Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
6.9.2007 | 19:55
Kominn í helgarfrí!
Það er nú bara lúxus að vera í skóla í Danaveldi. Í þessari viku er ég búin að vera í fríi í 2 daga og lítið í skólanum þessa 3 daga. Að vísu er svolítill lestur fyrir hvern fyrirlestur en það hefst þar sem er ekki mikið um að vera fyrir utan þá. Ég hitti grúbbuna mína eftir hvern lestur fyrir sig, við gerum einhverjar æfingar og skrifum skýrslu, en það er ekki mikið mál þegar við vinnum 6 saman. Á morgun þarf ég samt að fara í skólann og skila inn umsókn fyrir starfsnámið, ég er að reyna að komast að rétt hjá leikskólanum hans Kristófers. Annars nóg um skólann.
Það gengur allt mjög vel hjá strákunum og Kormákur er byrjaður að tala við kennarann sinn á dönsku. Ennnnnnnnn hann talar ennþá ensku við krakkana (GÓÐUR). þeir bræður voru nú samt aðeins að reyna að tala saman dönsku í bílnum þegar við vorum að ná í Jón
. Mér fannst það bara fyndið.
Annars er lítið búið að ske þessa viku nema að það er ennþá verið að vesenast með leikskólagjöldin, húsaleigubætur og auka barnabætur. Það gengur allt frekar rólega hér í Danmörku. Mér finnst alveg furðulegt að húsaleigubæturnar sem við áttum að fá núna 3. sept koma ekki inn þrátt fyrir að við vorum búin að fá tilkynningu um það. Jæja við verðum bara rík næstu mánaðarmót þegar við fáum allt í einu
.
Ég átti að skila kveðju til Ísland frá Ástu og Óla.
Kossar og knús
Bergþóra og co
p.s Kormákur spurði í dag hvað væru margir mánuðir þar til páskarnir kæmu. Við sögðum honum að jólinn kæmu nú fyrst. Já já mig hlakkar líka til þeirra. Kristófer sagði á leiðinni heim frá leikskólanum ,, ó,ó ég gleymdi að vaska hendurnar"
. Þeir eru bara dúllur
.
2.9.2007 | 19:36
Frábær helgi:)
Litla fjölskyldan er nú búin að eiga alveg frábæra helgi. Á föstudaginn kíktum við í bæinn á Vejle byfest. Þar voru lokaútsölur og allar búðir með opið til 22:00. Það voru fullt af sölubásum úti (líka með öli) og var hægt að gera mjög góð kaup. Við nýttum okkur nú ekkert þar sem okkur vanhagar ekki um neitt. Það voru ýmis skemmtiatriði á göngugötunni sem var mjög gaman að fylgjast með. Indjánarnir létu sig ekki vanta. Þeir eru allstaðar þar sem eitthvað er um að vera og reyna að selja diskana sína. Það gengur nú alveg bara mjög vel hjá þeim. Strákarnir elska að hlusta á þá og vilja helst ekki fara, það er dansað með og allar græjur
. Í gær fórum við svo í Legoland þar sem er alltaf jafngaman. Við fórum að sjálfsögðu í fullt af tækjum og fórum svo heim þega byrjaði að rigna 5 tímum seinna
. Þegar heim var komið var eldað og svo haft rólegt og kósý kvöld heima. Í dag var svo ákveðið að láta Ástu og Óla hafa svolítið fyrir okkur. Við fórum og fengum nýbakaða skúffuköku og gersnúða, nammi,namm, takk fyrir okkur
.
Ég var að reyna að tala við Jóhönnu áðan bæði í gegnum msn og skype, en þetta var nú meira vesenið. Við vorum að tala í gegnum tölvurnar og reyna að hafa webcameruna í gangi. Stundum heyrðum við og sáum ekkert, svo heurðum við og sáum, svo sáum við en heyrðum ekkert og svo eftir svona næstum 1 tíma gáfumst við upp. Núna sit ég og skrifa hér og bíð eftir að hún hringi bara í mig.
Jæja elskurnar takk fyrir að vera dugleg að kvitta. Keep up the goodwork.
Ég segi ykkur meira seinna, en sennilega ekki fyrr en á fimmtudag.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar