Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Greinilegt að sonur minn skemmtir sér vel:)

á Íslandi. Það er svo gaman hjá honum að hann má greinilega ekki vera að því að tala við okkur. Við reyndum í gær en þá var hann í bíó, í fyrradag var hann að leika við vin sinn (þá er tímanum ekki eitt í að tala við mömmu sína)Wink. En það er nú gott að honum leiðist ekki og hann á örugglega eftir að hafa nóg að gera allan tímanGrin. Sennilega er þetta erfiðast fyrir mig, en ég sakna hans alveg hryllilega og hann er nú bara búin að vera í 4 dagaCrying.

Ég er byrjuð í 6 mánaða starfsnámi á leikskóla, þessi leikskóli er hér í Vejle og er alveg æðislegt að vera þarna. Skemmtilegt starfsfólk og frábærir krakkarGrin. Að sjálfsögðu er þetta ekki allt leikur og þarf ég nú að lesa slatta og skrifa eitthvað, en ég hef góða tilfinningu gagnvart staðnum og leiðbeinandanum mínumSmile.

Kristófer er hæstánægður að vera kominn í leikskólann aftur og skemmtir sér mjög vel. Í gær fóru þau út í rigninguna og skyldi kennarinn ekkert af hverju fötin hans voru svo blaut að hægt væri að vinda þau eftir þessa útiveru. Skýringin kom fljótlega þegar hún var að segja mér frá þessu, innan frá stofunni heyrist "hann lagðist niður í pollinn", Kristófer fór að skellihlæja og sagði "JÁ, það er rétt", "af hverju lagðist þú ofan í pollinn Kristófer" segi ég, "hann var svo stór og skemmtilegur"LoLBlush, ég gat nú ekki annað en hlegið, en hann lofaði að gera þetta ekki aftur heldur bara leika í pollunumTounge (hmmmmm ætli það haldist). Honum fannst nú pínu erfitt í morgunn þar sem ég þurfti að opna leikskólann sem ég er á og vöknuðum við því kl 5:30Sleeping.

Lítið sem ekkert að frétta af Jóni, hann er bara í vinnunni, laga tölvurnar mínar og eitthvaðWink.

Knús og koss

Bergþóra og co


Kormákur er farinn til Íslands.....

og það var ekki auðvelt að halda aftur að tárunum á Billund flugvelliCrying. Mér tókst það nú samt og var það svolítið Kormáki að þakka, hann heyrði á mér að ég var MJÖG nálægt því að gráta og sagði "MAMMA, þú lofaðir að reyna að gráta ekki á flugvellinum", "já sagði ég, það er rétt", svo gat ég ekki annað og hlegiðGrin. Ég huggaði mig líka við það að Árni bróðir var með honum, þannig að ég vissi að ekki yrði leiðinlegt hjá þeim. Við hin fórum svo heim og reyndum að sofa eitthvað, ég var alltaf að vakna, en var nú samt í rúminu til 9Smile.

Mamma hringdi í mig þegar þau voru komin út í bíl og var Kormákur bara hæst ánægður að vera kominn til Íslands, hann ætlaði að fara í heitt bað eða heita pottinn þegar hann kæmi í MosfellsbæinnGrin (um að gera að nýta það sem hann hefur ekki hér). Ég spurði hann nú aðeins út í flugið, hann spilaði í tölvu og Árni Þór svaf hálfa leiðinaTounge. Þeir fengu sér aðeins að borða og voru svo heppnir að Sigrún systir Halldórs var að vinna, takk fyrir drengina SigrúnGrin.

Kristófer vantar hjálp í tölvunni og vill að við náum í Kormák til Íslands, en það gengur víst ekki alvegGrin.

Stefnan hjá okkur í dag er að hjóla niður í Netto, kaupa egg og fara svo heim að baka GulrótarkökuGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


Lítið að gerast hér á bæ!

Það er bara ekkert um að vera hjá okkur þessa dagana, lífinu er bara tekið með ró. Við erum búin að fara í Horsens og skoða göngugötuna þar, mjög fínt en okkur tókst ekki að eyða neinum pening þar (það er nú kanski bara ágætt). Ég, Árni, Kormákur og Kristófer fórum í hjólaferð niður í Nettó og á pósthúsið, þetta var nú ekki löng ferð en Árni Þór er þá búin að prófa að hjóla í DanmörkuSmile.

Við fórum upp í Give í dag til að tékka á húsinu hjá Óla og Ástu, það var nú ekkert mikið að þar, ennnnnTounge. Þar sáum við að Give festival var í gangi, þangað kíktum við að sjálfsögðu (látum okkur ekki vanta á einhverja skemmtunWink). Við byrjuðum á einhverju tjaldi, en þar voru 4 strákar að spila þungarokk, það var nú fínt þangað til að drengurinn fór að syngja, GUÐ MINN GÓÐUR, við litum á hvert annað og löbbuðum útLoL. Jæja við fórum þá fyrir framan sviðið og GUÐ MINN GÓÐUR ekki tók skárra við. Við vorum þarna í klst og okkur fanst þetta allt í lagi, en ekki meira en þaðGrin.

Við fengum sms í síman í dag um það að búið væri að fresta fluginu hjá strákunum þangað til 7:15 (á dönskum tíma) í fyrramálið, þeir greyin voru nú ekkert alltof hressir með þaðErrm, en hvað er svo sem hægt að gera. Þannig að við eiðum núna síðasta kvöldinu í róleg heitunum hérna heima.

Meiri fréttir síðar

Knús og koss

Bergþóra


Til hamingju með......

Afmælið elsku Elísabet Jenný, eigðu góðan dag í dagWizard.

Skrifa meira síðar, er á leiðinni út að borða á BonesLoL.

Knús og koss

Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur Helgi og Kristófer Ingi


Myndir

Þá er ég búin að setja fleiri myndir í júlí 2008 albúmiðSmile.

Við fórum á ströndina í dag til að slappa af, veiða krabba og krossfiska, leika í sjónum og liggja í sólbaði. Árni Þór lá mest allan tíman og brann ekki neitt, ég lá í smátíma og brann helling á bakinu (var samt með sólarvörn), var nú ekki ánægð með þetta, þar sem mitt plan var að vera dugleg að bera á mig og verða bara brún en ekki RAUÐBlush.

Eftir ströndina náðum við í Kormák sem var búin að vera að leika hjá vini sínum og fórum heim. Ég og Jón ætluðum að setjast út á svalir og fá okkur bjór, en við fórum fljótlega inn, þar sem hitinn var svo mikill að við gátum ekki meirCool.

Jón Óskar og Árni Þór eru nú á tónleikum með Iron Maiden, það er nú búin að vera mikill spenningur með það og Árni hefur talið niður dagana, þannig að hann var mjög ánægður að fara LOKSINS á þá. Ég fór nú með strákana á videoleiguna og þeir tóku sér eina mynd og ég eina konumynd handa mérGrin. Aldrei þessu vant vildu þeir ekki horfa með mér heldur bara inn í herbergiWink, þannig að ég sit þá bara og blogga eitthvað bull í staðinnGrin.

Jæja elskurnar

knús og koss frá okkur í hitanum (33 gráður á mælinum okkar í dag)

Bergþóra og co


Megnið af gestunum eru farnir heim.

Hæ! Eins og ég var búin að segja komu Gyða, Beggi, Bergsteinn og Árni Þór til okkar á fimmtudaginn í síðustu viku. Jón fór út á flugvöll að ná í þau á meðan ég svaf aðeins lengur og tók svo til morgunmat fyrir þauGrin. Þau vildu nú aðeins leggja sig (bara búin að vaka í sólahring), ég skildi það nú ekki, ennnnn. Seinni partinn kíktum við aðeins á göngugötuna og í Bryggen, fengum okkur ís og gamanSmile.

Föstudaginn fórum við til Þýskalands, þar sem við náðum okkur í bjór, rauðvín, gos, nammi, föt oflGrin

Laugardeginum var eitt í Kolding Stor Center, þar sem fleiri peningum var eytt.

Stefnan var tekinn á Legoland á sunnudeginum. þar var rigning á köflum, en við skemmtum okkur alveg konunglega þrát  fyrir það. Það var lítið að gera og gátum við bara farið í hvert tækið á eftir öðru og skoðað allt velGrin. Þegar heim var komið tókum við okkur til og fórum út að borða á Jensens Böfhus, algjört æðiGrin.

Allir fengu að sofa út á mánudeginum og nýttu unglingarnir sér það heldur beturSleeping, við Gyða ákváðum reyndar kl 14 að nóg væri komið og vöktum þáWhistling. Þá kíktum við á Himmelbjerget, fengum með okkur nesti og löbbuðum aðeins þar um. Mér fannst þetta nú rosalega flott, en voða ómerkilegt líka miðað við hvað ég hafði ímyndað mérBlush.

Nú kemur aðalsagan, sitjið þið ekki örugglega, þetta er voða spennandi, hehehe. Við fórum í Djurs sommerland, þetta er einn af vinsælustu skemmtigörðum Danmerkur, þar er td stærsti rússíbaninn og ég sagði við Jón "ég fer ekki í þetta, sjáðu hvað hann fer hátt" (32metra upp í loftið), "jájá, þú kemur nú samt" sagði maðurinn minn. Og viti menn ég lét mig hafa það að fara í hann, ég hélt hreinlega að ég mundi deyja þegar við vorum að dragast upp. En vá hvað mér fannst þetta gaman, enda fór ég líka aftur rétt áður en við fórum heimLoL. En ekki nóg með þetta, ég fór í Örninn líka, en í honum dregst maður upp í 20 metra hæð, snýst þar (mjög hratt að mér fannst) og svo dettur hann niður til hliðanna 4 sinnum á meðan. GUÐ MINN GÓÐUR HVAÐ ÉG VAR HRÆDD, ég get sagt ykkur það að ég öskraði svo hátt að ég var aum í hálsinum, ÉG FER ALDREI Í HANN AFTUR, þetta var nóg fyrir migCrying. Jæja eftir öll ævintýrin þarna fóru Gyða og co að borða, en við hin keyrðum heim og fengum okkur SS pylsur og Myllu pylsubrauð og SS pylsusinnep(Árni Þór tók þetta með sér), mmm algjört nammiTounge.

Afslöppun var í fyrirrúmi á miðvikudaginn, enda allir búnir á því eftir vikuna, en gaman var þetta allt. Takk fyrir komuna Gyða, Beggi og Bergsteinn þetta var alveg frábær vikaGrin.

Jæja ég sit inn myndir (þá fáið þið að sjá hvað ég var hrædd í Erninum) og skrifa meira vonandi bara á morgun eða hinn.

Knús og koss

Bergþóra og co


Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag...........

Hún á afmæli hún Valgerður, hún á afmæli í dagWizard. Elsku Valgerður okkar innilega til hamingju með daginnInLove. Hafðu það gott í dag og við hringjum í  til ykkar í kvöldSmile.

Endalaust af knúsi og kossum.

Bergþóra, Jón Óskar, Kormákur Helgi, Kristófer Ingi og Árni ÞórKissing


AFMÆLISKVEÐJA:)

ELSKU HALLDÓR INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINNWizard. VONANDI ERTU BÚINN AÐ EIGA GÓÐAN DAG OG VONANDI VERÐUR KVÖLDIÐ ENN BETRAGrin.

KNÚS OG KOSSAR FRÁ OKKUR HÉR Í DANAVELDIKissing.


Sending að heiman:)

Maður verður sko ekki fyrir vonbrigðum með gestina sem koma til okkarSmile. Við fengum Árna Þór, Gyðu, Begga og Bergstein til okkar í nótt, þau lentu kl.5 í morgun. Jón Óskar fékk heiðurinn af því að vakna kl 4 og ná í þau, á meðan svaf ég og Jón hringdi svo þegar þau voru á leiðinni heim og ég tók til morgunmat. Allir komu með eitthvað handa okkur, Gyða og co komu með Cheerios og Lucky CharmsGrin, takk æðislega fyrir þaðSmile. Mamma og pabbi sendu okkur alveg helling, flatkökur, hangikjöt, skonsur, SSpylsur, piparsósu, sverð handa Kristófer "vá mamma, sjáðu hvað þetta er flott" og svo fengum við hjónin eina óvænta gjöf og mig er nú búið að langa lengi í þettaGrin. Elsku mamma og pabbi takk alveg æðislega fyrir okkur, það var mikil hamingja hér á bæKissing. Flestir reyndu svo að leggja sig, en Jón fór að horfa á sjónvarpið, enda vanur að vakna snemmaSmile. Ég gafst upp eftir klst, Árni Þór stuttu seinna og svo Beggi. Þannig að ég fór snemma að klára innkaupin sem ég ætlaði að gera í gær, Beggi fékk smá sightseen út úr því, þar sem ekki var búið að opna búðina þegar við komumGrin. Strákarnir himinlifandi að Árni var með þeim heimaSmile.

Ég og strákarnir fórum á flakk í gær með Rúnu, Karen Rós og Emmu Silju. Meðal annars var farið á göngugötuna að kaupa föt á liðið, Den gammel by í Aarhus, þar var labbað um og öll gömlu húsin skoðuð, farið í hestvagnaferð og keyptar kökur í bakaríi frá 1700 og súrkálGrin. Gaman að segja frá því að þetta líkist svolítið Árbæjarsafninu og þangað hef ég aldrei farið, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík i 20 ár, alltaf svo menningarlegBlush. Þaðan var farið í Ikea, ég keypti mér fleiri glös og maðurinn minn leit bara á mig eins og ég væri gjörsamlega búin að missa vitiðW00t, honum finnst við nefnilega eiga nóg af glösum og ég skil það ekkiWhistling. Eftir Ikea fórum við í Bilka og þaðan og heim. Við vorum komin heim um kl 22:30 í gærkvöldi, eftir langan og skemmtilegan dag. En einu sinni komst ég að því hvað gps tækið getur sparað mikinn tíma, Rúna greyið var að elta mig og svo þegar við áttum að beygja út af, var brjálað að gera hjá henni og hún missti af mér, þannig að ég beygði út af og hún hélt áframFrown. En með hjálp tækisins var ég ekki lengi að finna hana aftur og koma okkur á réttan staðTounge.

Jæja elskurnar, ég vona að gestirnir mínir séu að fara að vakna þannig að við getum gert eitthvað. Jón Óskar er loksins komin í sumarfrí og nú á bara að njóta þess að vera í fríi og gera eitthvað skemmtilegtGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


Ég rakst á þetta á heimasíðunni hjá Guggu og....

ákvað að stela þessu. Mér finnst nefnilega að stundum eigi maður að hugsa meira um það að leifa börnum að vera börn í stað þess að leiðrétta allt sem þau gera og segjaGrin. En að sjálfsögðu þurfum við að hafa takmörk líka. Ég veit bara hvað það er mikilvægt að fá að vera barn og foreldrar elski mann skilyrðislaust, þetta lærði ég af mömmu og pabba og ég færi þetta á mín börn, sem ég elska meira en allt annaðGrinInLove

Í dag...
ætla ég að brosa til þín þegar augu okkar mætast...
og hlæja þegar mig langar frekar til að gráta...
ætla ég að leyfa þér að vakna mjúklega, vafin inn í sængina þína og halda á þér í fanginu þar til að þú ert tilbúinn fyrir nýjan dag...
ætla ég að leyfa þér að velja hvaða föt þú ferð í, brosa og hrósa þér fyrir ,,fullkomna" litasamsetningu...
ætla ég að gleyma óhreina tauinu og fara frekar með þér út á leikvöll...
ætla ég að geyma óhreinu diskana í vaskinum og hjálpa þér að púsla nýja púsluspilið þitt...
ætla ég að slökkva á símanum og tölvunni og fara með þér út og blása sápukúlur...
ætla ég að bjóða þér upp á ís í innkaupaferðinni í stað þess að byrsta mig um leið og þú ferð að suða um hann...
ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór...
ætla ég ekki að hafa bakþanka um allar ákvarðanir sem ég tek í uppeldinu og fyrir þína hönd...
ætla ég að leyfa þér að baka með mér bollur og ekki hnoða þær allar aftur þegar þú sérð ekki til...

Í kvöld...
ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá deginum þegar þú fæddist og hvers vegna mér þykir svona vænt um þig...
ætla ég að leyfa þér að busla og skvetta í baðinu og ekki verða reið út af vatninu á gólfinu...
ætla ég að leyfa þér að vaka lengi og skoða stjörnurnar á himninum...
ætla ég að kúra hjá þér eins lengi og þú vilt, þó að ég missi þá af uppáhaldsþættinum mínum...
ætla ég að dást að þér og vera þakklát fyrir að eiga gersemi eins og þig...
ég er svo heppin að eiga þig og bið ekki um neitt... nema annan dag með þér...
 

Smá væmni í gangi, en það er nú líka allt í lagi svona inn á milli. Jæja farin að hjóla á pósthúsið.

Knús og koss

Bergþóra


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband