Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 14:36
Halló:)
Halló allir mínir fuglar!
Ég er búin að vera pínu upptekinn í skólanum. Var á fyrirlestri í gær og grúppuvinnu í dag og bekkjartíma. Þetta gekk nú allt furðuvel og skildi bara alveg stóran meirihluta. Það er nú aldrei mikið um skólann að segja, þetta gengur alltaf eins fyrir sig. Mér fannst nú samt svolítið sniðugt það sem kennarinn sagði í dag. Hann var að leiðbeina okkur hvernig væri best að skipuleggja grúppurnar okkar og áttum við að byrja á því að segja hvernig við vildum hafa þetta. Hann sagði að við ættum að skipuleggja okkur þannig að við myndum aldrei þurfa að vinna saman á kvöldin eða um helgar. Við ættum að vinna á vinnutíma en ekki á frítíma, Semsagt frá 8-9 á morgnanna til 15-16 á daginn, ef við þyrftum að gera einhverja einstaklingsvinnu þá gætum við gert hana þegar við viljum. Mér finnst þetta mjög gott, því að þá getur maður verið með fjölskyldunni á kvöldinn og um helgar án þess að vera með eitthvað hangandi yfir sér
.
Við erum að fara á bæjarhátíð í kvöld (ef það fer ekki að rigna aftur á okkur). Þar eru búðirnar með opið til 22:00 með svaka tilboð, það eru einhver skemmtiatriði og tónleikar. Þetta verður allavega svaka stuð ef veðrið verður gott.
Jæja ég skrifa næst þegar ég hef eitthvað að segja. Það fer allt í hversdagleikann á endanum og þá minnka nú frásagnirnar. Ég læt ykkur nú vita um leið og eitthvað skemmtilegt gerist eða bara ef eitthvað gerist. Nú er best að gera smá fínt þannig að ég þurfi ekki að gera það á morgun og fara svo í bæinn.
Kossar og knús
P.S munið að kvitta í gestabókina
29.8.2007 | 18:49
Fyrsti fyrirlesturinn búinn:)
Ég fór í fyrsta fyrirlesturinn minn á þriðjudaginn. Ég skildi nú bara allt alveg þokkalega. Við fengum svo spurningar sem við áttum að vinna bæði sjálf og svo með hópnum okkar. Ég hitti hópinn minn í morgun þar sem við vorum að ræða hvað okkur fannst um fyrirlesturinn. Ég get sagt ykkur það að út af því að ég var ekki sammála einni stelpunni,þá hélt ég að hún mundi éta mig lifandi . En ég komst í gegnum þetta þokkalega ósködduð ( að ég held)
. Það er annar fyrirlestur á morgun og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr honum.
Það er allt voða fínt hjá strákunum, nema Kormáki finnst best að vera á Íslandi þar sem hann getur talað sitt tungumál og leikið við Ingimund . Hann er nú samt voða ánægður í skólanum, og skilur allt sem er sagt við hann. Hann og Cristian sem hann kynntist í gæslunni eru eins og samlokur og hafa verið það frá fyrsta degi. Kennarinn þar sagði að þetta hafi verið eins og kubbar sem smullu bara svona vel saman. Kristófer virðist ekki vera með neinn ákveðinn vin heldur er hann bara með þeim sem hentar honum í hvert skipti
.
Ég gleymdi nú að segja ykkur frá kynningardeginum sem var í skólanum á föstudaginn. Þetta var svaka stuð og voru öll valföginn kynnt fyrir okkur. Við fórum að leira, elda á báli pönnukökur, snúrubrauð, súpu ofl. Við vorum send í leikfimi, söng og endurvinnslu. Endurvinnslan er með lítið hús þar sem er safnað allskonar drasli og svo er börnunum boðið að koma og þau mega búa til það sem þau vilja úr draslinu. Þetta var mjög skemmtilegt og ég set nú inn myndir frá því seinna.
Annars er ekkert annað núna. Heyri í ykkur seinna
Kossar og knús
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.9.2007 kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 14:53
Loksins komnar myndir
Núna eru loksins komnar inn myndir, njótið vel.
Það er búin að vera frekar róleg helgi hjá litlu fjölskyldunni. Á föstudag fórum við á miðaldarhátíð í Horsens. Við erum 20 mín að keyra þangað, þannig að við ákváðum að skella okkur. Riddarnir voru ekkert smá flottir. Hestarnir klæddir upp á og voða flottir. Þarna voru ýmis skemmiatriði og uppákomur. Við sáum burtreiðar og það fannst nú strákunum spennandi. Við skemmtum okkur alveg konunglega. Á laugardaginn fórum við á rúntinn niður í bæ og náðum okkur í tvær myndir á videoleigunni. Þegar við komum heim elduðum við góðan mat og fengum okkur rauðvín með. Síðan var horft á dvd og fengið smá nammi og popp. Í dag sunnudag er svo ekkert búið að gera að ráði. Við settum inn myndir, bökuðum pönnukökur og höfðum það bara rólegt. Ég er svo í fríi úr skólanum á morgun og þá ætla ég að lesa fyrir skólann og njóta dagsins með Kristófer, en hann ætlar að fá að vera í fríi. Annars held ég að þetta sé allt núna.
Kossar og knús
Bergþóra og co
23.8.2007 | 18:57
Ýmislegt
Jæja þá eru nokkrir dagar búnir í skólanum og hefur þetta nú gengið misvel. Sumt er vel skilið og annað ekki . Ég er yfirleitt mjög ánægð með bekkinn minn en auðvitað er alltaf einhver sem er leiðinlegur, ég hef sem betur fer bara fundið eina svoleiðis í bekknum
. Okkur er svo skipt í grúppur og það eru sex í hverri, við vinnum svo saman í allan vetur í verkefnum og annað. Þetta er frábær grúppa sem ég er í og við náum vel saman
. Á morgun er svo einskonar busun, en ég segi ykkur nánar frá henni síðar, það verður örugglega mjög gaman
.
Kormákur er ennþá mjög ánægður í skólanum. Hann er búin að eignast nokkra vini, vinum hans finnst nú voða spennandi að tala ensku við hann og honum finnst það nú ekki leiðinlegt. Kormákur er líka búin að fá eina vinnubók sem hann má nú bara gera í þegar honum langar. En að sjálfsögðu setur mamma hans markmið með það, þannig að hún verði nú einhverntíma búin.
Kristófer gengur bara vel á leikskólanum og er hann farinn að segja nokkur dönsk orð. Hann segir nú samt við okkur að hann skilji ekki dönsku, svo koma nokkur orð þegar ég næ í hann án þess að hann fatti það. Í dag þegar ég náði í hann var hann að skoða köngulló með einum kennaranum, hann hleypur til mín og segir ,,mamma, mamma sjáðu edderkop,,. Mér finnst þetta alltaf skemmtilegt þegar það kemur svona, því að þá veit ég að honum líður vel þarna og hann reynir að tala við fólkið.
Okkur finnst nú öllum erfitt þegar við þurfum að vakna klukkan 4:30 og keyra húsbóndan á heimilinu til vinnu svo við getum haft bílinn. þetta eru nú 4 tímar á dag. Við keyrum hann bara ef ég þarf að mæta klukkan 8 annars get ég tekið lestina( sem betur fer er það bara einn dagur í næstu viku). Ég fór með lestinni á þriðjudaginn í skólann, fékk svo far til baka að leikskólanum. Ég skrái Kristófer út kl:13:45, förum svo með strætó að ná í Kormák. Þegar allt ferðalagið okkar er búið og við komum heim var kl:16:45. Við vorum bara þreytt og lentum í þrumum og grenjandi rigningu á leiðinni heim. Þannig að þegar heim var komið (þrátt fyrir hitan úti) fengum við okkur heitt kakó með sykurpúðum og höfðum það gott .
Jæja elskurnar ég er farinn að geispa alveg svakalega. Ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn einhverjar myndir um helgina. Þannig að ég segi ykkur frá helginni síðar líka
.
Góða nótt
Kossarog knús
Bergþóra og co
20.8.2007 | 20:37
Skólinn byrjaður
Fyrsti skóladagurinn gekk nú alveg ágætlega. Ég var nú samt smá stressuð, eiginlega alveg hrikalega stressuð. Ég gat varla borðað morgunmat . En þegar ég var kominn og við vorum aðeins byrjuð gekk nú bara fínt og stressið fór
. Ég fékk samt ekki tölvuna í dag, hún var víst einhversstaðar á leiðinni. Við fáum nýjustu týpuna frá HP, það er víst svaka flott tölva. Dagurinn okkar byrjaði á því að við vöknuðum kl 4:30 og keyrðum Jón í vinnuna. Stráka greyinn mín voru teknir á náttfötunum og með sæng út í bíl, þannig að þeir sváfu nú á mestalla leiðina. Svo þegar við komum heim voru þeir klæddir og fengu morgunmat og allt gert klárt fyrir skóla og leikskóla. Jæja í fyrst skipti var hann Kristófer minn ekki ánægður að fara á leikskólann, hann grét bara þegar ég skildi hann eftir, mamma hans átti nú mjög erfitt að skilja hann svona eftir
. En þetta lagaðist að sjálfsögðu fljótlega. Ég kom svo að ná í hann um 15 og þá var hann nýbúinn að spyrja einn kennarann "hvor er min mamma", mér fanst það frábært hjá honum
. Kormákur byrjaði svo í gæslunni í dag og kynntist þar einum dönskum strák sem var að sýna honum allt í gæslunni, svo var þarna íslensk stelpa sem heitir Klara, hún hjálpaði til ef það voru einhverjir tjáningarörðuleikar. Þegar ég kem svo að ná í hann þá var hann svo ánægður og ljómaði allur og dagurinn var bara frábær
. Við fórum svo í Give í kaffi áður en við náðum í Jón aftur í vinnuna. En svona var nú dagurinn hjá okkur.
Helgin var nú bara nokkuð góð. Við fórum til Rúnu og Mads, en þau búa á Fjóni. Þar var okkur boðið í mat og stóru strákarnir fengu sér aðeins í glas( kannski aðeins meira en smá). En þetta var bara frábær dagur og þökkum við kærlega fyrir okkur . Sunnudeginum var eytt heima fyrir og bökuðum ég og Kristófer pizzasnúða og pylsuhorn. Aðeins að breyta til fyrir nestið, það er alltaf bara brauð og álegg. Það varð að setja smá tilbreytingu í þetta.
Jæja elskurnar mínar það er komið framyfir svefntíma hjá mér. Góða nótt og dreymi ykkur vel .
Knús og kossar
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.8.2007 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 18:52
Það var skóli í dag
Góðan og blessaðan daginn allir!
Það gekk aðeins betur með skólann hjá Kormáki í dag( hann fór allavega). Hann mætti í skólann klukkan 10 og var til 13. Okkur líst rosalega vel á kennarann hans, Kormákur knúsaði hana strax honum leist svo vel á hana. Kormákur er kallaður Helgi í skólanum því öllum finnst svo erfitt að segja Kormákur. Kormákur var voðalega ánægður þegar hann kom heim og sagðist hafa eignast tvo nýja vini
. Ég veit ekkert hvaðan þeir eru en annar er dökkur og hinn er ljós. Við áttum nú von á því að þessir þrír yrðu vinir, við tókum eftir því strax að þeir náðu vel saman
. Þannig að honum hlakkar bara til að fara aftur á mánudag. Mér finnst nú samt svolítið sniðugt að í skólanum fá þau tannbursta sem er merktur þeim og þau bursta tennurnar eftir matinn
. Ég get sagt ykkur það að dagurinn byrjaði ekki vel
. Ég var búin að segja ykkur frá konunni hjá bænum sem sér um skólamálinn hér í Vejle. Hún átti allavega að sjá um það að allt væri í lagi, að Það kæmi skólabíll, að hann fengi gæslu og allan pakkan. Jæja við áttum von á bílnum 9:30 og viti menn það kom enginn bíll, ekki frekar en á miðvikudaginn. Við hringjum í hana og hún var voða hissa að bíllinn væri ekki kominn. En sem betur fer var Jón í fríi og við sögðumst ætla að keyra hann í dag, en hún ætlaði að passa upp á það að honum yrði keyrt heim eftir skóla. Ég var á nálinni um Það hvort að hann kæmi heim með bílnum eða ekki, en hann kom og ekkert vesen. Kennarinn hans Kormáks benti okkur að fara upp á skrifstofuna í skólanum og tala við konu þar út af bílnum og einhvern annan út af gæslunni. Við fengum bílinn á hreint og gæsluna. Þessi álka hjá bænum sagði að hann gæti nú ekki byrjað á mánudag í gæslunni, en hann byrjar þar á mánudag og var það ekkert mál. Hún sagði nú líka að það væri ekkert ákveðið hvenar hann átti að byrja í skólanum, en þau biðu eftir Kormáki og einu öðru barni á miðvikudaginn þegar við héldum að hann átti að mæta og þau komu hvorugt. Það virðist ekkert ganga hérna nema við göngum á eftir því.
Jæja en annars er dagurinn bara búinn að vera góður. Við fórum upp í Give til Óla og Ástu og bögguðum þau í smátíma þegar Kristófer var búin á leikskólanum, það var nú bara gaman eins og alltaf. þegar við komum heim grilluðum við hamborgara og fengum okkur rauðvín, í desert var svo nammi og disneystund.
Ég hef nú svolítið gaman að því að Kristófer er farinn að reyna að syngja dönsku löginn sem er verið að syngja á leikskólanum. Þetta eru sömu löginn og við kunnum á íslensku en nú er verið að læra þau á dönsku. Ég varð að byðja um einhverja texta svo ég gæti sungið með honum. Ég fékk Hjulerne på bussen drejer rundt. Bjørnen sover. Sommerfuglen. Jeg er en lille rød ballon. Við sungum þetta nú oft í söngstund á Geislabaugi en mér finnst þetta aðeins erfiðara svona, en þetta kemur.
Jæja við heyrumst eftir helgi.
Knús og kossar
Bergþóra og co
15.8.2007 | 09:46
Minn er reiður
Jæja ég get sagt ykkur það að ég er frekar reið núna. Ég og Kormákur biðum í morgun eftir bílnum sem átti að ná í okkur klukkan 10:00 og hvað haldið þið, það kemur enginn bíll. Ég hringi í kellinguna hjá kommunen og hún segir, nei nei það var ekkert ákveðið að hann skildi byrja í dag. Nei nei hún sagði bara að það kæmi bíll og næði í okkur klukkan 10 því þá byrjaði önnur lotan, ég átti að vera með honum í klukkutíma og fara svo heim. Núna þarf hún að ath hvort hann geti byrjað fyrir mánudag. Ég er svo reið að það síður á mér . Svona fór nú fyrsti skóladagurinn hans Kormáks, eða dagurinn sem við héldum að yrði fyrsti dagurinn hans.
Dagarnir hafa nú annars verið bara frekar rólegir. Við bökuðum súkkulaðibitakökurnar í gær sem áttu að bakast þegar Árni var hjá okkur en svona er nú framtakssemin mikil.
Jón er búin að vera í vinnunni núna síðan á mánudag og honum líkar bara vel. Þetta er að vísu mikil keyrsla eða 2 tímar á dag.
Jæja ég er tóm núna. Ég ætla að fara að taka til og gera fínt hjá okkur, áður en við náum í Kristófer.
Bæ Bæ
Kossar og knús
Bergþóra og co
12.8.2007 | 19:34
Fórum á rúntinn
Við ætluðum að eyða deginum heima að mestu leiti í leti, en ekki fer allt eins og ætlað er. Jæja við fórum á ævintýrarúnt í dag. Við fórum til að leita að vinnunni hans Jóns sem var nú eins gott að við gerðum. Það var nú búið að skoða leiðina vel á krak.dk en það var nú meiri vitleysan með allskonar krókaleiðum. Heimleiðin gekk svona rosalega vel og tókum við veg sem við þekktum og er einhverjum km styttri en hin leiðin og hann liggur beina leið. Allavega..... á leiðinni uppeftir lentum við einhverja vitleysu og Kristófer varð bílveikur og þurfti nokkur skyndistopp á leiðinni, á endanum varð svo Kormákur bílveikur þá var stoppað við fyrstu opna búð keypt vatn og skellt bílveikistöflu í drengina fyrir leiðina heim. Hún er með smá róandi í líka og virkar það svona rosavel á þá að þeir sofnuðu báðir á heimleið. Þessi ferð sem átti að taka svona tvo og hálfan tíma tók okkur næstum 4 tíma. Eftir þetta ævintýri var farið í Bilka að versla og gerð góð kaup á afmælishátíð þar. Svo fórum við heim og erum búin að vera í afslöppun síðan
. Á morgun verður nú svolítið skrítið þar sem ég og Kormákur verðum bara tvö heima meiripartinn af deginum.
Ég gleymdi að segja ykkur að í skólanum fæ ég fartölvu með myndavél og headsetti til að nota á meðan ég er í skólanum. Heppin ég!!!!
Jæja best að koma börnunum í rúmið. Heyrumst seinna og hafið það sem allra best.
Kossar og knús
Bergþóra og co
11.8.2007 | 20:08
Allt í gangi
Okkur langar að byrja á því að óska honum Steina okkar innilega til hamingju með daginn. Vonandi eigið þið öll góðan dag og skemmtið ykkur vel í partýinu í kvöld. Vildum að við gætum verið með ykkur (við erum allavega að drekka bjór og hugsa til ykkar)
.
Til að koma öllu á hreint með vinnuna hjá Jóni. Hann fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir M.J. Erikson, þetta er fyrirtæki sem hann var að vinna hjá þegar við bjuggum hérna síðast. Hann fer á 50 tonna beltavél sem er núna staðsett í Herning sem er um klst fjarlægð frá Vejle.
Jæja og haldið þið bara hvað, stóra stelpan sem ætlaði ekki að fara í skóla núna, er að fara í skóla. Skólinn byrjar með kynningarviku 20.ágúst og svo byrjar skólimm sjálfur vikuna eftir. Ég sá semsagt auglýst laus pláss og ákvað að tala við einn sem er skólastjóri eða yfirkennari yfir pædagog. Við fórum upp í skóla í gær og var tekinn inn á staðnum og látinn fylla út umsókn og allan pakkan bara. Ég er nú með svolítinn sting í maganum yfir því hvernig tekst að púsla öllu saman upp á strákana og skólann(til að mæta á réttum tíma). Þetta hefst að sjálfsögðu allt það þarf bara að finna réttu leiðina. Ég er bara ótrúlega montinn að hafa komist inn núna strax. Ég fer svo strax í 3. mánaða starfsnám í viku 45 er ekki alveg viss hvenar það er en það er vika 33 eða 34 núna. Danir telja allt í vikum í stað dagsetninga eins og við.
Í gær fórum við til Þýskalands í gær og versluðum smá föt á strákan sem vantaði fyrir skólann. Það gerðum við í C&A og er þetta bara alveg mjög ódýrt, fékk gallabuxur fyrir 1800 kallinn. Eftir þetta fórum við í Fleegaard sem er verslun með mjög ódýrum bjór og rauðvíni þar á meðal. Að sjálfsögðu voru keyptir nokkrir kassar af bjór, rauðvín í lítravís, gos og nammi. Þetta eru birgðir sem ættu að duga okkur í ja einhvern dágóðan tíma.
Í dag fórum við svo í Legoland og skemmtum okkur konunglega. Á morgun á svo að fara á rúntinn og finna hvar Jón á að mæta á mánudagsmorgun. Annars verður þetta afslöppunardagur heima við, svona áður en allir fara á fullt.
Knús og kossar
Bergþóra og co
9.8.2007 | 16:12
Viðtalið búið
Við fórum í viðtal í dag hjá kommunen út af Kormáki. Okkur líst nú bara vel á þennan móttökubekk sem hann á að fara í. Hann verður sóttur heim að dyrum og keyrður heim líka srax eftir skóla. En ef við viljum hafa hann í gæslunni þá verðum við að ná í hann sjálf, nema hann fari í hana í hverfisskólanum. Við getum svo ákveðið sjálf hvort hann haldi áfram í Kirkebakkeskolen eða fari í hverfisskólan þar sem eru um 55% innflytjendur og margir virðast ekki vera neitt of ánægðir með hann. Það eru líka margir krakkar úr hverfinu sem fara í Kirkebakkeskolen frekar en hverfisskólann. Ætli hann endi ekki bara í Kirkebakkeskolen alveg. Það kemur betur í ljós síðar. Á morgun fer ég svo upp í Jelling að tala við einn aðalkallin þar og þá veit ég hvort ég eigi séns á að komast inn núna eða ekki
.
Við fengum vinnuna hans Jóns alveg á hreint í gær og byrjar hann á mánudaginn. Hann þarf sennilega að leggja af stað í vinnu klukkan 5:30 til að vera mættur tímanlega. En við fáum að vita betur með staðsetningu á morgun.
Heyrumst síðar.
Munið að kvitta í gestabókina eða skrifa athugasemdir.
Kossar og knús
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar