19.9.2007 | 19:26
Miklar vangaveltur:)
Nú á að fara að kaupa sér ferð heim um næstu páska, takk fyrir. Það er um að gera þetta tímanlega, meðan það er ennþá þokkalega ódýrt. En núna er ég að velta fyrir mér hvenær við eigum að koma. Á ég að skrópa einn dag í skólanum, þar sem ég verð bara í ca 2 tíma eða koma 1 degi seinna. Það versta er að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta verður eftir áramót. En ég er að velta þessu fyrir mér. Ég get samt sagt ykkur það að enginn fær að vita hvenær ég kem, hehehehehe.
Ég ætlaði að fara í gær og prófa bíl, en hvað haldið þið, ég þurfti að panta tíma til þess að prófa bílinn. Ég ætlaði því að fara í dag en var ekki með góða tilfinningu gagnvart þessum stað svo við hættum við þennan bíl. En Bergþóra duglega fann svo annan bíl sem við getum ekki prófað fyrr en á föstudag
. Já það er erfitt að fá að kaupa bíl í Danaveldi.
Ég sagði ykkur frá því að við værum að fara á fund út af Kormáki síðasta föstudag, aaa false alarm. Við eigum fund 5.okt, en kennaranum lá bara svona svakalega á að fá að vita þetta, þannig að hún hringdi 2svar sama dag. Ég hélt að það hefði eitthvað komið fyrir Kormák, en nei bara að fá að vita hvort við gætum hitt þær þarna. Það er kennarinn hans og svo er pædagog líka, en hún er með þeim 3tíma á viku. Þær ætla að koma heim til okkar sem mér fannst nú stórfurðulegt. Við fórum að spá í hvort það væri bara verið að njósna um okkur því við erum útlendingar. Ég spurði því um þetta í skólanum í dag og þetta er gert reglulega í dönskum skólum. Mér finnst að það sem tilheyrir skólanum eigi að vera þar en ekki heima hjá mér
.
Jæja elskurnar mínar, núna er að koma svefntími hjá mér. Góða nótt og dreymi ykkur vel
.
Knús og koss
Bergþóra og co
17.9.2007 | 19:23
Breytt áætlun
Það var verið að breyta hjá Jóni aftur. Hann verður því miður áfram í Herning að vinna. Þessi sem vildi skipta við hann fékk heilablóðfall og kemur því ekki í einhverjar vikur. Þannig að við vitum ekki alveg hvernig þetta fer. Þessi maður er á svipuðum aldri og Jón. Ég skil bara ekki hvað er mikið af ungu fólki að fá heilablæðingu, já ég segi ungu, mér finnst ekki gamalt að vera 30ára eða 40ára. Þetta er of algengt og ég spyr. Hver er ástæðan fyrir þessu? Getum við eitthvað gert sjálf til þess að hindra að þetta komi fyrir okkur?
En ég vildi bara aðeins tjá mig um þetta mál. Annars er enginn breyting frá því síðast.
En og aftur munið að kvitta eða gera athugasemdir, það er ótrúlega gaman að sjá hver er að lesa hjá okkur.
Kossar og knús
Bergþóra og co
16.9.2007 | 16:36
Fleiri myndir:)
Núna er helgin senn á enda og ný vinnuvika að byrja.
Helgin hjá okkur er búin að vera nokkuð góð. Við fórum í afmæli til Ástu á föstudaginn. Innilega til hamingju með daginn Ásta
. Strákarnir voru heima með krökkunum þeirra og skemmtu þeir sér vel yfir pizzu og snakki. Við fórum út að borða og svo á pubbinn í eftirdrykk. Við fórum síðan á lestar-stöðina og tókum á móti Gunnhildi og Lasse, en þau voru að koma frá Íslandi. Þau voru svo yndisleg að koma með flatkökur og hangikjöt nammi,namm takk fyrir það
. Við skemmtum okkur mjög vel og ég var mjög hress. En ég var kannski of hress því að ég átti mjög slæman dag í gær
. Þar til í gærkvöldi, þá fórum við á Mc. donalds í sukkmat, svo var farið á videoleiguna og teknar myndir og haft kósy kvöld fyrir framan sjónvarpið. Ég komst að því hvað er mikið í Íslenskum mat sem maður saknar. Við vorum með pítu á fimmtudaginn og halló þetta var ekki píta það vantaði PÍTUSÓSU. Mig vantar líka cheerios, lambakjöt ofl. Ég tel bara upp smá að því sem við söknum. Í dag settum við svo inn fleiri myndir, svo var farið á rúntinn upp í Galten og til Brande að kíkja á bíla. Það var lokað á báðum stöðum en við sáum annan þeirra að utan og ætla ég að prófa hann á þriðjudaginn fyrir manninn minn. Núna er bara verið að elda góðan mat og hafa það kósy, strákarnir eru úti að leika sér og skemmta sér voða vel. Við erum að reyna að skoða flugmiða heim um næstu páska, það hækkar í hvert skipti sem við kíkjum þannig að við ætlum að kaupa þetta sem fyrst. Það versta er að það er ekki farið að selja frá Billund og það er þá líka bara einu sinni í viku. Svo er bara um að gera að láta okkur vita ef einhver ætlar að koma til okkar um jólin eða áramótin, hehehe ein bjartsýn
.
Jæja fleira var það ekki í þetta skipti. Kossar og knús
Bergþóra og co.
13.9.2007 | 20:52
Til hamingju með daginn mamma:)
Okkur langar að byrja á því að óska mömmu innilega til hamingju með daginn. Elsku mamma (amma) vonandi ertu búin að eiga góðan dag í dag. Kveðja Jón óskar og co
Það er búið að vera ágætt að gera hjá okkur þessa viku. Ég er búin að keyra Jón 3svar í vinnuna þessa vikuna. En ég get sagt ykkur það að þetta er að líða hjá, við vonum að við fáum annann bíl í næstu viku. Það verður þvílíkur léttir, okkar allra vegna
. Jón fékk þær gleðifréttir í dag að hann er að fara á minni vél sem liggur við Arhus. Það er aðeins styttra að keyra þangað og hann fær að gera eitthvað annað en að moka á búkollur
. Það er einhver sem vill frekar vera heiladauður á stórri vél en að gera eitthvað krefjandi á minni vél(Jóns orð)
.
Ég fékk loksins skólatölvuna í dag og Jón óskar er að vinna í því að setja hana upp fyrir mig. Það átti að vera búið að því, en það lá öllum svo á að fá hana að þeir ákváðu að setja allt á disk sem átti að fara inn í hana og við áttum að gera þetta sjálf. Annars hefðum við ekki fengið hana fyrr en eftir helgi.
Í gær fórum við á sensommerfest í gæslunni hjá Kormáki. Þar var okkur skipt í hópa og við látin gera einhverjar þrautir, svo var borðað. Við gátum grillað eða komið með tilbúið nesti. Við komum nú bara með kjúklingalæri, kartöflusalat og snakk, ég held að hann Kormákur minn hafi nú verið nokkuð sáttur við það. Ég og Jón vorum nú samt svolítið hissa þarna í gær
. Kennararnir voru með rauðvín og bjór(þau voru samt ekki drukkin, bara með matnum), það voru nú einhverjir fleiri með bjór, en okkur finnst að þetta eigi ekki heima á barnaskemmtun
. Við erum kannski of miklir íslendingar að þessu leiti
.
Mér var sagt að Kristófer er farin að tala smá á dönsku, duglegur. Hann bara gerir sér ekki grein fyrir því. Hann segir alltaf við mig að hann kunni ekki dönsku, samt talar hann um blomsterne sem hann var að tína og hann vaskar hendurnar
. Kormákur er alltaf jafn ánægður og við erum að fara á fund á morgun með kennaranum hans og fáum þá að vita hvernig hann stendur sig. Mig hlakkar bara til. Ég veit að sonur minn er þvílíkt duglegur
.
Jæja kossar og knús
Bergþóra, Jón, Kormákur og Kristófer
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2007 | 19:01
Helgin búin:)
Tíminn líður allt of hratt. Helgin er búin að vera allt of fljót að líða, enda mikið að gera. Ég var í fríi í skólanum á föstudaginn og ætlaði nú að vera rosalega dugleg að taka aðeins til og læra (skil ekkert í þessum lærdómi þessa vikuna og ætla bara að fá aðstoð á morgun), ég byrja á því að koma strákunum í skóla og leikskóla, þegar heim er komið ákvað ég að byrja á lærdómnum. Ég byrja að lesa og fannst þessi lög sem við erum að lesa bæði erfið og ekkert svakalega skemmtileg, þannig að mín sofnar. Ég vakna svo við að dyrabjallan hringir og hélt að Ásta væri komin í heimsókn, nei, nei þetta var Jón kominn heim úr vinnunni, ég svaf í 3 tíma. Begga var semsagt ekkkkkkiiiiiiii dugleg, bara þreytt
. Í gær fórum við svo á fiskidaga við höfnina hér í Vejle. Þetta fannst strákunum rosalega gaman. Mér fannst þetta frekar lítið, ég held að fiskidagarnir á Dalvík séu 6 sinnum stærri
. Þarna komst ég en og aftur á því hvað foreldrar mínir eru yndislegir þegar ég fékk símtal frá þeim. Elsku mamma og pabbi takk fyrir allt, þið eruð frábær, við elskum ykkur
. Eftir fiskidagana fórum við heim og gerðum tilbúið kaffi. Við fengum Rögnu (vann með mér á Geislabaugi), Kristinn og Margréti í heimsókn. Þau voru hjá okkur fram á kvöld, þar sem við ákváðum að bjóða þeim bara í mat líka. Krakkarnir léku sér vel saman og við hin spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. Þetta var rosa gaman og takk fyrir komuna
. Í dag buðum við Óla og Ástu í kaffi og þá var bakað aðeins meira, nammi, namm. Takk fyrir komuna, þetta var mjög gaman
.
Svona fór nú helgin okkar, við heyrumst seinna. Munið að kvitta í gestabókina.
Kossar og knús
Bergþóra og co
6.9.2007 | 19:55
Kominn í helgarfrí!
Það er nú bara lúxus að vera í skóla í Danaveldi. Í þessari viku er ég búin að vera í fríi í 2 daga og lítið í skólanum þessa 3 daga. Að vísu er svolítill lestur fyrir hvern fyrirlestur en það hefst þar sem er ekki mikið um að vera fyrir utan þá. Ég hitti grúbbuna mína eftir hvern lestur fyrir sig, við gerum einhverjar æfingar og skrifum skýrslu, en það er ekki mikið mál þegar við vinnum 6 saman. Á morgun þarf ég samt að fara í skólann og skila inn umsókn fyrir starfsnámið, ég er að reyna að komast að rétt hjá leikskólanum hans Kristófers. Annars nóg um skólann.
Það gengur allt mjög vel hjá strákunum og Kormákur er byrjaður að tala við kennarann sinn á dönsku. Ennnnnnnnn hann talar ennþá ensku við krakkana (GÓÐUR). þeir bræður voru nú samt aðeins að reyna að tala saman dönsku í bílnum þegar við vorum að ná í Jón
. Mér fannst það bara fyndið.
Annars er lítið búið að ske þessa viku nema að það er ennþá verið að vesenast með leikskólagjöldin, húsaleigubætur og auka barnabætur. Það gengur allt frekar rólega hér í Danmörku. Mér finnst alveg furðulegt að húsaleigubæturnar sem við áttum að fá núna 3. sept koma ekki inn þrátt fyrir að við vorum búin að fá tilkynningu um það. Jæja við verðum bara rík næstu mánaðarmót þegar við fáum allt í einu
.
Ég átti að skila kveðju til Ísland frá Ástu og Óla.
Kossar og knús
Bergþóra og co
p.s Kormákur spurði í dag hvað væru margir mánuðir þar til páskarnir kæmu. Við sögðum honum að jólinn kæmu nú fyrst. Já já mig hlakkar líka til þeirra. Kristófer sagði á leiðinni heim frá leikskólanum ,, ó,ó ég gleymdi að vaska hendurnar"
. Þeir eru bara dúllur
.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
127 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar