Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gleðilega páska.....

Jæja þá er það smá færsla, langt síðan síðast. Byrja á því að segja ykkur að við sitjum úti á verönd í 20 stiga hita og með bjór, bara niceCool.

Ég er búin að vera að vinna í verkefninu, sem er svo sem ekkert nýtt, en ég er búin að lesa smá til að geta haldið áfram eftir páska, eða jafnvel aðeins á morgunSmile.

Þá er bara páska yfirlitið. Fimmtudaginn settu Jón Óskar og Kristófer sláttuvélina saman þannig að við gætum nú farið að slá grasið, sem er farið að vaxa mikið. Við skelltum okkur síðan á Fjón til Rúnu og co og eyddum þar deginum í góðu yfirlætiSmile. Við kveiktum bál og þar fengu krakkarnir að grilla sykurpúða, snúbrauð (bolludeig sett á langa grein og bakað yfir opnum eldi) og pylsur. Við fullorðna fólkið fengum okkur bjór (ég bara einn þar sem ég keyrði heim aftur), grilluðum buff, svínakótelettur, pylsur og brauð, þannig að þið sjáið að við áttum ekki að fara svöng heimGrin. Takk fyrir okkur, gaman eins og alltaf að koma til ykkarSmile.

Föstudagurinn langi- Kristófer var búin að bíða spenntur síðan á miðvikudag að gera rjómatertu, en hann valdi alveg sjálfur hvað ætti að vera á henni. Hann valdi hindber og bláber og skreytti með kiwiTounge. Við fórum svo út í garð að vinna, ég reytti arfa, Jón Óskar sló grasið í fyrsta skipti, og strákarnir hoppuðu og léku sér á trampólíninuGrin. Í kaffinu fórum við inn og smökkuðum á þessari ljúffengu rjómatertu sem Kristófer gerði, hún var nú rosalega góðSmile og Kristófer mikið montinn af því. Um kvöldið var svo gert gamaldags páskalamb (íslenskt) og horfðum svo á All star og Hellboy 2.

Laugardagur- gerðum nánast ekki neitt, nema að fara til Billund og kaupa bjór, annars vorum við bara heima og ég gerði kalkúnafyllinguna. Elísabet, Nicolai, Alexander og Oscar Emil komu svo í heimsókn. Strákarnir þrír voru rosalega duglegir að leika sér úti (og Nicolai mikið með þeim) á meðan lék ég mér aðeins með Ocar Emil, sem er nú algjör dúlla, bara yndislegurGrin. Þegar búið var að borða spiluðum við smá Monopoly áður en þau lögðu af stað heim afturGrin. Frábær dagur í góðum félagsskap, Takk fyrir komuna.

Sunnudagur- Byrjuðum daginn á léttum morgunmat og svo var páskaeggja leitin hafin. Strákarnir byrjuðu að leita að sínum og voru nú ekki lengi að finna þau, hmmm spurning að finna betri staði á næsta áriGrin. Strákarnir og við öll vorum að sjálfsögðu himinlifandi með páskaegginn okkar. Mamma og pabbi höfðu sent okkur púka- og ástaregg, svo keyptum við Risa Kinderegg með risa óvæntum glaðning inn í. Kristófer er nú kominn langleiðina með sín egg, en Kormákur varla búin að snerta á sínumGrin. Eins og ég sagði fyrr þá sitjum við úti í garði í 20 stiga hita og Kristófer er í stuttbuxum, hlýrabol og með vettlinga, heheheSmile.

Jæja ég er að hugsa um að hætta núna og ath hvort ég nái að lesa eitthvað. Setti inn nokkrar myndir líkaGrin.

Gleðilega páska og hafið það gott.

Knús og koss

Bergþóra og co

Það er ekki bannað að kvitta, hvorki í athsemdir eða gestabókina


Til hamingju Ísland....

því ég fæddist hér, ég er Guðmundur Helgi og.... nei nei nú er ég hætt þessu bulli. Skil ekki af hverju mér datt þetta lag í hug allt í einuWink.

Innilega til hamingju með afmælið elsku pabbi, afi, tengdó og bara allur pakkinnWizard. Vonandi ertu búin að eiga frábæran dag með fjölskyldunni (svona þrátt fyrir að við vorum ekki).

Fullt fullt af knúsi og kossumInLove.

Litla fjölskyldan i danaveldi.


Eigum enginn lítil börn lengur:):(

Jæja þá er litla stóra barnið mitt hættur í leikskóla og kominn í undirbúningsdeild í skólanumWink. Þar byrjaði hann á mánudaginn og hann er svo montinn með sig, að það er alveg frábærtTounge. Þarna á hann að vera mættur klukkan 8 á morgnanna, þannig að það er enginn miskunn lengur fyrir hann, núna verður hann bara að vakna og af stað í skólann, þó svo að mamma sé heima að læra (eða að liggja bara í leti)Smile. Honum finnst þetta svo skemmtilegt og finnst hann vera frjálsari núna. Hann sagði við mig fyrsta morguninn þegar við vorum að fara og þeir voru að ná í nestið sitt "jæja mamma, núna er ég kominn í skólann eins og Kormákur, og þá má ég líka fá djús með mér", hehe, ég gat að sjálfsögðu ekki neitað því og fékk hann því safa með sérGrin.

Kormáki gengur vel eins og alltaf í skólanum og er voða ánægður að Kristófer sé kominn yfir og passar vel upp á hannSmile. Hann er voða montinn með það að þeir eru búnir að labba einu sinni bara tveir heim. Hann hringdi í mig svo aftur daginn eftir og sagði "mamma ég er að koma heim, á ég ekki bara að taka Kristófer með mér". Hehe algjör dúlla, gott að hafa svona stóran strák sem nennir að taka bróðir sinn meðGrin, bara vonandi að það endist.

Eftir að Jón Óskar kom heim frá Íslandi var hann dreginn úr lestinni og í búðir til að kaupa afmælisgjöf handa strákunumWink. Við ákváðum að drífa í að kaupa gjöfina þar sem var ca 600 dkr í afslátt. Við keyptum trampólín handa þeim og verður það sett upp á föstudaginnGrin, og verður þá vonandi hoppað mikið í sumar, spennandiTounge.

Ég er að berjast í gegnum verkefni sem á að skila eftir páska, en ég nenni ekki að spá þetta þá, þannig að ég vonast til að vera búin á föstudaginn, þannig að ég geti átt almennilegt páskafrí án verkefnagerðar með strákunumSmile. Svo verður endurtektarpróf í endaðan apríl (verður gaman hjá mér að eiða sennilega afmælisdeginum mínum í prófgerð).

Síðast en alls ekki síst langar mig að óska Rögnu og Kristni innilega til hamingju með nýja prinsinn hann Símon Mikael, sem fæddist í dagHeart. Hlökkum svo til að sjá ykkur öllSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


Jóhanna orðinn 35 ára....

Innilega til hamingju með daginn elsku systaWizard. Eigðu góðan dagKissing. Væri alveg til í að vera hjá ykkur núna.

Jón Óskar er á Íslandi núna í jarðaför hjá afa sínum, því miður gátum við ekki öll farið, en við hugsum til allra heimaHeart. Ég reyni á meðan að hafa það notalegt með strákunum okkar. Í gær fórum við í bæinn og náðum okkur í Hellboy og Snowbuddies, mjög skemmtilegar myndir báðar, keyptum okkur nammi og tókum hamborgara með heim. Í dag erum við búin að vera bara heima fyrir utan það að við skiluðum spólunum og komum við í ísbúðinni og keyptum okkar stóran ís (enginn megrun þessa helgina). Núna á svo bara að vera heima og gera meira af því að gera ekki neittWink.

Eins og ég var búin að segja hérna áður skilaði ég prófi fyrir 2 vikum síðan og fékk ég að vita að ég féll á því og þarf því að taka það upp aftur. Ég hefði þurft meiri hjálp í sambandi við hvar ég átti að leita að hinu og þessu og vissi þar að auki ekkert hvað ég átti að geraErrm. Ég valdi einhverja blaðagrein sem ég átti að skrifa um og fara inn undir lög og reglu og eitthvað blablabla. Ég ákvað að næst geri ég betur og fæ 12 heheGrin, kannski ég hafi betur hugmynd um þá hvað er verið að biðja um. En við vorum nú 14 sem féllum og um 6 sem ekki skiluðu, þannig að ég var ekki sú einaGrin.

Jæja hef ekkert meira í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co


Afmæliskveðja

Innilega til hamingju með afmælið elsku MargrétWizard. Vonandi ertu búin að eiga góðan dagSmile.

Knúsí knús

Bergþóra og co


Djö... er ég dugleg:)

Þriðja skiptið mitt hérna inni í dagTounge.

Kristófer Ingi missti sína fyrstu tönn áðanGrin. Ég óskaði honum til hamingju, hann sagði að þetta væri vont og vissi ekki hvort hann átti að hlægja eða hvað hann ætti að gera. Við fórum fram á bað og skoluðum munninn, á leið inn aftur sagði hann svo "mamma, ég er bara næstum að fara að gráta út af þessu", "nú gráttu þá og ég sit hérna með þér og knúsa þig". Hann grét smá en fór svo ánægður að sofaSmile.

Munið að kvitta og gera eitthvað af viti hérna inniWink.

Knús og koss


Afmæli:)

Elsku Vilborg Helga, innilega til hamingju með 9 ára afmæliðWizard. Vonandi er þetta búið að vera góður dagur.

Knús og kossar frá okkur öllum í Gadbjerg.


hmmmm.........

Hvað segist annars?

Jæja allir dagar eru eins hérna hjá okkur. Ég er ekki ennþá búin að fá einkunn frá prófinu, en bíð spennt eftir því þar til í endann á vikunniErrm. Á meðan ég bíð eftir útkomu úr þessu prófi er ég að undirbúa annað sem ég á að skila í vikunni eftir páskaErrm.

Við höfðum nóg að gera um helgina og fannst mér hún bara búin áður en hún byrjaði. Á föstudaginn fengum við pakka að heiman (alltaf gaman), í honum voru lopapeysur á alla strákana, páskaegg, cheerios og pipp, hihi, takk æðislega fyrir þetta mamma og pabbiGrin.

Laugardagur- vaknað klukkan 6:30, já ég er ekki að ljúgaErrm. Kormákur vaknaði við væl í kettinum og ákvað að vera svo góður að hleypa honum fram og að sjálfsögðu var ekki sofnað aftur. Jæja við fórum bara á fætur, fengum okkur morgunmat, strákarnir horfðu á barnaefni og ég tók aðeins tilSmile. Eftir þetta fór ég að undirbúa kvöldmatinn, en við fengum Rúnu vinkonu, hennar fjölskyldu og foreldra hennar í mat til okkarGrin. Í boði var rækjukokteill í forrétt, lambalæri, grillsneiðar og pylsur í aðalrétt og svo litla súkkulaðisyndin í eftirrétt (börnin fengu að vísu lítið páskaegg og ís). Með þessu var drukkið Baron de'lay rauðvín, gos og svo kaffi, mmmm þetta var svo gott allt saman. Takk æðislega fyrir komuna þið, þetta var æðiSmile. Við vorum nú svo heppin að við fengum blóm frá Rúnu og Mads, og frá Önnu og Gumma fengum við svona mini páskaliljur og fjólur, algjört æði, ég er byrjuð að hafa blóm, heheSmile.

Sunnudagur: Keyrðum Kormák til vinar síns í Vejle og svo fórum við í Plantorama að finna stóran útipott fyrir páskaliljurnar. Það tókst svo við fórum heim að setja þær í pottinn og byrjuðum að fella tré fyrir nágrannan sem við máttum svo hirða í brenni (það er að segja trén, hehe). Satt að segja fannst mér við vera komin með nóg af brenni (fyrir næstu 2-3árin)þannig að ég bauð annarri að fá þetta ef hún vildi fella þetta, hún vildi það svo við erum lausGrin.

Guð minn góður hvað við erum orðin róleg eitthvað, en fínt, ég elska þetta lífInLove.

Við fengum slæmar fréttir á þriðjudaginn. Afi hans Jóns dó 96 ára gamallCrying. Hann var jú búinn að lifa löngu og góðu lífi, en samt alltaf leiðinlegt og erfitt að segja bless við þá sem manni þykir vænt umCrying. Jón Óskar kemur því heim til að vera við jarðaförina, hann kemur á föstudag og verður fram á mánudag. 

Knús og koss

Bergþóra og co


Voðalega er ég orðin dugleg:):):):):):)

Bara önnur færsla á innan við vikuGrin.

Mér datt í hug að skrifa núna, en á í raun að vera lesa 20 síður eða meira fyrir morgundaginnBlush. Jæja um helgina var ýmislegt brallað, hmmm eða kannski bara ekki neitt. jæja þið getið metið það sjálf, höldum allavegga bara áframSmile. Á föstudaginn nýtti ég það að sjálfsögðu að hafa kallinn heima og var hann voða duglegur að hjálpa mér að þrífa og versla í matinn. Það var nú gott að fá hjálp við að versla þar sem hafði ekki verið verslað almennilega í hálfan mánuð og ísskápurinn og frystikistan að fara að líkjast eyðimörkWink. Kormákur fékk nýjan síma líka þar sem hans var orðin lélegur, hann voða ánægður með það. Jón spurði hvað hann ætlaði að borga sér fyrir símann eða hvort þetta ætti að vera gjöf. Kormákur hugsaði sig vel um og sagði ég borga þér 50 kr, Jón var nú heldur betur sáttur og sagði frábært þá græði ég 49 krTounge. Kormákur var nú ekki sáttur við það og lét pabba sinn fá 2 krLoL. Alveg yndislegir.

Á laugardaginn var farið aftur í bæinn og verslað stigvéli og strigaskó á strákana, slátturvél og garðáhöld fyrir garðinnSmile. Heim var farið og út í garð að vinna og þrífa grillið. Við nutum þess svo að borða grillmat með öllu tilheyrandi um kvöldið og vorum óvart með matarboð, en þau komu samt með hluta af kjötinu þar sem allt var frosið hjá mérGrin. Ásta og Óli komu til okkar með 3 af börnunum sínum. Krakkarnir léku sér vel eins og alltaf á meðan við súptum rauðvín, bjór, baylis (kann ekki að skrifa) og koníakTounge. Við vöktum að sjálfsögðu "alltof" lengi og voru börnin ekki farin í rúmið fyrr en 02:30, hvurslags pædagog erum við eiginlega, hehe. Takk fyrir alveg frábært kvöld, gaman eins og alltafGrin.

Sunnudagurinn fór í þreytu hjá mérSleeping og timburmenn hjá Jóni mínumSick. Ég las smá en ekki nóg og fór ekkert út í garð að vinna, var svo treyttur. Eldaður var gamaldags kjúklingur í ofni með brúnuðum kartöflum og öðru meðlæti. Horfðum svo á Journy to the center of the earth áður en strákarnir fóru að sofa. Ekkert smá skemmtileg mynd, væri alveg til í að sjá hana í þrívídd, örugglega bara æðiGrin.

Jæja núna er ég farin að lesa þar til ég þarf að sækja strákana.

Knús og koss

Bergþóra og co


Alltaf rekið á eftir manni.......

Jóhanna var víst að reka á eftir færslu hérna. Sorry hef bara ekki haft neitt að segjaFrown.

Síðustu helgi vorum við að vinna í því að klára að kljúfa timbrið og raða því upp til þurrkunar. Við spiluðum, horfðum á sjónvarp og bara þetta venjulega helgardæmi okkarGrin.

Þessa vikuna erum við Kristófer farin að hjóla í leikskólann og Kormákur hleypur á eftir, þar sem við erum ekki búin að kaupa nýtt hjól handa honum (kemur vonandi fljótlega), en smá grín, ég fylgi nú alltaf með honum, en tek svo á því á leiðinni heim afturLoL.

Á þriðjudaginn fékk ég rosalega skemmtilegan póst, en það var umsögn um Kormák frá skólanum hans. Í öllum fögum og frá öllum kennurum var ekkert nema jákvætt um hann að segja. Hann er jákvæður, tillitsamur, duglegur að koma sér að verki, á auðvelt með að setja sig í spor annara, bíður rólega eftir að röðin kemur að honum og allt eftir þessuLoL. Guð hvað við erum montinn og stolt yfir syni okkarInLove.

Ég er búin að vera í prófi frá því á þriðjudaginn og skila því á morgun. Prófin hérna eru svo gjörólík því sem við höfum heima (allavega þeim sem ég hef kynnst). Við fengum semsagt útdeilt þremur valmöguleikum, blaðagrein, setning, og mál (vandamál í unglingaklúbbi sem þurfti að leysa). Út frá þessu áttum við svo að skrifa 8 bls+viðhengi og allt það. Þetta er erfiðasta fag sem ég hef kynnst og kallaði ég hreinlega á hjálp til að fá hugmyndir hvað ég gæti gert, svo var það mitt að útfæra þær. Í raun átti ég að skila í gær en fékk frest vegna "tungumálaörðugleika" þar til á morgun. Allt þetta próf gekk út á að finna lög og reglur, nútímasamfélagið ofl, púff þetta var bara erfitt. Svo er bara að bíða eftir einkunn sem á að koma síðasta lagi 30 mars og vona að maður náiErrm.

Ekkert plan er fyrir þessa helgi, nema að reyna að finna út úr einhverju með garðinn, kryddjurtir blóm ofl. Læt ykkur vita seinna hvað kemur út úr þessuGrin.

Best að segja frá því líka að Kristófer er með lausa tönn og hann er svo montinnGrin. Hann segir alltaf frá því ef hann hittir einhvern nýjan, svo finnst honum brjálæðislega fyndið að Kormákur er búinn að bjóðast til þess að binda band í tönnina og hurð og skella hurðinni til þess að athuga hvort tönnin detti útLoL. Hann vill nú samt ekki leyfa Kormáki að prófa, hmmm skrítiðWink.

Sorrý að ég skrifa ekki oftar, það er bara svo lítið að gerast þessa dagana.

Jóhanna segðu Aðalheiði að Nemó sé svo góður og blíður að hún þurfi ekkert að vera hrædd við hann þegar hún kemur til okkar. Nú annars finnum við eitthvað út úr því.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband