19.11.2007 | 20:52
Hææææ!
Mig langar að byrja á því að óska Gyðu til hamingju með daginn (hún átti afmæli á fimmtudaginn). Hún Rúna vinkona átti svo afmæli í gær, til hamingju með það elska. Ég er búin að vera svolítið gleyminn síðustu daga, en eins og ég segi alltaf, "betra er seint en aldrei".
Þá er enn ein helgin búin og Kormákur kvartar. Hann sagði við mig í gær "Er skóli á morgun", "Já Kormákur minn, það er sunnudagur í dag", "ég veit það, mér finnst helgin bara of stutt". Ég gat nú alveg verið sammála því, tíminn flýgur alltaf áfram.
Við eyddum helginni í bakstur fyrir jólin, við erum búin að baka fimm sortir og eigum eftir að baka eitthvað. Kormáki hlakkar mest til að gera piparkökur og kókskúlur, því að það er svona sullumall við það. Ég set inn myndir þegar allt þetta er búið.
Ég var að segja þeim í vinnunni í dag hvernig við skreytum fyrir jólin og þær voru nú bara frekar hissa að við erum bara með marglitaðar jólaseríur. Maður fær þær nefnilega ekki í Danmörku. Já Danir eru skrítnir (eða kannski við, það er ykkar að dæma það). Þessi sem ég talaði við setur líka upp jólatréð sitt um 22 des og tekur það niður fyrir nýárið, mér finnst nú bara varla taka því að setja það upp fyrir svona stuttan tíma
.
Jæja nóg í bili, nenni ekki að skrifa meira. Munið að kvitta.
Heyrumst síðar!
Kossar og knús
Bergþóra og co
16.11.2007 | 22:25
Fundurinn!
Gekk vel! Kormákur er að sjálfsögðu rosalega duglegur í skólanum og vill hafa krefjandi verkefni svo að honum leiðist ekki. Þær eru mjög hissa á því hvað hann er fljótur að læra dönskuna og finnst hann hafa framyfir aðra að kunna ensku svona vel og geta haldið tungumálunum aðskildum
. Hann er sá fyrsti sem fer úr móttöku bekknum, en hinir eiga víst einhverja mánuði eftir ennþá. Þannig að við erum ekkert smá ánægð með strákinn okkar
.
Þegar við vorum búin á þessum fundi fórum við heim til Jóns og Kristófers, en þeir voru saman heima í dag. Jón vinnur ekki lengur á föstudögum og Kristófer fékk hitavellu í gær og var því ákveðið að hafa hann heima í dag. Við fórum að hnoða upp í smákökur sem á svo að baka á morgun, við gerðum þrjár sortir í dag og svo hnoðum við eitthvað meira á morgun ef við höfum tíma. Við gerðum nefnilega mömmukökur í dag og þær taka nú bara dágóðan tíma.
Við Kormákur fórum til læknis í gær og Kormákur er með exem og fékk sterakrem á olnbogana sína og er hann strax skárri. Þannig að þetta getur ekki verið mjög alvarlegt, sem er nú fínt.
Mamma og pabbi eru búin að kaupa flugmiða til að koma til okkar. Þau koma á annan í jólum og verða hjá okkur yfir áramótin. Við erum bara spennt, en ákveðin í að halda þessu leyndu fyrir strákunum. Það verður gaman að sjá svipinn á þeim þegar þau birtast í kaffinu, hehe
.
Biðjum að heilsa í bili.
Kossar og knús
Bergþóra og co
14.11.2007 | 16:42
Kormákur!
Hann Kormákur Helgi er á leiðinni í almennan bekk, þeim finnst hann svo duglegur að tala dönsku og telja hann því tilbúinn. Það er fundur með kennaranum hans á föstudaginn, hún vill vita hvað okkur finnst. Mér finnst hún ekkert þurfa að spyrja, auðvitað viljum við að hann fari í annan bekk ef hann er tilbúinn
. Við erum ekkert smá ánægð með hann, enda líka duglegur strákur á ferð
.
Það sem er af þessari viku er búið að vera rólegt. Ég er búin að fara í vinnuna, en samt er ég ekki þar. Ég er búin að vera með í hálsinum og eins og ég sé með hita, en nei ég get ekki bara verið veik, heldur bara þetta leiðinlega slen. Við Kormákur erum samt að fara til læknis á morgun, ég hef grun um að hann sé að fá exem á olnbogana og vil fá eitthvað á það sem fyrst.Í leiðinni ætla ég að láta taka stroku hjá mér og ath hvort ég sé með streptokokka (veit ekki hvernig á að skrifa þetta).
Ég er bara svo ánægð með strákinn minn og vildi monta mig aðeins, læt ykkur vita hvernig fer á fundinum.
Valgerður og Halldór velkomin heim.
Kvitta takk elskurnar.
Knús og kossar
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.11.2007 kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2007 | 19:48
Jón uppgefinn eftir píanóflutninga:)
Við vorum samt ekki að fá okkur píanó. Óli plataði Jón að koma í dag og hjálpa honum að flytja píanó ofl, við skelltum okkur svo uppeftir í dag og Jón er bara búinn á því. Ég hvatti þá að sjálfsögðu áfram "koma svo, þetta getur ekki verið svo erfitt" (píanóið bara 15o kg). Áður en við fórum upp í Give fórum við á loppemarked, eina sem við fengum út úr því var að kafna úr reykingalykt þarna inni. Þegar við komum heim var borðað og svo erum við bara á chillinu, spjallaði aðeins við Jóhönnu og Steina og það er alltaf jafn gaman að heyra í ykkur þarna heima.
Á föstudaginn var bara afslöppun og pizzabökun. Í gær byrjuðum við á því að versla og fórum svo með Óla og Ástu á "jólamarkað", sem var svo bara sýning og nánast ekkert í sambandi við jólin. Kormákur var eftir heima hjá Óla og Ástu að leika við Ragnar og skemmtu þeir sér mjög vel, Kormákur var dauðfegin að þurfa ekki að koma með
. Þegar við komum heim elduðum við Íslenskt lambalæri og drukkum að sjálfsögðu rauðvín með, það var bara gott
.
Þannig er nú helgin okkar búin að vera, róleg og notaleg. Nema kannski fyrir Jón í smástund í dag.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 16:31
Komið helgarfrí:)
Núna er ég búin að vera eina vinnuviku á leikskólanum og er búin að fá einn leiðsagnarfund. Hann gekk vel og er Mona bara ánægð með mig. Henni finnst ég ná góðu taki á krökkunum og ná öllu fljótt. Hún vildi að vísu að ég lagaði markmiðin mín, en það voru mest svona athugasemdir sem mér fannst eðlilegt að maður gerði og ég bætti því við og vona að þetta sé þá í lagi núna. Annars hefur vikan verið afskaplega róleg.
Fréttir af strákunum og dönskunni. Kormákur talar bara orðið dönsku í skólanum og þá líka við krakkana, ekkert smá duglegur. Ég er stundum farin að spyrja hann hvernig maður á að segja hlutina, æði fyrir mig
. Kristófer Ingi talar líka orðið meira og er talkennarinn hans mjög ánægð, segir að hann sé líka alltaf að spyrja hvað er þetta og reynir mikið
.
Um helgina er svo planað að vera heima, slappa af og elda íslenskt lambalæri sem mamma og pabbi sendu Elísabet og Nicolai með til okkar, þetta verður örugglega algjört æði,mmmmm.
Kossar og knús
Bergþóra og co
5.11.2007 | 21:11
Fyrsti dagurinn búin!
Dagurinn í gær var mjög rólegur, við fengum okkur göngu á göngugötunni þar sem frúin á heimilinu vildi kaupa sér svona gamaldags hakkavél eins og mamma á, en það er hluti af jólabakstrinum að nota þetta. Ég sá eina auglýsta á 100 dkr, mér fannst það nú ekki mikið, en til mikillar óhamingju var lokað, þannig að ég verð að fara seinna. Við týndum laufblöð í leiðinni sem við ætlum að spreyja með gullspreyi og reyna svo að föndra eitthvað úr þeim. Þegar við komum heim fórum við að mála postulíns piparkökur sem á að hengja á jólatréð, þær eru ekkert smá flottar.
Ég fór í Kernen í dag, en það var fyrsti dagur í starfsnámi þar. Þetta var ágætt en ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað fyrir mig. En það gæti bara verið svona í byrjun, kemur í ljós. Eftir vinnudaginn hringdi ég í Jón "hæ getur þú komið heim, ég þarf að fara á starfsmannafund" gaman svona fyrsta daginn
. En fundurinn var fínn, mér fannst bara verst að ég sá strákana mína svo stutt í dag, maður er svo vanur að vera alltaf með þeim
. Áður en ég fer er ég að kyssa strákana bless og Kristófer segir "ok mamma við verðum bara heima á meðan og Kormákur passar mig", "hmmm já elskan eða kannski bara pabbi þinn", " en mamma ferðu bara alein, er enginn sem fylgir þér", honum fannst þetta pínu skrítið. Þegar ég kem svo heim aftur kemur hann " hæ mamma var gaman á fundinum", "ég held að það hefði verið meira gaman að vera bara heima" sagði ég, "láttu ekki svona mamma, var ekki gaman"
.
Látum þessa færslu enda með þessum orðum.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
129 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar