Skólinn búinn þessa vikuna:)

Ég vil byrja á því að óska Katrínu innilega til hamingju með afmælið í dag. Gangi ykkur vel á sunnudaginn að skýra litlu hetjurnar ykkar. Sendi pakka fljótlegaLoL.

En jæja eins og sagði áðan þá er þessi skólavika búin hjá mér núna. Ég þarf nú samt að reyna að vinna verkefni á morgun og svo koma kennararnir hans Kormáks í heimsókn líka. Ég verð nú samt að segja það að ég er pínu lost aftur í skólanum, þessi verkefni sem eru núna eru svo erfið og ég skil þetta bara ekki alveg. Ég kvíði líka svolítið fyrir starfsnáminu en þar þarf að skila reglulega inn skýrslu til kennarans um það hvernig gengurPouty. Ég hlýt nú samt að ná þessu, eða vonandiUndecided.

Kormákur er voða spenntur að fá kennarana í heimsókn og vorum við að baka súkkulaðiköku handa þeimTounge. Hann er svaka ánægður í skólanum, en greyið er ekki alveg að finna sig í gæslunni núna. Hann er yfirleitt einn núna þegar ég næ í hann og er þá búin að vera einn allan tímanFrown. Ég reyni nú samt að ná í hann eins fljótt og ég mögulega get. Svo er bara að vona að þetta breytist þegar hann kemur í almennan bekkSmile.

Við fengum þær fréttir í gær að Elísabet frænka Jóns er að koma út og ætla þau að kíkja á okkur. Strákarnir voru voða spenntir þegar ég sagði að Alexander frændi kæmi í heimsóknGrin. Þau koma sömu helgi og Lína verður hjá okkur (reyndar verða þau bara einn dag) og verður því nóg að gera, Við hlökkum öll voða mikið tilLoL.

Jæja elskurnar eigið góða helgi og verið góð hvert við annaðHappy.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Fyrsta bíóferðin búin:)

Nú er helgin næstum liðin og því upplagt að segja frá henni nú. Á föstudaginn fórum við með tölvuna mín niður í El Giganten, þar var nú tekið brosandi á móti henni og hún send af stað í viðgerð, en það er reynt að gera við hana fyrst og ef það virkar ekki fæ ég nýja, tryggingin virðist ætla að borga sigSmile, skruppum við svo í Ikea að skoða bókahillur, fundum nú eitthvað en ég get ekki ákveðið mig hvað ég vilUndecided. Svo var bara farið heim, eldað pasta, bakað tvær tertur, drukkið smá rauðvín og bjór, og svo slappað af. Á laugardaginn var nóg að gera. Við fórum í Bilka að versla fyrir kvöldið, svo var farið beint í afmæli til hennar Charlottu en hún varð 6ára á fimmtudaginnWizard. Við tókum terturnar með okkur og fengum okkur gott kaffi og kjöftuðum smá. Svo var nú búið að lofa stóra stráknum okkar að spila Star Wars Monopoly, þannig að það var spilað þegar við komum heim og vann Jón það með stælGrin. Svo voru frístimplarnir notaðir í að fara á Jensens buffhúsSmile, strákarnir voru eins og englar þar og notuðu barnahornið velGrin. Heim var svo farið þar sem legið var í leti það sem eftir var af kvöldinu. Kristófer var nú svolítið fyndin þegar við vorum að fara að heiman. Við setjumst öll inn í Toyotuna og Jón var búin að spyrja hvort við ættum að fara á mínum eða hans bíl. Kristófer segir svo við pabba sinn, af hverju ert þú í okkar bíl, má ég ekki koma með segir Jón, jú jú en þú getur líka elt okkur á þínum bíl, honum fannst þetta nú vera svolítið frekt af pabba hans að koma í OKKAR bílLoL. Ég útskýrði svo fyrir honum að við ættum þessa bíla saman og þá var allt í lagi. Í dag var svo farið með Kormák í fyrstu bíóferðina hans í Danmörku. Ég og Kormákur fórum í bíó á Meet the Robinssons, en það er svo til nýbyrjað að sýna hana hérna. Við fórum rosa spennt að sjá hana í 3vídd, en nei Danir tíma nú ekki að eyða pening í svoleiðis vitleysuErrm. Við urðum nú fyrir smá vonbrigðum en þrátt fyrir það var myndin mjög skemmtileg og við skildum allt(hún var með dönsku tali)Grin. Á meðan við vorum í bíó fóru Jón og Kristófer að þvo bílinn, á göngugötuna og rólóLoL. Við fórum nú bara svo heim og hér á að slappa af það sem eftir er af degiSmile. Ég þarf nú að lesa helst 270 bls fyrir þriðjudag, efast nú um að ég nái því, en geri mitt bestaCool.

Munið að kvitta eða að gera eitthvað það er svo gaman að sjá hver er að lesaWink.

Jæja knús og kossarKissing.

Bergþóra og co


ÓHEPPIN ÉG:(

Ég var nú svo óheppin rétt áðan að ég helti TE yfir tölvuna mína sem maðurinn minn gaf mér í jólagjöfCrying. Hvað er maður að segja við börnin að þau megi ekki drekka við tölvuna og gera það svo sjálfur, aaaarrrrrrggggAngry. En nú reynir á það sem Elko sagði þegar Jón keypti tölvuna. Hann keypti auka tryggingu til 2 eða 3 ára sem á að dekka hvað sem er (þó að ég hafi helt yfir hana), líka hér í Danmörku og þá í El Giganten. Við förum þangað á morgun og þá kemur það í ljós hvort þetta sé eins einfalt og þeir segjaWink.

En Kristófer fór í fyrsta tannlæknatímann sinn í dag. Honum leist nú ekkert of vel á þetta. Hann settist EKKI í stólinn, það var bara ekki séns og hin ástæðan var ennþá betri, þetta átti að vera karlmaður en ekki kona. Mamma þetta er ekki tannlæknir þetta er konaGrin, já sagði ég en konur eru líka tannlæknar, nei mamma bara mennLoL. Annars gekk þessi ferð mjög vel, hann er með eins margar tennur og hann á að vera með, þær eru allar heilar og vel burstaðarGrin

Kormákur fór í fyrstu ferðina sína með Gæslunni í dag. Hann fór í Sneglehuset og þar fengu þau að tálga spýtur með HNÍFUM og brenna einhverjar. Hann skemmti sér alveg rosalega vel og var hæstánægður þegar ég kom að ná í hannLoL. En mamma það voru nú samt engir sniglar í SniglahúsinuGrin.

Jæja eigið góða helgi og ég skrifa fleiri fréttir á sunnudaginnSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og co

 


Bíllinn kominn:)

Nú er frúin komin á rauða fína nýja(gamla) bílinn sinnW00t. Við fórum í kvöld og náðum í hann, mín svaka ánægð. Þegar við vorum svo að fara heim var Jón búin að færa seturnar yfir, Kristófer hleypur inn í Fordinn sem var fyrir aftan hinn ,, hvar eru seturnar,, hann var nú ekki alveg að skilja þettaSmile.

Annars eru dagarnir hjá okkur búnir að vera frekar rólegir. Skólinn, leik-skólinn og allt bara rólegt, en að vísu slatti af lestri hjá mér. Núna er fjörið að byrja hjá mér í skólanum. Ég er búin með allt þetta lagadót sem mér fannst svo erfitt og er kominn í pædagogik. Það er meira um uppeldi, leik barna ofl skemmtilegt. Annars þá er Kristófer Ingi að fara í fyrsta tannlæknatímann sinn á morgunSmile. Kormákur fór til tannlæknis um daginn. Ég spurði Kormák hvað þyrfti að gera við margar tennur. Kormákur sagði ,, ekkert, tannlæknirinn sagði det er ikke noget og gaf mér tannkrem og risaeðlu,,Grin.

Jæja elskurnar eins og sést eru litlar fréttir núna, ég varð bara að segja ykkur að ég væri komin með bílTounge.

Góða nótt, sofið rótt og dreymi ykkur velSleeping

Kossar og knús

Bergþóra og co


Fæ bíl í vikunni:)

JÁ við keyptum bíl í gærGrin. Við fengum Toyota corolla 98 árg, keyrð 75 þús. hún er rauð á litinn og ég á hanaTounge.

Við erum búin að hafa það mjög gott um helgina og er hún búin að vera mjög róleg. Á laugardaginn fórum við og kíktum á bílinn, festum hann og fórum svo til Óla og Ástu. Þar var chillað í smástund og svo var farið heim og gerð pizza. Um kvöldið vorum við öll í leti fyrir framan sjónvarpið. Í dag fóru svo Jón og Óli til útlanda að kaupa bjór og rauðvín. Ég talaði við mömmu í dag og er að plata hana til að senda mér smá slátur, pítusósu, pylsur og læri. Haldið þið að sé nú fæðið sem maður saknar. Að sjálfsögðu viljum við svo Nóa siríus konfekt fyrir jólin og HangikjötSmile.

Við vorum núna rétt í þessu að panta okkur hótelherbergi í eina nótt. Planið er að fara í vetrarfríinu til Hamborgar og gista þar. Kormákur er að vonum svaka spenntur, hann fær að gista á flottu hóteliWink. Við fundum þarna rosalega fínt hótel fyrir lítinn pening. Svo bíðum við líka spennt eftir að vita hvenær Lína kemur til okkar, hún ætlar að koma í vetrarfríinuGrin. Það verður brjálað að gera.

En vitið þið bara hvað? Skólinn minn er að byrja fyrir alvöru núnaPouty. Núna þarf ég að fara að lesa um 90-100 bls fyrir hvern fyrirlestur. Það þarf nú bara galdra til þess að það takistWizard. En þetta hlýtur nú allt að reddast.

Jæja heyrumst seinna. Munið ath.semdir og gestabók, það er svo gaman að fá comment eða eitthvað.

Kossar og knús

Bergþóra og coWhistling


Helgin kominn, jei:)

Þá er enn ein vinnuvika búin og við EKKI búin að kaupa bílFrown. Við erum að fara á morgun að prufa Corollu 98 árg, keyrð 75 þkm, mér líst svo vel á hana að ég sagði Jóni að ég ætti hanaGrin. Jón segir að við þurfum greinilega bara að fara og segja að við tökum hanaGrin. Það er vonandi að þetta gangi upp, það sparar okkur öllum tíma. Ég er búin að ákveða það að ég ætla bara að koma of seint í skólann í næsta fyrirlestur, þá þarf ég ekki að keyra Jón meira, nenni því ekki og svo er þetta svo rosalega dýrt. Enn annars er vikan bara búin að vera þokkalega góð hjá okkur öllum. Jón er kominn á minni vél þarna uppfrá og er hann ánægður með það. Kormáki finnst gaman í skólanum en leiðist í gæslunni, því að hann er yfirleitt bara einn þar núnaErrm. Við vonum að það lagist þegar hann fer í danskan bekk og eignast vini þar. Kristófer er orðinn alveg sáttur með að fara á leikskólann, eina sem ég þarf að gera er að kyssa og knúsa hann í klessu og þá er þetta í lagiLoL. Annars á bara að nota helgina í afslöppun mest heima fyrirSmile. Kannski kíki ég í bók þar sem ég þarf að lesa um 90 bls fyrir þriðjudagCrying. Ég keypti 2 bækur í dag sem kostuðu 550 dkr og fyrir þetta fag þarf ég að kaupa 7 í viðbót. Við Ásta ákváðum í dag að svindla og skipta á milli okkar þessum kaupum og ljósrita. Þetta er svakalegur kostnaður annars við hvert fagWoundering.

Jæja nú þarf að fara að liggja fyrir framan sjónvarpið og hafa það notóJoyful.

Elskum ykkur öllInLove

Kveðja frá

Bergþóru og co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband