Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.10.2008 | 21:28
Næstum allir.....
komnir í helgarfrí. Jón er að vinna aftur þessa helgi, þannig að líklega sjáum við hann aftur eftir viku
. Ég er nú að vona að hann komist eitthvað heim um helgina eða í vikunni
, annars er þetta svo langur tími sem þessi elska er í burtu
.
Vikan er búin að vera róleg en samt nóg að gera. Ég er ennþá að vinna í því að þrífa húsið okkar, en þetta tekur svo langan tíma þegar ekki er hægt að vera lengi í einu. Strákarnir eru alveg ótrúlega duglegir þarna, leika sér í garðinum, spila í tölvu og eru með smá dót til að leika sér með. Þeir eru reyndar með eitt fast verkefni og það er að sjá til þess að það sé alltaf nóg brenni í fötunni okkar, þannig að við getum kveikt upp í brenniofninum okkar
.
Starfsnámið mitt gengur alveg vonum framar að mér finnst, þær eru rosalega duglegar að efla sjálfstraustið hjá manni. Mér fannst nú yfirleitt að ég hefði þokkalega mikið sjálfstraust, en á það víst að draga mig til baka ef ég er ekki viss hvað ég á að gera í staðin fyrir að halda áfram, hmmmm, kannski að þetta sé rétt
. En leiðbeinandinn minn segir að hún gæti samt góðkennt mig núna, þannig að ég er að gera eitthvað rétt
.
Kormákur sagði við mig í gær "mamma, mér finnst Ísland betra en Danmörk", "nú af hverju", "æ, af því að mig vantar stundum meira knús en bara frá ykkur pabba, sérstaklega svona á kvöldin þegar ég er að fara að sofa", "ok", "já ég var orðin svo vanur því að fá knús frá ömmu, afa og Árna líka", hehe. Þetta var síðan rætt fram og til baka, en þrátt fyrir mikinn söknuð á fjölskylduna þá höfum við það gott hérna
.
Núna bíðum við spennt eftir morgundeginum kl 17:25, því að þá stöndum við niður á lestarstöð og tökum á móti Jóhönnu og Ingimundi, hehe strákarnir eru fyrir löngu búnir að ákveða hvað á að vera í matinn og svo er planlagt nammi, snakk, rauðvíns og ostakvöld á morgun, mmmm, notó
.
Knús og koss
Bergþóra og co
Haldið endilega áfram að kvitta.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 18:07
Jei, við erum komin með húsið:)
Við fengu húsið okkar afhent á miðvikudaginn og fórum í Legoland á flugeldasýningu til að fagna því, um leið og flugeldasýningin byrjaði þá fór að rigna. Við buðum vini hans Kormáks með okkur og fengu þeir að ráfa þarna um tveir, þetta fannst þeim bara æði
. Kristófer naut þess að vera einn með okkur en fékk rosalega lítið hjarta í flugeldasýningunni og fór að hágráta og vildi ekki þessi læti, ég og hann löbbuðum því í áttina að bílnum og biðum eftir hinum við innganginn
. Okkur finnst nú pínu furðulegt hvernig húsin eru afhent hérna miðað við allt vesenið í kringum það að kaupa
. Fyrrverandi húseigandi skildi örbylgjuofninn sinn eftir og sagði að ef við vildum hann ekki þá gætum við bara hent honum, hann skildi eftir eina uppþvottavélatöflu, smá gluggahreinsir ofl. Við hlógum nú af þessu og ég veit að ég fæ nóg að gera við að þrífa
.
Við erum búin að vera snúast í ýmsu út af húsinu, við erum búin að flytja ýmislegt fram og tilbaka (samt mest fram). Rúna, Mads og Emma komu til okkar í gær að hjálpa okkur við að mála húsið. Þannig að við byrjuðum í gær um 2 leitið og kláruðum núna í dag um 3 leitið. Þetta var ekkert smá mikil hjálp að fá þau, við hefðum örugglega rétt verið hálfnuð ef þau hefðu ekki komið. Mads er nú málari að mennt, þannig að hann gerði allt á þreföldum hraða miðað við okkur hin og skildi ekkert af hverju við vorum svona lengi að þessu. Takk fyrir hjálpina, þetta var æði og mikill munur á húsinu okkar
. Við bárum inn nýja ísskápinn og frystikistuna, en mig vantar sterkari heldur en mínar til að bara þvottavélina inn, púffffff hvað hún er þung
.
Á morgun er svo planið að þrífa þarna uppfrá og fara með ýmislegt dót sem er fyrir okkur hér. Svo verður lítið sem ekkert gert fyrr en aðra helgina í nóvember. Nema þar að segja að gera ýmislegt fyrir skólann, undirbúa fund með kennaranum og leiðbeinandanum mínum, þar kemur sem sagt í ljós hvort ég standist starfsnámið
. En í millitíðinni koma nú Jóhanna og Ingimundur til okkar og verða í viku, við hlökkum svo til
.
Setti inn nýjar myndir í albúmið um húsið okkar.
Knús og koss
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2008 | 14:53
Kannski það sé komin tími............
til að skrifa smá hérna, hmmmm. Er smá fegin að vera hérna í danaveldi núna, en það er nú ýmislegt í gangi hérna líka, bankarnir halda aftur að sér í lánum og fleira. Eins og flestir vita þá getum við hvorki sent pening til né frá Danmörku, og ekki er hægt að byðja einhvern um að taka með sér að heiman heldur þar sem takmörkun er á gjaldeyriskaup núna, en sem betur fer erum við bæði með laun hérna núna þannig að allt reddast hér á bæ
.
Jæja þá yfir í aðeins skemmtilegra, helgin.... Jón Óskar vann um helgina og ekki veitir nú af því. Ég og strákarnir vorum aftur á móti bara að dúlla okkur. Ég var búin snemma í skólanum á fimmtudag og fór í bæinn með Kormáki að kaupa afmælisgjöf, náðum síðan í Kristófer og fórum heim. Ég ákvað síðan að taka herbergin hjá strákunum aðeins í gegn, fara í gegnum dótið, hverju á að henda, hvað á að geyma osfrv.
Ég og Kristófer vorum tvö heima á föstudag, ég var í fríi, Jón í vinnu, Kormákur í skóla og svo beint í afmæli, þannig að við Kristófer ákváðum að vera bara saman heima og eiga langa helgi. Tíminn var nú samt að sjálfsögðu nýttur í að gera hreint og versla, en það var fínt þá vorum við bara snemma búin.
Á laugadaginn skrapp ég niður á Fjón til Rúnu og co, Mads ætlar að kaupa fyrir okkur málningu og ætla þau svo að koma á föstudaginn og hjálpa okkur með að mála. Ekki verra að fá fagmann með sér í þetta og vonandi náum við að klára að mála allt um helgina
. En við Rúna gátum nú kjaftað í nokkra tíma á meðan krakkarnir léku sér, ekki leiðinlegt það
.
Á sunnudaginn fór ég með strákana upp í Silkeborg til Rögnu, húsbóndin þar á bæ var að vinna líka, þannig að við sátum tvær með börnin og kjöftuðum, eiginlega voru þessir 2 1/2 tími ekki nóg, en við bætum það vonandi upp seinna, hehe. Takk fyrir kaffið og gómsæta köku
.
Núna bíðum við svo spennt eftir miðvikudeginum. En við tökum við húsinu klukkan 12 á dönskum tíma, hehe, bara gaman.
Heyrumst síðar og haldið áfram að vera svona dugleg að kvitta, ekkert smá gaman að því.
Kossar og knús
Bergþóra og co
5.10.2008 | 19:34
Hello!
Jæja við byrjum á afmæliskveðjum. Við viljum óska Trausta Jón Þór innilega til hamingju með 20 ára afmælið, stór áfangi
. Svo er það hann Árni Skúla sem á afmæli líka í dag, innilega til hamingju með það
, hafið það báðir sem allra best
.
Jæja, ég get sagt ykkur það að ég nenni ekki að eyða orðum á vikuna, þar sem allt gengur sinn vanagang á virkum dögum.
En það er nú búið að vera nóg að gera um helgina eins og venjulega. Ég fór á starfsmanna laugadag í vinnunni og við fengum ekkert að vita nema að við áttum að hittast á lestarstöðinni klukkan 08:00, hihi spennandi. Við fórum um borð í lest fengum morgunmat, en þær (stjórarnir) höfðu komið við í bakaríi og keypt rúnstykki og smjörköku,mmmm
. Þegar við vorum svo búin að vera í lestinni í um það bil klukkutíma fengum við að vita að við værum að fara til Kóngsins Köben
. Þar heimsóttum við leikskóla sem er minnsti leikskóli Kaupmannahafnar með aðeins 27 börn, hann er byggður á Reggio Emilia stefnunni (ég er mjög hrifin af henni, en ég veit að það vita ekki allir um hvað hún snýst og ég nenni ekki að útskýra það hér), þetta var mjög gaman og fullt af hugmyndum sem maður fær
.
Jæja eftir þetta fórum við niður í bæ og fengum frjálsan tíma á Strikinu í 1 og hálfan klukkutíma, ekki leiðinlegt það. Ég var nú ekki að stressa mig mikið inn í búðir og nennti þar af leiðandi ekki að labba með stelpunum sem eru svo æstar í búðir að það er engu lagi líkt
. Ég labbaði því með einni sem heitir Nadya, O MY GOD, ég var toguð áfram eins og hún ætti lífið að leysa "eigum við að kíkja hérna inn", "já, já" sagði ég róleg, þó að þetta væru ekki búðir sem ég hafði áhuga á, en allt í lagi, ég var nú ekki að stressa mig
. Nú, ég sá síðan kaffihús og langaði mig að fara inn og fá mér kaffi til að taka með mér, það var smá röð og ég vissi ekki hvert Nadya ætlaði, og hún sagði "nei ég má ekki vera að þessu, einn dagur að versla á Strikinu er ekki nóg fyrir mig, hvað þá rúmlega klukkutími" úfff, þá var nú skemmtilegra að labba ein og kíkja þangað sem mig langaði, svona eins og Georg Jensen, Illum Bolighus, HogM ofl skemmtilegar búðir
. Við hittumst svo allar og löbbuðum í rólegheitunum að veitingastaðnum sem við borðuðum á, þar bauð leikskólinn upp á mat og vín eða gos með matnum. Ég pantaði mér svo bjór sér og leikskólastjórinn alveg steinhissa og sagði henni að setja það með á reikninginn
. Við löbbuðum síðan á Hovedbanen og tókum lestina heim, vorum komin hingað til Vejle um 22:00. Ég fékk æðislegar móttökur frá Jóni og Kristófer þar sem þeir biðu mín á brautarpallinum, svaka knús, mmmm lovely
. Þetta var æðisleg ferð í alla staði og gaman að fá að vera með
.
Á meðan ég var í Köben fór Jón með strákana í afmæli til Charlottu og var Ásta búin að baka fullt af góðum kökum, verst að maður getur ekki verið á mörgum stöðum í einu, hmmmm. Takk fyrir strákana mína og innilega til hamingju með 7 ára afmælið Charlotta.
Kormákur fór síðan heim til Lucas vinar síns, borðaði með honum og fóru þeir síðan á Funny Lørdag saman. Kormákur svaf síðan heima hjá honum og náðum við í hann í morgun. Við fengum Lucas með heim og fórum síðan í kirkju (foreldrar hans voru að mála og vesenast, þannig að við buðum honum með okkur). 3 bekk hérna er boðið að taka þátt í svona mini fermingarfræðslu og er þetta hluti af því. Krakkarnir áttu að taka með sér leikfang sem, þau vildu gefa til fátækra barna í Rumeníu. Ég get nú samt sagt ykkur það að ég var mjög hissa að það var engin sem klæddi sig sérstaklega upp á (við vissum það áður og vorum því ekkert allt of fín heldur) og það voru frekar mikil læti í kirkjunni (allir töluðu hátt, en heima hvíslum við). Það voru nokkrar stelpur sem sungu og hélt ég að þetta væru krakkar sem áttu að fermast næst, því þær voru bara í venjulegum fötum. Ég spyr svo mömmu eins og sagði hún að þetta væri "KIRKJUKÓRINN", VÁ ég var hissa, þær voru ekki einu sinni fínt klæddar. En svona er þetta, það er ekki allt eins og á Íslandi.
Núna er bara verið að skrifa smá ritgerð hér, drekka smá kaffi, nýja tegund af Baileys with a hint of coffie (mmm gott) og Grand Marnier. En það er nú komið að háttatíma hér á bæ.
Vonandi hafið þið haft gaman af ritgerðinni minni, njótið lífsins og gerið sem mest úr því.
Kvitta svo!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Knús og koss
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2008 | 21:02
Innilega til hamingju......
með afmælið elsku Kata, vonandi hefur verið stjanað í kringum þig í dag.
Fullt af knúsi frá okkur
Ég skrifa meira á morgun og segi frá helginni.
28.9.2008 | 11:55
Tilkynningarskyldan er komin í gang:)
Maður veit varla orðið hvað maður á að bulla hérna inni orðið. Við erum allavega búin að eiga alveg óskaplega rólega viku og helgi. Við kíktum niður í Kolding í gær og fórum í Toysrus og keyptum fleiri jólagjafir, strákunum finnst nú ekkert voðalega gaman að það er alltaf verið að kaupa eitthvað dót og þeir fá ekki neitt
. "Sorry elskurnar jólin eru að koma og þá fáið þið fullt af dóti", "já mamma og þá förum við til Íslands" heyrðist í litla dýrinu
, greinilegt að honum hlakkar til, hihi
. Við kíktum í Punkt1(Heimilistæki), þar sem við fundum ísskáp, þvottavél og frystikistu, allt á saman stað, við dugleg
. Við sáum Gorenje þvottavél og ísskáp og Vestfrost frystikistu, frystikistan var svo ódýr (þar sem hún var á afmælistilboði) að hún gat ekki gefið okkur meiri afslátt af henni, en við fengum 3000dkr í afslátt af ísskápnum og þvottavélinni
. Eftir að við komum heim var ákveðið að hafa Raclett í matinn og svo að spila Monopoly, ÉG VANN ligga, ligga lá
.
Í morgun kíktum við í Bauhaus og náðum okkur í litaspjöld, þannig að við gætum farið að ákveða liti á nýja húsið, guð hvað við erum spennt
. Við gengum þarna um og vorum að skoða allt, sláttuvél, skóflur, exi fyrir brennið ofl
, bara gaman hjá okkur. Núna er svo bara verið að liggja í leti, læra, horfa á formúluna og strákarnir að leika sér
.
Jæja
knús og koss
Bergþóra
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2008 | 15:42
En ein helgin að.....
verða búin. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, ég er alltaf jafn hissa á þessu
.
Það var skemmtun í bænum um helgina (spotlight), ég fór í bæinn með leikskólanum á föstudagsmorguninn og sáum við söngatriði sem við áttum að dansa með í (svaka stuð), fengum risakökukall og töfradrykk. Mig langaði svo að fara með strákanna mína niður í bæ eftir vinnu og fund í bankanum, en Kormákur hringir og spyr hvort Anders vinur hans megi sofa, svo áætlanir okkar breyttust aðeins
. Við fórum þá heim í staðin, elduðum pizzu, fengum nammi og snakk og horfðum á Talent 2008
.
Í gær röltum við niður í bæ og sáum þá sjóræningjaleikrit og söngatriði, röltum síðan alla göngugötuna og kíktum smá í búðir, fengum okkur ís og bjór, keyptum nýja skó á frúnna og fórum svo heim. Hjónin fengu síðan letikast eftir skemmtilegan dag í bænum og skelltum við okkur á Jensens að borða
. Leigðum okkur DVD og svo var aftur nammikvöld (haldið þið að það sé nú, tvö nammikvöld í röð), strákunum fannst þetta nú ekki leiðinlegt
.
Í dag fórum við á Opið hús í sveitinni, en þetta er einu sinni á ári og finnur maður á netinu bóndabæ sem manni finnst spennandi og kíkir þangað. Við skelltum okkur á svínabú sem er á Fjóni. Þar fengum við að labba inn í svínastíurnar gölluð upp og í láns stígvélum. Kristófer leist nú ekkert of vel á stóru svínin, en fannst þessi litlu aðeins betri, hann vildi þó ekki halda á pínu litlu grísunum, ekki einu sinni þeim sem fæddust bara í morgun. Mamma hans var aftur á móti forvitin og sagði "mig langar", mér finnst svínin nefnilega voða sæt þegar þau eru svona lítil en svo er það búið. Þegar við komum heim aftur skelltum ég sjónvarpsköku í ofninn, því að við engum Ástu og börn í kaffi- takk fyrir komuna
.
Svona fór nú þessi helgi hjá okkur, hafið það gott öll. Jóhanna okkur hlakkar líka til að þið komið
.
Haha, ég dugleg og setti inn nokkrar myndir:)
Knús og koss
Bergþóra og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 18:01
Alltaf í afmælunum:)
Innilega til hamingju með daginn Ragnheiður. Góða skemmtun á morgun í afmælinu
.
Kveðja frá okkur í danaveldi.
16.9.2008 | 19:29
Jei, jei jei
Við fengum litla frænku í gærkvöldi. En og aftur, til hamingju Valgerður og Halldór með prinsessuna, hún er bara algjör dúlla
.
Ég fékk gjöf í gær frá leikskólastjóranum og aðstoðarleiksskólastjóranum, þær voru að koma úr ferð frá Íslandi og á leiðinni heim í fríhöfninni sáu þær Opal og vissu að mér findist þetta gott, þannig að þær keyptu handa mér opal. Mér fannst það bara sætt af þeim.
Annars eru dagarnir bara rólegir hérna núna, Jón farin að heiman (fyrsta kvöldið núna) og mér finnst það frekar furðulegt. Kormákur sagði líka "mamma núna verður þú að gefa mér tvo kossa og tvö knús af því að pabbi er ekki heima" hihi algjör dúlla.
Jæja
Knús og koss
frá stoltu frænkunni í Vejle og co
14.9.2008 | 19:15
Jæja þá er komið að......
helgarfærslunni. Reyndar er erfitt að skrifa þar sem lítið er um að vera. Kormákur fékk að sofa hjá vini sínum á föstudaginn, hann tók PSP, Nintendo, savekubbinn og extra fjarstýringu við PS2
, já það er óhætt að segja að þeir vinir séu svolítið í tölvu, en þeir hoppuðu mikið á trampólíni líka, þannig að það var ágæts hreyfing á þeim líka
. Ég, Jón og Kristófer fórum og keyptum okkur nammi, fórum heim og gerðum okkur pizzu(set inn myndir af flottu pizzunni hans Kristófers fljótlega, hann upprennandi pizzasnillingur
). Eftir pizzuát horfðum við á disneystundina, talent 2008 og svo Lion King og borðuðum nammi og poppcorn. Við vorum að vísu svo þreytt að þegar við vorum búin með ca 30 mín af Lion King sofnuðum við öll í sófanum
hehe.
Laugardagur: Náðum í Kormák og kíktum svo í plantorama að ath hvort það væri útsala á eplatré og kirsuberjatré í nýja garðinn okkar, það var að vísu ekki, þannig að við skoðuðum bara dýrin í staðinn. Við sáum stóran páfagauk (rosa flottur) sem talaði, hann sagði hej og farvel, svo öskraði hann og þá vildi Kristófer bara fara út, honum leist ekkert á þessi læti. Jæja það var farið heim og ekki gert neitt það sem eftir var dags
. Við spiluðum reyndar Monopoly eftir kvöldmat og horfðum á Bee Movie
(sofnuðum aftur í sófanum, haha
).
Sunnudagur: Fórum á rúntinn og kíktum á afmælisbarnið upp í Give, þar fengum við ljúffengar kökur og kaffi,mmmm, takk fyrir okkur. Við horfðum á Mamma Mía áður en við fórum heim, ég verð nú að segja ég varð fyrir smá vonbrigðum með hana, ennnnn nokkuð góð samt
. Ásta fékk lítinn sætan kettling í afmælisgjöf, aldrei þessu vant féll ég fyrir kisu og langar í eina núna. Það er bara eitt vandamál (frekar stórt), við megum ekki hafa gæludýr í blokkinni og það er jú einn og hálfur mánuður þar til við flytjum. Mig langar að taka kisu núna og hafa hana inni þar til við erum flutt, en samviskan okkar segir okkur að bíða, þar til við fáum húsið
, þá er kisa bara orðin svo stór, mér langar að fá hana litla og eiga hana áfram
. Núna er bara verið að chilla yfir sjónvarpinu, blogga einhverja vitleysu og kíkja á facebook
.
Knús og koss
Bergþóra og co
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
240 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 763
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar