, KORMÁKI, KRISTÓFER, GUÐMUNDI, INGUNNI OG ÁRNA ÞÓR
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 19:39
Árið næstum liðið:)
Við fórum í fyrradag í Kolding Store Center að kaupa meira handa Árna. Hann keypti sér tvennar gallabuxur, cd ofl. Við fórum svo á göngugötuna í gær og keyptum eitthvað meira. Við versluðum svo í matinn fyrir morgundaginn, það var nú ekkert auðvelt þar sem það var bara kjúklingur og hamborgarhryggur. Við fundum nú samt Gæs í einni búð, en gæsin var aðeins 5,6kg (þetta ætti nú að vera nóg). Á nýjársdag verðum við svo með innbakaða nautalund
.
Við fórum til Rúnu vinkonu í dag í kaffi, við fengum smákökur og heimabakaðar bollur, mmm algjört nammi. Mamma hennar, pabbi, Óskar bróðir hennar og fjölskyldan hans komu líka. Það var rosalega gaman að hitta þau, þar sem ég hef nú ekki séð foreldra hennar í næstum 10 ár
. Takk fyrir okkur Rúna við skemmtum okkur mjög vel
.
Við vorum að borða SS pylsur og Myllu pylsubrauð, þetta var bara gott.
Jæja nú á að liggja meira í leti og kjafta meira (erum búin að gera svo lítið að því síðustu daga). Það kemur áramótakveðja á morgun.
Kossar og knús
Bergþóra og co
27.12.2007 | 20:34
Frábær tími:)
Hæ allir! Mamma, pabbi og Árni komu LOKSINS í gær. Ég var aðeins of sein heim til að taka á móti þeim hérna (jón var aðeins á undan áætlun), þannig að þau sátu inni í stofu þegar við komum heim. Jón sagði strákunum að hann væri með smá óvænt, Kristófer fór í smá bakslag en Kormákur fór beint inn í stofu. Kormákur byrjaði á því að horfa á þau og svo rauk hann í fangið á afa sínum og gaf honum stórt knús, svo tóku amma og Árni við. Kristófer tók við sér þegar hann heyrði í þeim þá kíkti hann örlítið og rauk svo af stað. Það sem þeir voru hissa, þetta var frábært
.
Ég skil nú alveg að ykkur systrum mínum finnist skrítið að hafa þau ekki heima um áramótin, en við erum svo ánægð að hafa þau hjá okkur, hefðum helst vilja hafa báðar fjölskyldurnar hjá okkur. Við söknum allra mikið núna, þetta er auðvitað sá tími núna. En ég er viss um að allir eigi eftir að skemmta sér vel um áramótin og við ætlum að gera það líka
.
Í dag fórum við til útlanda, þar sem við keyptum freyðivín, bjór, rauðvín ofl. Við keyptum líka hluta af jólagjöfinni handa strákunum frá tengdó, við fengum alveg helling fyrir peninginn. Takk æðislega fyrir strákana. Árna bróðir tókst nú að finna eitthvað á sig, en honum fannst erfitt að versla í útlandinu og vill frekar gera það í Danmörku. Jóhanna mín, mamma keypti úlpuna á Ingimund í C&A, rosaflott, getur verið vesti líka
.
Jæja ég ætla að fá mé kaffi og Grand líka með hinum.
Kossar og knús
Bergþóra og co.
26.12.2007 | 08:22
ÞAU ERU AÐ KOMA:)
Núna bíðum við bara spennt eftir mömmu, pabba og Árna, þau eru komin í flugvélina núna og Jón leggur bráðum af stað að sækja þau (að sjálfsögðu verður jólabjórinn með í móttökunefndinni
).
Við erum búin að hafa það mjög gott yfir jólin, þetta er búið að vera rólegt og notalegt. Að sjálfsögðu hefði verið ennþá betra ef við hefðum geta hitt alla fjölskylduna, við erum búin að sakna allra mikið. Það er samt ótrúlegt hvað er gott að geta talað gegnum tölvuna með myndavél, það bætir örlítið upp
. Við fengum fallegar og góðar gjafir, strákarnir alveg himinlifandi með allt sem þeir fengu og búnir að leika sér mikið. Kormákur gaf Kristófer Buzz, en það geta fjórir spilað í því í einu, okkur Jóni finnst voða gaman í því líka
. Kristófer gaf svo Kormáki Eye toy og það er nú bara líkamsrækt í því, ekkert smá gaman líka
.
Við buðum Rögnu, Kristni, Margréti og Bjarna Harald í brunch í gær og var borðað og kjaftað fram eftir degi. Strákarnir og Margrét léku sér að sjálfsögðu vel og skemmtu sér konunglega. Bjarni Harald sem er rétt mánaðargamall svaf mest allan tíman, en vaknaði þó aðeins til þess að ég gæti nú aðeins mátað, (mikið rosalega fannst mér hann lítill (rétt komin yfir 3 kg)) og til að drekka
. Takk fyrir komuna þið öll, þetta var frábært
.
Jæja ég ætlað að fara að dunda mér eitthvað. HAFIÐ ÞAÐ SEM ALLRA BEST.
Bergþóra og co
24.12.2007 | 13:37
GLEÐILEG JÓL:)
Þá eru ekki nema 3 1/2 tími fram að jólum hjá okkur, við erum á fullu að undirbúa kvöldmatinn og eru strákarnir orðnir mjög þreyttir á að bíða eftir jólunum og opna pakka.
Þegar við vöknuðum í morgun hafði Kertasníkir fært okkur öllum pakka, Kormákur fékk Transformers myndina, Kristófer fékk Meet the Robinssons, Jón fékk Pirates of the Caribbean Deads man´s chest, og frúin á heimilinu fékk 50 firsts dates. Það er verið að horfa á Meet the Robinssons og stytta sér stundir.
Við fengum okkur möndlugraut áðan og var Kormákur svo heppin að fá möndluna, í verðlaun fékk hann spilið Cluedo. Síðan kom mamma aðstoðarmaður Kertasníkis með pakka sem hann hafði sent okkur vegna mikilla anna á Íslandi, pakkarnir innihéldu Íþróttaálfa náttföt, ekkert smá flott
, takk fyrir sendinguna Kertasníkir
.
Nicolai kom áðan með sendingu frá tengdó. Við fengum Hangikjötið fyrir morgundaginn, slátur, harðfisk, mysing og flatkökur, nammi, namm. Elsku Mamma og pabbi (Vilborg og Steinar) takk æðislega fyrir okkur, þetta var frábært
.
Við viljum í restina óska ykkur öllum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI.
Kossar og knús
Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur Helgi og Kristófer Ingi
22.12.2007 | 16:47
GULLKORN DAGSINS:)
Kormákur er nú algjör gullmoli, það verður nú bara að segja frá því sem þessum dreng datt í hug í morgun. Ég heyri ekkert í Kormáki í morgun þegar hann kíkir í skóinn sinn, Kristófer segir "VÁ, ég fékk tvær mandarínur og tvo nammimola". Ég kalla á Kormák og segi "hvað fékkst þú í skóinn?", "ég fékk bara tvo nammimola", "í alvöru" segi ég, það kemur smá glott á hann og ég segi "hvaða svipur þetta", "ekkert". Ég fer að hlægja og spyr hann aftur, "ok, ég setti mína mandarínu í skóinn hjá honum á meðan hann svaf"
. Svo hlógum við þvílíkt, ekkert smá úrræðagóður, langaði bara ekkert í þessa mandarínu
.
Við skreyttum jólatréð okkar í dag, búin að fá okkur smá göngutúr niður í bæ og núna er verið að fara að skera út laufabrauðið.
Koss og knús
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
130 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 806
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar