Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
1.6.2008 | 19:52
Brjálað að gera:)
Fyrst langar okkur að óska Steinunni innilega til hamingju með daginn, vonandi hefur þú átt góðan dag
.
Það er í raun búið að vera brjálað að gera hjá okkur í vikunni, í sambandi við skóla, vinnu og afmæli. Kormákur fór í afmæli á afmælisdaginn sinn hjá Cecilie sem er með honum í bekk, hún á afmæli þennan dag líka
. Á föstudaginn héldum við svo upp á afmælið hans í Legelandet, en það er staður sem er 3000fm, með fullt af hoppuköstulum, spilakössum, þythokkí ofl
. Þarna vorum við í 4 klst og voru þeir ekki tilbúnir að fara heim eftir það. Við gátum sjálf tekið með okkur veitingar og buðum við upp á kjúklingaspjót, snakk, nammi og flottustu afmælisköku sem strákarnir í bekknum höfðu séð
, "det er den sejeste kage vi har set" sögðu þeir allir. Það var svo farið snemma í háttinn þar sem við vorum með annað afmæli í gær
. Við buðum Óla, Ástu og co, Rúnu, Mads og co og Rögnu, Kristni og co
. Þetta var rosalega notalegur dagur og að sjálfsögðu gerði ég alltof mikið af kökum
, en það vita að sjálfsögðu allir sem þekkja mig eitthvað, þannig að ég sendi liðið bara heim með nesti
. Kristinn og Mads komust ekki í afmælið, þannig að þeir höfðu gott af því að fá eitthvað af kökunum og þá sátum við ekki uppi með afganga sem við höfðum ekki gott af
. Strákarnir voru hæstánægðir með allt sem þeir fengu og Kormákur mjög ánægður með það að hann getur farið á morgun og keypt sér leik í nýju Nintendo Ds tölvuna sína
. Við höfðum sulldag fyrir börnin, þar sem það var um 30 stiga hiti og voru mikil læti í þeim, bara gaman
. Rúna og Emma borðuðu svo með okkur kjúkling (Beer in the butt) áður en þær fóru heim, sem okkur fannst gaman þar sem er langt þar til við getum hitt þær aftur
. Strákunum langaði svo að við horfðum á mynd saman og ég vildi þá sjá Alvin og íkornana, þar sem ég hafði ekki séð hana, jæja þeir sofnuðu semsagt allir og ég horfði á hana ein
.
Í dag fórum við upp í Give og þar sulluðu strákarnir meira með Charlottu í nýju sundlauginni þeirra og við steiktum okkur í yfir 30 stiga hita. Takk fyrir okkur, bara notalegt
.
Jæja núna er ég að fara á fullt við að undirbúa mig undir fyrsta árs prófið, sem mér kvíðir svo hryllilega fyrir. Það er 25. júní og tekur ekki nema 30 mín, en það er munnlegt. Við eigum að skrifa skýrslu og framleggja fyrir kennarann okkar það sem við viljum ræða um, en það er bara vonandi að ég fari ekki yfir um af stressi
.
Knús og koss
Bergþóra og co
skrifa meira þegar ég má vera að:):):):) en reyni að setja inn myndir fljótlega.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar