Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

AFMÆLISKVEÐJA:)

Elsku amma innilega til hamingju með 98 ára afmælið.

Innilegar saknaðarkveðjur

Jón Óskar, Bergþóra, Kormákur Helgi og Kristófer IngiWizard


Helgarskýrslan:)

Helgin fór nú öðruvísi en áætlað var, við ætluðum nú að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt með strákunum. Á föstudagskvöldið kemur Kormákur til mín og segir "mamma, mér finnst eins og ég sé heitur, ég er kannski að verða veikur", " já, já Kormákur minn" segjum við bara, þú ert búin að horfa of mikið á sjónvarp, komdu ég mæli þig samt" greyið barnið komið með 38.4 í hitaBlush. Hann er semsagt búin að eyða helginni í veikindi og er ennþá með 39,4 í hitaFrown. Kristófer er ekkert of ánægður með það, hann vill endilega fara eitthvað en í staðin erum við búin að horfa á Spiderman3, spila Buzz, Monopoly, hvem er hvem ofl. Þannig að við erum búin að hafa nóg að gera.

Í gær vorum við með nautasteik að borða, en strákarnir ekkert smá ánægðir með það að pabbi þeirra fór og keypti barnabox á McDonalds handa þeim, hann keypti sjeik handa þeim með og Kristófer sagði "hei hvað er þetta" "smakkaðu bara", "mamma, ég vildi ekki fá ís til að drekka með hamborgaranum, halló", hehehehe, það fór góðmennskan hjá okkur í þetta skiptið, hann var svo hneykslaður að ég vissi ekki hvert hann ætlaðiLoL.

Planið það sem eftir er af þessum degi er að spila Buzz, skibo, horfa á góða mynd ofl. Heyrumst síðar og hafið það sem allra bestSmile.

Knús og kossar

Bergþóra og co


Starfsnámið búið!

Mikið var ég ánægð þegar ég labbaði út af leikskólanum í dagSmile, ég ætla nú samt að fara með köku þangað í næstu viku og gefa þeimTounge. Þau gáfu mér kaffibolla sem þau voru búin að teikna sjálf á og búin að fylla hann af nammi, að sjálfsögðu fengu þau smakk af namminu og ekkert smá ánægð með þaðLoL. Núna á mánudaginn er það þá bara skólinn sem tekur við og heilmikil vinna.

Hvað er að, ég var að fatta að ég steingleymdi að skrifa inn eina afmæliskveðju, en betra er seint en aldrei segi ég(hún átti afmæli 11.janúar). ELSKU EYDÍS BIRNA INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 10 ÁRA AFMÆLIÐWizard. VONANDI ÁTTIR ÞÚ GÓÐAN DAG. 

Vikan er nú búin að vera svakalega róleg og hef ég lítið að segja (eiginlega bara ekki neitt meira). Læt ykkur vita hvernig helgin fór síðar.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Hæ!

Þá er síðasti leiðsagnarfundurinn búinn og gekk hann bara ágætlega. Það er eitthvað sem henni finnst ég þurfa að vinna með, en það er allt í lagi ég ætla ekki að vinna á svona leikskóla í framtíðinni, mér finnst taka of mikið á mig andlega að vinna með börnum sem eru bæði andlega og líkamlega fötluð, ég gæti alveg hugsað mér líkamlega fötluð en ekki andlega. Núna eru bara tveir dagar eftir og er ég mjög ánægð með það, þrátt fyrir að börnin eru æði er þetta er ekki fyrir migSmile. En ég fæ starfsnámið mitt samþykkt og fannst henni verkefnið mitt frábærtGrin.

Það verður nú spennandi að byrja í skólanum aftur og sjá hvernig þetta verður, hvort ég verði áfram í sama hóp eða hvað gerist. Ég er núna búin að komast að því hvernig prófið verður í sumar. Við drögum einn miða og á honum stendur nafn á einu fagi sem við höfum verið í, við skrifum svo skýrslu um hvað við viljum tala. Það verða 4 dómarar sem við tölum við í 20 mín, eftir því er dæmt hvort við náum árinu eða ekki. Svo er það bara ég að draga í faginu sem ég skildi ekkert íFrown.

Það er nú bara ekkert að frétta hjá okkur núna. Kormákur og Kristófer alltaf jafn ánægðir í skólanum og leikskólanum. Okkur hlakkar öllum voða til að koma heim um páskana og setti ég áminningu í símann hans KormáksGrin. Hann þarf jú að vita hvenær hann fær að hitta Ingimund og spila með honum í Playstation og leikaGrin. Þeir eru núna að safna sér fyrir ferða dvd spilara til að taka með sér. Þeir hjálpa okkur að ganga frá eftir matinn og eru duglegir að taka til í herberginu sínu. Svo fá þeir pening í páskagjöf frá okkur í stað páskaeggsGrin. Svo er bara að vona að þetta gangi vel og að þeir verði búnir að fá allavega annan fyrir páska, þannig að þeir geti tekið hann með í lestina og flugvélinaSmile.

Við töluðum við hana Jóhönnu mína og Steina um daginn og sendu þau okkur mynd af tilvonandi heimili okkar, ef einhver vill kíkja á það þá er slóðin hér, þetta er rosa flott.

http://www.campingdanmark.dk/pages/billedarkiv/vis_serie.asp?serieGuid=38340

Knús og kossar

Bergþóra og co


Helgin:)

Er búin að vera svo róleg að það er ekki fyndiðGrin. Við byrjuðum föstudaginn á því að fara í vinnu og náðum svo í strákana í leikskóla og skóla. Kormákur fékk vin sinn með heim og spiluðu þeir Star Wars Battlefront í þessa 2 tíma sem vinur hans var hjá honum. Á meðan spiluðum ég, Jón og Kristófer i Buzz (mér tókst ekki að vinna þrátt fyrir að Kormákur væri ekki með). Þegar vinur hans Kormáks var farinn fórum við að elda, það var píta með PÍTUSÓSU í matinn, ekki seinna að vænna þar sem var búið að borða svo mikið af sósunni, en aldrei að hafa pítu, sósan kláraðist semsagt núna, en þetta var rosa gottTounge. Eftir matinn var bara slappað af og horft á sjónvarpið.

Í gær laugardag fór Kormákur til vinar síns og á meðan vorum við hjónin að taka til og þrífa. Um kvöldið var horft á Hákarlabeitu sem Kristófer fékk í jólagjöf frá Steinunni, Georg, börnum og hundumSmile og borðað íslenskt nammi og popp, ekkert smá notóTounge.

Í dag var svo spilað smá Buzz og farið í heimsókn upp í Give. Þar fengum við kaffi og kökur og krakkarnir léku sér lengi. Takk fyrir okkurGrin.

Jæja ég hef nú verið að spá upp á síðkastið hvort ættingjar okkar séu ennþá á lífi. Mig vantar semsagt einhver komment á hvað ég er að skrifa þannig að ég nenni þessu(ekki móðgun á þig Valgerður mín, þú ert mjög dugleg). Amalía mín takk fyrir kveðjuna, Kristófer var mjög ánægðurLoL.

Kossar og knús

Bergþóra og co


HÆ!

Mig langar að byrja á því að óska honum Skúla Þór frænda innilega til hamingju með daginnWizard, loksins orðin fjórtán áraLoL.

Annars er það sem af er vikunnar búið að vera bara alveg ágætt. Ég er búin að vera í innkalli í skólanum, það er nú búin að vera svolítil sóun á tíma, hefði örugglega lært meira með því að vinnaErrm. Í gær var ég á fyrirlestri sem fjallaði um siðferði og móral. Mér fannst ég ekki þurfa 3 tíma fyrirlestur um það sem ætti að vera "heilbrigð skynsemi", og þar fyrir utan talaði hún um yfirborðið en fór ekkert dýpra í þetta, þvílík sóunWoundering. Svo fyrir utan þetta þá var ákveðið að vinna í hópnum mínum, og hvað varð úr því, EKKERTAngry. Þannig að ég ákvað að sóa ekki alveg þessum þremur dögum og kláraði verkefnið mitt í dag(held ég, vona ég).

Á mánudaginn hringdi ég í fyrirtækið sem leigir okkur íbúðina, vegna þess að í gær var 1 árs skoðun á íbúðinni. Ég hringdi til að fá ákveðinn tíma, en þetta er Danmörk og það virðist vera bara í lagi að láta fólk jafnvel taka sér frí frá vinnu heilan dag og bíða eftir að þeim þóknist að komaAngry. Ég vildi nefnilega ekki afhenda lyklana mína til einhvers sem ég ekki þekki, en hann sagði að þeir hefðu rétt á að koma inn, ég sagði "já þið megið koma þegar ég er heima, þetta eru mínir persónulegu munir hér inni og hér fær enginn að vera nema við séum heima". Ég lét hann síðan bara vita að ég yrði heima um 11:30 og þeir væru velkomnir þá (alltaf sama frekjan í mér), þá hætti hann að vera fúll og Þakkaði fyrirGrin. Það virðist nú vera eitthvað sem þarf að laga, en það kemur í ljós seinnaSmile.

Kormákur fór í fyrsta afmælið sitt hjá strák í bekknum hans, það var haldið í Legelandet, mjög skemmtilegur staður, mikið að gera og alveg rándýrt. Þetta er flottur staður að fara með strákana einhverja helgina og vera þar í nokkra tíma, það kostar nefnilega 300dkr fyrir okkur, það þarf að borga líka fyrir fullorðna sem sitja bara við borðin og horfa á börnin leika sérSmile, þetta er samt eins og 3-4 ævintýralönd í Kringlunni, þannig að þetta er stórt svæðiGrin.

Jæja þá er ég búin að setja inn nokkrar myndir frá des og fram yfir áramótWink.

Kossar og knús

Bergþóra og co

 


Helgarfærslan:)

Helgin hjá okkur er búin að vera róleg. Við kláruðum að fara með allt draslið á haugana eftir jólin, það er ekkert smá sem safnast af rusliErrm, við gátum ekki einu sinni tekið Kristófer með til að tæma bílinn, þannig að Jón þurfti að fara einn(hann hafði nú gott af því, hí, hí). Við skruppum til Horsens í gær á einhvern útsölumarkað, sem var að selja Sholl skó, garn ofl á 50% afslætti en það var ekki eitt einni krónu, ekki mikið varið í þaðSmile. Í dag fórum við svo upp í Give í heimsókn til Óla og Ástu, að sjálfsögðu var mikið kjaftað þar og stoppuðum við mikið lengur en við ætluðum, en alltaf gaman að koma þangaðSmile.

Við erum búin að vera að spila Buzz um helgina við strákana og mér gengur ekkert að vinna þettaTounge. Jón er nú búin að vera einu sinni í fyrsta sæti og var hann ekkert smá ánægður,"það er nú ekki hægt að Kormákur vinni alltaf", ég var að hjálpa Kristófer líka þannig að ég var í 3 sæti (ég ætla nú að vinna Jón einu sinni, það er alveg á hreinu)Grin.

Valgerður mín ég er búin að breyta könnuninni, þannig að nú getur þú merkt viðSmile. Frábært hjá ykkur að skella ykkur á þessa tónleika, hafa örugglega verið alveg frábærir. Þó að við sáum ykkur á skypinu, þá er það ekki það sama og sjá ykkur í eigin persónu (samt bjargar skypið miklu).

Jóhanna það eru allir að reyna að koma þessu púsli saman sem þið gáfuð Kormáki (en því miður þá vantar eitt púsl í hana), okkur Kormáki finnst þetta mjög erfitt (Kormákur samt betri en ég, þegar hann sest yfir þetta, hehe), Jón skilur aftur ekki á móti að þetta gangi svona hægt, því þegar hann sest yfir þetta þá skotgengur þettaGrin.

Jæja nú ætla ég að koma börnunum í rúmið. Munið að kvittaSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og co


2008:)

Nú þarf að venjast því að skrifa þetta. Það getur nú tekið sinn tíma fyrir sumaSmile.

Við áttum alveg frábært gamlárskvöld, við borðuðum Gæs og sprengdum fullt af flugeldum. Við fórum á göngutúr um hverfið og komumst að því að Danir sprengja ekkert minna heldur en ÍslendingarSmile. Annars var þetta bara rólegt kvöld, við horfðum nú á Íslenska áramótaskaupið í gegnum netið, og misstum því ekki af öllu (að vísu sáum við ekki restina af fjölskyldunni, enErrm). Eitt gullkorn frá Kristófer mínum. Kristófer teymdi mig inn í herbergið sitt rétt fyrir kl 12 og lagðist niður. "mamma mig vantar aðeins sæng, ég ætlað að leggja mig smá", "en Kristófer minn við erum að fara að sprengja meira rétt bráðum", "já ég veit, ég ætla aðeins að leggja mig, en þetta er búið að vera rosalega góður dagur", einn alveg búin á því, hann vaknaði ekki fyrr en 11:30 á nýjársdagGrin

Á nýjársdag var öllu tekið með ró og slappað vel af svona daginn áður en við keyrðum út á völl. Ég þurfti nú að vinna 2. jan, en það voru nú bara fjórir tímar. Það var svo brunað til Koben þegar ég var búin að vinnaSmile. Sú ferð gekk nú vel, en mig hlakkaði ekkert til að segja bless. Við röltum aðeins í bænum og fórum svo í Fields, þar náði Árni að kaupa sér fleiri myndir, þannig að hann var ánægður þegar þau fóru út á völlGrin. Ég komst samt að því að maður kemst í æfingu að segja bless, þó að það geti verið erfittBlush.

Ég er búin að vera heima veik í 2 daga núna (rosalega gaman), Jón fór í vinnu í gær en var sendur heim aftur kl 9, vegna skemmda á sporinu (hann er að vinna á lestarstöðinni í Arhus), það var bara sagt góða helgi. Hann er búin að vera rosalega duglegur hérna heima og taka niður allt jólaskrautiðSmile. Ég er búin að hjálpa aðeins, á milli þess sem ég lá upp í sófa og svaf. Ég er nú búin að vera að hressast í dag, þannig að þetta er ágætt. Við spiluðum Buzz við strákana og er stefnt á annan leik í kvöld (það er ekki hægt að láta Kormák alltaf vinna)Grin.

Jæja koss og knús, hafið það gott um helginaSmile.

Bergþóra og co

 


GLEÐILEGT ÁR

GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR GAMLA ÁRIÐWizard

KÆR KVEÐJA FRÁ BERGÞÓRU, JÓNI, KORMÁKI, KRISTÓFER, GUÐMUNDI, INGUNNI OG ÁRNA ÞÓRWizard


Árið næstum liðið:)

Við fórum í fyrradag í Kolding Store Center að kaupa meira handa Árna. Hann keypti sér tvennar gallabuxur, cd ofl. Við fórum svo á göngugötuna í gær og keyptum eitthvað meira. Við versluðum svo í matinn fyrir morgundaginn, það var nú ekkert auðvelt þar sem það var bara kjúklingur og hamborgarhryggur. Við fundum nú samt Gæs í einni búð, en gæsin var aðeins 5,6kg (þetta ætti nú að vera nógGrin). Á nýjársdag verðum við svo með innbakaða nautalundSmile.

Við fórum til Rúnu vinkonu í dag í kaffi, við fengum smákökur og heimabakaðar bollur, mmm algjört nammiTounge. Mamma hennar, pabbi, Óskar bróðir hennar og fjölskyldan hans komu líka. Það var rosalega gaman að hitta þau, þar sem ég hef nú ekki séð foreldra hennar í næstum 10 árGrin. Takk fyrir okkur Rúna við skemmtum okkur mjög velLoL.

Við vorum að borða SS pylsur og Myllu pylsubrauð, þetta var bara gottTounge.

Jæja nú á að liggja meira í leti og kjafta meira (erum búin að gera svo lítið að því síðustu daga)Wink. Það kemur áramótakveðja á morgun.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband