Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Senn líður að prófi:(

En helgin var samt fín, takk fyrir að spyrja!

Á föstudaginn fór Kormákur í afmæli og svo fékk hann að sofa hjá vini sínum. Við fórum þá með Kristófer upp í Give, þar sem hann og Charlotta fengu að synda í sundlauginni og skemmtu sér konunglega, á meðan fullorðna fólkið lá í sólbaðiSmile. Við tókum með okkur mat og grilluðum við svo saman, mér fannst þetta nú rosalega notalegt, þar til að það átti að plata mig í pictionary eða öllu heldur átti að leika en ekki teikna. Þeir sem þekkja mig vel vita að mér er meinilla við að leika og lét þau ekki plata mig í þaðFrown.  Samt var ég beitt mikilli félagslegri pressu og ég lét nú manninn minn bara vita það að mér þætti hann nú frekar leiðinlegur að láta svona við mig og ég gæti nú alveg farið bara heimBlush. En ég tók að mér að vera tímavörður og hjálpaði Eydísi og Ástu að giska. Óli er nú ekki sáttur að við vorum nálægt því að vinna og vill hann meina að ég notfærði mér að vera tímavörður, annars hefðum við verið langt á eftir, en við erum bara svona duglegar(þegar ég þarf ekki að leika)Grin. Takk fyrir daginn, hann var mjög skemmtilegur þrátt fyrir að reyna að sitja á mig félagslega pressuWink.

Á laugardaginn byrjaði ég á því að gefa manninum mínum verkjatöflur, þannig að hann hefði heilsu að koma með mér upp í Arhus, þar sem ég eyddi smá pening í sumarföt á strákana, nýjan yddara, og möppu fyrir mig til að sitja prófið mitt íGrin. Við buðum svo strákunum upp á Mc Donalds og var pabbi þeirra ekki óánægður með það, þar sem heilsan hjá honum var ekki svo góð, eftir mikla útþynningu á gosi og bjór á föstudagskvöldiðSmile. Þegar heim var komið grilluðum við lambafile (New Zeeland) og pylsur, mmm rosalega gottSmile.

Í gær fór Kormákur aftur í afmæli og við hin skelltum okkur á ströndina og fórum aðeins í heitan sjóinn, gerðum sandkastala og lágum svo í leti líka. Jón náði svo í Kormák og að sjálfsögðu prófaði hann sjóinn líkaSmile. Þegar heim var komið fórum við út í vatnsblöðruslag og vatnsblöðruslag. Kristófer var svo þreyttur eftir þennan dag að hann lokaði sig inn í herbergi og fór að sofa (við héldum að hann væri að horfa á sjónvarpið)Wink.

Ég fór með Kristófer í 5 ára skoðun í dag. Hann er 114 cm og 23,8 kg. Hjúkkunni finnst hann of þungur miðað við hæð. Ég er nú ekki sammála, hann borðar sama mat og við, grænmeti, kjöt og allt og er með nammidag einu sinni í viku og hreyfir sig helling, hmmm hversu mikið á maður að hlusta hanaErrm? 

Jæja ég er að fara heim, ná í Kormák og Jón og við ætlum svo að hjóla og ná í KristóferGrin.

Muna að KVITTA, argAngry, minn er að verða reiðurAngry.

Knús og koss

Bergþóra og co


Afmæli:)

Hann Guðmundur Árni Þór Guðmundsson á 14 ára afmæli í dagWizard. Til hamingju með afmælið elsku Árni Þór, njóttu dagsinsGrin. Við hlökkum til að fá þig til okkar í sumarGrin.

1000 kossar og knús

Þín elskulega systir Bergþóra, hennar frábæri maður Jón Óskar og stórkostlegu frændur þínir Kormákur Helgi og Kristófer IngiKissing.


MYNDIR:)

ERU KOMNAR INN. VÁ HVAÐ ÉG ER DUGLEG, HIHIHIHIHI. (reyndar ekki búin að skrifa við þærWink).

Það eru bara rúmlega 2 vikur fram að prófi (25.júní)BlushSick.

Knús, knús og meira knús

Bergþóra


vikufærsla

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í skólanum núna (aldrei þessu vantGrin). Við vorum með verkefni sem fjallaði um frásagnir. Við fórum á leikskólan hans Kristófers og lásum ævintýrið um Eldfærin fyrir þau. Við skiptum krökkunum í þrjá hópa og Kristófer var í fyrsta hópnum. Þegar við vorum búin að lesa 2bls þegar hann segir "er de ikke næsten færdig" (er þetta ekki að verða búið), en því miður fyrir hann þá áttum við 5 bls eftirGrin. Annars gekk þetta rosalega vel þarna og svo lögðum við fram í dag, það sem við gerðum og hvernig var. Ég skrifaði svo skýrslu sem ég átti að afhenda fyrir morgundaginn og gekk það vel, það verður spennandi að heyra hvað kennarinn segirGrin.

Á þriðjudaginn fórum við á ströndina með bekknum hans Kormáks, þar var grillað, drukkinn smá bjór, synt í sjónum (Kormákur), veiddir krabbar ofl. Svaka fjör á liðinu og alveg frábært veðurGrin. það var líka karmellu og vatnsdagur hjá Kormáki í skólanum, því að það var síðasti dagur hjá níundu bekkingum. 9.bekkur mátti gera hvað sem þeir vildu við krakkana og fengu þau því smá bað í raksápu oflGrin.

Í gær var ég að læra til kl 18 og fór svo í bæin með strákunum, það var svona Vejle by night og voru þá búðirnar opnar til kl. 22, ýmis skemmtiatriði ofl. Áður en við fórum niður í bæ spyr Kristófer hvort að við séum að fara á víkingastað "ha", "æi, svona víkingastað, þar sem maður á að sitja kjurr og ekki hafa hátt", ég komst að því að hann var að tala um veitingastað. Við fórum semsagt út að borða á Jensens og voru strákarnir eins og englar, þetta var alveg yndislegur tími sem ég átti með þeim aleinLoL. Við keyptum svo gjöf í tilefni af feðra deginum sem er í dag hér í Danmörku. Við keyptum vínhitamælir, tappahaldara og bakka undir flöskunaGrin. Þegar við komum heim tókum við öllu bara rólega og biðum eftir að Jón Óskar kæmi heim úr vinnunni, hann birtist svo loksins kl 22:30Errm. Hann ákvað að vinna lengur í gær, því að þá var hann kominn í 4 daga helgarfrí, heppin hannTounge.

Í tilefni dagsins fór Jón Óskar með strákunum að ná í nýja (gamla) bílinn á meðan ég var í skólanum. Ég náði að vísu að taka til hérna heima líka áður en þeir komu heimTounge. Við elduðum svo góðan mat og núna sitjum við með kaffi, grand marnier og koníakLoL.

Er að sitja inn myndirGrin.

Mig vantar svo líka svona einstaka kvittanir frá ykkurWink.

Knús og kossar

Bergþóra og co

Ps. Jóhanna, legoland lokar 26. októberSmile


Brjálað að gera:)

Fyrst langar okkur að óska Steinunni innilega til hamingju með daginnWizard, vonandi hefur þú átt góðan dagSmile.

Það er í raun búið að vera brjálað að gera hjá okkur í vikunni, í sambandi við skóla, vinnu og afmæliGrin. Kormákur fór í afmæli á afmælisdaginn sinn hjá Cecilie sem er með honum í bekk, hún á afmæli þennan dag líkaSmile. Á föstudaginn héldum við svo upp á afmælið hans í Legelandet, en það er staður sem er 3000fm, með fullt af hoppuköstulum, spilakössum, þythokkí oflGrin. Þarna vorum við í 4 klst og voru þeir ekki tilbúnir að fara heim eftir það. Við gátum sjálf tekið með okkur veitingar og buðum við upp á kjúklingaspjót, snakk, nammi og flottustu afmælisköku sem strákarnir í bekknum höfðu séðGrin, "det er den sejeste kage vi har set" sögðu þeir allir. Það var svo farið snemma í háttinn þar sem við vorum með annað afmæli í gærTounge. Við buðum Óla, Ástu og co, Rúnu, Mads og co og Rögnu, Kristni og coGrin. Þetta var rosalega notalegur dagur og að sjálfsögðu gerði ég alltof mikið af kökumTounge, en það vita að sjálfsögðu allir sem þekkja mig eitthvað, þannig að ég sendi liðið bara heim með nestiSmile. Kristinn og Mads komust ekki í afmælið, þannig að þeir höfðu gott af því að fá eitthvað af kökunum og þá sátum við ekki uppi með afganga sem við höfðum ekki gott afSmile. Strákarnir voru hæstánægðir með allt sem þeir fengu og Kormákur mjög ánægður með það að hann getur farið á morgun og keypt sér leik í nýju Nintendo Ds tölvuna sínaLoL. Við höfðum sulldag fyrir börnin, þar sem það var um 30 stiga hiti og voru mikil læti í þeim, bara gamanLoL. Rúna og Emma borðuðu svo með okkur kjúkling (Beer in the butt) áður en þær fóru heim, sem okkur fannst gaman þar sem er langt þar til við getum hitt þær afturSmile. Strákunum langaði svo að við horfðum á mynd saman og ég vildi þá sjá Alvin og íkornana, þar sem ég hafði ekki séð hana, jæja þeir sofnuðu semsagt allir og ég horfði á hana einWink.

Í dag fórum við upp í Give og þar sulluðu strákarnir meira með Charlottu í nýju sundlauginni þeirra og við steiktum okkur í yfir 30 stiga hitaGrin. Takk fyrir okkur, bara notalegtGrin.

Jæja núna er ég að fara á fullt við að undirbúa mig undir fyrsta árs prófið, sem mér kvíðir svo hryllilega fyrirSick. Það er 25. júní og tekur ekki nema 30 mín, en það er munnlegt. Við eigum að skrifa skýrslu og framleggja fyrir kennarann okkar það sem við viljum ræða um, en það er bara vonandi að ég fari ekki yfir um af stressiSmileFrown.

Knús og koss

Bergþóra og co

skrifa meira þegar ég má vera að:):):):) en reyni að setja inn myndir fljótlega.

 


9 ára töffari......

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kormákur, hann á afmæli í dag........WizardWhistling 

Já núna er það hann Kormákur okkar sem á afmæli og er hann 9 ára í dagGrin.

Innilega til hamingju með daginn elsku strákurinn okkarInLove.

Knús og koss

Mamma, pabbi og Kristófer Ingi


Helgin:)

Til hamingju með afmælið Ágústa, njóttu dagsins og góða skemmtun á TenerifeWizard.

Eins og ég var búin að segja skyldi ég kallana mína eftir eina heima um helgina og stakk af til KaupmannahafnarSmile.

Þeir notuðu að sjálfsögðu tíman vel, fóru á McDonalds á föstudagskvöldið og svo var video- og nammikvöld eftir það. Jón hringdi í mig til að ath hvort ég væri komin yfir og mátti ég ekki vera að því að tala við hann þarna og sagði að ég mundi hringja seinna "Nei það getur þú ekki við erum að fara að horfa á Alvin og íkornana og borða íslenskt nammi", nú, nú við tölumst þá bara síðarGrin

Á laugardaginn fóru þeir í Skærup mini zoo, með nesti og nýja skó, svaka fjör þarTounge. Á eftir var stefnan tekin í Bilka þar sem pabbi þeirra dekraði við þá og leyfði þeim að velja í matinn, Kristófer vildi nautakjöt og Kormákur svínakjöt, þannig að Jón keypti bæði og eldaði það handa þeimGrin. Þar keypti hann líka afmælisgjöfina frá tengdó handa Kristófer, en það var minniskubbur fyrir playstation tölvunaSmile.

Í gær fóru þeir svo á rúntinn niður í Svendborg og skoðuðu bíl, sem við erum að hugsa um og leist þeim bara vel á hann, þannig að ef allt gengur upp tökum við hannSmile. Svo biðu þeir bara spenntir eftir að mamma kæmi heim úr ferðalaginu sínu.

Jæja þá er það mín helgi. Á föstudaginn fer ég og sæki Rúnu og við keyrum til Köben og náum í Svölu á flugvöllinn, tékkum okkur inn á hótelið og förum út að borða. Við fórum á Ítalskan stað sem heitir Mamarosa og mælum við ekki með honumErrm. Við fórum nú svo snemma á hótelið lögðumst upp í rúm, þær borðuðu fullt af íslensku nammi og svo var bara kjaftað fram eftir kvöldi.

Laugardagsmorguninn var tekinn snemma , fengið sér morgunmat og kíkt á Strikið og nokkrar hliðargötur, ég var rosalega dugleg að hjálpa þeim að eyða peningum, en eyddi nánast engu sjálfGrin. Mér fannst það mjög gaman, heheLoL. Við fórum svo frekar fínt út að borða á laugardagskvöldið á indverskan stað, maturinn var mjög góður, en við gátu ekki klárað hann þar sem hann var svo sterkur, en góður var hannGrin. Við fengum okkur svo göngu niður Istegade og svo heim í rúmið, þar kjöftuðum og horft aðeins á stigagjöfina í Eurovision.

Á sunnudaginn tókum við öllu mjög rólega, fengum okkur morgunmat, stelpurnar fóru í smá spa á meðan ég hafði það gott inn á herbergiGrin. Fórum á Strikið og sátum á einhverjum kaffihúsum og töluðum aðeins meira. Svo skyndilega var komin tími til að keyra Svölu á flugvöllinnCrying og halda heim á leiðSmile.  Takk fyrir helgini elsku dúllurnar mínar, hún var alveg æðisleg. Ég held að við höfum ekki eytt svona löngum tíma 3 saman í mörg, mörg ár, þetta var æðiGrin.

Þegar ég kom heim tóku á móti mér kertaljós og notaleg heit. Strákarnir hlupu á móti mér og biðu spenntir eftir pakkanum sem ég keypti handa þeimGrin. Við borðuðum kvöldmat sem ég hafði tekið með mér heim, svo var farið í rúmið og dótið geymt þar til í dag. Þrátt fyrir frábæra helgi með stelpunum, var yndislegt að koma heimGrin.

Kristófer var ekki alveg að skilja þetta með helgina og spurði mig hvort ég væri komin í heimsókn aftur, ég sagði að ég ætlaði nú að búa hérna aftur, hvort það væri í lagi, "já já það er bara gaman "sagði hannGrin. Hann ætlaði nú ekki að sofna, því hann hélt að ég yrði ekki heima þegar hann vaknaði aftur, það þurfti miklar sannfæringarGrin.

Jæja, ég er hætt þessu rugli

Kossar og knús

Bergþóra og co


Hæ allir!

Við Kristófer vöknuðum kl 07:20 á miðvikudaginn og ákvað hann að við ætluðum að baka kökuna strax sem hann fór með í leikskólann á fimmtudaginnGrin. Mamma hans greyp að sjálfsögðu tækifærið og hjálpaði honum með þetta, og svo settum við kremið á og skreyttum þegar hann kom heimLoL. Hann pantaði svo hamborgara í afmælismatinn og voru þeir grillaðir og drukkið maltöl og rauðvín með, smá rest af skúffukökunni borðuð í desert og sungin afmælissöngurGrin. Hann fékk slatta af pökkum, frá ömmu Ingunni og afa Gumma keyptum við Battle Wheels, frá Valgerði og Halldóri keyptum við Spiderman á mótorhjóli, frá okkur fékk hann svo geislasverð með hljóði og ljósi, Kormákur keypti svo handa honum Ben10 leik í playstation tölvuna, hann var alveg rosalega ánægður með alltGrin. Ég er nú ekki búin að kaupa handa honum fyrir peninginn frá ömmu Vilborgu og afa Steinari, það kemur síðar (ég veit nefnilega ekki alveg hvað ég ætla að kaupa)Grin. Amma Ingunn og afi Gummi sendu svo líka pakka, en í honum var Dinos Buzz leikur og Alvin og íkornarnir dvd mynd, fullt af nammi, slátur, cheerios, og pítusósa, takk æðislega fyrir okkurTounge.

Svo er ég bara að láta ykkur vita að ég er að fara í húsmæðraorlof með Svölu og Rúnu til KöbenTounge. Jón Óskar verður heima með strákana og finna þeir sér örugglega eitthvað skemmtilegt að geraSmile.

Góða helgi allir og munið að kvitta, annars er þetta leiðinlegt að gera þettaSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


Hann á afmæli í dag.....

Hann á afmæli hann KRISTÓFER, hann á afmæli í dagWizard. Hann er 5 ára í dag, hann er 5 ára í dag, hann er 5 ára hann Kristófer, hann er 5 ára í dagWhistling.

Til hamingju með afmælið elsku strákurinn okkarInLove, loksins orðin 5 ára töffariCool.

Knús og koss

Mamma, pabbi og Kormákur Helgi


Róleg helgi:)

Aldrei þessu vant áttum við rólega helgi. Á föstudaginn röltum við niður í bæ að kaupa afmælisgjöf. Við komum að sjálfsögðu við á pub og fengum okkur drykk, Jón fékk sér bjór, ég og Kormákur appelsínudjús og Kristófer kók. Ég get sagt ykkur það að það var ekki góð hugmynd þennan dag að gefa honum það, barnið varð hreint út sagt stjörnu vitlaus, nánast eins og hann hafi fengið spítt eða eitthvað, hef nú bara aldrei lent í þessu áðurLoL. Hann slappaði nú samt af þegar við komum heim og horfði á mynd, þannig að þetta stóð ekki lengi yfir, en það sést kannski á þessu að hann fær nú ekki oft gos og þá helst ekki svart gosGrin.

Á laugardaginn fórum við í 3 ára afmæli til Emmu Silju (dóttir Rúnu og Mads). Reyndar var einhver misskilningur með tíman, þannig að við komum þegar allir voru að fara, samt komum við í hádeginuGrin. Segir maður ekki bara þá að þetta hafi verið viljandi, þannig að við gætum haft þau út af fyrir okkurTounge. Þarna áttum við allavega huggulegan dag og borðuðum kvöldmat með þeim líka, takk fyrir okkur elskurnarGrin.

Sunnudagurinn fór í ekki neitt, okkur hálfleiddist aldrei þessu vantErrm. Kormákur fékk vin sinn í heimsókn og léku þeir sér allan daginn (aðallega í tölvum), við Jón horfðum á sjónvarpið, ég reyndi að læra aðeins og Kristófer heimtaði súpu, þannig að ég þurfti að gera súpu í hádegismat(voða erfitt, eða þannig)Smile. Jóni leiddist svo svakalega, að ég sendi hann með bílinn minn á bílaþvottastöð, þannig að við gætum bónað hann, ryksugað og gert hann fínan áður en frúin á heimilinu fer í helgarferð til Koben með Rúnu og Svölu, hihi, hlakka bara tilGrin. Svo var nú reyndar tekinn einn Buzz leikur fyrir svefninn, Kormákur vann að sjálfsögðu, en minn tími mun koma, heheGrin.

Við erum svo að plana fyrstu útileguna okkar, en hún verður með íslendingafélaginu í blablabla (man ekki hvað það heitir) um miðjan júní, jei, það verður gamanGrin.

knús og kossar

Bergþóra og co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband