Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.9.2008 | 08:08
Til hamingju með......
afmælið Ásta. Eigðu góðan dag
.
Knús og koss
frá okkur í Vejle.
13.9.2008 | 10:47
Til hamingju með afmælið:)
Elsku mamma, amma.
Láttu stjana í kringum þig í dag, hafðu það gott.
Knús og kossar
Jón Óskar og co
9.9.2008 | 19:27
Loksins:)
Jæja, það er allt við það sama hér skóli, vinna, leikskóli og allt þetta. Þannig að við komum okkur bara beint að helginni
.
Laugardagur: Ég fór á sumarhátíð hjá leikskólanum og vann mér inn 4 tíma í frí á móti, þannig að nú á ég 10 tíma frí inni sem ég tek þegar Jóhanna og Ingimundur koma til okkar. Það er nefnilega þannig að þegar það eru starfsmannafundir eða eitthvað aukalega er það tekið út í fríi (mér finnst það nú bara fínt). Hátíðin var mjög skemmtileg og kynntist maður annarri hlið á foreldrum sem var mjög gaman
. Á laugardagskvöldið höfðum við video og nammikvöld með Kristófer, og við horfðum á Min skøre Robinsons familie, mjög skemmtileg
.
Kormákur Helgi var nefnilega mjög upptekinn alla helgina. Hann fór á funny Lördag í skólanum, þetta er fyrir 3-6 bekk. Þarna fór hann með vini sínum Lucas og byrjaði þetta klukkan 18 og var til 22, en þeir höfðu ákveðið að Lucas svæfi hér og voru spenntir yfir því, svo að klukkan 20:30 hringir Kormákur og segir að þeir vilji koma heim. Þeir fengu að spila í tölvu og skoða pokemonspil áður en þeir fóru að sofa, gaman hjá þeim.
Sunnudagur: Allir strákarnir vöknuðu eldsnemma þrátt fyrir að fara seint að sofa (nema stærsti, hann var mjög þreyttur). Foreldrar Lucas komu svo um 10 leitið, því þau voru að fara í Legoland. Lucas og Kormákur ákváðu að það væri mjög sniðugt að Kormákur fengi að fara með og það tókst. Kormákur fór því með þeim í Legoland og skildi okkur eftir heima
. Við fórum því bara í Elgiganten að kíkja á þvottavélar ofl fyrir nýja húsið. Fyrir Kristófer var svo kíkt í Toys-r-us og þar var síðan bara þessi fína útsala, þannig að við nýttum tækifærið og keyptum nokkrar jólagjafir
.
Við fengum síðan að vita áðan að ég hef verið samþykkt sem húseigandi í Danmörku og er afsalið á leið til okkar til undirskriftar.
Jæja nóg komið af bulli í þetta skiptið.
Knús og koss
Bergþóra og co
31.8.2008 | 17:50
Hello!!!!!!
Vá mér finnst ég vera gersamlega tóm núna, en ég bulla bara eitthvað og við sjáum svo til hvað kemur út úr því. En takk fyrir kvittanirnar, þetta er svo miklu skemmtilegra svona.
Vikan er annars búin að vera eins og venjulega, vinna, skóli og allt þetta. Mér finnst ennþá voða gaman á leikskólanum, ég var í vejledningu og fékk ég bara hrós þar. Hún sagði að ég væri eins og Danir kölluðu það "fædd pædagog", en að ég fattaði það ekki alltaf
hihi, hversu montinn getur maður orðið
.
En nú eru stóru fréttirnar, það hlaut nú að koma að því að maðurinn minn myndi gefast upp á þessari konu sinni. Hann er sem sagt búin að ákveða það að flytja að heiman. Hann er að flytja upp í Stovring mánudaga til föstudaga, en þá kemur hann heim og eyðir helginni með okkur hinum
.
Við fórum í gær á Miðaldarhátíð í Horsens, en það var uppselt á sýningarnar og vonbrigðin mikil hjá drengjunum. Við bættum aðeins upp og gáfum þeim miðaldardót (boga og en eitt sverðið)
. Þetta var annars mjög gaman að labba um bæinn og skoða, Jón keypti sér að sjálfsögðu bjór og fékk voða fína könnu með (leirkrús)
. Við fórum síðan heim, elduðum mat og spiluðum Hættuspilið
, Jón voða ánægður, hann VANN (gerist nánast aldrei).
Í dag fórum við og ætluðum að skoða ísskápa, þvottavélar ofl í nýja húsið en allt var lokað. Við fórum þó í Jysk og þar náði ég í sessur á nýju garðstólana fyrir 30 kr stk í stað 175 dkr stk, hehe geri aðrir betur. Við komumst svo að því þegar við komum heim að hann Kormákur okkar var komin með 38 í hita
, bara gaman eða þannig, heppilegt að það er stuttur dagur hjá Jóni á morgun svo ég kemst í vinnuna.
Jæja best að koma litla dýrinu í rúmið. Heyrumst síðar.
Knús og koss
Bergþóra og co
24.8.2008 | 11:59
Hæ!
Ég kíkti á Hlyn sjónvarpstjörnu á stod2.is, þar sem hann var í þjálfun á hestbaki, "mikið rosalega ertu flottur þarna í sjónvarpinu Hlynur" og núna get ég líka sagt "litli frændi minn kom í sjónvarpinu" hehe
.
Við erum búin að eiga frekar rólega helgi. Á föstudaginn kom Kristófer Ingi heim úr ferðalaginu sínu, en hann skemmti sér alveg konunglega þar og var dauðþreyttur þegar hann kom heim. Sýndi mér stoltur kortið sitt sem hann fékk frá okkur, en Kormákur bað ömmu sína um að velja fyrir sig póstkort sem við gátum sent honum í fríið, kortið frá Skaftafelli varð fyrir valinu
. Við erum búin að vera reyna að spyrja hvað hann fékk að borða og hvað hann gerði í ferðalaginu, en það er bara allt LEYNDÓ
.
Við vorum á fundi í bankanum á föstudaginn, fundurinn tók rúma 2 tíma og er ekki allt búið enn. Komum þó lánunum á hreint og fáum tilboð í tryggingar ofl í vikunni. Þetta er þvílík vinna hérna, en við erum allavega búin að skrifa undir kaupsamning og útborgunin verður greidd á mánudaginn, þannig að VIÐ EIGUM HÚS
. Það er búið að segja þessari íbúð upp og bíðum við bara spennt eftir að geta flutt
.
Í gær fórum við upp í Give til Ástu og kíktum í bæinn, þar var tívolí og loka útsölur, svaka fjör. Ég fékk flotta hjarta silfur eyrnalokka frá öllum strákunum mínum
.Krakkarnir skemmtu sér vel í þessum snúningstækjum á meðan við stóru krakkarnir horfðum á
. Sáum Pétur Pan gera töfrabrögð og svo henti hann litlum hlauppokum til krakkanna, strákarnir náðu sér í ca 30 stk og krakkarnir hennar Ástu eitthvað svipað
. Við fórum síðan heim þar sem við vorum búin að plana fínan kvöldmat, skál fyrir húsinu ofl
.
Í morgun þegar ég vaknaði fór ég í bakaríið og keypti rúnstykki og brunsviger, ákveðið var nefnilega að hafa góðan morgunmat yfir handboltanum. Já ég veit það er erfitt að trúa því að ég hafi horft á leikinn, en ég gerði það (ásamt því að brjóta saman þvott, ganga frá eftir morgunmatinn, setja í þvottavél ofl
), en þetta var skemmtilegur leikur, en mikil vonbrigði að þeir náðu sér ekki á strik því að þeir eru helvíti góðir. Ég er nú samt sátt að þeir náðu silfrinu, skrambi gott. TIL HAMINGJU STRÁKAR MEÐ SILFRIÐ
. Ég kíkti á á flug heim núna í morgun þegar ég var að tala við Helenu og viti menn við keyptum ferðina okkar núna, búið að lækka farið um 1800 dkr síðan ég byrjaði að spá í þetta. Við komum semsagt heim um jólin
og eitt af því fyrsta sem við gerum er að fara í skírn til Valgerðar og Halldórs
. OOOHHHHH ég hlakka svo til að hitta alla
.
Jæja gæti bullað endalaust, en er orðin frekar þreytt á þessu núna, nenni ekki meir. KVITTA
Knús og koss
Bergþóra og co
20.8.2008 | 08:48
Þá er Kormákur kominn heim.....
en Kristófer er farinn. Þetta er búin að vera furðulegur tími fyrir mömmuna á heimilinu. Stóri litli drengurinn nýkominn heim og ég hef varla séð hann. Vinna snemma að sofa, eldsnemma á fætur, vinna meira, fundur osfrv, en vonandi get ég eytt smá tíma með honum í dag
. Hann er nú dálítið pirraður út í litla bróðir sinn og skilur ekki af hverju Kristófer þarf alltaf að vera knúsa og kyssa hann. Ég er búin að segja að hann hafi bara verið svo ánægður að sjá stóra bróðir sinn og þá fæ ég " já mamma, mér finnst líka gaman að sjá hann, en hann þarf ekki alltaf að vera að knúsa og kyssa mig"
.
Kristófer fór svo í morgunn á leikskólann og er að fara í tveggja daga ferðalag með þeim. Hann vildi nú heldur betur knúsa og kyssa bróðir sinn bless og það var ekki fyrr en ég sagði Kormáki að hann gæti nú alveg gefið honum knús og sagt góða skemmtun við hann, sem Kormákur lét sig nú hafa það. Bara æðislegir þessir drengir, en guð minn góður hvað minn 9 ára getur verið með mikla unglingastæla
, en það er bara tekið á því og rætt um þetta eins og fullorðið fólk, gaman að því
. Þegar við komum inn á leikskólann talaði ég við kennarann hans sem fer með í ferðina og sagði henni ca hvað hann væri með, "vonandi er þetta nóg" sagði ég, "jájá, örugglega það og meira til heyrist mér"
. Það vantar þá ekkert allavega, er það ekki betra að hafa aðeins of mikið, heldur enn of lítið
.
Við vorum á fundi með lögfræðingi í gær út af húsakaupunum, honum leist voðalega vel á allt, en mælti með því að við mundum skipta út ofnunum, því þeir eru orðnir gamlir og eyða sennilega meira rafmagni heldur en þarf fyrir svona hús. Hann þarf reyndar að sækja um leyfi fyrir mig til þess að kaupa hús hérna í Danmörku. Við hlógum smá af þessu, en þetta er víst bara formsatriði og er aldrei neitt vandamál. Það þarf bara leyfi fyrir mig en ekki Jón þar sem hann er að vinna, en ég í skóla
. Á föstudaginn förum við í bankann að tala við þjónustufulltrúan okkar og ganga frá lánunum. Hún sér síðan um allt í samvinnu við lögfræðinginn okkur.
Jæja ég er í skólanum, ætla að fara að hlusta aftur.
Knús og koss
Bergþóra og co
19.8.2008 | 18:05
Innilega til ......
hamingju með 10 ára afmælið Gunnlaugur Ingi.
Skilaðu kveðju til allra.
Knús og koss
Bergþóra, Jón, Kormákur og Kristófer.
17.8.2008 | 09:10
HMMMM......
Hvað er að frétta síðan síðast. Á föstudaginn undirskrifuðum við kauptilboð á húsið sem ég sagði ykkur frá, seljandinn samþykkti þetta og svo er bara að vona að lögfræðingunum okkar finnist þetta ekki vera vandamál. Venjulega er það ekki þannig að við teljum okkur vera orðna stolta húseigendur
og fáum við afhent 15 október. Það þarf nú að gera ýmislegt, eins og að mála. En seinna meir verður eldhús og þvottahús tekið í gegn. Þetta verður mjög spennandi fyrir okkur, þar sem hvorugt okkar hefur átt eigið hús með garði
, þannig að við látum okkur dreyma um það hvernig við viljum hafa garðinn okkar (hindberjarunna, bláberjarunna, eplatré, mmmmmmm, hehehe) gaman hjá okkur
.
Jæja við byrjuðum gærdaginn á því að fara í Rúmfatalagerinn og keyptum okkur garðhúsgögn á útsölu. Við föttuðum það svo þegar við komum út að við komum ekki borðinu í fínu Toyotuna mína, þannig að Ásta og Gunnhildur komu á Volvo station og björguðu okkur. Við náðum nefnilega í grænt plastborð sem er 115 cm á breidd og 190 á lengd, svo er hægt að stækka það upp í 260 cm hehe, svo voru keyptir 4 stólar (svona sem er hægt að leggja bakið aftur, mmm notó, hihihi
. Takk fyrir hjálpina Ásta og Gunnhildur.
Eftir bæjarferðina fórum við upp í Silkeborg til Rögnu og co, þar var horft á Ísland-Danmörk í handbolta, MJÖG mikil spenna hjá körlunum. Kristófer fannst alveg æðislegt að Margrét (8 ára pæja)nennti að leika við hann þar sem það gengur stundum ekki vel þegar Kormákur er líka, þá vilja þau stóru helst bara leika sér tvö. Ragna bakaði vöfflur í kaffinu og svo var grillað áður en við kíktum í bæinn. Það var Regatta fest í bænum og mikið um að vera, tívoli (þar vantaði Kristófer bróðir sinn), hljómsveitir út um allt ofl. Ragna, Rúnar (bróðir Kristins), Harpa (kona Rúnars) fóru heim með minnstu krakkana, þar sem þeim leist ekki of vel á þennan hávaða eftir að þau voru búin að fá sér smá lúr í vagninum
. Ég, Jón, Kristófer, Kristinn og Margrét urðum eftir og biðum eftir að sjá flugeldasýninguna, vááá hvað hún var flott
. Við vorum svo komin heim um 1:30 í nótt og allir svakalega þreyttir en ánægðir eftir skemmtilegan dag. Takk æðislega fyrir skemmtilegan dag og góðan mat
.
Frúin á heimilinu vaknaði samt í morgun kl 8:30 með litla trippinu og fékk kast í eldhúsinu, bakaði Bananabrauð, kryddbrauð og sunnudagsbollur Sollu stirðu, Jón kemur svo fram, vá er brjálað að gera hér hehe
.
Annars er planið fyrir daginn er að klára heimalærdóminn, fara upp í Give til Ástu með bananabrauð og kryddköku og fá kaffi. Síðan er stefnan tekin á herbergið hans Kormáks og gera það fínt áður en hann kemur heim, hihi hann er loksins að koma heim, kemur á morgun, oooooo ég hlakka svo til að sjá hann
.
Knús og koss
Bergþóra og co
PS, einu sinni enn KVITTA, það er svo miklu skemmtilegra að skrifa þegar maður fær einhver viðbrögð.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2008 | 15:45
Hæ hó ,jibbí jej og jibbí jej það er....
kominn 11. ágúst, hann Steini á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku krúttið okkar, njóttu dagsins vel
.
Knús og koss frá okkur öllum í Danaveldinu.
9.8.2008 | 17:01
Þá er ein vika síðan sonur minn......
stakk af til íslands. Það er allt mjög gaman hjá honum og mikið að gera, hmm skrítið
. Það er frekar rólegt í kotinu hjá okkur, svona þegar við erum bara með annan drenginn heima. Ekki það að Kristófer nýtir það í botn að hafa ekki bróðir sinn heima
. Kristófer sefur í herberginu hans Kormáks, spilar í tölvunni hans og horfir á hans sjónvarp, ALGJÖRT ÆÐI
, Kristófer saknar samt bróður síns og spyr oft hvort hann sé nú ekki að fara að koma heim
.
Við erum búin að vera að skoða nokkra garða hérna í nágrenninu, þar sem okkur finnst vera mikil þörf á því fyrir okkur að hafa nóg pláss fyrir stórt trampólín og sundlaug. Við fundum einn góðan garð í litlum bæ hérna rétt hjá (ca 20 mín), en við vorum nú svo heppin að þar er 127 fm hús sem fylgir með í kaupunum. Við gerum tilboð í þetta eftir helgi, þannig að það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því
.
Eins og allir vita þá eigum við engan pabba eða mömmu hérna í Danmörku og okkur vantaði mikið einhvern sem hefur vit á byggingum til að skoða húsið með okkur, þannig að við fengjum öðruvísi komment á það. Pabbi Mads (maður rúnu vinkonu) kíkti á ástandsskýrsluna til að meta húsið út frá henni og leist honum vel á. Við fengum svo Gumma og Önnu foreldra Rúnu lánaða til að kíkja með okkur á húsið. Gummi, Anna, Rúna og Emma komu svo í dag og kíktum við á húsið og fengum okkur svo kaffi hérna heima. Málin voru svo rædd hérna heima og komumst við öll að þeirri niðurstöðu að okkur leist vel á, en það þarf samt að leggja smá vinnu í það, ég hef nú bara gaman að því
. Takk fyrir hjálpina með þetta
.
Í kvöld á að vera í leti fyrir framan sjónvarpið með nammi og popp. Á morgun er svo stefnan tekin á lærdóm (ég) og svo á Kung Fu panda með Kristófer
.
Knús og koss
Bergþóra
PS: VERIÐ DUGLEG AÐ KVITTA
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
240 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 763
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar