Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
6.1.2009 | 19:49
Ég er svo ánægð með......
litlu (stóru) strákana mína. Byrjum á Kormáki, honum kveið mikið fyrir því að byrja í nýja skólanum og lét ég hann vita af því að hann væri nú svo opinn og skemmtilegur strákur að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann byrjaði svo í skólanum í gær og féll strax vel inn í hópinn. Honum finnst kennarinn sinn frábær og hann fann sér einn vin í gær sem hann var að leika við þegar ég náði í hann. Í morgunn mátti hann varla vera að því að segja bless við mig hann var svo tilbúinn
. Hann fékk svo boðskort í afmæli sem hann fór í, í dag og fannst mömmu stráksins hann rosalega duglegur og eins og hann hafi verið í bekknum lengi
.
Svo er það hann Kristófer, hann vildi nú frekar fara á sinn gamla leikskóla en þann nýja. Jæja við fórum svo í gær og ég var hjá hinum í smátíma og fór síðan með Kormáki yfir í skólann og sagði Kristófer að ég kæmi aftur að segja almennilega bless. Ok ég kem svo aftur og lætur hann mig bara vita af því að ég megi bara fara í vinnuna og vinkar mér bless. Þegar ég kem aftur var hann úti að leika við strák sem heitir Oliver, alveg hæstánægður. Í morgun var þetta ekkert öðruvísi, bara bless mamma sjáumst í dag
. Ég afhenti þá að vísu báða í dag á leikskólanum (morgungæsla skólans er þar líka, ég þurfti að opna í mínum þannig að þeir voru komnir 6:30), en þeir spáðu ekkert í það og fóru bara í hvor sína áttina
.
Svo er bara að vona að það komi ekki bakslag hjá þeim, en ég er ekkert smá stolt af strákunum mínum yfir því hversu duglegir þeir hafa verið að aðlagast öllu hérna síðan við fluttum.
Jæja ég sit vonandi inn myndir fljótlega
Kossar og knús
Bergþóra og co
5.1.2009 | 14:54
Þá er Íslandsferðinn búin:(
Eins og flestir vita fórum við til Íslands yfir jól og áramót. Við byrjuðum á að gera laufabrauð sama kvöld og við komum. Svaka fjör þar og fengum hangikjöt í matinn, mmmm gott.
Við höfðum ekki tíma í að klára jólaundirbúninginn hérna heima í Danmörku þar sem strákarnir urðu veikir vikuna áður en við komum, þannig að stressast var í bæinn strax á laugardeginum að kaupa jólagjafir ofl. Á sunnudeginum var skírn hjá litlu dúllu henni Ingunni Rebekku, var það svaka fín veisla með súpu, brauði og skírnartertu, til hamingju elsku litla frænka með nafnið þitt.
Á mánudeginum fór ég á Geislabaug í heimsókn, fengum þar höfðingjalegar móttökur með jólatréssúpu með skrauti, salat og heimabakað brauð, takk æðislega fyrir okkur. Farið var svo í bæinn aftur og haldið áfram að kaupa. Þorláksmessa var meira afslappandi, ég náði í Aðalheiði og Hlyn á leikskólann þar sem hún Aðalheiður bað svo fallega og sagði að ég yrði að sjá leikskóladeildina, hehe
. Við fórum svo niður á Laugaveg þegar farið var að dimma, fórum á kaffihús og fengum okkur heitt kakó
. Leiðin lá svo í Elko að kaupa jólagjöf handa Kristófer frá Kormáki og svo í Hagkaup að kaupa jólafötin á strákana, því lukum við klukkan 21:30 og fórum þá heim að hvíla okkur
. Höfum aldrei verið svo sein að kaupa jólaföt ofl, en þetta reddaðist.
Við áttum svo yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar og nutum þess bara að vera með þeim. Strákarnir sváfu alltaf fram að hádegi helst, við vöktum þá stundum þannig að þeir færu aðeins fyrr í rúmið, gekk illa, en gaman var hjá þeim.
Gamlárskvöldið var rólegt en gott, horfðum á flugeldasýningu í Björtuhlíðinni hjá nágrönnum Jóhönnu og Steina og sprengdum nánast ekki neitt af okkar flugeldum. Gerðum það bara á nýjársdag í staðinn.
Voðalega gaman að hitta alla, en verst var að ná ekki að hitta alla almennilega, það voru nokkrir sem við hefðum gjarnan vilja eyða meiri tíma með, en svona er nú það þegar ekki er lengri tími.
Elsku vinir við óskum ykkur öllum gleðilegs árs, hafið það sem allra best.
kossar og knús
Bergþóra og co
17.12.2008 | 11:38
Þá er komið að grínsögu dagsins:)
Ég Kormákur og Kristófer liggjum öll í leti í hjónarúminu núna í morgun. Þeir eru jú veikir þannig að maður er ekkert að stressa sig. Við vorum að skoða pakkana sem þeir fengu frá Pottaskefil og tala um hvað Pottaskefill er nú góður. Ég sé út undan mér eitthvað dökkt upp við koddann, en hélt þetta væri bara skuggi. Eftir smá stund segir Kristófer "MAMMA, það er rotta á náttborðinu", ég hlæ að sjálfsögðu bara "Kristófer minn það er ekki rotta hérna inni", "jú mamma sjáðu" Ég lít upp og sé pínulítinn ráðvilltan moldvörpuunga sem veit ekkert hvert hann á að fara greyið. En ég að sjálfsögðu brá stökk á lappir og sagði "Kormákur getur þú ekki tekið hann", "nei mamma ég þori því ekkert". Ok nú varð jú að planleggja hvernig ætti að ná unganum og henda honum út. "Ég hleyp fram í eldhús og næ í skál til að setja yfir hann og þið fylgist með hvar hann er". TÓKST EKKI. Við tíndum honum í rúminu MÍNU. "Kormákur farðu fram og náðu í aðra skál, ég þori ekki að lyfta upp koddanum, en hún má ekki fara út"sagði ég. Unginn kemur út og fer inn í Kormáks herbergi sem er við hliðina, Kormákur kemur með tertuhjálm og nær að skella honum yfir ungan, úfff. Það var mjög hraður hjartsláttur hjá okkur og við hoppuðum, öskruðum og hlógum eins og í gamanmyndunum
.
Kormáki fannst að vísu hræðilegt að hann hitti fyrst á hálsinn á unganum og hann dó. "Mamma hringdu í einhvern og láttu takaungann og segðu að ég hafi drepið hann". Við náðum svo í skófluna sem við notum til að moka út ösku úr brenniofninum, settum hann í poka og út í rusl. Við tókum að sjálfsögðu myndir af honum fyrst, til að setja hérna inn og þá getið þið hjálpað okkur að finna út hvort þetta sé ekki örugglega moldvörpuungi en ekki músarungi.
Knús og koss
Bergþóra, Kormákur og Kristófer moldvörufangarar.
14.12.2008 | 16:40
Jæja, nú er ég...
sko búin að vera dugleg, ný færsla og NÝJAR MYNDIR, hehe
.
Frá því að ég skrifaði síðast er búið að gera ýmislegt, en samt ekki neitt. Við fórum á helgileik hjá Kormáki í Kirkjunni og var hann einn af þeim sem lék Jósef, hann stóð sig að sjálfsögðu rosa vel og var bara ánægðu með þetta. Eftir helgileikinn fórum við í safnaðarheimilið í jólaglögg og eplaskífur og krakkarnir fengu djús, nammi, eplaskífur og piparkökur
.
Kormákur og Lucas eru búnir að gista saman núna 3 helgar í röð og skemmta þeir sér alltaf vel saman og þarf ekki mikið að spá í þá, þeir eru alveg ótrúlega stilltir. Kormákur vildi frekar fara snemma þangað í gær heldur en að koma með okkur upp í Aarhus. Það varð til þess að ég, Jón og Kristófer fórum án hans og kíktum á göngugötuna, fengum okkur Mc. Donalds, keyptum jólagjöf handa Kormáki ofl. Ætluðum svo að fara í Den gamle by, en ekkert varð úr því þar sem byrjaði að rigna og tíminn var að naumur. Kristófer þreyttur og veikur. En við komumst að því þegar við vorum kominn heim. Þá settumst við niður í stofunni með nammi, snakk og Surf's up og ætluðum að hafa það kósý. Kristófer vildi ekkert og kúrði bara hjá pabba. Þetta fannst okkur skrítið og mældum við hann með 39 stiga hita. Greyið svaf lítið í nótt, þrátt fyrir verkjatöflu. Í morgun var hann svo með 40 stiga hita og er hann búin að liggja eins og skata í sófanum í dag og segir bara já eða nei. Ansi hljótt í húsinu í dag, hehe
.
Stefnt var á jólamarkað í Horsens í dag til að kaupa restina af jólagjöfunum, en þær voru settar á frest þar til við komum heim til Íslands, þannig að það verður nóg að gera, sem betur fer ekki mikið eftir. Í staðin erum við búin að hafa það kósý hérna heima.
Jæja nenni ekki meiru, hlökkum til að sjá alla.
6.12.2008 | 19:33
Er allt að verða vitlaust?
Ég spyr bara. Ég er búin að vera að láta mig dreyma um eina úlpu frá 66 og langaði mér að kaupa hana um jólin. Síðast þegar ég skoðaði hana kostaði hún 34þús krónur og fannst mér það bara askoti nóg fyrir eina úlpu, núna var ég að kíkja aftur og kostar hún rúmlega 62 þús krónur Við erum að tala um 100% hækkun. Ég meina það, er ekki allt í lagi með þetta lið þarna, hver fer að borga yfir 60 þús krónur fyrir eina úlpu
. Ég held að ég fjárfesti frekar í einni hérna áður en ég kem heim.
Jón er á leiðinni heim frá vinnu núna eftir 25 tíma, hann verður þreyttur, ég verð heppin ef hann sofnar ekki ofan í matinn sem ég er að elda.
Á fimmtudaginn fórum við á föndurdag hjá Kristófer í leikskólanum og á jólaskemmtun hjá Kormáki um kvöldið. Hjá Kristófer fengum við eplaskífur og kaffi, gerðum kókoskúlur, perluðum, gerðum jólaföndur ofl. Hjá Kormáki var aðkeyptur matur og möndlugrautur í eftirrétt
. 2 bekkir sýndu leikrit og var Kormákur dreki (gleymdi því myndavélinni
), Þetta var rosaflott hjá þeim. Vinur hans fékk víst smá sviðsskrekk og gleymdi hvar hann var, og þá heyrðist bara í honum "ææ, bíðið þið aðeins"
, allur salurinn sprakk úr hlátri, alveg æðislegur
.
Jæja skrifa meira síðar og vonandi fer ég að drulla einhverjum myndum hérna inn, kemur í ljós.
Knús
Bergþóra og co
3.12.2008 | 21:10
Spennan að aukast
hér á bæ, enda ekki langt í jólafrí, oh það verður bara æði
.
Það er að sjálfsögðu búið að vera nóg að gera hér á bæ. Búin að baka allr smákökurnar, sörur, brúna og hvíta lagtertu, hvíta og brúna rúllutertu. Við eigum örugglega eftir að eiga þetta fram að næstu jólum, en hvað um það, við skemmtum okku stórvel við baksturinn hlustandi á jólatónlist. Síðustu helgi notuðum við í að kaupa nokkrar jólagjafir og völdu strákarnir sjálfir gjafir handa ömmu Ingunni og afa Gumma, rosalega ánægðir með það (enda líka vel valið hjá drengjunum
), við erum þó ekki búin að kaupa allt og vonandi næ ég að klára núna um helgina. Jón Óskar var að vinna langt fram eftir kvöldi á föstudaginn, og á laugardaginn og átti svo að eiga frí á sunnudaginn og ætluðum við að nota hann vel til að setja upp jólaskraut og bjóða aðventuna velkomna í nýja húsið okkar
. Við byrjuðum vel, settum upp jólaseríur, ég gerði aðventukrans og kertaskreytingu fyrir dagatalakertið
. Jón var svo kallaður út í vinnu og kom seint heim, enn eitthvað náði ég að gera. Enn er hann að vinna fram eftir og á að vera að vinna næstu helgi líka, þannig að það er kannski bara fínt að það sé að koma jólafrí
.
Það er jólaföndur á leikskólanum á morgun bæði hjá mér og Kristófer og annað kvöld í skólanum hjá Kormáki. Ég ákvað að fara frekar með Kristófer og Kormáki og fékk að breyta minni vinnu á morgun, þannig að ég kemst með þeim báðum og Jón fékk meira að segja frí eftir hádegi til að koma með okkur, hehe bara gaman
.
Jæja, mig langaði bara að bulla eitthvað smá.
Knús héðan
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2008 | 21:24
Innilega til......
hamingju með afmælin ykkar elsku Aðalheiður og Hlynur. Þið verðið örugglega risastór þegar ég sé ykkur loksins, 5 ára, það er ekkert smá áfangi
. Afmælis og saknaðarkveðjur frá okkur í Danaveldi
.
Jæja það er kannski komin tími til að skrifa aðeins um þennan fund sem ég var á á mánudaginn. Kennarinn minn kom á leikskólann til þess að fá að heyra hvernig gengi og að heyra formlega hvort ég væri búin að ná starfsnáminu
. Ég var svo stressuð að þið getið ekki ímyndað ykkur það. Ég byrja á því að sína honum leikskólann og leist honum mjög vel á, þegar við komum inn á skrifstofuna er svo það fyrsta sem hann segir "ég veit ekki til hvers ég er hérna, það lítur allt svo vel út á skýrslunni", mér létti mikið, og var hann mest spenntur að heyra hvað við værum að vinna með og hvernig. Þetta var mjög afslappað og fínt, og fékk hann og ég að vita formlega að ég væri búin að ná
, en ég get sagt ykkur það að lappirnar á mér voru eins og hlaup þegar ég stóð upp eftir þetta
.
Annars gengur allt sinn vanagang hér á bæ, brjálað að gera hjá öllum, ekki hægt að segja að okkur leiðist. En mikið verður gott að komast í jólafrí.
Jæja, nenni ekki meiru. Er að fara að baka sörur, mmmmmm.
Knús og koss
Bergþóra og co
21.11.2008 | 20:23
Jæja þá er netið komið aftur:)
Vikan hjá okkur er búin að vera róleg, ég varð veik á laugardaginn. Fann bara hvernig hitinn steig á leiðinni upp í Ikea, við þurftum líka upp í Álaborg að ná í dót fyrir Jón, þar sem hann verður í Arhus næstu vikurnar. Ég svaf mest allan tíman sem við vorum á ferð, þannig að þetta var ekki mjög ánægjuleg ferð, en hafðist. Ég var svo heima mánudag og þriðjudag frá vinnu, en var mjög glöð að fara aftur í vinnu á miðvikudag
.
Fordinn var bilaður eins og ég sagði frá síðast og fengum við hann úr viðgerð í dag. Maðurinn hélt að heddið væri farið, en sem betur fer var það bara heddpakkningin. Ég er samt búin að komast að því enn og aftur að TOYOTA eru bestu bílarnir.
Kormákur er hjá vini sínum núna og gistir þar, við notuðum tækifærið og skelltum okkur upp í Give til að kaupa hluta af jólagjöfinni hans og svo í baksturinn, þannig að hægt sé að bara einhverjar smákökur fyrir jólin.
Ég er núna að láta mig kvíða fyrir fundinum sem ég verð með á mánudaginn, með leiðbeinandanum á leikskólanum og kennara frá skólanum, þarna förum við yfir hvernig allt hefur gengið. Ég veit að ég verð góðkennd, en leiðbeinandinn minn er búin að vera í fríi alla vikuna og veit ég ekkert hvernig þetta verður eða hvað hún hefur skrifað. En ég segi ykkur betur frá þessu á mánudaginn.
Þar til næst, verið góð hvert við annað.
Knús og koss
Bergþóra og co
13.11.2008 | 20:22
Sorrrryyyyyy
En betra er seint en aldrei. Internetið var nú líka að stríða okkur eftir flutningana, en datt loksins inn í dag, jei
. Það er nú mikið búið að gerast hjá litlu familien í danaveldi. Núna er rétt rúm vika síðan Jóhanna og Ingimundur fóru heim aftur. Við áttum alveg frábæra viku með þeim og nutum þess bara að vera saman. Það var lítið verslað, lentum í fangelsi og eyddum síðasta deginum þeirra í köben saman. Ingimundur greyið fór að gráta út á flugvelli, og vildi ekki segja bless, en hann lét sig nú hafa það og gaf okkur öllum risaknús
. Mér fannst nú betra að hafa þetta eins stutt og hægt væri því að ég er að æfa mig í að gráta EKKI á flugvöllum
(tókst næstum). Elsku Jóhanna og Ingimundur takk æðislega fyrir frábæra viku, hlökkum til að hitta ykkur aftur
.
Æi, já þið viljið kannski vita eitthvað um fangelsisvistina okkarVið fórum í gamla ríkisfangelsið í Horsens, því var lokað og gert að safni og núna held ég að það eigi að byggja hótel (er samt ekki alveg viss). Þarna löbbuðum við um og kíktum inn í klefana og fannst strákunum þetta mjög spennandi en samt svolítið óhuggulegt í leiðinni.
Síðan að þau fóru er ég búin að vera að hugsa um börnin, vinna, læra og pakka. Endaði að vísu í smá tímaþröng með að pakka, en þetta hafðist allt og fluttum við mest allt á föstudaginn, með góðri aðstoð frá Kristni og börnum og Óla, Ástu og börnum. Takk æðislega fyrir hjálpina
. Við komumst að vísu að því að hjólinu hans Kormáks hafði verið stolið, það var greinilega nýbúið að því þar sem ég sá það úti á miðvikudaginn og þetta er samt ekkert sem maður er alltaf að pæla í. Við vorum frekar fúl yfir þessu og bjuggumst ekki við þessu þarna uppfrá, langt frá öllu
. En það er ekkert sem við getum gert, nema að kaupa nýtt handa honum næsta sumar
.
Á laugardaginn fórum ég og Kormákur niður í íbúð og fylltum vinnubílinn hans Jóns af dóti, fórum í Bilka að versla og aumingja Kormákur var varla að komast fyrir í bílnum á leiðinni heim. Óli, Ástu og co komu í mat á laugardaginn í íslenskt lambalæri, það ver eldað á eldgamla mátan, kryddað bara með salti og pipar, klikkar ekki. Við fengum okkur svo aðeins of mikið neðan í því og höfðum við hjónin timburmenn á yfirvinnu á sunnudaginn
. Við vorum að vísu mjög þreytt á þeim og vorum dauðfeginn þegar þeir fóru
. Við skelltum okkur þá niður í íbúð, tókum gardínur og myndir niður og er þá íbúðin gersamlega tóm núna
Við lofuðum eldri hjónum á efri hæðinni að koma og segja bless áður en við færum alveg og gerðum við það í gær. Þau voru rosalega ánægð okkar vegna að vera að flytja, og bíða þau sjálf eftir að geta flutt. Þau voru nú svo yndisleg og gáfu strákunum kveðjugjöf, þeir fengu lego og voru þeir hæstánægðir með þetta, léku sér mikið þegar við komum heim
.
Ég set inn myndir um leið og ég hef tíma til að anda.
Knús og koss
Bergþóra og co
26.10.2008 | 17:39
Ringing og meiri rigning
Það var nú alveg brjálað að gera í gær þar sem við vorum að undirbúa komu Jóhönnu og Ingimundar. Ég ætlaði að reyna að fá klippingu og gekk það nú ekki upp, þannig að við löbbuðum göngugötuna og fórum svo á Flóamarkað, þar var nú ekkert spennandi. Ég keypti þó Dior sólgleraugu á 100 dkr og var það, það eina, nei alveg rétt, ég keypti egg líka
. Við náðum svo að versla og fara með dót og frystivörur upp í hús áður en við fórum að ná í þau á lestarstöðina. Ingimundi fannst mjög gaman í flugvélinni en ekki eins gaman í lestinni, þannig að hann var nú feginn að koma hingað eftir allt þetta ferðalag. Það var eitt sem honum fannst þó athugavert og það var hvernig fólk talaði, þetta er nú líka svolítið skrítið tungumál sem er talað hérna
.
Strákarnir voru fyrir löngu búnir að ákveða hvað átti að vera í matinn og elduðum við því kjúkling í kóki, höfðum brauð, hrísgrjón og ferskt salat með. Ingimundi fannst hrísgrjónin og brauðið gott, en sósan var ógeðsleg (um að gera að vera hreinskilin, hehehe). Við horfðum á mynd, borðuðum nammi og snakk. Ég og Jóhanna vorum duglegar í hvítvíninu, bjórnum, grandi og mozart, mmmmm gott (það vantaði þó örlítið upp á heilsuna í morgun).
Við skelltum okkur í Legoland í dag og það var grenjandi rigning. Þrátt fyrir alla rigninguna skemmtum við okkur alveg konunglega. Strákarnir fóru í flest öll tækin og þegar við vorum öll orðin blaut og köld (aðallega köld) drifum við okkur heim. Kíktum á nýja húsið og fórum með lærið og slátrið í frystikistuna í leiðinni. Takk fyrir sendinguna mamma og pabbi, eins og venjulega var þetta alveg æði. Jóhanna kom nú með slatta af íslensku nammi, cheerios, lucky charms, innflutningsgjöf ofl og þökkum við innilega fyrir það
. Í innflutningsgjöf fengum við glös sem heita fjölskyldan mín, bók sem heitir Til hamingju með nýja heimilið og geisladisk, elsku mamma, pabbi, Árni, Jóhanna, Steini og börn, Valgerður, Halldór og litla snúlla takk æðislega fyrir þetta, rosalega flott
.
Jæja það er best að klára að elda.
Knús og koss
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
243 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar