Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
7.8.2007 | 17:52
Leikskóli byrjaður
Núna er Kristófer búin að vera á leikskólanum í 2 daga og líkar bara vel. Hann sagði nú reyndar að honum líkaði betur á Geislabaugi af því að þær skilja hann þar , þetta getur nú verið svolítið erfitt þegar maður þarf virkilega að hafa fyrir því að tala
. Þau fóru á ströndina í dag og voru þar í 4 tíma að leika í sandinum og sulla. Hann var svo glaður en þreyttur þegar hann kom til baka. Við biðum eftir honum því mömmu hans finnst of mikið að hann sé allan daginn svona fyrst
.
En og aftur þurftum við að fara á kommununa í dag með pappíra sem þau segjast ekki hafa fengið, en við komum með fyrir 3 vikum síðan. Ég lét þær nú vita af því að ég væri svolítið pirruð á þessu, þannig að konan ætlar að drífa þetta í gegn núna. Við sjáum svo bara til.
Á morgun förum við svo að ná í bílinn sem við keyptum á sunnudaginn. En við keyptum Ford focus 99árg keyrðan 182þús. Hann lítur alveg rosalega vel út og það sést ekki á lakkinu. Við erum ekkert smá ánægð að fá bíl við erum orðin svolítið þreytt á þessu mikla labbi.
Jæja ég er hætt í bili skrifa meira á fimmtudag.
Kossar og knús
4.8.2007 | 18:29
Allir farnir
Mamma og pabbi eru búin að vera hjá okkur síðan á mánudaginn. Þau komust nú ekki til okkar fyrr en um 18 eftir um 5 tíma ferðalag frá Köben, það var slys á Vejlebrúnni og því mikil umferðatöf. Það var því ákveðið að fara að borða á Jensen's Böfhus í stað þess að elda heima, enda þau öll orðinn þreytt eftir ferðalagið. það er nú búið að slappa mest af í þessari viku en mikið labb. Við fórum að versla aðeins á þriðjudaginn, föt á Árna, gardínur fyrir gluggana, þeim fanst nú ómögulegt að við gætum ekki gengið um á naríum hérna heima og þetta er nú alveg rosalega notalegt að vera kominn með gardínur. Á miðvikudaginn fórum við í Bon Bon Land og skemmtum okkur konunglega þar, nema í einum rússibana sem snérist svo hratt að meira að segja ég hélt að ég mundi kasta upp( tók bílveikistöflu til að jafna mig), eftir þennan var ég búin með minn skammt af tækjum
. Við vorum svo kominn heim um miðnætti og allir búnir á því. Fimmtudeginum var svo eitt í rólegheitunum og kíkt á göngugötuna í Vejle. Í gær fórum við svo snemma til Köben, Jón og Kristófer fóru með lest og við hin keyrðum yfir og stóðum við mamma okkur með prýði í að keyra yfir og skila bílnum og allt það
. Við fórum svo á strikið, skoðuðum höllina ofl. Þetta var mjög notalegur dagur en samt fanst mér mjög erfitt að hugsa til þess að ég þyrfti að kveðja þau eftir nokkra tíma
. Það tókst samt ágætlega og litla fjölskyldan fór svo heim með lestinni. Elsku mamma og pabbi takk fyrir okkur. Við erum svo bara búin að vera heima í mest allan dag.
Við sáum auglýst laus pláss í skólanum sem mig langar í og er ég jafnvel að spá í reyna að komast inn núna, kanski er bara best að hella sér í þetta. Læt ykkur vita betur með framgang mála þar seinna
.
Munið gestabókina. Það er svo gaman að sjá hvað þið skrifið. Tengdó var nú bara hissa að ég skildi ekkert vera búin að skrifa þessas viku sorry. Alveg rétt, Vilborg við erum ekki að fatta þessa gátu sem þú sendir okkur
Kossar og knús frá okkur öllum í danaveldi
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar