3.5.2009 | 19:33
Jæja aftur smá færsla:)
Föstudagur- Ég vaknaði með strákunum, kom þeim í skólann. Ég var svo góð og leifði Jóni að sofa á meðan, en ekki lengi samt. Ég vakti hann eftir að ég var búin í sturtu og gera mig tilbúna fyrir bæjarferðina okkar. Já aldrei þessu vant vorum við bæði í fríi og fórum EIN í bæinn að reyna að versla afmælisgjafir ofl. Eftir Hennitz og Mauritz vorum við nánast búin að fá nóg (við erum svo mikið verslunarfólk) löbbuðum við aðeins meira, kíktum aðeins í fleiri búðir, enduðum svo á kaffihúsi þar sem við fengum okkur bjór (pantaði stóran handa Jóni og var hann bara pínu stór, eða 750 ml
) og ofnbakaðar nachos
. Eftir að heim var komið náðum við í Kristófer og settumst út á pall og höfðum það bara rólegt og notalegt á meðan við biðum eftir að ná í Kormák, en hann var í afmæli sem hann skemmti sér alveg stórvel
. Um kvöldið var borðað úti á palli og hitti það alveg í mark hjá strákunum
. Sem sagt alveg yndislegur dagur í sólinni
.
Laugardagur- Fórum til Kolding að kaupa afmælisgjöf handa Ingimundi og skelltum okkur á göngugötuna líka, þar hlustuðum við á skólahljómsveit og fengum okkur ís. Eftir að við komum heim fórum við út í garð að reita arfa, svaka fjör
. Horfðum svo á Gummi Tarzan, langt síðan ég hafði séð þá mynd, en jafn skemmtileg og mig minnti, og ekki fannst strákunum hún leiðinleg
.
Sunnudagur- Fórum upp í Silkeborg til Rögnu, Kristinns og co í afmæli til Margrétar og að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn hann Símon Mikael. Hann er bara algjör rúsína og pínulítill, hehe. Alltaf gaman að koma þarna, takk æðislega fyrir grill, kökur og gott spjall
.
Vikan sem er að byrja verður róleg, er í skólanum á morgun og svo er bara að þvo þvott og fara í gegnum skúffur til að ath hvort ég geti ekki tekið einhver föt með á Hlyn. Jæja það verður örugglega ekkert skrifað meira fyrr en eftir Íslandsferðina okkar strákanna.
Þangað til næst og alltaf hafið það sem allra best dúllurnar mínar.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt 4.5.2009 kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2009 | 19:03
Til hamingju með...
Afmælið ég sjálf, ég er búin að eiga alveg æðislegan dag. Byrjaði reyndar á smá stressi þegar prentarinn fór að koma með einhverjar aukarenndur þegar ég var að prenta út prófið
og þá var nú heppilegt að eiga góða vini rétt hjá. Ég skaust til Ástu og fékk að prenta þar út og þá komst nú smá ró á aftur
. Ég var nefnilega ekki að meika þetta eftir að vera búin að sitja inni og skrifa þetta próf í tvo daga. Var svo stressuð því að ég ÆTLA að ná þessu núna
. Við fórum í skólann, ég losaði mig við prófið og ræddi Íslandsferðina við hópinn minn, allir voða spenntir
. Ásta kom svo með mér heim og fengum við okkur bjór út á verönd í 25 stiga hita
. Þar sátum við og spjölluðum þar til kominn var tími að ná í Kristófer í skólann.
Annars er búið að vera ótrúlega mikið að gera hjá okkur og hef ég ekki gefið mér tíma í neitt nema skólann, börnin og manninn. Ótrúlegt að þrátt fyrir að hafa haft mikið að gera hef ég ekkert að segja hérna, þar sem allt snýst um skólann og fjölskylduna þessa dagana. Ég læt þetta bara duga núna og skrifa meira þegar ég fæ meiri innblástur.
Knús og kossar
Bergþóra og co
21.4.2009 | 07:12
Húsbóndinn á heimilinu...
er orðinn árinu eldri í dag. Til hamingju með það ástin mín
. Strákarnir segja líka til hamingju með daginn elsku pabbi
.
Ætlunin hjá okkur strákunum er að dekra aðeins við kallinn okkar þegar hann kemur heim. Það á að grilla heilan kjúkling og hafa ferskt salat og timian kartöflur með. Svo er ég búin að reyna að baka mjúkan marengs (gekk ekki vel, hata að baka marengs.), en Vilborg mín, þetta verður þitt verkefni þegar þú kemur í heimsókn til mín að sína mér hvernig á að gera þetta, hehe. Kormákur er svo búinn að panta að fá að gera súkkulaðitertu handa pabba sínum þegar hann er búin í skólanum. Kristófer fær ekki að vera með þar sem hann gerði tertu á páskunum
. Svo yndislegir þessar elskur
.
Smá frá helginni. Á laugardaginn vorum við bara út í garði að vinna smá. Ég var að sá fræjum fyrir ferskt Timian, rosmarin, basilikum og svo er bara spennandi að sjá hvort þetta komi upp, nú ef ekki, þá kaupi ég þetta uppkomið og gefst upp á að reyna að sá fræjum.
Sunnudagurinn fór í útskrift hjá hjá Kormáki í kristinfræði hjá kirkjunni og þar fórum við öll vel upp klædd, ég í pilsi, jón í jakkafötum og strákarnir í flottum gallabuxum, skyrtu og bindi, allir aðrir mættu eins og þeir væru að koma úr fjósinu, bæði stelpur og strákar ógreidd osfr. Við fórum svo í fermingarveislu til Eydísar og fengum þar margar góðar veitingar og skemmtum okkur stórvel, takk fyrir daginn.
Jæja þá hef ég ekki meira í þetta skipti.
Knús og koss
Bergþóra og co
19.4.2009 | 07:11
Innilega til hamingju....
afmælið elsku mamma, amma, tengdó
. Vonandi færðu æðislegan dag
, svo dekrum ég, Kormákur og Kristófer við þig eftir tæplega 3 vikur, okkur hlakkar svo til að sjá ykkur
.
Endalaust af knúsi og kossum frá okkur í danaveldi.
Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur Helgi og Kristófer Ingi.
12.4.2009 | 12:00
Gleðilega páska.....
Jæja þá er það smá færsla, langt síðan síðast. Byrja á því að segja ykkur að við sitjum úti á verönd í 20 stiga hita og með bjór, bara nice.
Ég er búin að vera að vinna í verkefninu, sem er svo sem ekkert nýtt, en ég er búin að lesa smá til að geta haldið áfram eftir páska, eða jafnvel aðeins á morgun.
Þá er bara páska yfirlitið. Fimmtudaginn settu Jón Óskar og Kristófer sláttuvélina saman þannig að við gætum nú farið að slá grasið, sem er farið að vaxa mikið. Við skelltum okkur síðan á Fjón til Rúnu og co og eyddum þar deginum í góðu yfirlæti. Við kveiktum bál og þar fengu krakkarnir að grilla sykurpúða, snúbrauð (bolludeig sett á langa grein og bakað yfir opnum eldi) og pylsur. Við fullorðna fólkið fengum okkur bjór (ég bara einn þar sem ég keyrði heim aftur), grilluðum buff, svínakótelettur, pylsur og brauð, þannig að þið sjáið að við áttum ekki að fara svöng heim
. Takk fyrir okkur, gaman eins og alltaf að koma til ykkar
.
Föstudagurinn langi- Kristófer var búin að bíða spenntur síðan á miðvikudag að gera rjómatertu, en hann valdi alveg sjálfur hvað ætti að vera á henni. Hann valdi hindber og bláber og skreytti með kiwi. Við fórum svo út í garð að vinna, ég reytti arfa, Jón Óskar sló grasið í fyrsta skipti, og strákarnir hoppuðu og léku sér á trampólíninu
. Í kaffinu fórum við inn og smökkuðum á þessari ljúffengu rjómatertu sem Kristófer gerði, hún var nú rosalega góð
og Kristófer mikið montinn af því. Um kvöldið var svo gert gamaldags páskalamb (íslenskt) og horfðum svo á All star og Hellboy 2.
Laugardagur- gerðum nánast ekki neitt, nema að fara til Billund og kaupa bjór, annars vorum við bara heima og ég gerði kalkúnafyllinguna. Elísabet, Nicolai, Alexander og Oscar Emil komu svo í heimsókn. Strákarnir þrír voru rosalega duglegir að leika sér úti (og Nicolai mikið með þeim) á meðan lék ég mér aðeins með Ocar Emil, sem er nú algjör dúlla, bara yndislegur. Þegar búið var að borða spiluðum við smá Monopoly áður en þau lögðu af stað heim aftur
. Frábær dagur í góðum félagsskap, Takk fyrir komuna.
Sunnudagur- Byrjuðum daginn á léttum morgunmat og svo var páskaeggja leitin hafin. Strákarnir byrjuðu að leita að sínum og voru nú ekki lengi að finna þau, hmmm spurning að finna betri staði á næsta ári. Strákarnir og við öll vorum að sjálfsögðu himinlifandi með páskaegginn okkar. Mamma og pabbi höfðu sent okkur púka- og ástaregg, svo keyptum við Risa Kinderegg með risa óvæntum glaðning inn í. Kristófer er nú kominn langleiðina með sín egg, en Kormákur varla búin að snerta á sínum
. Eins og ég sagði fyrr þá sitjum við úti í garði í 20 stiga hita og Kristófer er í stuttbuxum, hlýrabol og með vettlinga, hehehe
.
Jæja ég er að hugsa um að hætta núna og ath hvort ég nái að lesa eitthvað. Setti inn nokkrar myndir líka.
Gleðilega páska og hafið það gott.
Knús og koss
Bergþóra og co
Það er ekki bannað að kvitta, hvorki í athsemdir eða gestabókina
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 20:17
Til hamingju Ísland....
því ég fæddist hér, ég er Guðmundur Helgi og.... nei nei nú er ég hætt þessu bulli. Skil ekki af hverju mér datt þetta lag í hug allt í einu.
Innilega til hamingju með afmælið elsku pabbi, afi, tengdó og bara allur pakkinn. Vonandi ertu búin að eiga frábæran dag með fjölskyldunni (svona þrátt fyrir að við vorum ekki).
Fullt fullt af knúsi og kossum.
Litla fjölskyldan i danaveldi.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
243 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar