Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Afmæliskveðja...

Innilega til hamingju með daginn (19.ágúst) Gunnlaugur, vonandi fékkstu frábæran dagWizard.

Bestu kveðjur og knús

Bergþóra og co í DK


Hversdagsleikinn...

tekinn við eftir yndislegt sumarfríSmile.

Árni Þór fór heim aftur síðasta laugardag, en þá var hann búinn að vera hjá okkur í 3 vikur. Það var ýmislegt brallað, við fórum í Kattegatcenter (neðansjávarsafn), Ljónagarðinn og eyddum einum degi í Djurs Sommerland þar sem við hjónin nutum þess í botn að hafa Árna til að fara í öll tækin með strákunum, en aldrei þessu vant fórum við hjónin ekki í nein tæki, eða jú annars ég fór í vatnsrússíbana, meira að segja tvo. En þrátt fyrir allt vorum við nú samt dugleg líka að vera bara heima í rólegheitunum og nýta sundlaugina okkarSmile. Takk æðislega fyrir komuna elsku Árni, eins og venjulega var rosalega gaman að hafa þigGrin.

Kristófer er svo búinn að upplifa sinn fyrsta skóladag í 0-bekk og stóð hann sig eins og hetjaCool. Hann gerði þau verkefni sem lögð voru fyrir hann og beið alltaf með upprétta hönd eftir að fá leyfi frá kennaranum til að talaSmile. Ég fékk að vera með honum allan daginn og mér fannst þetta mjög spennandi og allt öðruvísi en á Íslandi (á góðan máta þó)Smile. Foreldrar fengu morgunmat og kaffi á meðan 0-bekkur fékk leiðsögn um skólann frá stóru vinunum í 4-bekk. Honum Kormáki (og flestum strákunum) fannst þetta nú vera meiri vitleysan að þurfa að draga einhvern smákrakka með sér út um allan skólann til að sýna hann, heheGrin. Svo voru stelpurnar sem nutu sín í botn og tóku í hendurnar á sínum vinum og sýndu allt vandvirknislegaLoL.

Kormákur er nú alveg sáttur að vera kominn í skólann aftur, en finnst heimalærdómurinn bara vera tímasóun og hvað þá leikfimi, það er nú meiri vitleysan, hihiWink. Vona bara að þetta lagist með aldrinum og jákvæðum stuðningi frá foreldrumBlush.

Svona er nú það í þetta skipti. Ég ætla að sitja inn nokkrar myndir núna líka. Munið svo bara að kvitta, það er ekki bannaðGrin.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Hann á afmæli í dag....

Innilega til hamingju með afmælið elsku Steini okkarWizard. Vonandi færðu alveg frábæran dag og fjölskyldan verði dugleg að stjana við þigGrin.

Risaknús og kossar frá okkur öllumKissing.

 

Nenni ekki að skrifa meira í dag, geri það sennilega bara þegar Árni Þór er farinn heim. Þangað til næst hafið það sem allra bestSmile.


......

Elsku Elísabet Jenný, innilega til hamingju með afmæliðWizard. Vonandi ertu búin að láta mömmu og pabba stjana við þig í dagSmile.

Núna er Árni Þór búin að vera hjá okkur í viku og er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við erum búin að fara niður í Kolding að kaupa jólagjöf og afmælisgjöf og kíkja í Kolding Storcenter.

Í gær fórum við í Kattegatcenter sem er sjávarsafn með hinum ýmsu fiskitegundum frá öllum heiminum td. eins og hákarlar (frekar stórir), pirana fiskar ofl. Þarna löbbuðum við um og skoðuðum, sáum selunum og hákörlunum fóðrað og lékum okkurGrin. Á leiðinni heim komum við við í Ikea og keyptum perur og Jón Óskar var svo yndislegur að hann keypti rauða rós handa konunni sinni til að hafa í stofuglugganumGrin. Þegar heim var komið var svo bara matseld og afslöppun hjá eldra fólkinu yfir International (DVD mynd) og strákarnir horfðu á Bedtimes Stories.

Í dag var svo gerð tilraun til að leifa strákunum að fara á Transformers 2 í bíói á meðan við hjónin myndum slappa af bara 2 á meðan. ENNNN ég leit á smá vitlausa dagsetningu og var því myndin ekki sýnd á þessum tíma, þannig að við prófum aftur næstu heldi, heheGrin. Við fórum nú samt hring í Bryggen og keyptum tvennar gallabuxur á húsbóndann og bauð Árni Þór frændum sínum upp á ísGrin.

Ekki meira í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


Jæja þá eru tengdó á leið heim aftur....

Tengdó og Daði eru búin að vera hjá okkur núna í 2 vikur og eru á heimleið aftur í kvöld. Það er nú búið að bralla eitthvað smá á meðan þau voru hérna. Við fórum niður í Þýskaland þar sem við dressuðum drengina okkar upp á buxum fyrir veturinn, löbbuðum göngugötuna í Flensborg og komum svo að sjálfsögðu við í Fleggard og fylltum á birgðirnarGrin. Það var farið til Blavand að kíkja í brjóstsykursgerðina, en því miður var svo svakaleg röð að strákarnir okkar gátu ekki gert sinn eigin brjóstsykur þar sem Linda(frænka Jóns) og Kiddi áttu von á okkur í kaffiGrin. Við erum nú líka samt búin að vera heima í afslöppun og bralla meira, nenni bara ekki að skrifa um þetta allt Tounge. Við vorum samt nú svo óheppinn að annar bíllinn bilaði, þannig að það var ekkert hægt að gera í 3 daga.

Árni Þór kom svo til okkar seint á laugardagskvöld og var mikill spenningur í strákunum allan daginn. Þeir komu með mér til Billund að ná í hann og þeir voru að fara yfir um, "hvenær kemur Árni, mamma hvenær kemur Árni eiginlega, hvar er flugvélin hans", hehe þessar elskurGrin.

Á sunnudaginn fór ég svo með Árna og strákunum í Ljónagarðinn og kíktum á dýrin. Jón Óskar, tengdó og Daði voru bara heima og höfðu það gottGrin.

Núna erum svo á leið niður á göngugötuna í Vejle að hjálpa tengdó að eyða smá pening svona áður en þau fara í flug í kvöldGrin.

Reyni að nenna að skrifa meira síðar.

Knús og koss

Bergþóra og co


Alltaf sama fjörið hér á bæ:)

Sumarfríið "yndislegt" með 20 stiga hita, rigningu og roki, en við erum bjartsýn og vonum að við förum að fá góða veðrið afturGrin.

Á laugardaginn fórum við í Ikea og eyddum smá pening áður en við fórum upp í Silkeborg til Rögnu og Kristins í kaffi og matarboð. Þetta var að sjálfsögðu frábær dagur og góður matur í frábærum félagsskapSmile.

Sunnudagurinn fór í tiltekt í Kormáks herbergi og leti með Harry Potter og smá íslensku nammiGrin.

Í dag erum ég og Ásta svo búnar að vera í bakstri, byrjuðum á flatkökum, svo rúgbrauði og kleinum, mmmm allt smakkast alveg frábærlegaSmile. Ég ætlaði að gera rifsberjasultu og var að byrja þegar Kristófer Ingi segir við mig "mamma hvað ertu að gera", "ég er að gera rifsberjasultu", "nei mamma, þú átt ekki að gera þetta", "af hverju ekki, Kristófer minn", "af því að afi er að koma á morgun og hann gerir þetta", heheGrin. Svo talaði ég við tengdapabba og var að spyrja hann aðeins út í þetta og hann sagði mér að setja bara sykur yfir þau og hann myndi hjálpa mér með þetta á miðvikudaginn, hihi. Þetta er nú bara fínt, því þá læri ég allavega að gera þetta réttGrin. Okkur hlakkar nú öllum til að fá þau þrjú, en Daði bróðir Jóns kemur með þeim. Ég er líka farin að sjá fram á það að ég verði bara í fríi frá eldhúsinu á meðan, þar sem strákarnir eru sammála um það að afi eigi að elda á meðan hann er hérna, "mamma, HALLÓ, hann er kokkur"Tounge.

Jæja hef ekkert meira að segja í bili. Jú annars gleymdi nú að Jón fór að slá garðinn og reyndi að slá tærnar á sér með, en var sem betur fer í dreifbýlistúttum sem björguðu þessu og enduðu svo á ruslahaugunum, hmm það er spurning hvort ég verði bara að gera þetta sjálfWink.

Kossar og knús

Bergþóra og co


Dúdda mía, langt síðan síðast:)

Ég og strákarnir kláruðum skólann með glans fyrir 2 vikum og erum búin að vera í fríi síðanWink. Við erum búin að bralla ýmislegt hérna heima, við keyptum okkur meðal annars sundlaug í garðinn vegna þess að það var alltaf svo heitt og vantaði okkur eitthvað til að kæla okkur niður. En það passaði til að þegar við vorum búin að kaupa þetta og eftir 2 daga var farið að rigna og kólna, og það er búið að vera þannig síðanFrown. Núna bíða strákarnir bara spenntir eftir því að það hlýni svo þeir geti farið að synda afturSmile.

Þegar það var sem hlýjast fórum við upp að Brande baðvatni og sulluðum aðeins og lékum okkur, eða kannski þeir léku sér í að mér fannst ísköldu vatninu og ég horfði á þá og las í bók, fór nú samt reglulega og skvetti smá á þáGrin. Strákarnir fengu svo svona vatns rennibraut (sem er á jafnsléttu) frá Óla og Ástu og léku sér mikið á henniGrin.

Þessa vikuna erum við bara búin að vera heima í róleg heitunum, við fórum í skóginn og lékum okkur í Einni krónu, fengum pakka frá mömmu og pabba með ýmsu góðgæti og hafði mamma prjónað lopapeysu fyrir mig í síðbúna afmælisgjöf handa Ástu. Takk æðislega fyrir þettaGrin.

Núna er svo verið að taka allt í gegn þannig að það verði allt tilbúið og fínt þegar tengdó koma á þriðjudaginn.

Síðast en ekki síst, Jón Óskar er komin í sumarfrí og núna viljum við fá góða veðrið afturGrin. Guð hvað maður er latur að skrifa hérna núna, en ég vona að þið gefist ekki upp á mér, heheSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


útilega ofl

Það er alltaf sama rútínan hér á bæ. En þó er frá einhverju að segja núnaSmile. Við fórum á íslendingahátíð síðustu helgi og var bara gaman. Hún var haldin í Almstok sem er rétt hjá Billund, þangað fórum við á föstudaginn og komum heim á sunnudaginn, þannig að við byrjum á föstudeginum: Ég kom strákunum í skólann, kom heim og tók okkur aðeins til fyrir útileguna, horfði svo út um gluggann á þessa líka svaka rigningu sem byrjaði skyndilega með eldingum, þrumum og tilheyrandi látum. Lætin voru svo svakaleg að Jón Óskar hrökk upp af annars værum blundi. Svo var nú komið að því að ég þurfti að fara í skólann og framleggja eins og eitt verkefni. Það gekk nú alveg furðuvel og komumst við Ásta heilu á höldnu í gegnum þaðGrin. Þegar þrír hópar voru eftir að framleggja fékk ég að stinga af heim og þeir sem efir voru fengu ís með ávöxtum, þar sem kennaranum fannst allir eiga það skilið þar sem við vorum að þessu eftir hádegi á föstudag, en hún var með lokaritgerðarpróf fyrir hádegi, bara yndislegur kennariGrin. Jæja við kláruðum að taka okkur til og setja allt í bílinn og svo var brunað af stað. Við náðum að tjalda en svo byrjaði að rigna aftur og rigndi af og til þar til eftir hádegi á laugardagWink, við heppinnCool.

Laugardagur: Við sáum varla Kristófer alla helgina en hann Kormákur hékk meira minna hjá okkur í stað þess að leika við krakkana (þeir voru nefnilega ekkert skemmtilegir). Við fórum í SMÁ skrúðgöngu og sungum hæ hó jibbijei..... og svo var farið í nokkra leiki og mitt lið VANNGrin. Um kvöldið var svo sameiginlegt grill og varðeldur, algjört æðiLoL.

Sunnudagur: pakkað saman og farið heim, Kormáki til mikillar gleði og Kristófer til mæðu. Svo yndislegir þessar elskur hvað þeir eru ólíkirSmile.

Mánudagurinn 22 júní vorum við hjónakornin búin að vera gift í 7 ár og óskum við okkur innilega til hamingju með það. Óli átti líka afmæli á mánudaginn og óskum við honum líka til hamingjuWizard.

Kormákur fór í útilegu með bekknum sínum heim til kennarans síns og skemmti sér konunglega og var alveg hæst ánægður þegar ég kom að ná í hann. En eftir að heim var komið byrjaði honum að klæja og sá ég þá að hann var sólbrenndur og setti á hann After sun. Hann byrjaði með upp og niður og svo varð hann vel rauður alveg niður í nára, undir hendur og fékk rauða flekki frá nára og niður á hné. Læknirinn vildi bara að ég gæfi honum ofnæmistöflu, fylgdist með honum í dag og kæmi með hann ef eitthvað meira kæmi í ljós. Hann er búin að vera súper góður í dag og ég virðist ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af þessari elskuGrin.

Svo er sumarfrí eftir 2 daga, HÚRRACool. Er að vinna í því að sitja inn nokkrar myndir. MUNIÐ SVO AÐ KVITTA.........................

Knús og koss

Bergþóra og co


oohhhhh

ennþá tvær vikur eftir í sumarfríCrying.

Það er nú alltaf sama sagan hérna þessa dagana. Síðustu helgi vorum við að klára það mesta í garðinum. Byrjuðum að reita meters hátt gras undan hekkinu svo hægt væri að bæta mold í sem við fengum í Sorpu, þurftum að handmoka upp á kerruna, ekkert voðalega gaman og bættum henni undir trénGrin. Á föstudaginn skyldi ég Jón eftir heima að reita og gera fínt í garðinum á meðan ég fór til Þýskalands með Ástu og náði að byrgja okkur upp af gosi, bjór og rauðvíni fyrir sumariðGrin. Laugadagurinn fór svo í að klára garðinn, forða sér inn undan rigningu og hagléli, og svo er núna bara að halda arfanum í skefjumTounge.

Vikan fór svo bara í þetta venjulega, skóla, vinnu osfrv.

Síðasta fimmtudag fengum við Jón Þór og fjölskyldu í mat til okkar. Jón Þór og Díana konan hans voru í heimsókn hjá Lindu dóttur sinni sem býr í Esbjerg. Takk fyrir komuna, þetta var rosa gamanGrin.

Ég var í fríi úr skólanum á föstudaginn og Jón fór í vinnu, en viti menn ég ákvað að leggja mig og þá kom maðurinn minn heim og lögðum við okkur bara bæði, svona áður en við fórum að versla örlítið og á fund í nýjum banka. Það er svona verið að sjá hvað þeir geta boðið okkur og hvort við skiptum um banka........

Í gær fórum við í smá hjólatúr með honum Kristófer á meðan Kormákur sem á ekki hjól var heima í tölvunni. Síðan var bara afslöppun þar sem ég var ekki hin hressasta í gær, var svona hálfveik....

Jæja bullið hérna, ég blogga meira eftir næstu helgi og drullast vonandi til að setja inn fleiri myndir, langt síðan síðastSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


Afmæli:)

Innilega til hamingju með afmælið í gær elsku Árni ÞórWizard. Sorry að ég skrifaði ekki kveðjuna til þín í gær, en vonandi áttir þú góðan dagGrin.

Knús og kossar

Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur og KristóferInLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband