Brjálað að gera:)

Elsku Valgerður og Halldór innilega til hamingju með 1 árs brúðkaupsafmæliðKissing, þetta er ekkert smá fljótt að líða, mér finnst ég vera nýbúin í brúðkaupinu ykkar. 1000 kossar og knús.

Jæja það er nú ágætlega mikið búið að gerast hjá okkur síðustu daga, byrjum á fimmtudeginum: Ég og strákarnir vorum heima að taka til, versla, þrífa bílinn, púsla ofl á meðan við biðum eftir Kristínu, Kalla og co. Þau eru með hús i Holdbæk (bær ekkert svo langt frá Köben) og kíktu til okkar. Við þurftum nú að fara út og finna þau, þar sem þetta fína Garmin leiðsögutæki sendi þau bara einhverja vitleysu (það gerir nú TomTom ekki)heheheGrin. Jæja Kristín hringir og segir jæja núna erum við vilt, ég var ekki alveg 100% viss um hvar þau væru  þannig að ég segi strákunum að við verðum að fara út og leita að þeim. Ég hef nú bara aldrei séð strákana svona fljóta út í bíl "Kormákur drífðu þig, Þau eru tínd, við verðum að finna þau", sagði Kristófer, en ég fann þau nú fljótlega. Jæja við komumst nú heim og fórum í það að elda kjúkling í kóki (algjört nammi). Að sjálfsögðu kjöftuðum við svo bara fram eftir kvöldi.

Föstudagur- Við röltum bara niður í bæ, kíktum í búðir, og fengum okkur ís. Ég og Kristín tókum þátt í einhverri könnun um áleggsumbúðir og fengu allir fría drykki á meðan þau biðu eftir okkurGrin, við fengum svo að eiga spægipylsu, Kormáki fannst það nú ekki leiðinlegtSmile. Það var að sjálfsögðu grillað í góða veðrinu, fengum okkur bjór og rauðvín og svitnuðum eins og svín í þessum 30 stiga hita sem var úti, úfffff, bara heitt. Krakkarnir spiluðu Hættuspilið og Monopoly, horfðu á mynd, borðuðu nammi og snakk, svakalega góð saman öll og skemmtu sér velGrin.

Laugardagur- Vöknuðum í róleg heitunum, Kristófer fyrstur og skildi ekkert í þessum svefn á liðinu "mamma getum við ekki bara vakið þau", hehe. Kristófer var alveg yfir sig hrifinn af Maríu og vildi bara vera hjá henni (stundum var hún nú svolítið þreytt greyið, en hann var mjög duglegur að hlusta á hana), honum fannst nú ekki leiðinlegt heldur að Kalli slóst við hann, ég hélt að barnið myndi míga á sig úr hlátriLoL. Eftir slagsmál, morgunmat og nestistiltekt var haldið í Löveparken. En við fundum nú samt út að heita vantið var farið,hmmmm og kom það ekki á aftur fyrr en um hádegi á sunnudag. Þar eyddum við deginum í bongó blíðu, skoðuðum dýrin, lékum okkur og skemmtum okkur konunglega. Kristófer sagði þarna nokkrum sinnum "þarna var ég með leikskólanum mínum" eða "þegar ég var hérna með leikskólanum mínum þá...." og svo heyrðist "mamma, það er nú gaman að hafa svona gesti"Tounge. Eftir að við komum heim fóru einhverjir í kalda sturtu og guð minn góður hvað hún var köld, ég saup hveljurCrying.

Sunnudagur- Vöknuðum snemma og fengum okkur morgunmat. Kristín og co þurftu að vera komin til Köben upp úr hádegi til að ná í foreldra Kalla, en þau ætla að vera með þeim í viku. Kristófer slóst nú einu sinni en við Kalla og Kormákur slóst í hópinn, svaka fjör. Þá var bara litla fjölskyldan eftir í kotinu. Við fórum ekki út fyrir hússins dyr allan daginn, ég og Kormákur vorum á náttfötunum allan daginn, en Jón og Kristófer fóru nú í föt. Jón horfði á formúluna, ég og strákarnir horfðum á mynd og svo var bara sofið ef við vorum þreytt osfrvGrin. Við spiluðum nú monopoly svona til að gera eitthvað annað en að vera í leti, Kormákur vann og fannst það nú ekki leiðinlegt, mér til mikillar armæðu þar sem ég var nú búin að lýsa því yfir að ég ætlaði að mala þá allaLoL.

Mánudagur- vaknað seint, farið í sund, versla og heim, ekkert annaðGrin. Þrumur og eldingar úti og rigningErrm.

Jæja nenni ekki meira núna.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


Sumarfrí

Ingimundur töffariCool, bara búinn að læra að hjóla, alveg frábært hjá þér, það er svo miklu skemmtilegra að hjóla án hjálparadekkjaGrin. Passaðu þig að gera ekki alveg út af við rassinn á mömmu þinni,heheheLoL. En rassinn venst því að hjóla, trúðu mér Jóhanna,hihihiSmile.

Ég er búin að vera í fríi í tvo daga með strákunum. Í gær fórum við í hjólatúr niður á leikskóla, þar sem ég ákvað að gefa þeim útiföt sem voru orðin frekar léleg (svona aukaföt). Við komum svo við í Netto til þess að kaupa kjötbollur, Kristófer pantaði nefnilega kjötbollur með hrísgrjónum og karrýsósu. Þá sagði pabbi hans "já, segðu mömmu að það sé upplagt í hádegismat", hehe, gott hjá honum, þar sem hann er nú ALLS EKKI hrifinn af karrýTounge.

Við neyddumst svo til að fara á rúntinn upp í Give, þar sem nágrannakona Óla og Ástu hélt að það væri búið að brjótast inn (þau eru í Búlgaríu, en ég með lykil.), en sem betur fer var það ekki svo.

Eftir að heim var komið fórum við í annan stuttan hjólatúr, ég get sagt ykkur það að ég var ekki vinsæl mammaGrin. En þetta hafðist allt saman og slöppuðum við svo bara af þegar við komum heim.

Í morgunn byrjaði ég á því að taka til (er að taka alla skápa í gegn), á meðan strákarnir voru að púsla og málaGrin. Kíktum aðeins í bæinn og svo er bara að klára eldhúsið, púffWoundering. Við erum nefnilega að fara í Legoland aftur á morgun, mikil tilhlökkun hér á bæWink. Ég aftur á móti skil ekki alveg að börn fái ekki leið á þessu, en þeim finnst þetta gaman og þá er ég til í að vera þarna á hverjum degiGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


Helgin liðin og....

Jón er ekki ánægður, hann greyið er sá eini sem er ekki kominn í fríFrown.

Jæja ég og strákarnir erum komin í sumarfríGrin. Við fórum á föstudaginn í morgunkaffið hjá Kormáki og var það bara notalegt, og strákarnir hlupu um allt ásamt öðrum krökkum þarnaGrin. Kennaranum var gefin pakki, því að hún var að fara á eftirlaun og krakkarnir bjuggu til risakort með mynd af þeim öllum, hún var voða ánægð með þettaSmile. Ég fór með Kristófer á leikskólann og svo var stefnan tekin heim. Þar beið mín skemmtilegt verkefni, en það var að taka aðeins til í skápum og pakka niður litlum fötum og henda ónýtumWink. Ég náði nú samt ekki að klára alla skápa, en það verður gert í vikunni, ásamt því að læra aðeinsSmile.

Við spiluðum Hættuspilið á föstudagskvöldið, Jón Óskar var tapsár, Kormáki gekk ágætlega, en ég VANNNNNNNNN, heheheheheLoL.

Í gær fórum við í Legoland, vorum nú reyndar ekki mjög lengi, en gaman var það. Kormákur að sjálfsögðu brjálaður í rússíbönum alveg sama hvað þeir heita eða hvernig þeir faraGrin. Kristófer er aftur á móti meira fyrir rólegri tækin, en við tókum hann samt með okkur í vatnsrússíbanann og drekinn er nú alltaf vinsæll (lítill rússíbani)Grin. Ég ætla svo að kíkja með strákana á þriðjudag eða miðvikudag aftur og þá verða sundfötin tekin með og sullað pínu (eða kannski bara helling)Tounge.

Í gærkvöldi var horft á mynd, borðað nammi og popp, svaka kósyTounge.

Sunnudagur: Farið var í hjólatúr niður í bæ. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í brekkunum (kemur allt með kalda vatninu), þannig að flest allt gekk mjög vel fyrir sig. Þeir voru nú ekki alveg ánægðir með að þurfa að hjóla í miðri umferð, en það gekkSmile (og mamma bara lítið taugaveikluðCrying). Keyptur var ís handa litlu og stóra stráknum, en mamma lét sér duga cafelatteWink.

Jæja ég er hætt í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co


Þá er prófið loksins búið:)

Ég er svo til nýkomin út úr prófinu. Ég fékk 4 á skalanum hérna, en það er gefið 12, 10, 7, 4, 2, 0, -3, þannig að 4 er ca 6 eða 7 er ekki alveg viss, allavega ef maður fær 2 þá nær maður, þannig að 2 eru þá ca5. Ég var nú ekki alveg ánægð með þetta, en ég var bara svo stressuð og átti erfitt með að koma skilningi mínum yfir á dönskuCrying. Mér fannst rosalega erfitt að sitja fyrir framan tvo kennara, tala og tala og láta þá svo spyrja mig, en það var þar sem ég klikkaðiSick.

Jæja nóg um þetta bévitans próf, það er búið núna og á morgun kl:14 er ég komin í sumarfrí til 1.ágúst. Það sem af er vikunnar hef ég mest verið að læra og reyna að hugsa um strákana mína þrjáGrin. Strákarnir eru búnir að bíða spenntir eftir að við förum í Legoland, þannig að ef það er gott veður þá vitið þið hvar við verðum um helginaTounge.

Á föstudaginn förum við Kristófer í morgunkaffi hjá bekknum hans Kormáks, en það er orðin hefð fyrir því í bekknum svona síðasta skóladaginn fyrir frí, gaman að þvíGrin.

Æi vitið þið það að ég er bara tóm í dag, ég skrifa meira seinna.

Knús og koss

Bergþóra

 

 


Meira afmæli:)

Jæja þá erum við hjónin búin að vera gift í 6 ár í dag, til hamingju við með þaðWizard. Við ætlum að reyna að eiga góðan dag, þrátt fyrir smá lærdóm hjá mérSmile.

Ekki má nú gleyma honum Óla, hann er nú orðin einu árinu eldri í dag líkaWizard. Til hamingju með daginn ÓliSmile.

Annars er helgin búin að fara eins og ég gerði ráð fyrir. Á föstudaginn var ég upp í skóla frá 8-13:30, kom þá heim, verslaði, biðum í 40 mín fyrir utan Bilka vegna þess að bíllinn vildi ekki í gang, svo hókus pókus og bíllinn fór í gangW00t. Startarinn er víst bilaður þar, þannig að Jón verður að fara á morgunn og fá nýjan startara. Jæja þegar við loksins komum heim var ákveðið að borða á makkanum. Svo sat ég fyrir framan tölvuna til kl 24:30 að læraSmile.

Í gær þá vöknuðum við í rólegheitunum og mín hélt að sjálfsögðu áfram að vinna fyrir framan tölvuna fram eftir kvöldi. En núna er líka prófið mitt að mestu tilbúið, þannig að ég þarf bara að lesa yfir það í dag og búa til power point sem ég tek með mér í prófiðGrin. Ég kvíði nú samt fyrir því að þurfa að tala um þetta, en það er ágætt að ég get haft punkta með mér, ef mér finnst ég vera að gleyma einhverjuGrin.

Jæja knús og koss

Bergþóra og co

 


AFMÆLI!

Daði er 32 ára í dag, til hamingju með daginn elsku Daði og hafðu það gottWizard. Alexander á nú líka 6ára afmæli í dag, hafðu það gott Alexander í dag og láttu mömmu þína stjana við þig, heheWizard.

Annars er lítið að frétta héðan núna. Ég er bara í prófskrekk og fer samt ekki í prófið fyrr en eftir 6 daga, eða miðvikudaginn 25. júní kl 9:30Sick. Í dag dreg ég fagið sem ég kem upp í og þá vonandi róast maður aðeins, það er jú alltaf betra að vita í hverju maður er að fara í prófSmile. Þannig að planið um helgina er að læra og læra meira og svo kannski að læra pínu meira. Jón Óskar greyið verður einstæður faðir mest alla helgina, þar sem ég á að skila prófinu mínu á mánudagsmorguninn. Ég fer svo á miðvikudeginum í munnlegt próf hjá kennaranum mínum og einum utan að komandiBlush.

Jæja elskurnar ekki reikna með fleiri fréttum fyrr en á miðvikudaginn, efast um að ég hafi tíma fyrrSmile.

knús og koss

Bergþóra, einstæði faðirinn og börnTounge.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband