17.8.2007 | 18:52
Það var skóli í dag
Góðan og blessaðan daginn allir!
Það gekk aðeins betur með skólann hjá Kormáki í dag( hann fór allavega). Hann mætti í skólann klukkan 10 og var til 13. Okkur líst rosalega vel á kennarann hans, Kormákur knúsaði hana strax honum leist svo vel á hana. Kormákur er kallaður Helgi í skólanum því öllum finnst svo erfitt að segja Kormákur. Kormákur var voðalega ánægður þegar hann kom heim og sagðist hafa eignast tvo nýja vini
. Ég veit ekkert hvaðan þeir eru en annar er dökkur og hinn er ljós. Við áttum nú von á því að þessir þrír yrðu vinir, við tókum eftir því strax að þeir náðu vel saman
. Þannig að honum hlakkar bara til að fara aftur á mánudag. Mér finnst nú samt svolítið sniðugt að í skólanum fá þau tannbursta sem er merktur þeim og þau bursta tennurnar eftir matinn
. Ég get sagt ykkur það að dagurinn byrjaði ekki vel
. Ég var búin að segja ykkur frá konunni hjá bænum sem sér um skólamálinn hér í Vejle. Hún átti allavega að sjá um það að allt væri í lagi, að Það kæmi skólabíll, að hann fengi gæslu og allan pakkan. Jæja við áttum von á bílnum 9:30 og viti menn það kom enginn bíll, ekki frekar en á miðvikudaginn. Við hringjum í hana og hún var voða hissa að bíllinn væri ekki kominn. En sem betur fer var Jón í fríi og við sögðumst ætla að keyra hann í dag, en hún ætlaði að passa upp á það að honum yrði keyrt heim eftir skóla. Ég var á nálinni um Það hvort að hann kæmi heim með bílnum eða ekki, en hann kom og ekkert vesen. Kennarinn hans Kormáks benti okkur að fara upp á skrifstofuna í skólanum og tala við konu þar út af bílnum og einhvern annan út af gæslunni. Við fengum bílinn á hreint og gæsluna. Þessi álka hjá bænum sagði að hann gæti nú ekki byrjað á mánudag í gæslunni, en hann byrjar þar á mánudag og var það ekkert mál. Hún sagði nú líka að það væri ekkert ákveðið hvenar hann átti að byrja í skólanum, en þau biðu eftir Kormáki og einu öðru barni á miðvikudaginn þegar við héldum að hann átti að mæta og þau komu hvorugt. Það virðist ekkert ganga hérna nema við göngum á eftir því.
Jæja en annars er dagurinn bara búinn að vera góður. Við fórum upp í Give til Óla og Ástu og bögguðum þau í smátíma þegar Kristófer var búin á leikskólanum, það var nú bara gaman eins og alltaf. þegar við komum heim grilluðum við hamborgara og fengum okkur rauðvín, í desert var svo nammi og disneystund.
Ég hef nú svolítið gaman að því að Kristófer er farinn að reyna að syngja dönsku löginn sem er verið að syngja á leikskólanum. Þetta eru sömu löginn og við kunnum á íslensku en nú er verið að læra þau á dönsku. Ég varð að byðja um einhverja texta svo ég gæti sungið með honum. Ég fékk Hjulerne på bussen drejer rundt. Bjørnen sover. Sommerfuglen. Jeg er en lille rød ballon. Við sungum þetta nú oft í söngstund á Geislabaugi en mér finnst þetta aðeins erfiðara svona, en þetta kemur.
Jæja við heyrumst eftir helgi.
Knús og kossar
Bergþóra og co
15.8.2007 | 09:46
Minn er reiður
Jæja ég get sagt ykkur það að ég er frekar reið núna. Ég og Kormákur biðum í morgun eftir bílnum sem átti að ná í okkur klukkan 10:00 og hvað haldið þið, það kemur enginn bíll. Ég hringi í kellinguna hjá kommunen og hún segir, nei nei það var ekkert ákveðið að hann skildi byrja í dag. Nei nei hún sagði bara að það kæmi bíll og næði í okkur klukkan 10 því þá byrjaði önnur lotan, ég átti að vera með honum í klukkutíma og fara svo heim. Núna þarf hún að ath hvort hann geti byrjað fyrir mánudag. Ég er svo reið að það síður á mér . Svona fór nú fyrsti skóladagurinn hans Kormáks, eða dagurinn sem við héldum að yrði fyrsti dagurinn hans.
Dagarnir hafa nú annars verið bara frekar rólegir. Við bökuðum súkkulaðibitakökurnar í gær sem áttu að bakast þegar Árni var hjá okkur en svona er nú framtakssemin mikil.
Jón er búin að vera í vinnunni núna síðan á mánudag og honum líkar bara vel. Þetta er að vísu mikil keyrsla eða 2 tímar á dag.
Jæja ég er tóm núna. Ég ætla að fara að taka til og gera fínt hjá okkur, áður en við náum í Kristófer.
Bæ Bæ
Kossar og knús
Bergþóra og co
12.8.2007 | 19:34
Fórum á rúntinn
Við ætluðum að eyða deginum heima að mestu leiti í leti, en ekki fer allt eins og ætlað er. Jæja við fórum á ævintýrarúnt í dag. Við fórum til að leita að vinnunni hans Jóns sem var nú eins gott að við gerðum. Það var nú búið að skoða leiðina vel á krak.dk en það var nú meiri vitleysan með allskonar krókaleiðum. Heimleiðin gekk svona rosalega vel og tókum við veg sem við þekktum og er einhverjum km styttri en hin leiðin og hann liggur beina leið. Allavega..... á leiðinni uppeftir lentum við einhverja vitleysu og Kristófer varð bílveikur og þurfti nokkur skyndistopp á leiðinni, á endanum varð svo Kormákur bílveikur þá var stoppað við fyrstu opna búð keypt vatn og skellt bílveikistöflu í drengina fyrir leiðina heim. Hún er með smá róandi í líka og virkar það svona rosavel á þá að þeir sofnuðu báðir á heimleið. Þessi ferð sem átti að taka svona tvo og hálfan tíma tók okkur næstum 4 tíma. Eftir þetta ævintýri var farið í Bilka að versla og gerð góð kaup á afmælishátíð þar. Svo fórum við heim og erum búin að vera í afslöppun síðan
. Á morgun verður nú svolítið skrítið þar sem ég og Kormákur verðum bara tvö heima meiripartinn af deginum.
Ég gleymdi að segja ykkur að í skólanum fæ ég fartölvu með myndavél og headsetti til að nota á meðan ég er í skólanum. Heppin ég!!!!
Jæja best að koma börnunum í rúmið. Heyrumst seinna og hafið það sem allra best.
Kossar og knús
Bergþóra og co
11.8.2007 | 20:08
Allt í gangi
Okkur langar að byrja á því að óska honum Steina okkar innilega til hamingju með daginn. Vonandi eigið þið öll góðan dag og skemmtið ykkur vel í partýinu í kvöld. Vildum að við gætum verið með ykkur (við erum allavega að drekka bjór og hugsa til ykkar)
.
Til að koma öllu á hreint með vinnuna hjá Jóni. Hann fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir M.J. Erikson, þetta er fyrirtæki sem hann var að vinna hjá þegar við bjuggum hérna síðast. Hann fer á 50 tonna beltavél sem er núna staðsett í Herning sem er um klst fjarlægð frá Vejle.
Jæja og haldið þið bara hvað, stóra stelpan sem ætlaði ekki að fara í skóla núna, er að fara í skóla. Skólinn byrjar með kynningarviku 20.ágúst og svo byrjar skólimm sjálfur vikuna eftir. Ég sá semsagt auglýst laus pláss og ákvað að tala við einn sem er skólastjóri eða yfirkennari yfir pædagog. Við fórum upp í skóla í gær og var tekinn inn á staðnum og látinn fylla út umsókn og allan pakkan bara. Ég er nú með svolítinn sting í maganum yfir því hvernig tekst að púsla öllu saman upp á strákana og skólann(til að mæta á réttum tíma). Þetta hefst að sjálfsögðu allt það þarf bara að finna réttu leiðina. Ég er bara ótrúlega montinn að hafa komist inn núna strax. Ég fer svo strax í 3. mánaða starfsnám í viku 45 er ekki alveg viss hvenar það er en það er vika 33 eða 34 núna. Danir telja allt í vikum í stað dagsetninga eins og við.
Í gær fórum við til Þýskalands í gær og versluðum smá föt á strákan sem vantaði fyrir skólann. Það gerðum við í C&A og er þetta bara alveg mjög ódýrt, fékk gallabuxur fyrir 1800 kallinn. Eftir þetta fórum við í Fleegaard sem er verslun með mjög ódýrum bjór og rauðvíni þar á meðal. Að sjálfsögðu voru keyptir nokkrir kassar af bjór, rauðvín í lítravís, gos og nammi. Þetta eru birgðir sem ættu að duga okkur í ja einhvern dágóðan tíma.
Í dag fórum við svo í Legoland og skemmtum okkur konunglega. Á morgun á svo að fara á rúntinn og finna hvar Jón á að mæta á mánudagsmorgun. Annars verður þetta afslöppunardagur heima við, svona áður en allir fara á fullt.
Knús og kossar
Bergþóra og co
9.8.2007 | 16:12
Viðtalið búið
Við fórum í viðtal í dag hjá kommunen út af Kormáki. Okkur líst nú bara vel á þennan móttökubekk sem hann á að fara í. Hann verður sóttur heim að dyrum og keyrður heim líka srax eftir skóla. En ef við viljum hafa hann í gæslunni þá verðum við að ná í hann sjálf, nema hann fari í hana í hverfisskólanum. Við getum svo ákveðið sjálf hvort hann haldi áfram í Kirkebakkeskolen eða fari í hverfisskólan þar sem eru um 55% innflytjendur og margir virðast ekki vera neitt of ánægðir með hann. Það eru líka margir krakkar úr hverfinu sem fara í Kirkebakkeskolen frekar en hverfisskólann. Ætli hann endi ekki bara í Kirkebakkeskolen alveg. Það kemur betur í ljós síðar. Á morgun fer ég svo upp í Jelling að tala við einn aðalkallin þar og þá veit ég hvort ég eigi séns á að komast inn núna eða ekki
.
Við fengum vinnuna hans Jóns alveg á hreint í gær og byrjar hann á mánudaginn. Hann þarf sennilega að leggja af stað í vinnu klukkan 5:30 til að vera mættur tímanlega. En við fáum að vita betur með staðsetningu á morgun.
Heyrumst síðar.
Munið að kvitta í gestabókina eða skrifa athugasemdir.
Kossar og knús
7.8.2007 | 17:52
Leikskóli byrjaður
Núna er Kristófer búin að vera á leikskólanum í 2 daga og líkar bara vel. Hann sagði nú reyndar að honum líkaði betur á Geislabaugi af því að þær skilja hann þar , þetta getur nú verið svolítið erfitt þegar maður þarf virkilega að hafa fyrir því að tala
. Þau fóru á ströndina í dag og voru þar í 4 tíma að leika í sandinum og sulla. Hann var svo glaður en þreyttur þegar hann kom til baka. Við biðum eftir honum því mömmu hans finnst of mikið að hann sé allan daginn svona fyrst
.
En og aftur þurftum við að fara á kommununa í dag með pappíra sem þau segjast ekki hafa fengið, en við komum með fyrir 3 vikum síðan. Ég lét þær nú vita af því að ég væri svolítið pirruð á þessu, þannig að konan ætlar að drífa þetta í gegn núna. Við sjáum svo bara til.
Á morgun förum við svo að ná í bílinn sem við keyptum á sunnudaginn. En við keyptum Ford focus 99árg keyrðan 182þús. Hann lítur alveg rosalega vel út og það sést ekki á lakkinu. Við erum ekkert smá ánægð að fá bíl við erum orðin svolítið þreytt á þessu mikla labbi.
Jæja ég er hætt í bili skrifa meira á fimmtudag.
Kossar og knús
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
127 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar