1.4.2009 | 18:48
Eigum enginn lítil börn lengur:):(
Jæja þá er litla stóra barnið mitt hættur í leikskóla og kominn í undirbúningsdeild í skólanum. Þar byrjaði hann á mánudaginn og hann er svo montinn með sig, að það er alveg frábært
. Þarna á hann að vera mættur klukkan 8 á morgnanna, þannig að það er enginn miskunn lengur fyrir hann, núna verður hann bara að vakna og af stað í skólann, þó svo að mamma sé heima að læra (eða að liggja bara í leti)
. Honum finnst þetta svo skemmtilegt og finnst hann vera frjálsari núna. Hann sagði við mig fyrsta morguninn þegar við vorum að fara og þeir voru að ná í nestið sitt "jæja mamma, núna er ég kominn í skólann eins og Kormákur, og þá má ég líka fá djús með mér", hehe, ég gat að sjálfsögðu ekki neitað því og fékk hann því safa með sér
.
Kormáki gengur vel eins og alltaf í skólanum og er voða ánægður að Kristófer sé kominn yfir og passar vel upp á hann. Hann er voða montinn með það að þeir eru búnir að labba einu sinni bara tveir heim. Hann hringdi í mig svo aftur daginn eftir og sagði "mamma ég er að koma heim, á ég ekki bara að taka Kristófer með mér". Hehe algjör dúlla, gott að hafa svona stóran strák sem nennir að taka bróðir sinn með
, bara vonandi að það endist.
Eftir að Jón Óskar kom heim frá Íslandi var hann dreginn úr lestinni og í búðir til að kaupa afmælisgjöf handa strákunum. Við ákváðum að drífa í að kaupa gjöfina þar sem var ca 600 dkr í afslátt. Við keyptum trampólín handa þeim og verður það sett upp á föstudaginn
, og verður þá vonandi hoppað mikið í sumar, spennandi
.
Ég er að berjast í gegnum verkefni sem á að skila eftir páska, en ég nenni ekki að spá þetta þá, þannig að ég vonast til að vera búin á föstudaginn, þannig að ég geti átt almennilegt páskafrí án verkefnagerðar með strákunum. Svo verður endurtektarpróf í endaðan apríl (verður gaman hjá mér að eiða sennilega afmælisdeginum mínum í prófgerð).
Síðast en alls ekki síst langar mig að óska Rögnu og Kristni innilega til hamingju með nýja prinsinn hann Símon Mikael, sem fæddist í dag. Hlökkum svo til að sjá ykkur öll
.
Knús og koss
Bergþóra og co
28.3.2009 | 14:55
Jóhanna orðinn 35 ára....
Innilega til hamingju með daginn elsku systa. Eigðu góðan dag
. Væri alveg til í að vera hjá ykkur núna.
Jón Óskar er á Íslandi núna í jarðaför hjá afa sínum, því miður gátum við ekki öll farið, en við hugsum til allra heima. Ég reyni á meðan að hafa það notalegt með strákunum okkar. Í gær fórum við í bæinn og náðum okkur í Hellboy og Snowbuddies, mjög skemmtilegar myndir báðar, keyptum okkur nammi og tókum hamborgara með heim. Í dag erum við búin að vera bara heima fyrir utan það að við skiluðum spólunum og komum við í ísbúðinni og keyptum okkar stóran ís (enginn megrun þessa helgina). Núna á svo bara að vera heima og gera meira af því að gera ekki neitt
.
Eins og ég var búin að segja hérna áður skilaði ég prófi fyrir 2 vikum síðan og fékk ég að vita að ég féll á því og þarf því að taka það upp aftur. Ég hefði þurft meiri hjálp í sambandi við hvar ég átti að leita að hinu og þessu og vissi þar að auki ekkert hvað ég átti að gera. Ég valdi einhverja blaðagrein sem ég átti að skrifa um og fara inn undir lög og reglu og eitthvað blablabla. Ég ákvað að næst geri ég betur og fæ 12 hehe
, kannski ég hafi betur hugmynd um þá hvað er verið að biðja um. En við vorum nú 14 sem féllum og um 6 sem ekki skiluðu, þannig að ég var ekki sú eina
.
Jæja hef ekkert meira í bili.
Knús og koss
Bergþóra og co
24.3.2009 | 17:19
Afmæliskveðja
Innilega til hamingju með afmælið elsku Margrét. Vonandi ertu búin að eiga góðan dag
.
Knúsí knús
Bergþóra og co
23.3.2009 | 20:14
Djö... er ég dugleg:)
Þriðja skiptið mitt hérna inni í dag.
Kristófer Ingi missti sína fyrstu tönn áðan. Ég óskaði honum til hamingju, hann sagði að þetta væri vont og vissi ekki hvort hann átti að hlægja eða hvað hann ætti að gera. Við fórum fram á bað og skoluðum munninn, á leið inn aftur sagði hann svo "mamma, ég er bara næstum að fara að gráta út af þessu", "nú gráttu þá og ég sit hérna með þér og knúsa þig". Hann grét smá en fór svo ánægður að sofa
.
Munið að kvitta og gera eitthvað af viti hérna inni.
Knús og koss
23.3.2009 | 18:48
Afmæli:)
Elsku Vilborg Helga, innilega til hamingju með 9 ára afmælið. Vonandi er þetta búið að vera góður dagur.
Knús og kossar frá okkur öllum í Gadbjerg.
23.3.2009 | 16:34
hmmmm.........
Hvað segist annars?
Jæja allir dagar eru eins hérna hjá okkur. Ég er ekki ennþá búin að fá einkunn frá prófinu, en bíð spennt eftir því þar til í endann á vikunni. Á meðan ég bíð eftir útkomu úr þessu prófi er ég að undirbúa annað sem ég á að skila í vikunni eftir páska
.
Við höfðum nóg að gera um helgina og fannst mér hún bara búin áður en hún byrjaði. Á föstudaginn fengum við pakka að heiman (alltaf gaman), í honum voru lopapeysur á alla strákana, páskaegg, cheerios og pipp, hihi, takk æðislega fyrir þetta mamma og pabbi.
Laugardagur- vaknað klukkan 6:30, já ég er ekki að ljúga. Kormákur vaknaði við væl í kettinum og ákvað að vera svo góður að hleypa honum fram og að sjálfsögðu var ekki sofnað aftur. Jæja við fórum bara á fætur, fengum okkur morgunmat, strákarnir horfðu á barnaefni og ég tók aðeins til
. Eftir þetta fór ég að undirbúa kvöldmatinn, en við fengum Rúnu vinkonu, hennar fjölskyldu og foreldra hennar í mat til okkar
. Í boði var rækjukokteill í forrétt, lambalæri, grillsneiðar og pylsur í aðalrétt og svo litla súkkulaðisyndin í eftirrétt (börnin fengu að vísu lítið páskaegg og ís). Með þessu var drukkið Baron de'lay rauðvín, gos og svo kaffi, mmmm þetta var svo gott allt saman. Takk æðislega fyrir komuna þið, þetta var æði
. Við vorum nú svo heppin að við fengum blóm frá Rúnu og Mads, og frá Önnu og Gumma fengum við svona mini páskaliljur og fjólur, algjört æði, ég er byrjuð að hafa blóm, hehe
.
Sunnudagur: Keyrðum Kormák til vinar síns í Vejle og svo fórum við í Plantorama að finna stóran útipott fyrir páskaliljurnar. Það tókst svo við fórum heim að setja þær í pottinn og byrjuðum að fella tré fyrir nágrannan sem við máttum svo hirða í brenni (það er að segja trén, hehe). Satt að segja fannst mér við vera komin með nóg af brenni (fyrir næstu 2-3árin)þannig að ég bauð annarri að fá þetta ef hún vildi fella þetta, hún vildi það svo við erum laus.
Guð minn góður hvað við erum orðin róleg eitthvað, en fínt, ég elska þetta líf.
Við fengum slæmar fréttir á þriðjudaginn. Afi hans Jóns dó 96 ára gamall. Hann var jú búinn að lifa löngu og góðu lífi, en samt alltaf leiðinlegt og erfitt að segja bless við þá sem manni þykir vænt um
. Jón Óskar kemur því heim til að vera við jarðaförina, hann kemur á föstudag og verður fram á mánudag.
Knús og koss
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
242 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar