Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Helgin liðin og....

Jón er ekki ánægður, hann greyið er sá eini sem er ekki kominn í fríFrown.

Jæja ég og strákarnir erum komin í sumarfríGrin. Við fórum á föstudaginn í morgunkaffið hjá Kormáki og var það bara notalegt, og strákarnir hlupu um allt ásamt öðrum krökkum þarnaGrin. Kennaranum var gefin pakki, því að hún var að fara á eftirlaun og krakkarnir bjuggu til risakort með mynd af þeim öllum, hún var voða ánægð með þettaSmile. Ég fór með Kristófer á leikskólann og svo var stefnan tekin heim. Þar beið mín skemmtilegt verkefni, en það var að taka aðeins til í skápum og pakka niður litlum fötum og henda ónýtumWink. Ég náði nú samt ekki að klára alla skápa, en það verður gert í vikunni, ásamt því að læra aðeinsSmile.

Við spiluðum Hættuspilið á föstudagskvöldið, Jón Óskar var tapsár, Kormáki gekk ágætlega, en ég VANNNNNNNNN, heheheheheLoL.

Í gær fórum við í Legoland, vorum nú reyndar ekki mjög lengi, en gaman var það. Kormákur að sjálfsögðu brjálaður í rússíbönum alveg sama hvað þeir heita eða hvernig þeir faraGrin. Kristófer er aftur á móti meira fyrir rólegri tækin, en við tókum hann samt með okkur í vatnsrússíbanann og drekinn er nú alltaf vinsæll (lítill rússíbani)Grin. Ég ætla svo að kíkja með strákana á þriðjudag eða miðvikudag aftur og þá verða sundfötin tekin með og sullað pínu (eða kannski bara helling)Tounge.

Í gærkvöldi var horft á mynd, borðað nammi og popp, svaka kósyTounge.

Sunnudagur: Farið var í hjólatúr niður í bæ. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í brekkunum (kemur allt með kalda vatninu), þannig að flest allt gekk mjög vel fyrir sig. Þeir voru nú ekki alveg ánægðir með að þurfa að hjóla í miðri umferð, en það gekkSmile (og mamma bara lítið taugaveikluðCrying). Keyptur var ís handa litlu og stóra stráknum, en mamma lét sér duga cafelatteWink.

Jæja ég er hætt í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co


Þá er prófið loksins búið:)

Ég er svo til nýkomin út úr prófinu. Ég fékk 4 á skalanum hérna, en það er gefið 12, 10, 7, 4, 2, 0, -3, þannig að 4 er ca 6 eða 7 er ekki alveg viss, allavega ef maður fær 2 þá nær maður, þannig að 2 eru þá ca5. Ég var nú ekki alveg ánægð með þetta, en ég var bara svo stressuð og átti erfitt með að koma skilningi mínum yfir á dönskuCrying. Mér fannst rosalega erfitt að sitja fyrir framan tvo kennara, tala og tala og láta þá svo spyrja mig, en það var þar sem ég klikkaðiSick.

Jæja nóg um þetta bévitans próf, það er búið núna og á morgun kl:14 er ég komin í sumarfrí til 1.ágúst. Það sem af er vikunnar hef ég mest verið að læra og reyna að hugsa um strákana mína þrjáGrin. Strákarnir eru búnir að bíða spenntir eftir að við förum í Legoland, þannig að ef það er gott veður þá vitið þið hvar við verðum um helginaTounge.

Á föstudaginn förum við Kristófer í morgunkaffi hjá bekknum hans Kormáks, en það er orðin hefð fyrir því í bekknum svona síðasta skóladaginn fyrir frí, gaman að þvíGrin.

Æi vitið þið það að ég er bara tóm í dag, ég skrifa meira seinna.

Knús og koss

Bergþóra

 

 


Meira afmæli:)

Jæja þá erum við hjónin búin að vera gift í 6 ár í dag, til hamingju við með þaðWizard. Við ætlum að reyna að eiga góðan dag, þrátt fyrir smá lærdóm hjá mérSmile.

Ekki má nú gleyma honum Óla, hann er nú orðin einu árinu eldri í dag líkaWizard. Til hamingju með daginn ÓliSmile.

Annars er helgin búin að fara eins og ég gerði ráð fyrir. Á föstudaginn var ég upp í skóla frá 8-13:30, kom þá heim, verslaði, biðum í 40 mín fyrir utan Bilka vegna þess að bíllinn vildi ekki í gang, svo hókus pókus og bíllinn fór í gangW00t. Startarinn er víst bilaður þar, þannig að Jón verður að fara á morgunn og fá nýjan startara. Jæja þegar við loksins komum heim var ákveðið að borða á makkanum. Svo sat ég fyrir framan tölvuna til kl 24:30 að læraSmile.

Í gær þá vöknuðum við í rólegheitunum og mín hélt að sjálfsögðu áfram að vinna fyrir framan tölvuna fram eftir kvöldi. En núna er líka prófið mitt að mestu tilbúið, þannig að ég þarf bara að lesa yfir það í dag og búa til power point sem ég tek með mér í prófiðGrin. Ég kvíði nú samt fyrir því að þurfa að tala um þetta, en það er ágætt að ég get haft punkta með mér, ef mér finnst ég vera að gleyma einhverjuGrin.

Jæja knús og koss

Bergþóra og co

 


AFMÆLI!

Daði er 32 ára í dag, til hamingju með daginn elsku Daði og hafðu það gottWizard. Alexander á nú líka 6ára afmæli í dag, hafðu það gott Alexander í dag og láttu mömmu þína stjana við þig, heheWizard.

Annars er lítið að frétta héðan núna. Ég er bara í prófskrekk og fer samt ekki í prófið fyrr en eftir 6 daga, eða miðvikudaginn 25. júní kl 9:30Sick. Í dag dreg ég fagið sem ég kem upp í og þá vonandi róast maður aðeins, það er jú alltaf betra að vita í hverju maður er að fara í prófSmile. Þannig að planið um helgina er að læra og læra meira og svo kannski að læra pínu meira. Jón Óskar greyið verður einstæður faðir mest alla helgina, þar sem ég á að skila prófinu mínu á mánudagsmorguninn. Ég fer svo á miðvikudeginum í munnlegt próf hjá kennaranum mínum og einum utan að komandiBlush.

Jæja elskurnar ekki reikna með fleiri fréttum fyrr en á miðvikudaginn, efast um að ég hafi tíma fyrrSmile.

knús og koss

Bergþóra, einstæði faðirinn og börnTounge.


Fyrsta útilegan:)

Við fórum í fyrstu útileguna okkar hérna í Danmörku um helginaGrin. Íslendingafélagið var með sína árlegu 17. júní hátíð og ákváðum við að skella okkurSmile. Við fórum þegar ég var búin í skólanum að versla, náðum í strákana, fórum heim og tókum okkur til og renndum svo að stað. Við fengum einstaka skúri þarna á föstudaginn, en ekkert að ráði. Það byrjaði að sjálfsögðu þegar við vorum ný sest niður að borða kvöldmat, þannig að borðinu var kippt inn í tjald og klárað að borða þar. Við drukkum smá bjór og rauðvín og ég fór að syngja (ásamt fleirum), rosalega gamanWhistling. Kormákur greyið var svo þreyttur, að þegar við héldum að hann væri að leika með hinum krökkunum, þá laumaðist hann inn í tjald og fór að sofaSleeping. Mér fannst nú smá skrítið að ég var ekki búin að sjá hann í smá tíma, þurfti aðeins inn í tjald og ætlaði svo að leita að honum. Þegar inn í tjald var komið sáum við skóna hans þar og finnum hann á kafi ofan í svefnpokanum í öllum fötunum (kl var um 21:40). Að sjálfsögðu þurfti ég endilega að láta hann koma út og pissa og fara í náttföt. Ég lánaði honum svo símann minn, þannig að hann þyrfti ekki að fara út úr tjaldinu ef honum vantaði eitthvað. Hvað hafði ég svo upp úr því, ekkert því að hann breytti öllu í símanum mínumErrm, ég fattaði ekki einu sinni þegar það var hringt í mig því að það var allt annar tónn. En hann sniðugur, fann sér eitthvað að gera því að ég reif hann út og að sjálfsögðu gat hann ekki sofnað strax afturCool. Kristófer var aftur á móti í fullu fjöri fram eftir með okkurSmile.

Á laugardaginn var ennþá skúrir og heldur meiri en á föstudaginn. Við fengum þó gott veður á meðan við fórum í smá skrúðgöngu og lékum okkur við krakkana í ýmsum leikjum. Þetta var eiginlega skemmtilegasti parturinn af útilegunniGrin. Þegar við fórum að borða íslensk lambalæri fór að rigna aftur, en það var stórt partýtjald þannig að þetta slapp. Við gátum keypt þarna hjá þeim íslenskt nammi (ég varð að fá mér lakkrísdraum), egils malt og appelsín, mmm við Kristófer fengum okkur malt með matnumGrin. Báðir strákarnir voru í fullu fjöri eitthvað frameftir, grilluðu sykurpúða reyndu að galdra servéttu í burtu, horfðum á varðeld ofl. Ég fór svo inn í tjald með strákana þar sem Kormákur var orðinn þreyttur aftur, spjölluðum aðeins og fórum svo að sofa. Jón var svo hress að hann kom ekki inn í tjald fyrr en einhver tíma  seintGrin.

Það rigndi svo í alla nótt og allan morgun, allt rennandi blautt þannig að við skildum tjaldið okkar eftir og náum í það þegar allt er orðið þurrtGrin. Þetta svæði var í einkaeigu og útilegan búin að vera þarna í 9 ár þannig að við treystum því alveg, og það voru nokkrir fleiri sem gerðu þetta líkaSmile. Eigandinn á svæðinu er orðin svo stór hluti af þessu líka og hlakkar þeim hjónum alltaf til að fá félagið þarna afturGrin.

Núna sitjum við svo heima þvoum þvott, bloggum, eldum, sofum og horfum á sjónvarp.

Knús og koss

Bergþóra og co


Þá er sprautan búin:)

Kristófer fékk sprautu í dag sem tilheyrði 5 ára skoðuninni og var hann ekki að kippa sér mikið upp við þetta. Þegar við komum svo í leikskólann lét hann samt vita að því að læknirinn hafi stungið hann í rassinn. Þá segir vinkona hans, "hann stakk mig í höndina, og ég fór að gráta, mér fannst þetta vont", "ég fór sko ekki að gráta, mér fannst þetta bara smá vont"Grin. Við áttum svo að bíða í 15 mín frammi til að ath hvort það kæmu einhverjar aukaverkanir, en ekkert komWink.

Það var svo foreldra viðtal í dag út af honumGrin. Það var talað rosalega vel um hann, hann er hress, skemmtilegur, úrræðagóður, hugmyndaríkur, góður í fínhreyfingum, sem sagt allt voða jákvættLoL. Samt var nú eitt sem kom mér ekki mikið á óvart (og sennilega ekki þeim sem þekkja hann), hann á víst erfitt með að þurfa að sitja lengi kyrr og standa í röðW00t. Skilur ekki að allt þurfi að taka svona langan tíma. En þrátt fyrir þetta þá heyrir hann allt sem er lesið og getur alveg sagt frá því afturTounge.

Ég er eins og einhverjir vita er ég á fullu að undirbúa mig fyrir prófið og gengur það nú bara ágætlegaWink. Það er nú líka ýmislegt annað sem situr á hakanum og verður tekið á því síðar. Ég gleymdi nú td að ég átti að fara með bílinn minn í smur á þriðjudaginn og fattaði það í morgun, þannig að ég fékk ekki tíma fyrr en á mánudag kl 7:30Blush.

Jæja þetta var nú bara smá færsla núna. KVITTA,það er ekki bannaðFrown.

Knús og koss

Bergþóra og co


Senn líður að prófi:(

En helgin var samt fín, takk fyrir að spyrja!

Á föstudaginn fór Kormákur í afmæli og svo fékk hann að sofa hjá vini sínum. Við fórum þá með Kristófer upp í Give, þar sem hann og Charlotta fengu að synda í sundlauginni og skemmtu sér konunglega, á meðan fullorðna fólkið lá í sólbaðiSmile. Við tókum með okkur mat og grilluðum við svo saman, mér fannst þetta nú rosalega notalegt, þar til að það átti að plata mig í pictionary eða öllu heldur átti að leika en ekki teikna. Þeir sem þekkja mig vel vita að mér er meinilla við að leika og lét þau ekki plata mig í þaðFrown.  Samt var ég beitt mikilli félagslegri pressu og ég lét nú manninn minn bara vita það að mér þætti hann nú frekar leiðinlegur að láta svona við mig og ég gæti nú alveg farið bara heimBlush. En ég tók að mér að vera tímavörður og hjálpaði Eydísi og Ástu að giska. Óli er nú ekki sáttur að við vorum nálægt því að vinna og vill hann meina að ég notfærði mér að vera tímavörður, annars hefðum við verið langt á eftir, en við erum bara svona duglegar(þegar ég þarf ekki að leika)Grin. Takk fyrir daginn, hann var mjög skemmtilegur þrátt fyrir að reyna að sitja á mig félagslega pressuWink.

Á laugardaginn byrjaði ég á því að gefa manninum mínum verkjatöflur, þannig að hann hefði heilsu að koma með mér upp í Arhus, þar sem ég eyddi smá pening í sumarföt á strákana, nýjan yddara, og möppu fyrir mig til að sitja prófið mitt íGrin. Við buðum svo strákunum upp á Mc Donalds og var pabbi þeirra ekki óánægður með það, þar sem heilsan hjá honum var ekki svo góð, eftir mikla útþynningu á gosi og bjór á föstudagskvöldiðSmile. Þegar heim var komið grilluðum við lambafile (New Zeeland) og pylsur, mmm rosalega gottSmile.

Í gær fór Kormákur aftur í afmæli og við hin skelltum okkur á ströndina og fórum aðeins í heitan sjóinn, gerðum sandkastala og lágum svo í leti líka. Jón náði svo í Kormák og að sjálfsögðu prófaði hann sjóinn líkaSmile. Þegar heim var komið fórum við út í vatnsblöðruslag og vatnsblöðruslag. Kristófer var svo þreyttur eftir þennan dag að hann lokaði sig inn í herbergi og fór að sofa (við héldum að hann væri að horfa á sjónvarpið)Wink.

Ég fór með Kristófer í 5 ára skoðun í dag. Hann er 114 cm og 23,8 kg. Hjúkkunni finnst hann of þungur miðað við hæð. Ég er nú ekki sammála, hann borðar sama mat og við, grænmeti, kjöt og allt og er með nammidag einu sinni í viku og hreyfir sig helling, hmmm hversu mikið á maður að hlusta hanaErrm? 

Jæja ég er að fara heim, ná í Kormák og Jón og við ætlum svo að hjóla og ná í KristóferGrin.

Muna að KVITTA, argAngry, minn er að verða reiðurAngry.

Knús og koss

Bergþóra og co


Afmæli:)

Hann Guðmundur Árni Þór Guðmundsson á 14 ára afmæli í dagWizard. Til hamingju með afmælið elsku Árni Þór, njóttu dagsinsGrin. Við hlökkum til að fá þig til okkar í sumarGrin.

1000 kossar og knús

Þín elskulega systir Bergþóra, hennar frábæri maður Jón Óskar og stórkostlegu frændur þínir Kormákur Helgi og Kristófer IngiKissing.


MYNDIR:)

ERU KOMNAR INN. VÁ HVAÐ ÉG ER DUGLEG, HIHIHIHIHI. (reyndar ekki búin að skrifa við þærWink).

Það eru bara rúmlega 2 vikur fram að prófi (25.júní)BlushSick.

Knús, knús og meira knús

Bergþóra


vikufærsla

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í skólanum núna (aldrei þessu vantGrin). Við vorum með verkefni sem fjallaði um frásagnir. Við fórum á leikskólan hans Kristófers og lásum ævintýrið um Eldfærin fyrir þau. Við skiptum krökkunum í þrjá hópa og Kristófer var í fyrsta hópnum. Þegar við vorum búin að lesa 2bls þegar hann segir "er de ikke næsten færdig" (er þetta ekki að verða búið), en því miður fyrir hann þá áttum við 5 bls eftirGrin. Annars gekk þetta rosalega vel þarna og svo lögðum við fram í dag, það sem við gerðum og hvernig var. Ég skrifaði svo skýrslu sem ég átti að afhenda fyrir morgundaginn og gekk það vel, það verður spennandi að heyra hvað kennarinn segirGrin.

Á þriðjudaginn fórum við á ströndina með bekknum hans Kormáks, þar var grillað, drukkinn smá bjór, synt í sjónum (Kormákur), veiddir krabbar ofl. Svaka fjör á liðinu og alveg frábært veðurGrin. það var líka karmellu og vatnsdagur hjá Kormáki í skólanum, því að það var síðasti dagur hjá níundu bekkingum. 9.bekkur mátti gera hvað sem þeir vildu við krakkana og fengu þau því smá bað í raksápu oflGrin.

Í gær var ég að læra til kl 18 og fór svo í bæin með strákunum, það var svona Vejle by night og voru þá búðirnar opnar til kl. 22, ýmis skemmtiatriði ofl. Áður en við fórum niður í bæ spyr Kristófer hvort að við séum að fara á víkingastað "ha", "æi, svona víkingastað, þar sem maður á að sitja kjurr og ekki hafa hátt", ég komst að því að hann var að tala um veitingastað. Við fórum semsagt út að borða á Jensens og voru strákarnir eins og englar, þetta var alveg yndislegur tími sem ég átti með þeim aleinLoL. Við keyptum svo gjöf í tilefni af feðra deginum sem er í dag hér í Danmörku. Við keyptum vínhitamælir, tappahaldara og bakka undir flöskunaGrin. Þegar við komum heim tókum við öllu bara rólega og biðum eftir að Jón Óskar kæmi heim úr vinnunni, hann birtist svo loksins kl 22:30Errm. Hann ákvað að vinna lengur í gær, því að þá var hann kominn í 4 daga helgarfrí, heppin hannTounge.

Í tilefni dagsins fór Jón Óskar með strákunum að ná í nýja (gamla) bílinn á meðan ég var í skólanum. Ég náði að vísu að taka til hérna heima líka áður en þeir komu heimTounge. Við elduðum svo góðan mat og núna sitjum við með kaffi, grand marnier og koníakLoL.

Er að sitja inn myndirGrin.

Mig vantar svo líka svona einstaka kvittanir frá ykkurWink.

Knús og kossar

Bergþóra og co

Ps. Jóhanna, legoland lokar 26. októberSmile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband