Hæ!

Ég er búin að vera nánast ein í starfsnáminu núna í vikunni. Allir kennararnir á deildinni voru veikar, en að sjálfsögðu læt ég það ekki stoppa mig og stjórnaðist þá á deildinni. Í gær lét ég börnin gera jólakort og svo er bara að vona að þau verði notuðGrin.

Ég er svo heima með Kristófer í dag, hann er búin að vera með gubbupest (voða gaman). Kormákur er nú ekkert ánægður með það að Kristófer sé ALLTAF veikur en ekki HANNSmile, "mig langar bara að vera heima hjá bróður mínum og passa hann, mamma"Grin. Hversu mikil dúlla getur maður verið, en það versta er að þrátt fyrir það þá þarf hann að fara í skólannTounge. Ég ætla að nota tíman í dag og vinna upp það sem ég á eftir að setja inn í tölvuna og vinna að mati mínu á starfsnáminu. Þannig að þetta verður skemmtilegur dagur í dagSmile.

Ég verð nú að segja ykkur að ég er ekki ánægð með tollinn þarna heima. Ég sendi pakka heim á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan og hann átti að vera þar í síðistalagi 29. nóv. Við bíðum og bíðum en ekkert bólar á pakkanum. Á sunnudagskvöldið gátum við rakið pakkann og var hann þá búin að liggja hjá tollinum síðan mánud 26. nóv og þeir senda ekki bréf eða neitt um það. Pakkinn var síðan sendur í gær til mömmu og þeirra. Ég hélt bara að það væri ekki leyfilegt að halda svona án þess að láta vita. En sem betur fer er hann komin í leitirnar og Aðalheiður og Hlynur fengu afmælisgjafirnar sínarLoL.

Jæja elskurnar ég ætla að koma mér í gang. Skrifa meira seinna.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Myndir komnar inn!

Við vorum að klára að setja inn myndir, endilega að kíkjaSmile.

Við fundum strengina í dag, jei. Þeir voru á furðulegasta stað ever, en við fundum þá sem betur ferGrin.

Við erum búin að vera á fullu í dag líka að skreyta og gera fínt fyrir jólin, við erum samt ekki búin enn. Þetta verður klárað í vikunni, þannig að hægt sé að gera kókoskúlur og piparkökur næstu helgiTounge.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Jólin eru að koma:)

Jón fór á fund með kennaranum hans Kormáks í dag, til þess að vita eitthvað um nýja bekkinn. Það gekk mjög vel, nema hún hafði vilja að bíða í tvær vikurSmile. Það var ekki vegna þess að hann væri ekki tilbúin heldur var svo óvenjuleg kennsla, þar sem börnin voru að vinna að portofolio sem þau hafa verið með síðan í 1 bekk. Þannig að henni fannst eins og Kormáki leiddist stundum, hún var víst búin að segja þetta við hinn kennarann, en fyrst að hann var tilbúin átti hann að fara. Ég skil ekki alveg svona vinnubrögð, það á að taka tillit til þess hvað er best fyrir börnin og ef það þýðir að bíða í tvær vikur þá getur það ekki skipt svo mikli máliWoundering. Kormákur er að vísu miklu ánægðari í gæslunni núna og er með helling að strákum og stelpum að leika viðJoyful. Við erum nú bara ánægð með niðurstöðuna úr þessu því að hann er miklu glaðari núna þegar við náum í hannSmile

Ég fór í julefrokost í gær hjá leikskólanum, það var mjög gaman og góður matur. Við áttum allar að koma með pakka fyrir 10 dkr og svo var svona leikur þar sem við áttum að stela pakka hver frá annarri, sumar enduðu með 3 pakka, aðrar 1 og sumar engan, ÉG FÉKK ENGANCrying, en þetta var mjög skemmtilegtGrin.

Við erum búin að vera að setja upp jólaskraut hjá okkur og en sem komið er, erum við þau einu í blokkinni með jólaseríur í gluggum og hvað þá marglitaðarGrin. Við ætlum nú samt að bíða með jólatréð í einhverjar vikur, ekki eins og Daninn sem eru margir hverjir að kaupa jólatré núna. Við erum búin að taka herbergið hjá Kristófer í gegn og er það orðið jólalegt ásamt stofunniGrin. Kormáks herbergi verður svo tekið í gegn á morgun, hann er ekkert smá spenntur, við ætlum að kaupa piparkökuhús og hafa þarSmile. Ég var nú svo að vinna í því að leita að piparkökuuppskriftinni hennar Önnu en ég finn hana EKKIErrm. Elsku Anna ef þú lest þetta viltu þá vera svo góð að senda mér hana og kannski heimilisfang sem ég get sent þér jólakort áKissing. Við ætluðum að hengja á strengina hjá strákunum í dag, en hvað haldið þið? Við höfum örugglega gleymt þeim á Íslandi. Aaarrrggg hvernig er þetta hægtFrown. Við erum búin að leita í öllum kössum og úti í geymslu, vona bara að þetta sé vitleysa hjá mér og ég finni þá á morgun.

Við vorum að fá jólapakkana frá mömmu og pabba, fékk laufabrauð sent með sem ég sker út og steiki sjálfSmile. Það verður ekkert smá spennandi að gera þetta ein í fyrsta skipti. Mamma vertu bara viðbúin símtali, nei, nei ég hlýt að geta þettaTounge. Við fengum líka pakka sem við máttum opna núna, það var leikur handa Kormáki, mynd handa Kristófer, þeir fengu hljóðbók saman og svo fengum við jóladiskLoL. Takk æðislega fyrir okkurInLove, við bíðum spennt eftir ykkurGrin.

Jæja við erum að fara að horfa á Arthur og minimóanaSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og coSmile.


AFMÆLISKVEÐJA:)

Elsku Aðalheiður og Hlynur innilega til hamingju með 4 ára afmælið ykkarWizard. Þau eiga afmæli i dag, þau eiga afmæli í dag.........Whistling

1000 kossar og knús frá okkur öllumKissing.

Kyssið mömmu, pabba og Ingimund frá okkur líkaGrin.


AAAAAAAAAARRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGG:)

Ég bað Jón að leita að kassanum þar sem efni í aðventuskreytingarnar mínar er, jú hann fann kassann og viti menn þarna voru jólakökudunkarnir mínir. Ég var alveg viss um að ég hafði gleymt þeim á Íslandi og keypti því 10 stauka í Tiger (kostuðu alls ekki mikið, en samt). Núna er líka búið færa Sörurnar úr plastpokum í stauka (Jóni finnst þetta stundum óþarfa pjatt, þetta bragðast eins segir hann, hehehehe.KARLMENNGrin, maður bara verður að elska þá suma fyrir hófsemina), mér finnst voða gaman að hafa jólasmákökurnar í flottum dunkumSmile.

Varð bara að segja ykkur frá þessu, var pínu hneyksluð á sjálfri mér að GLEYMA þessu stóra atriði, hehehe. Við fundum reyndar plast dúkinn okkar, en ég var að spá í að fara í Rúmfatalagerinn að kaupa einn jólaplastdúk, hjúkket að ég gerði það ekki, þá hefðum við endanlega farið yfirumSmile. Jón er að skamma mig núna, honum finnst vera pjatt hjá mér að ég vilji raða td sörunum með súkkulaðið upp en ekki bara setja þær í,en ekki dunkarnir mínir, heheheLoL.

Elska ykkur öll.


Vikan:)

Vikan er búin að vera frekar róleg hjá okkur, ég var í skólanum á Mið og Fim, það var fínt nema að grúbban mín var að sjálfsögðu ekki undirbúin til að vinna verkefnið sem við áttum að gera, aaaaaaaarrrrrrrggggggg. Ég vona bara að það reddist því að það á að vera í skýrslunni sem ég á að gera eftir starfsnámið. 

 Á föstudaginn fór Jón með Óla til Þýskalands að versla rauðvín ofl fyrir jólin. Bíllinn var var vel hlaðin, en þó var mest frá Óla hí, híGrin. Við fórum svo út að borða á hlaðborð í Give, mjög gott og svakalega ódýrt. Þegar við komum heim fór ég að baka SörurSmile, og gekk það mjög vel.

Á laugardaginn komu Ásta, Óli og co þar sem við Ásta vorum að gera Sörurnar saman. Jón, Óli og Eydís fóru á búðarflakk og við Ásta vorum heima með rest til að klára Sörurnar. Við náðum að klára Ástu skammt og svo rak ég þau heim vegna veikinda, maður nennir nú ekki að hafa einhverja pestagemlinga hjá sérLoL. Ég kláraði svo okkar skammt og Jón tók meira að segja aðeins til hendinni og hjálpaði mér, ekkert smá duglegurTounge. Þegar baksturinn var búinn slökuðum við öll á og fórum snemma í háttinn þar sem ferðinni var heitið til Koben á sunnudag.

Við vorum kominn til Koben um tíuleitið í gærmorgun og fórum á hótelið til Kristínar og Kalla. Þau voru í afslöppun á meðan þau biðu eftir okkur, enda ágæt þreyta í gangi eftir mikið labb hjá þeim síðan á fimmtudagSmile. Þau komu líka með óvæntan glaðning að heiman, þau höfðu verslað íslenskt nammi handa okkur í Fríhöfninni ,mmmmTounge. Við fengum svo sendingu frá ömmu og afa á Höfn, þau vildu að við keyptum jólagjöf handa strákunum frá þeim, við vorum ekki lengi að þvíGrin. Við fórum svo í Fields að versla jólagjafir og föt á Kormák. Ég og Jón ákváðum að við skildum taka lestina, að venju höfðu strákarnir gaman að því, sérstaklega í Metro lestinni þar sem enginn lestarstjóri er. Við vorum í Fields allan daginn og K og K buðu okkur í mat þarna, algjört æði. Mér fannst að sjálfsögðu nauðsynlegt að labba Strikið fyrst að við vorum kominn til Koben, ég var pínu fúl að það var ekki búið að kveikja á jólaskrautinu þar, en samt alltaf gaman að kíkja þar við þó að engar búðir séu opnarSmile. Eftir langan og skemmtilegan dag brunuðum við heim á leið, við vorum varla lögð af stað þegar Kristófer var sofnaður, en Kormákur hélt sér nú vakandi þrátt fyrir að klukkan var margt. Hann var svo upptekin að leika með nýja Transformers kallinn sinn, þeir fengu nefnilega sitthvorar 100 krónurnar sem þeir máttu kaupa það sem þeir vildu fyrir, Kristófer valdi sér Tmnt karl, þeir ekkert smá ánægðirGrin.

En jæja elsku Kristín og Kalli takk fyrir frábæran dag, nammið og matinn, það var svaka gaman að hitta ykkurSmile. Amma og Afi takk fyrir strákana, við erum búin að kaupa helminginn af gjöfinni og hinn kemur seinna. Ég hringi nú ykkur og læt ykkur vita hvað við keyptum, ástarkveðja frá okkur öllumHeart.

Síðast en ekki síst vil ég óska Rögnu, Kristni og Margréti innilega til hamingju með litla prinsinn sem fæddist á þriðjudaginnKissing.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband