Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Afmæliskveðja:)

Ég vissi að ég var að gleyma einhverju í gær, ég er pínu skrítinn þessa daganaTounge.

Til hamingju með daginn EinarWizard! Vonandi áttuð þið góðan dag öll sömul.

Kossar og knús

Bergþóra og co.


Helgin að verða búin!

Ótrúlegt hvað frídagarnir eru alltaf fljótir að líða, en ein helgin að verða búinSmile. Á föstudaginn fórum við niður í bæ að kaupa jólagjafir og ég held að okkur hafi tekist að klára listannGrin. Við keyptum jólagjöfina frá mömmu, pabba og Árna Þór á föstudaginn og var ákveðið að taka hana strax í notkun, þannig að við keyrðum til Horsens á jólamarkað og jólagjöfin virkaði svona líka velGrin. Elsku mamma, pabbi og Árni takk æðislega fyrir okkur, þetta er alveg meiriháttar tæki, þið eruð frábærGrin. 1000 kossar og knúsKissing. Við eyddum svo föstudagskvöldinu í lærdóm, tiltekt og smá afslöppun.

Í gær kláruðum við loksins að setja upp allt jólaskraut, þrifum allt og gerðum voða jólalegt og fínt hjá okkur (fyrir utan jólatréð). Óli og Ásta lánuðu okkur lítið borðstofuborð þannig að það er bara flott stofan okkar núna, takk fyrir þaðSmile. Við fengum svo Rúnu, Mads og Emmu í mat til okkar í gær. Við borðuðum graflax,rækjur og íslenskt lambalæri, þetta var bara gottSmile. Við fengum okkur að sjálfsögðu rauðvín og jólabjór meðGrin. Við töluðum um allt og ekkert, alveg hrikalega kósý hjá okkur. Takk æðislega fyrir komuna, það var gaman að fá ykkur.

Í dag er svo planað að vera bara heima, læra og hafa það notó. Kormákur er með vin sinn í heimsókn, hann var ekkert smá ánægður þegar það var hringt í hann í morgun og hann spurður hvort hann vildi leikaGrin. Kristófer vill baka þannig að það er aldrei að vita hvað við gerumTounge. Ég get sagt ykkur það að ég baka aldrei svona snemma fyrir jólin aftur, það er allt að verða búiðErrm.

Maður á aldrei að vera feimin við að kvitta og gera athugasemdir við færslu, þetta bítur ekkiHalo.

Jæja knús og kossar

Bergþóra og co


Hæ!

Ég er búin að vera nánast ein í starfsnáminu núna í vikunni. Allir kennararnir á deildinni voru veikar, en að sjálfsögðu læt ég það ekki stoppa mig og stjórnaðist þá á deildinni. Í gær lét ég börnin gera jólakort og svo er bara að vona að þau verði notuðGrin.

Ég er svo heima með Kristófer í dag, hann er búin að vera með gubbupest (voða gaman). Kormákur er nú ekkert ánægður með það að Kristófer sé ALLTAF veikur en ekki HANNSmile, "mig langar bara að vera heima hjá bróður mínum og passa hann, mamma"Grin. Hversu mikil dúlla getur maður verið, en það versta er að þrátt fyrir það þá þarf hann að fara í skólannTounge. Ég ætla að nota tíman í dag og vinna upp það sem ég á eftir að setja inn í tölvuna og vinna að mati mínu á starfsnáminu. Þannig að þetta verður skemmtilegur dagur í dagSmile.

Ég verð nú að segja ykkur að ég er ekki ánægð með tollinn þarna heima. Ég sendi pakka heim á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan og hann átti að vera þar í síðistalagi 29. nóv. Við bíðum og bíðum en ekkert bólar á pakkanum. Á sunnudagskvöldið gátum við rakið pakkann og var hann þá búin að liggja hjá tollinum síðan mánud 26. nóv og þeir senda ekki bréf eða neitt um það. Pakkinn var síðan sendur í gær til mömmu og þeirra. Ég hélt bara að það væri ekki leyfilegt að halda svona án þess að láta vita. En sem betur fer er hann komin í leitirnar og Aðalheiður og Hlynur fengu afmælisgjafirnar sínarLoL.

Jæja elskurnar ég ætla að koma mér í gang. Skrifa meira seinna.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Myndir komnar inn!

Við vorum að klára að setja inn myndir, endilega að kíkjaSmile.

Við fundum strengina í dag, jei. Þeir voru á furðulegasta stað ever, en við fundum þá sem betur ferGrin.

Við erum búin að vera á fullu í dag líka að skreyta og gera fínt fyrir jólin, við erum samt ekki búin enn. Þetta verður klárað í vikunni, þannig að hægt sé að gera kókoskúlur og piparkökur næstu helgiTounge.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Jólin eru að koma:)

Jón fór á fund með kennaranum hans Kormáks í dag, til þess að vita eitthvað um nýja bekkinn. Það gekk mjög vel, nema hún hafði vilja að bíða í tvær vikurSmile. Það var ekki vegna þess að hann væri ekki tilbúin heldur var svo óvenjuleg kennsla, þar sem börnin voru að vinna að portofolio sem þau hafa verið með síðan í 1 bekk. Þannig að henni fannst eins og Kormáki leiddist stundum, hún var víst búin að segja þetta við hinn kennarann, en fyrst að hann var tilbúin átti hann að fara. Ég skil ekki alveg svona vinnubrögð, það á að taka tillit til þess hvað er best fyrir börnin og ef það þýðir að bíða í tvær vikur þá getur það ekki skipt svo mikli máliWoundering. Kormákur er að vísu miklu ánægðari í gæslunni núna og er með helling að strákum og stelpum að leika viðJoyful. Við erum nú bara ánægð með niðurstöðuna úr þessu því að hann er miklu glaðari núna þegar við náum í hannSmile

Ég fór í julefrokost í gær hjá leikskólanum, það var mjög gaman og góður matur. Við áttum allar að koma með pakka fyrir 10 dkr og svo var svona leikur þar sem við áttum að stela pakka hver frá annarri, sumar enduðu með 3 pakka, aðrar 1 og sumar engan, ÉG FÉKK ENGANCrying, en þetta var mjög skemmtilegtGrin.

Við erum búin að vera að setja upp jólaskraut hjá okkur og en sem komið er, erum við þau einu í blokkinni með jólaseríur í gluggum og hvað þá marglitaðarGrin. Við ætlum nú samt að bíða með jólatréð í einhverjar vikur, ekki eins og Daninn sem eru margir hverjir að kaupa jólatré núna. Við erum búin að taka herbergið hjá Kristófer í gegn og er það orðið jólalegt ásamt stofunniGrin. Kormáks herbergi verður svo tekið í gegn á morgun, hann er ekkert smá spenntur, við ætlum að kaupa piparkökuhús og hafa þarSmile. Ég var nú svo að vinna í því að leita að piparkökuuppskriftinni hennar Önnu en ég finn hana EKKIErrm. Elsku Anna ef þú lest þetta viltu þá vera svo góð að senda mér hana og kannski heimilisfang sem ég get sent þér jólakort áKissing. Við ætluðum að hengja á strengina hjá strákunum í dag, en hvað haldið þið? Við höfum örugglega gleymt þeim á Íslandi. Aaarrrggg hvernig er þetta hægtFrown. Við erum búin að leita í öllum kössum og úti í geymslu, vona bara að þetta sé vitleysa hjá mér og ég finni þá á morgun.

Við vorum að fá jólapakkana frá mömmu og pabba, fékk laufabrauð sent með sem ég sker út og steiki sjálfSmile. Það verður ekkert smá spennandi að gera þetta ein í fyrsta skipti. Mamma vertu bara viðbúin símtali, nei, nei ég hlýt að geta þettaTounge. Við fengum líka pakka sem við máttum opna núna, það var leikur handa Kormáki, mynd handa Kristófer, þeir fengu hljóðbók saman og svo fengum við jóladiskLoL. Takk æðislega fyrir okkurInLove, við bíðum spennt eftir ykkurGrin.

Jæja við erum að fara að horfa á Arthur og minimóanaSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og coSmile.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband