19.10.2007 | 08:32
Halló!
Hæ, það er nú búið að vera brjálað að gera hjá okkur í vetrarfríiunu og það er ekki búið enn(skóli á mánudag:( ). Það átti að vera afslöppun hjá okkur fyrri part vikunar, enn við strákarnir fundum okkur að sjálfsögðu eitthvað annað að gera. Á mánudaginn vorum við í Give, þriðjudaginn í Legolandi, miðvikudaginn fórum við í Kolding og keyptum okkur nýjan dvd spilara og brauðrist. Að sjálfsögðu var þá komið við í risadótabúðinni sem er við hliðina:),strákarnir gátu nú alveg hugsað sér ýmislegt í henni (ekki það að ég skilji það
).
Rúna og stelpurnar hennar komu til okkar í gær og eyddu deginum með okkur. Við fórum í sund í Kolding og var þetta bara stór sundlaug. Krakkarnir skemmtu sér rosalega vel og voru í miklu atctioni(sérstaklega strákarnir mínir, hehehe), það var semsagt lítil afslöppun fyrir mömmurnar. Við fengum okkur svo að borða í Kolding store center áður en við brunuðum niður í Þýskaland. Ferðin þangað gekk nú alveg furðulega vel, fyrsta skiptið sem ég fer þangað á Jóns. Ég villtist bara einu sinni og bara lítið (hringdi í Jón, hjálp hvert á ég að fara
), þeir sem þekkja mig vita það ég er EKKI með innbyggt GPS tæki, langt í frá
. Jæja við komumst semsagt í búðina sem er með opið allan sólahringinn núna, sem var mjög heppilegt þar sem við komum ekki fyrr en um kl:20. Þarna var nú verslað smá og svo lagt í hann heim á leið eftir mjög góðan dag. Við komum ekki heim fyrr en um miðnætti, en samt voru litlu mennirnir mínir ekkert þreyttir, hmmmm
.
Jóhanna mín sorry að ég var ekki hér í gær. Ég hringji bara í þig á eftir.
Jæja ég ætla að hætta núna, þarf að fara og kaupa leikfimisskó á hann Kormák. Hann er að byrja í leikfimi á mánudaginn.
Munið svo að vera dugleg að kvitta, það er svo gaman að sjá hver er að skoða og hvort það sé einhver tilgangur með þessu bloggi.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 20:46
Hamborg:)
Okkur langað að byrja á því að óska Steinunni og Georg innilega til hamingju með giftinguna, en þau giftu sig á fimmtudaginn. Svo er það hún Ragnheiður, innilega til hamingju með afmælið á föstudaginn. Síðast en ekki síst eru það innilegar hamingjuóskir til Ágústu, Einars, Eydísar, Þórdísar og Valdísar með fjórðu dísina sem kom í heiminn á miðvikudaginn.
Þá erum við kominn heim frá Hamborg, það var nú ekkert smá gaman. Við komum inn á hótelið milli 14-14:30 og fórum svo að sjálfsögðu beint út. Við ákváðum að byrja á því að skoða vaxmyndasafnið, við tókum lestina og leituðum svo að þessu, gekk nú bara furðuvel
. Þessi gata sem við löbbuðum eftir var nú með mjög mikið af sex búðum. Kristófer fannst þetta nú bara flott en Kormáki leist ekki mikið á þetta, hann ætlaði nú bara ekkert að koma aftur til Hamborgar það er svo mikið af þessu. Ég sagði honum að þetta væri ekki bara þarna, heldur væri þetta út um allt, þá hló hann bara og sagði ok þá ætla ég bara ekkert að horfa á þetta
. Vaxmyndasafnið er nú ekkert mjög stórt en við höfðum gaman af þessu. Mér fannst ég nú samt sjá á þessum að þetta var gervi, ekki eins og í London þegar maður þurfti oft að spá hvort þetta væri ekta eða ekki. Það var þarna stytta af rosalega feitum manni (hann vó mest 610kg) og svo voru styttur af nashyrningsmanni, manni með tvö andlit og manni með þrjú augu og tvö nef, Kristófer leist ekkert á þessa kalla og vildi bara fara út, okkur tókst nú samt að fá hann til að vera aðeins lengur
. Við borðuðum svo á Asískum stað og var það algjört æði og strákarnir voru frábærir og fannst maturinn mjög góður. Kormákur sagði að það væri nú gott að hafa afa Steinar með því hann kann þýsku og við áttum erfitt með að skilja matseðlana, en þeir voru bara á þýsku en ekki ensku
. Strákarnir fengu svo spádómsköku þegar við vorum að fara. Kormákur fékk" One learns by failing- þú lærir af mistökunum" og Kristófer fékk "Your children have inherited your talent- börnin þín hafa erft hæfileika þína", mér fannst alveg meiriháttar að fá svona
. Í dag var svo byrjað á hinum furðulegasta hótelmorgunmat sem ég hef séð. Þarna var egg og fjórir litlir beikonbitar í lítilli dollu sem þú þurftir síðan að skella í örbylgjuna til að hita það, ef þú vildir kjötálegg þá var það líka í svona dollum og þá búið að blanda einhverju brauði, ólífum, osti sem allavega við vildum ekki ofl, líkt þessu. Við enduðum á súpubrauði með sultu og smjöri, jógúrti og einni kökusneið (sem var ekki einu sinni góð) og fyrir þetta borguðum við 24 evrur. Við löbbuðum svo niður Munkbjergstrase, en tengdamamma sagði að við yrðum nú að kíkja þangað. Ég hélt nú að ég hefði verið þar á laugardagskvöldið en þegar við komum þangað þá sá ég að það var mesti misskilningur
. Þetta virtist vera ein aðal verslunargatan, ég sagði nú við Jón að ég gæti alveg hugsað mér að koma þarna aftur og versla
. Á leiðinni sá ég Starbukkskaffi og að sjálfsögðu var farið þangað að fá sér kaffi á leiðinni upp á hótel aftur. Við fórum í Hagenbeck dýragarðinn og vorum komin þangað kl.12 og fórum ekki út fyrr en honum var lokað kl.18 í dag. þetta var rosalega flottur garður, honum var skipt í tvo hluta tropikal og svo venjulegan. Við fórum í gegnum báða hlutana, það var svo mikið að skoða að við fengum okkur að borða einu sinni og vorum svona cirka 20 mín. Eftir það var bara labbað og skoðað, við rétt náðum að skoða allan garðinn áður en honum varð lokað. Við vorum öll alveg búin á því, en sæl og ánægð eftir alveg meiriháttar dag, við drifum okkur svo út í bíl og brunuðum heim
.
Jæja svona fór nú ferðin okkar til Hamborgar. Við setjum svo myndir inn á morgun eða hinn. Bið að heilsa Í bili.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.10.2007 kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2007 | 17:49
Það er að koma frí:)
Góðan og blessaðan daginn. Grúppan hjá mér er búin að vera frekar erfið viðureignar þessa vikuna og við vorum tvær sem vorum að gefast upp, en þetta reddaðist
. Þessi vika er búin að vera frekar löng þar sem þetta er búið að vera svona í skólanum og ég og strákarnir bíðum eftir að komast í frí. Á morgun er svo síðasti dagur fyrir vetrarfrí
, það er bara frábært en þetta verður nú ekki langur dagur hjá okkur í skólunum. En svo fer ég til læknis og við eigum líka tíma í klippingu þ.e.a.s ég og strákarnir. Það er nú bara ekkert smá dýrt að fara í klippingu hér, ég er að borga 700 dkr. fyrir okkur þrjú
. Er það ekki rosalega dýrt? Kormákur er að fara í svona hlaup á morgun, það er svona á Íslandi líka. Þau geta valið um 4 vegalengdir sem þau geta hlaupið og ætlar Kormákur að fara minnsta hringinn
. Annars er ekkert að frétta af okkur núna, við erum bara búin að taka því rólega þessa vikunna. Við bíðum svo spennt eftir næstu viku og verður þá brjálað að gera
. Við látum svo heyra frá okkur á sunnudaginn. Eigið góða helgi
.
Kossar og knús
Bergþóra og co
8.10.2007 | 18:00
Betra er seint en aldrei:)
Elsku Árni Skúla. Innilega til hamingju með daginn á föstudaginn.
Það var ekkert annað sem ég vildi segja. Reyndar er eitt, mikið rosalega var gott að fá grjónagraut og SLÁTUR í kvöld.
Ragnheiður hvernig æfingabúðir voru þetta sem þú varst í á föstudaginn?
Jæja heyrumst síðar
Kossar og knús
Bergþóra og co
7.10.2007 | 16:38
Róleg helgi
Litla fjölskyldan er búin að eiga afskaplega rólega helgi. Í gær fórum við í smá stund til Ástu og fengum okkur afganga úr afmælinu hennar Charlottu. Við fórum svo bara heim og höfðum það notalegt . Að sjálfsögðu voru allir duglegir að borða kvöldmatinn sinn svo við gátum fengið okkur íslenskt nammi svo seinna um kvöldið. Í dag vorum við heima á náttfötunum fram yfir hádegi, fengum okkur amerískar pönnukökur í morgunmat og vorum löt
. Við settumst nú svo aðeins niður og spiluðum smá Sequens. Ég reyndi nú að lesa aðeins fyrir skólann og vinna verkefni, það gengur nú ekkert allt of vel, en vonandi gengur betur í kvöld. Allt í einu fengum við svo þessa snilldar hugmynd að fara að kaupa smá jólagjafir. Þannig að við skelltum okkur niður í Kolding og fórum í Toys a rus og náðum að kaupa afmælisgjafir handa Aðalheiði og Hlyn og jólagjafir handa öllum krökkunum í fjölskyldunni nema Árna Þór. Við vorum ekkert smá ánægð með okkur
. Í kvöld er svo planið að reyna að skrifa eitthvað niður í verkefninu og glápa aðeins á imbann. Meira var nú ekki gert á þessu heimili um helgina.


Vonandi hafa allir átt góða helgi, biðjum að heilsa ykkur öllum og heyrumst síðar í vikunni.
Kossar og knús
Bergþóra og co
5.10.2007 | 18:58
Fundurinn búin:)
Við fengum pakkann frá mömmu og pabba í dag. Við fengum SS pylsur, lifrapylsu, pítusósu og nammi
. Við vorum ekkert smá ánægð með þetta og fengum okkur því pylsur í kvöldmat, algjört nammi
. Takk fyrir þetta mamma og pabbi, þetta var frábært
.
Kennararnir hans Kormáks komu í dag í heimsókn og var það bara mjög fínt að fá þær hingað heim. Kormákur náttúrulega búin að segja þeim að hann væri búinn að baka köku og voru þær voða glaðar með það. Þegar við komum heim sagði ég honum að skipta um föt þar sem hann var drullugur upp fyrir haus. Hann þurfti þá endilega að fara í gallabuxur og skyrtu. Ég verð nú að vera svolítið fínn þegar þær koma, er það ekki mamma. Önnur er alltaf inn í bekknum og er hún kennarinn en svo er hin pædagog og hún er smá inn í bekknum og svo er hún líka í SFO (gæslunni). Þær eru mjög ánægðar með hann, finnst hann duglegur og alls ekki feiminn. Hann les vel og heyrir vel á hvaða staf orðin byrja. Núna vilja þær heyra hann tala meiri dönsku því hann á það til að tala meiri ensku en dönsku, enn það kemur hjá honum og hann talaði bara dönsku á fundinum í dag. Þær voru ekkert smá ánægðar með það, því núna heyrðu þær að hann getur þetta alveg
. Eftir vetrarfríið okkar vilja þær senda hann með bekknum sem hann fer í, í leikfimi, musik,myndlist
. Hann fer í 2 bekk hér, en þar eru 8ára börnin hérna en ekki í 3ja bekk eins og á Íslandi. Mér finnst það voða skrítið en svona er þetta hérna. Núna er Trine sem er pædagog í bekknum og gæslunni búin að segja þeim að fylgjast með honum, því að hann er búin að láta hana vita að hann er ekkert ánægður með þessa gæslu, honum leiðist bara
. Flott hjá honum að segja henni frá þessu.
Góða helgi öll sömul
Knús og koss
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
129 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar