12.9.2009 | 14:26
:.........
Jæja á ekki alltaf að byrja á vondu fréttunum. Því miður komumst við hjónin af því í sónar á fimmtudaginn að það var enginn hjartsláttur hjá litla krílinu okkar. Það hafði verið dáið frá því á 7 viku (var komin rúmlega 12), við fórum því á Kolding sjúkrahús í gær í tilheyrandi aðgerð. Alltaf kemst ég betur að því hvað ég á góðan mann og yndisleg börn. Allir þrír búnir að standa sig eins og hetjur (ég hef nú samt náð að halda andlitinu fyrir framan strákana). En það er ekkert meira um þetta að segja.
Þá að góðu fréttunum. Í dag eigum við hjónin 12 ára samveruafmæli og ætlum að fagna því með því að liggja upp í sófa og slappa af (allavega ég, blóðlítil síðan í gær), Jón að tæma sundlaugina og þrífa hana, og svo á að elda íslenskar lambalærisneiðar eftir uppskrift sem Bjarni Gunnar bróðir Svölu vinkonu gerði, úr bókinni Landliðsréttir Hagkaupa.
Ætla að nota tækifærið núna líka og óska tengdamömmu innilega til hamingju með afmælið á morgun. Njóttu dagsins í botn. Risaknús og koss frá okkur öllum.
Jæja hef ekkert meira núna
Knús og koss, farið vel með ykkur
Bergþóra og co
6.9.2009 | 14:27
Vá er maður orðin löt að skrifa hérna eða hvað....
Sorry Jóhanna mín, ég held að þú sért sú eina sem ekki færð neinar fréttir héðan.
En jæja, ég prófa núna, samt er alltaf allt við það sama hér á bæ.
hmmmmm, ok byrjum bara á því að ég þurfti að fara á spítalann í Vejle í pínu aðgerð og tók hún ekki nema 5 mín, en ég var látin sofa í 15 mín og vera niður á spítala í 9 tíma. Ég byrjaði nefnilega á því að fara til míns læknis og sendi hann mig á sjúkrahúsið og þar þurfti ég að bíða og bíða og bíða, vegna þess að ég var nýbúin að borða og þurfti að vera fastandi í 6 tíma áður en þeir mundu svæfa mig. En allt fór vel að lokum og var bara gott að komast heim aftur.
Við komumst svo að því fyrir 6 vikum síðan að við ættum von á öðrum fjölskyldumeðlim þann 23.mars 2010 (er núna á 12.viku). Strákarnir voru voða hissa og Kormákur grét af gleði og sagði "núna fæ ég þá kannski litla systur, það væri voða gaman". En núna er sem sagt rætt um það að það séu nú 50% líkur á því að við fáum 3 strákinn. En þetta verður mjög spennandi þar sem að þessi meðganga er enn sem komið er mjög ólík þeim fyrri
. Á fimmtudaginn förum við svo í fyrsta sónarinn og er það hnakkaþykktarmæling. Hlakka svo til, þá verður þetta meira raunverulegt
.
Núna er ég að berjast við að fá vinnu svo ég geti fengið fæðingarorlof, þar sem ég sem námsmaður í Danmörku á ekki rétt á orlofi því ég er ekki á SU og ekki að vinna. Annemette sem er starfsnámsleiðbeinandi er að hjálpa mér að finna vinnu og vona ég að það gangi upp sem fyrst. Eini gallinn á þessu er sá að ég verð þá sennilega að fara í frí frá skólanum frá miðjum okt og klára önnina á næsta ári, nema ég geti samið við yfirkennarann um að ég geti sleppt fyrirlestrum og skilað bara inn æfingum og verkefnum.
Annars er bara allt rólegt hér á bæ og vorum við að klára síðustu jólagjafirnar til Íslands í dag. Ekkert smá þægilegt að vera búin að þessu tímanlega og eiga bara eftir að senda þetta heim. Svo er bara litla fjölskyldan eftir, en það er nógur tími til þess
.
Jæja lítið sem ekkert annað að frétta í bili. Skrifa meira á fimmtudag eða föstudag. En þangað til hafið það sem allra best.
Knús og koss
Bergþóra og co
21.8.2009 | 18:22
Afmæliskveðja...
Innilega til hamingju með daginn (19.ágúst) Gunnlaugur, vonandi fékkstu frábæran dag.
Bestu kveðjur og knús
Bergþóra og co í DK
17.8.2009 | 17:22
Hversdagsleikinn...
tekinn við eftir yndislegt sumarfrí.
Árni Þór fór heim aftur síðasta laugardag, en þá var hann búinn að vera hjá okkur í 3 vikur. Það var ýmislegt brallað, við fórum í Kattegatcenter (neðansjávarsafn), Ljónagarðinn og eyddum einum degi í Djurs Sommerland þar sem við hjónin nutum þess í botn að hafa Árna til að fara í öll tækin með strákunum, en aldrei þessu vant fórum við hjónin ekki í nein tæki, eða jú annars ég fór í vatnsrússíbana, meira að segja tvo. En þrátt fyrir allt vorum við nú samt dugleg líka að vera bara heima í rólegheitunum og nýta sundlaugina okkar. Takk æðislega fyrir komuna elsku Árni, eins og venjulega var rosalega gaman að hafa þig
.
Kristófer er svo búinn að upplifa sinn fyrsta skóladag í 0-bekk og stóð hann sig eins og hetja. Hann gerði þau verkefni sem lögð voru fyrir hann og beið alltaf með upprétta hönd eftir að fá leyfi frá kennaranum til að tala
. Ég fékk að vera með honum allan daginn og mér fannst þetta mjög spennandi og allt öðruvísi en á Íslandi (á góðan máta þó)
. Foreldrar fengu morgunmat og kaffi á meðan 0-bekkur fékk leiðsögn um skólann frá stóru vinunum í 4-bekk. Honum Kormáki (og flestum strákunum) fannst þetta nú vera meiri vitleysan að þurfa að draga einhvern smákrakka með sér út um allan skólann til að sýna hann, hehe
. Svo voru stelpurnar sem nutu sín í botn og tóku í hendurnar á sínum vinum og sýndu allt vandvirknislega
.
Kormákur er nú alveg sáttur að vera kominn í skólann aftur, en finnst heimalærdómurinn bara vera tímasóun og hvað þá leikfimi, það er nú meiri vitleysan, hihi. Vona bara að þetta lagist með aldrinum og jákvæðum stuðningi frá foreldrum
.
Svona er nú það í þetta skipti. Ég ætla að sitja inn nokkrar myndir núna líka. Munið svo bara að kvitta, það er ekki bannað.
Kossar og knús
Bergþóra og co
11.8.2009 | 08:36
Hann á afmæli í dag....
Innilega til hamingju með afmælið elsku Steini okkar. Vonandi færðu alveg frábæran dag og fjölskyldan verði dugleg að stjana við þig
.
Risaknús og kossar frá okkur öllum.
Nenni ekki að skrifa meira í dag, geri það sennilega bara þegar Árni Þór er farinn heim. Þangað til næst hafið það sem allra best.
1.8.2009 | 17:20
......
Elsku Elísabet Jenný, innilega til hamingju með afmælið. Vonandi ertu búin að láta mömmu og pabba stjana við þig í dag
.
Núna er Árni Þór búin að vera hjá okkur í viku og er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við erum búin að fara niður í Kolding að kaupa jólagjöf og afmælisgjöf og kíkja í Kolding Storcenter.
Í gær fórum við í Kattegatcenter sem er sjávarsafn með hinum ýmsu fiskitegundum frá öllum heiminum td. eins og hákarlar (frekar stórir), pirana fiskar ofl. Þarna löbbuðum við um og skoðuðum, sáum selunum og hákörlunum fóðrað og lékum okkur. Á leiðinni heim komum við við í Ikea og keyptum perur og Jón Óskar var svo yndislegur að hann keypti rauða rós handa konunni sinni til að hafa í stofuglugganum
. Þegar heim var komið var svo bara matseld og afslöppun hjá eldra fólkinu yfir International (DVD mynd) og strákarnir horfðu á Bedtimes Stories.
Í dag var svo gerð tilraun til að leifa strákunum að fara á Transformers 2 í bíói á meðan við hjónin myndum slappa af bara 2 á meðan. ENNNN ég leit á smá vitlausa dagsetningu og var því myndin ekki sýnd á þessum tíma, þannig að við prófum aftur næstu heldi, hehe. Við fórum nú samt hring í Bryggen og keyptum tvennar gallabuxur á húsbóndann og bauð Árni Þór frændum sínum upp á ís
.
Ekki meira í bili.
Knús og koss
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar