4.8.2007 | 18:29
Allir farnir
Mamma og pabbi eru búin að vera hjá okkur síðan á mánudaginn. Þau komust nú ekki til okkar fyrr en um 18 eftir um 5 tíma ferðalag frá Köben, það var slys á Vejlebrúnni og því mikil umferðatöf. Það var því ákveðið að fara að borða á Jensen's Böfhus í stað þess að elda heima, enda þau öll orðinn þreytt eftir ferðalagið. það er nú búið að slappa mest af í þessari viku en mikið labb. Við fórum að versla aðeins á þriðjudaginn, föt á Árna, gardínur fyrir gluggana, þeim fanst nú ómögulegt að við gætum ekki gengið um á naríum hérna heima og þetta er nú alveg rosalega notalegt að vera kominn með gardínur. Á miðvikudaginn fórum við í Bon Bon Land og skemmtum okkur konunglega þar, nema í einum rússibana sem snérist svo hratt að meira að segja ég hélt að ég mundi kasta upp( tók bílveikistöflu til að jafna mig), eftir þennan var ég búin með minn skammt af tækjum
. Við vorum svo kominn heim um miðnætti og allir búnir á því. Fimmtudeginum var svo eitt í rólegheitunum og kíkt á göngugötuna í Vejle. Í gær fórum við svo snemma til Köben, Jón og Kristófer fóru með lest og við hin keyrðum yfir og stóðum við mamma okkur með prýði í að keyra yfir og skila bílnum og allt það
. Við fórum svo á strikið, skoðuðum höllina ofl. Þetta var mjög notalegur dagur en samt fanst mér mjög erfitt að hugsa til þess að ég þyrfti að kveðja þau eftir nokkra tíma
. Það tókst samt ágætlega og litla fjölskyldan fór svo heim með lestinni. Elsku mamma og pabbi takk fyrir okkur. Við erum svo bara búin að vera heima í mest allan dag.
Við sáum auglýst laus pláss í skólanum sem mig langar í og er ég jafnvel að spá í reyna að komast inn núna, kanski er bara best að hella sér í þetta. Læt ykkur vita betur með framgang mála þar seinna
.
Munið gestabókina. Það er svo gaman að sjá hvað þið skrifið. Tengdó var nú bara hissa að ég skildi ekkert vera búin að skrifa þessas viku sorry. Alveg rétt, Vilborg við erum ekki að fatta þessa gátu sem þú sendir okkur
Kossar og knús frá okkur öllum í danaveldi
29.7.2007 | 18:48
Helgin búinn
Góðan daginn allir!
Núna er helgin senn á enda. Við fórum upp í Give í afmæli í gær hjá vinafólki okkar. Lestinn var tekinn uppeftir og ég get sagt ykkur það að það var rosaleg spenna hjá strákunum að taka lestina, þetta var nú líka fyrsta skipti síðan við komum. Við ætluðum í bíó líka en þá var Fantastic four bara sýnd kl: 13:30 bara fáránlegt. Í dag fórum við svo niður í bæ, keyptum okkur ís, löbbuðum göngugötuna og þar var bara allt lokað nema þá ísbúðin. Það er aðeins verið að drepa tímann þar til mamma og pabbi koma, strákarnir eru svo spenntir að fá þau, mér finnst það nú alveg stórfurðulegt. En ykkur?
Ég var að skoða heimasíður í dag með strákunum hjá Sommerland Syd og Bon Bon Land til að leifa þeim að velja hvert við ættum að fara og það var ákveðið einróma að fara með alla í Bon Bon Land strax og það verður veður til í næstu viku.
Á morgun er Jón Óskar að fara með lestinni að ná í m+p og við hin verðum heima að gera fínt áður en þau koma.
Kveðja Bergþóra og co
26.7.2007 | 19:33
Netið loksins komið
Eftir langa mæðu og mikið tuð erum við kominn með netið. Þetta er búið að vera þvílíkt mál hjá TDC, fyrir það fyrsta þá var þetta pantað 23. mai og það ætti nú að vera nægur fyrirvari. Það átti að koma í gagnið 17. júlí og við komum þann níunda. Jæja nóg af svekkelsi.
Við erum búin að koma okkur fyrir. Þetta er rosalega rólegt og notalegt hérna, íbúðin er alveg stórfín og flott umhverfi. Við erum búin að sjá meðal annars ref og nokkur dádýr hérna í skóginum í kring. Okkur finst það nú bara kósý. Það er nú samt 15-20 mín gangur í strætó en það er bara fínt við þjálfum okkur ágætlega í leiðinni.Ég var reyndar stunginn illilega um daginn þegar við sátum úti, drukkum bjór og strákarnir voru að spila frisbee og fóturinn varð tvöfaldur. Þetta var ekki þægilegt. Þetta byrjaði svo að lagast þegar Jóhanna sagði mér að fara í apótek og kaupa mér ofnæmistöflur og sterakrem og ég var búin að taka það í 3 daga. Ég gat allavega labbað eðlilega í stað þess að vera 5 mín bara að stíga í löppina til að geta byrjað að labba.
Strákarnir eru ánægðir hérna. Kristófer hlakkar mikið til að byrja á leikskólanum, það er nú bara rétt rúmlega vika þar til hann byrjar þar. Ég veitt ekki með Kormák fyrr en á þriðjudag, en þá förum við á fund með kommúnunni og þá kemur í ljós hvenar hann byrjar í öllu.
Jón er líklega kominn með vinnu og byrjar þegar mamma og pabbi eru farinn. En þau eru að koma á mánudaginn. Við hlökkum öll rosalega til að fá þau. Þau fara svo heim á föstudag en það verður nú full dagskrá á meðan þau verða hjá okkur. Strákarnir eru búnir að ákveða að fara í bon bon land og dýragarð. Svo verður nú örugglega verslað eitthvað líka .
Kveðja frá danav.Bergþóra og co
munið nú að kvitta fyrir innlitið.
9.7.2007 | 20:12
Brúðkaup yfirstaðið og flutningar hafnir
Eins og margir vita giftu Valgerður og Halldór sig þann 07.07.07 og var það alveg yndislegt. Þau giftu sig í Kópavogskirkju og var veislan haldin í sal ferðafélagsins í Mörkinni. Veislan og athöfnin voru alveg frábær í alla staði
. Ég verð nú bara að segja að þau voru stórglæsilegt par. Hún systir mín var í svo fallegum kjól og geislaði öll allan daginn, hann Halldór var nú stórglæsilegur líka. Þau eiga alveg rosaleg vel saman og er ég mjög ánægð að þau hafi fundið hvort annað. Þið eruð alveg æði og ég elska ykkur bæði og gangi ykkur allt í haginn dúllurnar mínar
.
Við vöknuðum í nótt klukkan þrjú til þess að búa okkur undir flug sem átti að fara klukkan sjö í morgun, en að sjálfsögðu frestaðist flugið um klst og leiddist okkur þá pínu út á velli en þetta hafðist. Við erum búin að skoða íbúðina okkar og kemur hún bara mjög vel út . Að vísu þarf að þrífa alla íbúðina þar sem það er hellings ryk á veggjunum og í skápum
. Við fórum því bara í Bilka og keyptum helling af dóti til að þrífa, borða og drekka
. Ég reyni nú að setja einhverjar myndir fljótlega bæði af íbúðinni og brúðkaupinu
.
Ég er alveg svakalega þreytt og er því hætt að skrifa núna.
Kveðja frá danaveldi
27.6.2007 | 22:31
STYTTIST Í FLUTNING
Núna eru að eins tæplega tvær vikur í flutning. Við erum búin að setja allt dótið okkar í gám og fer hann í skip á föstudag. Þetta er bara ótrúleg vinna að setja svona búslóð í gám en það hafðist. Okkur tókst að fylla nánast alveg 20 feta gám, en samt tókum við ekki ísskápinn og öll þessi stóru eldhústæki. Ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti en samt virtist þetta ekki svo mikið inn í íbúðinni okkar og alltaf finnst manni að maður eigi ekki nóg. En ég get sagt ykkur það að ég er búin að skipta um skoðun
Jón Óskar hætti í sinni vinnu 22. júní, það var nú góður dagur til þess að hætta en þá áttum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli. Við héldum upp á það með því að byrja að setja í gáminn, svaka fjör. Við fórum nú reyndar út að borða á Hereford í tilefni dagsins í gær og það var bara gott
.
Við erum bæði búin að fara í lokagrill( en makalaus) hjá vinnunni okkar og var það alveg frábært. Grillvagninn grillaði á báðum stöðum og maður var nú ekki svikinn af þeim frekar en venjulega.
Jæja ég hef nú svosem lítið að segja en bara svona í lokinn þá er ég að fara í lúxusandlitsbað á morgun, bara notó.
Kveðja
Bergþóra og co bráðum baunverjar
4.6.2007 | 11:12
Hætt í vinnu
Eins og margir vita er ég hætt í vinnunni minni og var það nú bara ekkert svo auðvelt .
Ég fékk marga glaðninga eða hættugjafir eins og einn strákurinn kallaði það voru það blóm, nammi,eyrnalokkar, kertastjaki og dekur. Þið eruð öll alveg yndisleg og eigum við Kristófer eftir að sakna ykkar og hugsa til ykkar á nýjum slóðum
.
Í gær héldum við mamma þrefalt afmæli, við ákváðum að slá öllum strákunum saman í eitt fjölskylduafmæli. Þeir voru allir rosaánægðir með allt og var brjálað að gera hjá þeim að skreyta afmæliskökur fyrir hvern og einn og að setja krem á álfamuffins, sem var mjög skrautlegt á litinn. Ekki versnaði það svo þegar gestirnir komu með pakkana. Kormákur og Árni fengu ýmislegt í bland en þetta var mest Playmo afmæli hjá Kristófer, en honum fannst það nú ekki leiðinlegt .
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
127 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar